Morgunblaðið - 25.10.2016, Síða 2

Morgunblaðið - 25.10.2016, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2016 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta er hámark ósvífninnar. Þetta gera bara sálarlausir menn,“ segir Karl Viðar Pálsson, sem rekur bílaverkstæði í Mý- vatnssveit. Komið var með nánast ónýtan bílaleigubíl til hans og beðið um viðgerð en hann treysti sér ekki til að taka hann inn á verkstæði sitt. Bíllinn verður væntanlega seldur í varahluti. Framendinn að detta af Karl var beðinn um að gera við bremsulausan bílaleigubíl. Þegar leigutakinn kom með bílinn morguninn eftir trúði Karl Viðar varla sínum eigin augum. Bíllinn er jeppi, yfir tuttugu ára gamall. „Það er varla hægt að lýsa þessu. Bíllinn var haugryðgaður. Framendinn var að detta af hon- um og annað frambrettið að rifna upp. Rafgeymirinn var að fara niður úr hvalbaknum út af ryði. Svo var búið að setja límband yf- ir óþverrann inni í brettunum,“ segir Karl. Hann segist ekki hafa treyst sér til að setja bílinn á bílalyftu í verkstæði sínu vegna þess að hann óttaðist að hann myndi detta í sundur þegar hon- um yrði lyft. Leigutakinn, ungur ástralskur ljósmyndari, hafði tekið bílinn á leigu tveimur dögum fyrr. Karl hefur eftir honum að hann hafi gengið frá leigunni á netinu. Hann tók flugrútuna frá Kefla- víkurflugvelli og á stoppistöð á leiðinni hitti hann ungan mann sem rétti honum lyklana, benti í áttina til bílsins og lét sig svo hverfa. Þetta var í myrkri og leigutakanum gafst ekki kostur á að skoða bílinn áður, eftir því sem hann sagði Karli. Ekki með bílaleigutryggingu Karl segir að Ástralinn hafi greitt 144 þúsund krónur fyrir nokkurra daga leigu og hann hafi hvorki haft kvittun né leigu- samning, aðeins nafnið á mann- inum sem leigði honum bílinn. Bíllinn mun ekki hafa haft bíla- leigutryggingu eins og skylt er. Karl tilkynnti þetta til lögregl- unnar á Húsavík og kom mann- inum í samband við bílaleigu á Húsavík svo hann gæti haldið áfram för sinni. „Þetta er ekki forsvaranlegt. Málið snýr ekki aðeins að mann- inum sem leigði frá sér bíl með þessum hætti og í þessu ástandi heldur ekki síður að eftirlitinu,“ segir Karl. Hann bendir á að bíll- inn hafi komist í gegnum skoðun á Selfossi í febrúar og sé með gilda skoðun fram á næsta ár. Vítavert sé að hleypa slíku öku- tæki út á vegina. Karl segist hafa verið farinn að vona að búið væri að stöðva út- leigu á druslum. Þetta dæmi sýni að taka þurfti umræðuna á ný og viðeigandi eftirlitsaðilar þurfi að taka sig á. „Þetta gera bara sálarlausir menn“  Bifvélavirki í Mývatnssveit treysti sér ekki til að taka við haugryðguðum og biluðum 20 ára gömlum bílaleigubíl  Gagnrýnir að slíkir bílar fái skoðun og að enn sé verið að leigja út druslur Morgunblaðið/Birkir Fanndal Drusla Bílaleigubíllinn er haugryðgaður og varla má koma við hann án þess að eitthvað detti í sundur. Karl Viðar Pálsson treysti sér ekki í viðgerð. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Jóhann Guðmundsson, formaður ís- lensku sendinefndarinnar á fundi Al- þjóðahvalveiðiráðsins í Slóveníu, segir að flest bendi til þess að fátt muni breytast í afstöðu ríkja fundar- ins til hvalveiða. Bann við hval- veiðum hefur staðið yfir í 30 ár. Fulltrúar Íslands og Noregs bókuðu m.a. mótmæli gegn banninu við veið- um í atvinnuskyni. Þá kröfðust Jap- anir þess að bann við hvalveiðum yrði afnumið. Fundurinn mun standa alla vikuna. „Það er enginn munur á þessum fundi og venjulega,“ segir Jóhann. Hann segir að í grunninn séu tveir skoðanahópar á fundinum. Annars vegar sá sem Íslendingar tilheyra, sem er hlynntur nýtingu hvala- stofna, og hins vegar þeir sem leggj- ast gegn hvalveiðum. Fulltrúar 66 þjóða eru á fundinum. Að sögn Jóhanns njóta Íslend- ingar, Norðmenn, Japanir og Græn- lendingar, sem eru hlynntir veið- unum, stuðnings þjóða í Afríku og Karíbahafinu. Alls þarf stuðning um ¾ hluta þeirra þjóða sem sækja fundinn til ákvarðanatöku, m.a. um afléttingu bannsins. Eru þjóðir sem hlynntar eru nýtingu í nokkrum minnihluta, að sögn Jóhanns. Í dag verður m.a. lögð fram tillaga Argentínu, Brasilíu, Gabon, Suður- Afríku og Úrúgvæ um að stofna griðasvæði fyrir hvali í sunnanverðu Atlantshafi. Sú tillaga nýtur stuðn- ings ESB og fleiri ríkja. „Þeir hafa aldrei náð þessu í gegn þar sem við nýtingarþjóðir höfum alltaf stoppað þetta,“ segir Jóhann. Hann telur ólíklegt að breyting verði á því í ár. Bókuðu mótmæli við hvalveiðibanni  Ekki er búist við stórum tíðindum frá fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins AFP Slóvenía Kristján Loftsson og Jó- hann Guðmundsson á fundi ráðsins. