Morgunblaðið - 25.10.2016, Síða 4

Morgunblaðið - 25.10.2016, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2016 Ráðgjöf og þjálfun nolta.is Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Mér var auðvitað, af mínum ágæta lækni, gert það ljóst strax í upphafi að þetta væri sjúkdómur sem maður sæti uppi með og gæti því auðveldlega verið banvænn,“ segir Kjartan Gunnarsson lögfræðingur, en hann flutti í gær ávarp á fyrstu ráðstefnu Inter- national Myeloma Foundation sem haldin var í sam- vinnu við Perluvini, félag um mergæxli á Íslandi, Landspítala og Háskóla Íslands. Kjartan greindist með mergæxli (e. myeloma) á frumstigi fyrir nokkrum árum, en um er að ræða ill- kynja fjölgun eitilfrumna í beinmerg sem hægt er að halda niðri með lyfjameðferð og í völdum tilfellum geislameðferð. Í ávarpi sínu sagði Kjartan frá eigin reynslu og kom þar m.a. fram að hann hefur náð sér vel af sjúkdómnum. „Ég og mínir aðstandendur höfum verið heppin því mér hefur vegnað mjög vel og ég tekið vel á móti meðferðum,“ segir Kjartan. „Kannski er ég í ein- hverri allsherjar afneitun gagnvart sjúkdómnum, það getur vel verið, en ég hef frá fyrsta degi aldei lit- ið á sjálfan mig sem sjúkling og aldrei talað um mig þannig, þó ég sé ófeiminn við að ræða sjúkdóminn og lýsa því sem ég hef þurft að fást við vegna hans. Ég tel að það sé mjög mikilvægt að horfa á sjálfan sig ekki sem sjúkling, heldur sem einstakling sem er að ganga í gegnum eitthvað sem hann þarf að gera, get- ur tekist á við og getur náð árangri í.“ Kjartan segir fyrstu þrjú árin eftir greiningu hafa reynst honum erfiðust. „Mér fannst mér seint ætla að batna og var með böggum hildar yfir þessu. En eftir það finnst mér allt hafa gengið upp á við og frá 2014 finnst mér ég hafa náð mér fyllilega.“ Umfangsmikil rannsókn að hefjast Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor í blóð- sjúkdómum við læknadeild Háskóla Íslands, flutti einnig ávarp, en að sögn hans greinast árlega á bilinu 20-25 einstaklingar með mergæxli hér á landi. „Einkenni sjúkdómsins eru yfirleitt blóðleysi, nýrnabilun, beinverkir og í sumum tilfellum of hátt kalkgildi í blóði,“ segir Sigurður Yngvi og bendir á að þrátt fyrir að um sé að ræða ólæknandi sjúkdóm hafi miklar framfarir orðið í meðferð hans að undan- förnu. „Þannig má nefna að á síðasta ári voru þrjú ný lyf samþykkt sem stórauka lífslíkur sjúklinga.“ Um miðjan nóvember verður um 140 þúsund ein- staklingum yfir fertugu boðið að taka þátt í rann- sókn þar sem skimað verður fyrir forstigi mergæxlis með einfaldri blóðprufu. „Markmiðið er að rannsaka hvort ávinningur sé að skima fyrir forstigi mergæxl- is svo hægt verði að greina og meðhöndla sjúkdóm- inn fyrr,“ segir Sigurður Yngvi. Morgunblaðið/Ófeigur Margmenni Salurinn á Hilton Reykjavík Nordica var þéttsetinn þegar ráðstefna um mergæxli fór þar fram. Brýnt að horfa ekki á sjálfan sig sem sjúkling  Mergæxli og meðferð þess var til umræðu á ráðstefnu Morgunblaðið/Ófeigur Ávarp Kjartan Gunnarsson greindi frá eigin reynslu og hvernig hann hefur tekist á við sjúkdóminn. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is 42. þing Alþýðusambands Íslands (ASÍ) verður sett á Hilton Nordica Reykjavík í fyrramálið kl. 10 og stendur til kl. 17 á föstudag. Miðstjórn ASÍ gerir tillögu til þingsins um að það samþykki tillögu um að 143 milljónum af óráðstöfuðu eigin fé sambandsins verði ráðstafað í Vinnudeilusjóð ASÍ. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, var í gær spurður hvort það skyti ekki skökku við, nú þegar atvinnu- ástand væri með besta móti, kaup- máttur hefði aukist sem aldrei fyrr og hagvöxtur sömuleiðis, að efla verkfallssjóð sambandsins: „Við er- um að horfa til framtíðar, ekki for- tíðar. Það er ekkert sérstaklega bjart fram undan á vinnumarkaðn- um og til þess erum við að horfa með þessari tillögu. Það er engin launung á því að SALEK-samkomulagið um nýtt samningsmódel er í uppnámi.