Morgunblaðið - 25.10.2016, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 25.10.2016, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2016 Þótt alþjóðlegur dagur sjúkdóms- ins psoriasis sé 29. október og víða sé þá haldið upp á hann með pomp og prakt, verða hátíðahöldin á Íslandi færð fram til dagsins í dag, þriðjudagsins 25. október. Þar sem kosið verður til alþingis á laugardaginn kusu Spoex, sam- tök psoriasis- og exemsjúklinga, fremur að standa fyrir fjölbreyttri dagskrá í dag og hefst hún kl. 17 á Grand hótel Reykjavík. Á dag- skránni er fyrirlestraröð og frum- sýning fræðslumyndbanda um psoriasis í húð og liðum og exem, auk vörukynninga. Fyrirlesarar eru: dr. Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir, sem kynnir niðurstöður doktorsrann- sóknar sinnar þar sem hún ber saman áhrif meðferðar í Bláa lón- inu og hefðbundinnar UVB- ljósameðferðar. Aníta Sif Elídóttir, næringarfræðingur, fjallar um um- búðalæsi, hollustumerkingar og skyldu fyrirtækja til að tilgreina næringarlýsingu á flestum forpökk- uðum mat, og dr. Evgenia Mikaels- dóttir, verkefnisstjóri í rannsókn á erfðum psoriasis hjá Íslenskri erfðagreiningu, heldur erindi um erfðafræði psoriasis. Spoex heldur upp á alþjóðadag psoriasis í dag, þriðjudaginn 25. október Fyrirlestrar og fræðslumynd- band um sjúkdóminn psoriasis . Lón og ljós M.a. verður fjallað um samanburð á áhrifum meðferðar í Bláa lóninu og hefðbundinnar UVB- ljósameðferðar. Magnaður heimur Vafþrúðnismála Óðinn fer til fundar við jötuninn Vafþrúðni í dulargervi og þeir fara í spurningakeppni þar sem höfuð þeirra eru að veði. Bjarni og Jón Karl hafa sent frá sér myndasöguna Hvað mælti Óðinn? Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þetta vinnuferli hefur staðið yfir í 25 ármeð hléum, og vissulega er léttir aðbarnið sé fætt eftir þessa löngu með-göngu, “ segja þeir Bjarni Hinriks- son og Jón Karl Helgason, stoltir feður bók- arinnar Hvað mælti Óðinn? Bókin sú geymir myndasögu sem er frjálsleg endursköpun þeirra félaga á Eddukvæðinu Vafþrúðnis- málum. Þar segir frá því þegar Óðinn heim- sækir Jötunheima undir dulnefninu Gagn- ráður og fer í spurningakeppni við jötuninn Vafþrúðni þar sem höfuð beggja eru lögð að veði. Tvær boð- flennur eru með í för og reynist þetta mikil háskaför. Nýja bókin á upptök sín í því að Jón Karl vann á sínum tíma út- varpsþætti í samstarfi við Viðar Eggerts- son. „Það gerði ég undir áhrifum kenninga Terrys Gunnel um að Eddukvæðin væru elsta leiklistin okkar, því þau eru mikil samtalskvæði. Við tókum fyrir Skírnismál, Þrymskviðu og Vafþrúðnismál í þessum þátt- um og unnin var leikgerð af hverju kvæði fyrir sig. Mig langaði að vinna áfram með þetta efni og þar sem við Bjarni þekktumst og áttum sameiginlegan áhuga á myndasögum, þá voru hæg heimatökin að leita til hans,“ segir Jón Karl. Teiknarar glíma við arfinn „Persónusköpunin á þessum jötnum í Vaf- þrúðnismálum var beint framhald af því sem ég hafði verið að vinna með í teikningunni, ís- lensku tröllin og þjóðsögurnar. Ég hefði líka verið að skoða