Morgunblaðið - 25.10.2016, Side 20

Morgunblaðið - 25.10.2016, Side 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2016 Síðustu þrjú ár hefur verið hraður viðsnún- ingur í endurreisn efna- hagslífsins. Forsenda betri kjara, meiri vel- ferðar og uppbyggingar innviða er aukin verð- mætasköpun. Þótt ytri aðstæður hafi verið okkur hagstæðar skipti mestu máli að þessi rík- isstjórn skapaði um- hverfi fyrir atvinnulífið til fjárfest- inga og verðmætasköpunar með lækkun skatta og ívilnunum ýmiss konar, niðurfellingu vörugjalda og tolla og ekki síst traustri stjórn rík- isfjármála. Í tíð núverandi rík- isstjórnar hefur verðmætaaukningin verið fyrst og fremst verið notuð til að hækka laun almennings og lífeyri almannatrygginga umtalsvert, lækka skuldir heimila og í uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Þessi forgangs- röðun var í fullu samræmi við vilja landsmanna. En það sem er merki- legt er að allt þetta tókst án þess að raska efnahagslegum stöðugleika. Þessi árangur kom ekki af sjálfu sér. Hann hefði getað komið fyrr ef hreina og tæra vinstristjórnin hefði ekki eytt allri orku, tíma og fé eftir hrun til að ákæra pólitíska andstæð- inga, sækja um aðild að ESB og búa til nýja stjórnarskrá um stefnumál sín. Þá skorti vinstristjórnina kjark og þor til að fara í nauðsynlegar að- gerðir til afnáms fjármagnshafta og til samninga og aðgerða gagnvart slitabúunum og erlendu kröfuhöf- unum. Það var eins og menn héldu að með aðild að ESB væri töfralausnin komin. Núverandi ríkisstjórn hefur hins vegar leyst þessi mál fumlaust og af festu til hagsbóta fyrir land og þjóð. Nú ganga landsmenn til kosninga. Sjálfstæðismenn leggja stoltir verk sín fyrir kjósendur. Þótt flest hafi gengið ágætlega er margt ógert, ekki síst í inn- viðauppbyggingu um land allt. Við sjálfstæð- ismenn munum ekki stunda yfirboð í lof- orðum til útgjalda og skattleggja síðan at- vinnuvegina og milli- stéttina til dauðs. Þegar útgjöld eru ákveðin þurfa þau að vera mark- viss og tryggt að peningarnir nýtist í það sem til er ætlast. En til þess að árangur náist til lengri tíma þarf efnahagslegan stöðugleika. Forsenda hans er ábyrg stjórn ríkisfjármála. Í stað ótrúverðugra loforða til út- gjalda og vanhugsaðra kerfisbreyt- inga, eins og sumir flokkar boða, munum við sjálfstæðismenn leggja áherslu á fjölbreytni, framtak og sjálfbærni í atvinnulífi. Þar vegur þungt efling sprotaumhverfis og ný- sköpunar. Núverandi ríkisstjórn hef- ur bætt verulegum fjármunum í efl- ingu rannsóknarsjóða auk þess að setja í lög ýmsar ívilnanir til að styrkja grundvöll sprotafyrirtækja. Til stendur að halda áfram þeirri veg- ferð vegna þess að við sjálfstæðis- menn trúum því að nýsköpun, rann- sóknir og vísindi séu grundvöllur framþróunar og framleiðni. Öfugt við aðra ætlum við sjálfstæð- ismenn að spara stóru loforðin. Sjálf- ur ætla ég ekki að lofa neinu nema að gera mitt besta í því að ná fram stefnumálum flokksins í sem flestum málum. Eftir Brynjar Níelsson » ...allt þetta tókst án þess að raska efna- hagslegum stöðugleika. Höfundur er alþingismaður Sjálf- stæðisflokksins. Gengið til kosninga – hverjir eru valkostir? Brynjar Níelsson Hann er langur list- inn yfir brotalamir í ferðaþjónustunni sem allir eru sammála um að hafi verið gildasta líflína íslenska efna- hagskerfisins, frá um það bil 2010 að telja. Greinin nýtur enn mik- illar velvildar. Ólöf Ýrr ferðamálastjóri minnti fyrir skömmu á að gagnrýni á flest sem miður fer, eða skortir, snúist aðallega um hve hægt stjórnvöld og fyrirtæki eða samtök greinarinnar bregðast við. Margir þurfa sannarlega að leggjast á eitt við að ná utan um heildrænt skipulag í ferðaþjónust- unni, koma tekjuöflun í betra lag, láta sveitarfélög njóta afraksturs í grein- inni betur og bregðast skynsamlega við snarauknu álagi á samfélagið jafnt sem náttúruna, svo fátt eitt sé nefnt. Engin endamörk? Menningar- og náttúrunytjar geta ekki gengið upp án verndar minja og alls umhverfis. Til þess skilgreina menn þolmörk, jafnt félagsleg sem náttúruleg, jafnt fyrir staði sem svæði og fyrir landið sem heild. Við viljum flest að atvinna sé fjölbreytt en ekki að þrjár greinar beri uppi lang- mest af henni, hvað þá ein atvinnu- grein. Við viljum flest að sjálfbærni sé viðmið í ferðaþjónustu og sú stefna hefur verið mörkuð. Munum þá að hugtakið nær yfir félagslega og hag- ræna sjálfbærni ekki síður en að nátt- úran verði nytjuð á þann hátt að hún standi jafn góð eða betri á eftir. Mun- um hugtakið þolmörk. Þegar nú sum- ir stjórnmálamenn eða frammámenn í ferðaþjónustu telja að við getum tekið við miklu fleiri ferðamönn- um, vekur það margar spurningar. Eru þá eng- in þolmörk til? Hvað merkja