“ Fyrir liggur að sú niðurstaða opin- bera geirans að hverfa frá því sam- komulagi sem tókst nú í haust um samræmingu á lífeyrisréttindum al- menna markaðarins og hins opin- bera er grundvallarástæða þess að SALEK-samkomulagið er í upp- námi. Það að opinberi geirinn vildi ekki styðja frumvarp Bjarna Bene- diktssonar fjármálaráðherra um samræmingu lífeyrisréttinda, sem byggði á samkomulaginu sem tókst í haust, gerir það að verkum, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins, að verkalýðsforystan á almenna markaðinum telur að fram undan næstu misseri, jafnvel ár, verði meiri róstur á vinnumarkaði en sést hafa í mörg ár. „SALEK verður til í tilraun til þess að lægja öldur á vinnumark- aðnum, og ástandið á vinnumarkaðn- um hefur verið tiltölulega rólegt, frá því við gerðum það samkomulag. En nú er uppstytta í því og ef það fer sem horfir, að iðgjöld í lífeyrissjóði starfsmanna ríkis og sveitarfélaga hækka verulega, bresta þar með for- sendur kjarasamninga Alþýðusam- bandsins strax í febrúar á næsta ári,“ sagði verkalýðsforingi sem rætt var við í gær. Ef ASÍ segði sínum samningum upp gæti BSRB einnig sagt upp sínum samningum og í fljótu bragði yrði ekki séð nein ein- föld leið við að koma á samningum á nýjan leik. Spurður hvort hann og aðrir for- ystumenn ASÍ ættu von á mótfram- boðum á þinginu sagði Gylfi: „Ég veit ekkert um það og yrði væntan- lega síðasti maður til þess að frétta af því.“ Gylfi segir að enginn ákveðinn framboðsfrestur sé til þess að bjóða sig fram til forystu hjá ASÍ. Hann hafi einfaldlega tamið sér það sem fyrrverandi forseti, Grétar Þor- steinsson, gerði, að gefa upp hug sinn fyrir sumarleyfi. „Ef menn ætla að hætta gefst góður tími fyrir aðra sem hyggja á framboð til þess að undirbúa það,“ sagði Gylfi. Hann segir að kjörnefnd leggi fram á þinginu þau nöfn sem í framboði séu, síðan spyrji fundarstjóri hvort fleiri ætli að bjóða sig fram og í upphafi þings sé gjarnan beðið um að þeir sem hyggi á framboð láti vita af sér. Býr sig undir átök á vinnumarkaði  Forseti ASÍ segist manna síðastur frétta af því ef mótframboð verði gegn honum á ASÍ-þinginu Morgunblaðið/Árni Sæberg Gleði Samningur ASÍ og SA hand- salaður 21. janúar síðastliðinn. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Bankamenn og aðrir sem eiga aðild að Samtökum starfsmanna fjármála- fyrirtækja (SSF) fá talsverðar kjarabætur samkvæmt sam- komulagi sem gert var í gær. Launahækkun sem átti að vera 5,5% þann 1. maí síðastliðinn verð- ur 6,2% og gildir þá afturvirkt frá síðustu ármótum. Frá 1. maí á næsta ári hækka laun og kaup- taxtar um 5,0% í stað 3,75% og í maíbyrjun 2018 hækka launin um 5,0% í stað 2,5% eins og áður var um samið. Gildandi kjarasamningur SSF og SA, fyrir hönd fjármálafyrirtækj- anna, var gerður í september á síð- asta ári og þar var í 8. grein bókun um endurskoðun á launalið kjara- samningsins, væru fyrir því for- sendur. Í viðræðum á dögunum, þegar farið var að huga að breyt- ingum, var ákveðið að miða við samninga ASÍ og SA frá í byrjun þessa árs, það er ákvæði hjá þeim um launahækkanir og aukin framlög atvinnurekenda í lífeyrissjóð. „Við semjum á sömu nótum og gert var í samningum á almenna markaðnum síðastliðinn vetur. Höfðum þá samninga sem ákveðna forskrift og það teljum við góða lausn fyrir báða aðila. Félagsmenn eru að fá ágæta launahækkun með samningnum nú og fjármálafyrir- tækin töldu sig hafa svigrúm til þess að mæta þessu,“ sagði Friðbert Traustason, formaður SSF, í samtali við Morgunblaðið. Bankamenn fá ágæta hækkun  Fjármálafyrirtækin höfðu svigrúm Samsett mynd/Eggert Bankar Borga sínu starfsfólki vel. Launahækkun » Laun og kauptaxtar hækka á næsta ári um 5,0% í stað 3,75% eins og ætlað var » Endurskoðun studdist við samninga ASÍ og SA frá því snemma á þessu ári Friðbert Traustason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.