Morgunblaðið - 25.10.2016, Side 22

Morgunblaðið - 25.10.2016, Side 22
✝ HelgaTryggvadóttir Stolzenwald fædd- ist í Reykjavík 29. nóvember 1954. Hún lést á sjúkra- húsi Akraness 15. október 2016. Foreldrar henn- ar voru Helmuth Gustav Rudolf Stolzenwald, f. 4.2. 1901, d. 5.2. 1958, og Jóhanna Rakel Jónasdóttir, f. 6.8. 1935. Hún átti sex systk- ini þau voru: samfeðra, Rúdólf Þórarinn Stolzenwald, f. 23.8. 1928, d. 1.5. 1987, sammæðra, Ingólfur Helgi Tryggvason, f. 15.7. 1957, Jónas Tryggvason, f. 12.9. 1959, Hávarður Immakulate Phares Mande, hann á þrjú börn með fyrrver- andi sambýliskonu sinni Guð- rúnu Ás Birgisdóttur, Berglind f. 1.10. 1972, í sambúð með Sævari Sverrissyni, þau eiga fjögur börn, Líney Rakel, f. 12.5. 1976, gift Árna Elvari Eyjólfssyni, þau eiga sex börn, Anna Björg, f. 1.10. 1978, gift Ragnari Þór Alfreðssyni, þau eiga fimm börn. Helga giftist Úlfari Atlasyni 1988, þau skildu. Helga giftist svo núver- andi eiginmanni sínum, Þor- steini Björgvinssyni, f. 19.11. 1948, þann 24. september 2000, þau eiga engin börn saman. Helga stundaði ýmis störf um ævina, t.d. vann hún í þvottahúsi Landspítalans og við þrif á ýmsum stöðum, prjónaði fyrir Álafoss og margt fleira. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 25. októ- ber 2016, og hefst athöfnin klukkan 13. Tryggvason, f. 17.6. 1961, Dóra Tryggvadóttir, f. 7.1. 1965, Ólöf Rún Tryggvadóttir, f. 12.9. 1966. Helga ólst upp hjá Jó- hönnu og fóst- urpabba sínum, Tryggva Þorvalds- syni, f. 9.11. 1917, d. 8.6. 1994, í Reykjavík, lengst af á Háaleitisbrautinni. Hún giftist Jóni Baldvins- syni, f. 20.12. 1947, d. 30.3. 1992, saman áttu þau fimm börn: Helena María, f. 11.5. 1970, gift Smára Björgvins- syni, þau eiga fimm börn, Baldvin, f. 14.5. 1971, giftur Elsku Helga mín, það er ótrú- lega erfitt að eiga ekki eftir að sjá þig aftur, ekki að heyra í þér og geta spjallað við þig eða tekið utan um þig. Það er svo margt sem ég vildi hafa sagt og vildi hafa gert. Ég hlakkaði svo til eftir tvö ár þegar ég væri hættur að vinna og væri ekki lengur á næturvöktum, þá gætum við gert eitthvað saman og farið eitthvað saman og átt meiri tíma saman en það verður að bíða þar til við hittumst aftur seinna á fallega staðnum sem þú ert komin á núna, þar sem þú ert laus við þjáningarnar sem hrjáðu þig í þessu lífi. Góða nótt elsku Helga mín og guð geymi þig. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Sigurður frá Arnarvatni) Þinn elskandi eiginmaður, Þorsteinn Björgvinsson. Elsku mamma, þetta er búinn að vera svo óraunverulegur tími síðustu daga og ég er enn að bíða eftir að vakna upp af vondum draumi. Ég skil ekki að þú sért allt í einu farin frá okkur, þetta gerð- ist allt svo hratt. Þegar þú gekkst út um dyrnar heima hjá ykkur þennan laugardag grunaði þig ekki að það væri í síðasta sinn sem þú gengir þar út. Ef nokkurn hefði grunað að þú værir orðin svo mik- ið veik sem raunin var hefði engin okkar vikið frá hlið þinni. Þegar þú lást á spítalanum varstu nánast allan tímann umvafin fólki sem elskar þig. Ég er svo þakklát fyrir þá daga sem ég kom og sat hjá þér. Ég ætlaði að heimsækja þig síðasta laugardag með börnunum og þau hlökkuðu svo til að hitta þig. Aðfaranótt laugardagsins kom símtal frá spítalanum og við fórum öll til þín með von um að ástandið væri ekki of slæmt eða alla vega að við næðum að komast til þín í tæka tíð til að hitta þig og kveðja en því miður varstu skilin við þegar við komum og það er of erfitt að meðtaka það. Næstu dag- ar voru ólýsanlega sárir. Allar þær minningar sem ég