orðin miklu fleiri? Hverjar eru töl- urnar að baki þeim? Hvað er æskilegt góðu mannlífi í landinu og fyr- ir vandaða nátt- úruvernd? Engum dytti í hug að skipuleggja fiskveiðar með því að muldra eitthvað um miklu fleiri fiska. Munum líka að reiknaðar sviðs- myndir sýna að skyndilegur sam- dráttur í ferðaþjónustu myndi hafa alvarlegar afleiðingar. Fyrstu skref til úrbóta Meðal fyrstu skrefa til úrbóta eru auknar rannsóknir innan ferðaþjón- ustunnar, skipulagsbreytingar í stjórnsýslu og stofnanaflórunni og endurskoðun laga um ferðaþjón- ustuna. Ég hef nokkrum sinnum tal- að fyrir nýju ráðuneyti ferðamála og ætti það vissulega að vera til mik- ilvægrar umræðu, nú þegar fjöldi ferðamanna telst í milljónum og við- varandi skortur á vinnuafli er stað- reynd. Meginatvinnugrein landsins ber að umgangast eins þær sem áður voru það. Eftir Ara Trausta Guðmundsson Ari Trausti Guðmundsson »Engum dytti í hug að skipuleggja fisk- veiðar með því að muldra eitthvað um miklu fleiri fiska. Höfundur skipar 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi. Miklu fleiri ferðamenn? Þeir eru bjartsýnir, Píratarnir, um að þeir fái stjórnarmyndun að loknum kosn- ingum. Píratar eru svo bjartsýnir að þeir vilja hefja stjórnar- viðræður strax og hafa nú þegar boðað til viðræðna, þótt um- boð til þess sé ekki komið. Þær eru ekki betur gefnar en svo, Oddný Harðardóttir og Katrín Jakobsdóttir, að þeim finnst þetta bara allt í lagi. Hvílíkt rugl. Í viðtali við Vísi segir formaður Samfylking- arinnar að allir hinir flokkarnir hafi tekið ýmislegt úr stefnuskrá Sam- fylkingar. Ég get bara ekki séð það því allir flokkar eru með svipaða stefnuskrá, þ.e. heilbrigðismál, samgöngumál, skóla- mál og málefni aldraða og öryrkja, sem sitja alltaf á hakanum, og svona má lengi telja. Einnig segir formað- urinn að Samfylkingin sé eini jafnaðarmanna- flokkurinn á Íslandi. Ég vil benda formanni á að hér hefur ekki verið jafnaðarmanna- flokkur síðan Alþýðu- flokkurinn var samein- aður inn í Samfylk- inguna, sem sé hér hefur ekki verið almennilegur krati síðan þá, því miður kannski. Sam- fylkingin er vinstrisinnaður flokkur og hefur enga framtíðarsýn. Það sama má segja um VG og Pírata. Mitt persónulega mat er að það kemur ekki neitt sem heitir skyn- semi frá þessum flokkum enda er Samfylkingin í dauðateygjunum, að manni skilst á skoðanakönnunum. Á nýloknu alþingi var ekki hægt að koma málum eins og um LÍN og líf- eyrissjóðsmálunum í gegn. Mér er alveg ómögulegt að skilja af hverju VG, Samfylkingin og Píratar gátu ekki stutt þessi mál sem varða námsmenn okkar og vinnumarkað- inn. Nei, námsfólk verður að vera með gömlu lánin áfram, því til óheilla, og vinnumarkaðurinn verð- ur í óreiðu þegar kemur að samn- ingum. Stjórnarandstaðan sem sat síðasta alþingi hugsar ekki um þjóðarhag, heldur um völd og eigin rass. Þetta kalla ég algjört rugl Eftir Friðrik Inga Óskarsson Friðrik Ingi Óskarsson » Það kemur ekki neitt sem heitir skynsemi frá þessum flokkum. Höfundur er eldri borgari og fv. framkvæmdastjóri. Fundarstjóri: Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur Heilsustofnunar NLFÍ. Frummælendur Þarf ég að bæta mig? Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor í næringarfræði við HÍ og deildarstjóri Næringarstofu Landspítala. Hvað er fæðubót - grjót eða góð aukanæring? Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir. Ljómandi góð heilsa Þorbjörg Hafsteinsdóttir, næringarþerapisti. Áratuga ferill með og án fæðubótarefna Fríða Rún Þórðardóttir, næringarráðgjafi og næringarfræðingur. Auk frummælenda sitja fyrir svörum Zulema Sullca Porta, fagsviðsstjóri Matvælastofnunar og Svavar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Fitness Sport. Berum ábyrgð á eigin heilsu Fæðubótarefni Bót eða bruðl? Fræðslunefnd Náttúrulækningafélags Íslands efnir til málþings á Icelandair Hótel Reykjavík Natura, þingsal 2, þriðjudaginn 25. okt 2016 kl. 20:00 Ingibjörg Gunnarsdóttir Kolbrún Björnsdóttir Þorbjörg Hafsteinsdóttir Fríða Rún Þórðardóttir Zulema Sullca Porta Svavar Jóhannsson Geir Gunnar Markússon • Eru til aðgengilegar upplýsingar um fæðubótarefni? • Fullnægir fjölbreytt fæði næringarþörf okkar eða þurfum við fæðubótarefni? • Getur ofneysla fæðubótarefna reynst hættuleg? • Eru börn og unglingar í íþróttum að taka inn fæðubótarefni? • Hverjum gagnast fæðubótarefni best? Allir velkomnir. Aðgangseyrir 2.500 kr. Frítt fyrir félagsmenn NLFR og NLFA Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morg- unblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf not- andinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkom- andi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.