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Stærsti hluti tæknibúnaðar vegna jáeindaskannans, gjafar Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) til þjóðarinnar, var hífður í jörð á Landspítalalóð- inni í gær, en þó ekki skanninn sjálf- ur. Eins og fram hefur komið eru já- eindaskanninn og byggingin tilkom- in fyrir tilstilli peningagjafar Ís- lenskrar erfðagreiningar upp á 5,5 milljónir dollara, eða sem nemur 726 milljónum króna. Bæði kaupin á já- eindaskannanum og ný bygging eru fjármögnuð að fullu af gjafafénu. Í byggingunni verður framleiðsluein- ing til þess að búa til ísótópa (geisla- virkar samsætur), og tilraunastofa til að búa til efnin. Jáeindaskanni er fyrst og fremst nýttur til greiningar á krabbameini, bæði til að finna meinið fyrr og að finna útbreiðslu þess til þess að finna út bestu aðferðir við að með- höndla meinið. Um 200 manns voru sendir í jáeindaskanna erlendis á síðastliðnu ári. Þrjár afhendingar Guðmundur Hreiðarsson, fram- kvæmdastjóri hjá General Electric, stjórnaði flutningum búnaðarins og framkvæmdunum í gær. „Landspítalinn er að taka á móti „Gjöf til þjóðar“ frá Íslenskri erfða- greiningu. Jáeindaskanninn kemur hingað til lands í þremur afhending- um,“ sagði Guðmundur í samtali við Morgunblaðið í gær. „Fyrsta skrefið er rafeindarafall sem býr til ísótópana, geislavirka efnið sem jáeindaskanninn notar. Umfang fyrsta skrefsins er gríðar- lega mikið og kannski veigamesti þátturinn í uppsetningunni. Það er verið að hífa í gegnum gat, niður í kjallara (bunker) sem er búið að út- búa, þar sem rafallinn verður stað- settur. Rafallinn vegur 60 tonn, þannig að hann er hífður í skömmt- um hér niður,“ sagði Guðmundur. Guðmundur segir að tvær hurðir séu á rafalnum og hvor um sig vegi 7,8 tonn og svo sé 12 tonna hleri sem verði hífður niður á hvelfinguna. Út- búnaðurinn sem verið sé að koma fyrir núna vegna jáeindarafalsins sé í þremur gámum, en gærdagurinn fór í að losa búnaðinn úr gámunum og hífa niður um gatið. „Það þarf að vera geysilega öflug einangrun, vegna geislavirkninnar. Rafallinn sjálfur er ekkert mikill um sig en skermingin er sá hluti bún- aðarins sem er svo þungur, því það á engin geislun að sleppa út þegar efn- in eru búin til,“ sagði Guðmundur. Í gær komu þrír aðrir gámar til landsins sem innihalda rannsókna- stofuna sem tekur við efninu og full- vinnur það þegar það er búið í fram- leiðslu. Guðmundur segir að uppsetning úr þessum gámum fari einnig fram í þessari viku og gert sé ráð fyrir að fyrir lok vikunnar hafi þeir verið tæmdir og einingum komið í hús. Í desembermánuði verði svo jáeinda- skannanum komið fyrir. Morgunblaðið/Golli Nýji jáeindaskanninn Veigamesti áfanginn í uppsetningu tækisins hafinn. 60 tonnum komið í jörð við Landspítala  Byrjað að koma jáeindaskannanum frá ÍE fyrir Bíll valt á veginum um Blönduhlíð í Skagafirði á móts við bæinn Flugu- mýrarhvamm síðdegis í gær. Tveir erlendir ferðamenn á þrítugsaldri voru í bílnum og sakaði þá ekki. Að sögn lögreglunnar á Norður- landi vestra liggur ekki fyrir hverj- ar orsakir þessar voru, en aksturs- aðstæður voru hinar bestu. Bíllinn fór í loftköstum út af veg- inum, endastakkst og hafnaði á hvolfi ofan í Hvammsá. Þar skriðu mennirnir út úr bílnum, ómeiddir. Segir lögreglan það vera með mikl- um ólíkindum, en hér hafi bílbeltin sennilega bjargað öllu. Bíllinn er hins vegar gjörónýtur eftir þessa veltu. Bíll fór í loftköstum og lenti á hvolfi úti í á Velta Ökumaður og farþegi sluppu ómeidd- ir en bíllinn er gjörónýtur eins og sjá má.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.