Morgunblaðið - 25.10.2016, Síða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2016
25. október 2016
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 114.26 114.8 114.53
Sterlingspund 139.79 140.47 140.13
Kanadadalur 85.63 86.13 85.88
Dönsk króna 16.721 16.819 16.77
Norsk króna 13.856 13.938 13.897
Sænsk króna 12.816 12.892 12.854
Svissn. franki 114.94 115.58 115.26
Japanskt jen 1.0987 1.1051 1.1019
SDR 156.85 157.79 157.32
Evra 124.4 125.1 124.75
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 155.7807
Hrávöruverð
Gull 1263.95 ($/únsa)
Ál 1612.5 ($/tonn) LME
Hráolía 51.4 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Fjölmiðlasamsteypan 365 hefur
síendurtekið látið undir höfuð leggj-
ast að uppfylla útboðsskilmála sem
fyrirtækið undirgekkst þegar því var
úthlutað nýtingarrétti á 800 MHz
tíðnisviði fyrir farnetsþjónustu sem
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) út-
hlutaði með útboði árið 2013. Var
nýtingarrétturinn tryggður fyrir-
tækinu til 25 ára.
Í útboðsskilmálunum var gengið
út frá því að það fyrirtæki sem
hreppa myndi heimildina myndi
tryggja 98% útbreiðslu og uppbygg-
ingu á hverju landssvæði fyrir árslok
2014 og 99,5% útbreiðslu og upp-
byggingu á hverju landssvæði fyrir
árslok 2016. Til dagsins í dag hefur
fyrirtækið einungis sett upp einn
sendi til að þjónusta fyrrnefnt tíðni-
svið og er því langt frá því að rísa
undir þeim kröfum sem PFS gerði til
þess varðandi uppbyggingu kerfis-
ins.
Óskuðu tilslakana á skilmálum
Í byrjun aprílmánaðar í fyrra kall-
aði 365 eftir tilslökunum vegna þess
sem fyrirtækið kallaði „breyttar for-
sendur“ fyrir uppbyggingu tíðni-
sviðsins og vísaði í því tilliti til
ákvörðunar hins opinbera um stuðn-
ing við uppbyggingu ljósleiðara-
kerfis um landið. Fjarskiptafélagið
Nova brást harkalega við beiðni 365
og sagði meðal annars í erindi til
PFS: „eitt mikilvægasta tíðniróf fyr-
ir farnetsþjónustu í raun verið tekið í
einhvers konar gíslingu og liggur
tíðnibandið ónotað, engum til gagns,
samkeppni og hagkvæmum fjar-
skiptum til tjóns.“
Óskaði Nova enn fremur eftir því
að heimild 365 yrði afturkölluð þar
sem ljóst væri að fyrirtækið myndi
ekki uppfylla skyldur sínar gagnvart
útboðsskilmálunum.
Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri
PFS, segir að 365 hafi óskað tilslak-
ana og að stofnunin hafi orðið við
þeirri beiðni.
„Okkur ber að taka tillit til þess ef
óskað er tilslakana á málefnalegum
forsendum. Fyrirtækið hefur lagt
fyrir okkur áætlanir um það með
hvaða hætti það hyggst standa við
útboðsskilmálana og við höfum talið
þær fullnægjandi.“
Engar dagsektir lagðar á
Í tengslum við útbreiðslu- og upp-
byggingarkröfur áskildi PFS sér
rétt til að leggja á tíðnirétthafa um-
talsverðar dagsektir ef viðkomandi
uppfyllti ekki þær kröfur sem til
hans voru gerðar með útboðs-
skilmálunum. Þannig gæti stofnunin
lagt dagsektir á fyrirtækið fyrir hver
heil 0,3% sem upp á vantar til að
uppfylla kröfur um aukningu út-
breiðslu í 98% fyrir árslok 2014 og
99,5% fyrir árslok 2016. Sektarfjár-
hæð gæti numið 100.000 krónum þar
til útbreiðslukröfu yrði náð en að
fjárhæð dagsekta gæti lækkað eftir
því sem útbreiðsla ykist um hver heil
0,3%. Þrátt fyrir að 365 sé fjarri því
að uppfylla fyrrnefndar kröfur hefur
PFS kosið að nýta ekki heimildir sín-
ar til álagningar dagsekta.
Óheimilt að framselja tíðnirétt
Að sögn Hrafnkels er fyrirtækjum
óheimilt að lögum að framselja tíðni-
rétt sem þeim hefur verið út-
hlutaður. „Þannig er lagaumgjörðin
í dag en víðast í Evrópu er verið að
hverfa frá þessum reglum í dag.