á um þig eru svo góðar því þú varst svo ein- staklega hjartahlý og falleg kona, þú talaðir alltaf vel um alla alveg sama hvað. Þér fannst að allir ættu að fá að njóta vafans og að allir væru fallegir í sálinni hvort sem þeir kynnu að sýna það eða ekki. Allir menn voru jafnir í þín- um augum og þú elskaðir allt líf. Meiri dýravinur er ekki til en þú mamma, enda eru fuglarnir mætt- ir í garðinn þinn á hverjum degi og bíða eftir matnum sínum. Þú máttir ekkert aumt sjá í lífinu. Ég sakna þess óendanlega að setjast með þér í fallega garðinn þinn sem þú vannst og hannaðir frá grunni og drekka með þér kaffi. Daginn eftir andlát þitt sat ég í stólnum þínum í garðinum ykkar og drakk kaffið ein. Það var svo ótrúlega skrítið, tómlegt og sárt, en á sama tíma var eitthvað notalegt við það. Garðurinn og hvert handbragð í honum er þitt verk og þar minnir allt á þig enda varstu listamaður af guðs náð og til eru svo mörg fal- leg listaverk eftir þig sem í dag eru okkur ómetanleg. Elsku mamma, ég þarf svo að fá að tala við þig um svo margt og geri það stöðugt í huganum og veit að þú heyrir í mér. Ég var ekki tilbúin, þetta gekk allt of fljótt yfir, en vegir guðs eru órannsakanlegir og ég trúi því og treysti að nú líði þér vel og þú sért í góðum höndum í góðum félagsskap í draumaland- inu. Þú getur núna passað nöfnu þína Helgu Líf fyrir okkur þangað til við komum til ykkar. Það finnst mér hlý tilhugsun og huggun í söknuðinum. Mamma, þangað til næst, farðu vel með þig, við hugs- um stöðugt til þín og ég hlakka til að faðma þig og spjalla við þig um allt þegar sá tími kemur. Ég elska þig, meira en allt. Þín mikla ást og lífsins viska hefur ætíð reynst mér vel, gegnum þunga tíma og myrka þú umvafðir mitt sálarþel. Með kærri þökk og sorg í hjarta ég sendi mína kveðju hér, heim í sumarlandið bjarta uns verð ég sjálf í örmum þér (Anna B. J. Stolz) Við getum mælt leið okkar til viskunnar í sorgunum sem við höfum þurft að þola. (Bulwer) Þín dóttir, Anna Björg. Elsku mamma mín. Hér sit ég og reyni að skrifa litla kveðju til þín, en það er ekk- ert auðvelt því það er svo margt sem mig langar að tala um og þakka fyrir. Þær voru margar minningarnar sem ég átti með þér og það var yfirleitt glatt á hjalla þegar maður kom í heimsókn til þín, þrátt fyrir að þú værir ekki al- veg með fulla heilsu þá einhvern veginn gastu alltaf hlegið og haft gaman. Þú varst mikil fyrirmynd okkar systkinanna og barnanna okkar. Ég man þegar ég bjó fyrir vestan og ég kíkti til þín nánast á hverjum degi til að spjalla um daginn og veginn, við gátum alltaf hlegið og gert grín að öllu, líka okkur sjálfum. Börnunum varstu alltaf svo góð og vildir allt fyrir þau gera og þú varst svo mikill listamaður, þú varst ótrúleg í höndunum og það var nánast sama hvað þú tókst þér fyrir hendur það var allt svo óaðfinn- anlegt og fullkomið. Ég veit að líf- ið þitt var ekki alltaf dans á rósum í gegnum tíðina en þú varst mikill baráttujaxl og fórst í gegnum hvert tímabilið á fætur öðru og það tók sinn toll í lífinu en þrátt fyrir það var alltaf stutt í gleðina hjá þér. Þitt fallega áhugamál var elsku garðurinn þinn sem þú vannst í dag og nótt yfir sumarið og Steini hjálpaði þér við þyngstu hlutina, svo saman gerðuð þið garðinn að því sem hann er í dag. En þú gast alltaf fundið eitthvað sem mátti laga og fegra, enda var garðurinn ykkar Steina sá falleg- asti sem ég hef séð, ég tala alltaf um lystigarðinn hjá mömmu og Steina í Grundarfirði. Þú ert og hefur alltaf verið mín besta vin- kona, elsku mamma mín, og það verður erfitt