Íslendingasögurnar og ég hafði sett Hrafnkelssögu í myndasöguform, en það sem er heillandi við hana er að í henni er mikið af samtölum og þá er auðvelt að búa til flæð- andi sögu. Það sama á við með Vafþrúðnismál, hún er byggð upp á samtölum,“ segir Bjarni sem hefur mikinn áhuga á hinum forna bók- menntaarfi. „Teiknarar hafa löngum verið að glíma við það hér á Íslandi hvernig á að vinna með þennan arf, og sama er að segja með kvik- myndagerðarmenn og rithöfunda.“ Jón Karl grípur þetta á lofti og bætir við að saga nýrra listgreina á Íslandi hefjist iðulega á því að menn standa á öxlunum á bókmenntaarfinum. „Hvort sem það er Ásgrímur Jónsson að teikna upp úr þjóðsögum eða kvikmyndagerð- arfólk að búa til mynd um Gilitrutt. Elstu ís- lensku teiknimyndahöfundarnir byrja upp úr þessum arfi og má þar nefna Harald Guð- bergsson. Fyrsta íslenska teiknimyndin er Þrymskviða,“ segir Jón Karl. Margt útpælt í Eddukvæðunum Bjarni segir það hafa verið heillandi að velja hvaða myndir hann vildi teikna upp af öll- um þeim ótal atriðum sem segir frá í Vaf- þrúðnismálum. „Það var ögrandi og skemmtilegt að tvinna þetta saman, að segja í mynd þá miklu sögu sem kemur fram í hverju erindi og teikna hinsvegar þessa línulegu frásögn boðflenn- anna tveggja sem ferðast um inni í jötninum. Í þessum teiknistíl fannst mér gaman að gera gróteska hluti til að fanga þessa lýsingu,“ segir Bjarni og bætir við að hann hafi lært mikið af vinnunni við að teikna þessa sögu. „Ég hafði verið að gera mér hlutina óþarflega erfiða, grunnteikningin vannst hratt, hinir svörtu blekfletir, en síðan fór ég að vinna með skyggingu með blýanti og það tók óratíma, enda mikil nákvæmnisvinna. En þegar tölvurnar komu til sögunnar þá skann- aði ég myndirnar inn og vann ofan í blýantinn til að færa mig nær blekinu, sem var vissu- lega mikil vinna, en við það lærði ég hvað ég þurfti að forðast í framtíðinni. Þetta væri allt önnur bók ef hún hefði verið prentuð fyrr á vinnuferlinum.“ Jón Karl segir að þó kvæðið láti lítið yfir sér þá búi það yfir mögnuðu myndmáli. „Að þeir Óðinn og Vafþrúðnir leggi höfuð sín undir í spurningakeppni virkar á tveimur plönum, Óðinn er að afla sér þekkingar úr höfði jötunsins og hann hefur síðan hausinn bókstaflega með sér heim í Ásgarð að keppni lokinni í teiknuðu útgáfu Bjarna,“ segir hann og bætir við að margt í Eddukvæðunum sé ótrúlega útpælt. „Við þetta bætist að Vafþrúðnir segir frá því að heimurinn allur er gerður úr höfði Ýmis jötuns. Að baki virðast því vera skemmtilegar þekkingarfræðilegar hugmyndir um heiminn eða er hann nokkuð annað en sú þekking sem við höfum um hann? Í þessu kvæði er skemmtilega unnið með höfuðið sem tákn. Við þurftum engu við að bæta, þessar myndir spretta allar fram úr í frumtextanum.