Slíkt ætti við hér á landi einnig ef
búið væri að innleiða Evróputil-
skipun þessa efnis.“
Nú standa yfir formlegar viðræð-
ur milli 365 og Vodafone um kaup
síðarnefnda fyrirtækisins á afþrey-
ingar- og fjarskiptarekstri 365.
Hrafnkell vill ekki kveða upp úr um
hvort tíðniréttindin mættu fylgja
með í slíkum kaupum.
„Það þarf einfaldlega að skoða það
sérstaklega en það er ljóst að fram-
sal tíðniréttinda er ekki heimilt.
Hvort þessi viðskipti feli í sér fram-
sal eða ekki er of snemmt að segja til
um,“ segir Hrafnkell.
Síendurteknar vanefndir
Morgunblaðið/Ómar
Söluferli Nú standa yfir viðræður um möguleg kaup Vodafone á afþreyingar- og fjarskiptastarfsemi 365 miðla.
365 hefur ekki staðið við uppbyggingu tíðnisviðs sem félagið fékk rétt á til 25 ára
Fjarskiptafélagið Nova segir mikilvægu 800 MHz tíðnisviði haldið í gíslingu
Samkeppniseftirlitið vakti í gær
athygli á því á vefsíðu sinni að í
nýjum lögum um fasteignalán væri
ákvæði sem fæli í sér ígildi banns
við því að lántökugjöld væru lögð
á sem hlutfall af lánsfjárhæð.
Eftirlitið fagnar þessu enda kveðst
það hafa hvatt til þess að slíkt
ákvæði yrði innleitt í frumvarpið.
Í nýsamþykktum lögum frá
Alþingi um fasteignalán til neyt-
enda er kveðið á um að lánveit-
anda sé aðeins heimilt að krefja
neytanda um gjöld í samningi um
fasteignalán sem byggist á hlut-
lægum grunni, vegna kostnaðar
sem lánveitandi hafi orðið fyrir og
tengist fasteignaláninu beint, auk
vaxta.
Í umsögn Samkeppniseftirlitsins
til efnahags- og viðskiptanefndar
Alþingis um frumvarpsdrög kom
fram að þar sem lán fyrir kaupum
á fasteignum fæli yfirleitt í sér há-
ar fjárhæðir væri viðkomandi hlut-
fall yfirleitt langt umfram það sem
hægt væri að réttlæta á grundvelli
kostnaðar við skjalagerð og af-
greiðslu lánsins. Í raun væri því
um forvexti að ræða. „Það er mat
Samkeppniseftirlitsins að taka
þóknunar í formi forvaxta við veit-
ingu íbúðalána dragi úr virkni lán-
takenda til að leita bestu kjara á
íbúðalánamarkaði sem skaðar
samkeppni á markaðnum,“ sagði í
umsögn eftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið telur því af-
nám lántökugjalds sem hlutfalls af
lánsfjárhæð mikilvægt skref til að
vinna gegn óþörfum skiptikostn-
aði, sem geri viðskiptavinum erfitt
um vik að skipta um þjónustuaðila.
Þegar hafa Landsbankinn og
Arion banki tilkynnt að lántöku-
gjöld verð föst upphæð óháð láns-
fjárhæð.
Morgunblaðið/Ómar
Lántökugjald Páll Gunnar Pálsson,
forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Lánsfjárhæð má ekki
ráða lántökugjaldi
Samkeppniseftirlit fagnar nýju ákvæði
● Endurnýjaður
samningur Norðuráls
við Landsvirkjun um
kaup á raforku, sem
undirritaður var 5.
september síðastlið-
inn, er gerður á markaðskjörum og fel-
ur því ekki í sér ríkisaðstoð, samkvæmt
niðurstöðu ESA, Eftirlitsstofnunar
EFTA.
Samningurinn er tengdur við mark-
aðsverð raforku á Nord Pool raforku-
markaðnum og kemur það í stað
álverðstengingar í gildandi samningi.
„Þá er samningurinn arðsamur og skil-
málar hans slíkir að einkarekið fyrirtæki
myndi samþykkja hann við sambæri-
legar aðstæður. Því er ekki um að ræða
ríkisaðstoð, að mati ESA,“ segir í niður-
stöðunni.
Samningurinn er til fjögurra ára, frá
nóvember 2019 til loka árs 2023. Hann
hljóðar upp á 161 MW sem er nærri
þriðjungur af orkuþörf álversins á
Grundartanga.
Engin ríkisaðstoð í
samningi Norðuráls
STUTT
SMÁRALIND
www.skornirthinir.is
Dömukuldaskór
Verð 9.995
Stærðir 37-42
Loðfóður
2 rennilásar
Verð 8.995
Stærðir 36-42
Hlýfóður
Rennilás að
innanverðu