“ Megum ekki vera hrædd við nekt Þeir segjast renna blint í sjóinn með það hverjir hafa gaman af þessari bók fyrir utan þá tvo. „En við teljum þetta höfða til fólks á öllum aldri og þessi bók er afar gott kennsluefni. Við hugsuðum þetta reyndar fyrst fyrir skólakerf- ið og við ritskoðuðum sumar myndir með tilliti til þess að þetta væri fyrir yngri nemendur. Ég teiknaði til dæmis teppi yfir nekt Óðins þar sem Frigg lætur vel að honum, en í endanlegu útgáfunni er teppið fokið, enda ekkert feimn- ismál að sýna kynfæri, þetta er falleg stund hjá þeim skötuhjúum. Við megum ekki vera hrædd við nekt, hún er eðlileg. Að vera nakin saman í rúmi og láta vel að hvort öðru er jafn eðlilegt og að borða,“ segir Bjarni og Jón Karl bætir því við að í síðari hluta kvæðisins sé Óð- inn síðan upptekinn við að spyrja Vafþrúðni „spjörunum úr“. Vilja láta rappa textann Í fyrsta uppkasti af bókinni hafði Jón Karl gert einhverskonar nútímaútgáfu af frumtexta Vafþrúðnismála. „Við ákváðum að færa hann enn nær nútímanum og búa til rapptexta. En þar sem Jón Hallur Stefánsson er þrisvar sinn- um hagmæltari en ég, þá fékk ég hann til að endurbæta þessa rappþýðingu. Allt sem er vel gert í þessum texta er honum að þakka,“ segir Jón Karl og bætir við að þá langi til að fá Dóra DNA eða einhvern annan til að flytja textann. „Nú liggur þessi nútíma rappútgáfa af þessum magnaða texta fyrir og hvaða rappara sem er, er frjálst að flytja hann, eða Skálmöld að syngja hann.“ Þeir félagarnir segjast vel geta hugað sér að snúa sér að því að gera myndasögu úr öðru Eddukvæði. „Við gætum sent frá okkur svona bók á 25 ára fresti og klárað þennan þríleik þegar ég verð orðin 102 ára,“ segir Jón Karl og hlær. Japanir vinna með íslenskar miðaldabókmenntir Jón Karl gefur út bók í Bretlandi í vor þar sem hann fjallar m.a. um hvernig íslenskar miðaldabókmenntir hafa verið endurskapaðar af teiknimyndahöfundum, þar á meðal af lista- mönnum Marvel og dönskum hópi sem gerði Valhalla-seríuna á árunum 1979 til 2009. „Myndasagan okkar er hluti af stórri hefð og áhrifaríkri. Ég var í Japan fyrri nokkrum ár- um til að kynna mér japanskar myndasögur sem byggjast á íslenskum miðaldabókmenntum og þar er af nógu að taka. Til dæmis má nefna Makoto Yukimura sem vann á árunum 2005 til 2013 við verkið Vínland saga. Sagan gerist á Ís- landi, í Bretlandi, í Vesturheimi og Danmörku á miðöldum. Þetta er verk sem nær yfir meira en 2000 síður, en mánaðarlega koma út 30-40 síður í þessari sögu. Yukimura rekur litið stúdíó í kringum þetta verkefni og er með 2-4 listamenn í vinnu við það.“ Bókin Hvað mælti Óðinn? Vafþrúðnir Hann tekur ágætlega á móti Óðni. Heimsmynd Margir koma við sögu þar. Morgunblaðið/Golli Loksins Jón Karl og Bjarni við nokkrar af frumteikningunum í útgáfuboðinu. Margt má sér til gamans gera og svo var um þennan ágæta slöngutemjara sem gerði ýmsar kúnstir með slöngunni sinni á hátíð einni sem haldin var í Myanmar í Asíu á dög- unum. Hátíðin var haldin til að fagna 63 ára afmæli hennar Momo, sem er kvenkyns fíll en í Myanmar eru hvað flestir fílar í veröldinni, en þeir eru þó sagðir í hættu, meðal ann- ars vegna þess að þeim er smyglað til Taílands til notk- unar í ferðaþjónustunni. Haldið upp á afmæli fíls AFP Kúnstir Flinkur slöngutemjari. Slöngutemj- ari sýnir listir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.