til þess að hugsa að maður eigi ekki eftir að geta heyrt fallegu og mjúku röddina þína aft- ur og spurt þig um ráðleggingar og þess háttar eins og við gerðum sitt á hvað. Það var því mjög erfitt þegar ég fékk hringingu frá Önnu systur laugardaginn 8. október þar sem hún tilkynnti mér að þú hefðir verið flutt á sjúkrahús Akraness þá um miðnættið þar sem þú varst svo lasin. Daginn eft- ir fengum við fréttir um að þú værir með stórt æxli, hnúta í lung- unum og lungnabólgu. Við Emma Lind heimsóttum þig á spítalann á föstudeginum og við vorum öll svo bjartsýn á að eitthvað væri hægt að gera fyrir þig en svo kom það á daginn, akk- úrat viku síðar eða laugardaginn 15. október um miðnættið, að þú kvaddir þennan heim og við vor- um öll á leiðinni upp á spítala til þín en náðum ekki í tæka tíð til að kveðja þig. En ég er þakklát því að ég var hjá þér á föstudeginum og gat sagt þér hversu mikið ég hugsaði til þín og bað fyrir þér og hversu heitt ég elskaði þig. Elsku mamma mín, hvað ég sakna þín mikið og það á eftir að vera mikið tómarúm í mínu lífi eft- ir að þú kvaddir, en ég veit að nú eru þjáningar þínar á enda og þú ert farin til að sinna einhverju mikilvægu verkefni annars staðar, en þú verður alltaf fallegasti eng- illinn minn og ég mun alltaf hugsa til þín, elsku mamma mín, hvíl í friði og guð geymi þig. Elska þig út í geim og lengri leiðina heim. Við söknum þín. Til mömmu Þú ert gull og gersemi góða besta mamma mín. Dyggðir þínar dásami eilíflega dóttir þín. Vandvirkni og vinnusemi væntumþykja úr augum skín Hugrekki og hugulsemi og huggun þegar hún er brýn. Þrautseigja og þolinmæði kostir sem að prýða þig. Bjölluhlátur, birtuljómi, barlóm, lætur eiga sig. Trygglynd, trú, já, algjört æði. Takk fyrir að eiga mig. (Anna Þóra) Þín dóttir, Berglind Stolzenwald Jónsdóttir Ó, elsku mamma, hvað ég sakna þín. Það er svo hlýtt að hugsa til baka allar okkar stundir, þú varst svo dugleg. Elsku mamma. Ó, hvað ég sakna þín. Í Aspafellinu söfnuðum við frí- merkjum, sátum saman og fífluð- umst mikið, það var gaman eða í Strandaselinu hlustandi á Johnny Cash og fullt af annarri kántrítón- list. Við spiluðum á gítarinn, það var sungið með og fíflast. Við átt- um margar góðar stundir, elsku mamma. Ó, hvað ég sakna þín, það er erfitt að geta ekki talað við þig aftur. Að sitja hér og skrifa til þín er ekki það sama og geta knúsað þig og talað um allt og svo margt. Svo kom að því að þú fluttir vestur og giftist honum Steina og þið er- uð búin að búa í litla gula húsinu alla ykkar tíð. Þegar Kristófer fæddist voruð þið Helena við- staddar. Og ég var svo þakklát fyrir stuðninginn að vera ekki ein að ganga í gegnum þetta. Þið vor- uð svo góð að leyfa mér að búa hjá ykkur eftir að Kristófer fæddist. Ég fékk herbergið en þið stofuna. Þú varst alltaf til í að hjálpa ef mig vantaði hjálp, þú ert engillinn í mínu hjarta. Þú hefur verið svo veik án þess að vita hvað væri að hrjá þig, en samt með öll þín veik- indi varstu svo dugleg að vinna í garðinum. Þú varst svo hjartahlý og góð, það skipti engu máli hver það var, þér þótti vænt um allt líf og þráðir frið í heiminum. Ég mun aldrei gleyma þegar Helena hringdi í mig á miðnætti 14. okt. og sagði okkur að fara upp á Skaga til þín. Við sóttum Lindu, Sævar og Sverri og fórum beint upp á sjúkrahús. Ég beið eftir að fá að hitta þig og taka í hönd þína, ég hafði svo mikla von um að hægt væri að hjálpa þér. Ég vonaðist eftir því að fá að heyra að það væri byrjað að undirbúa aðgerð, að þeir hefðu viljað hafa okkur þarna þeg- Helga Tryggva- dóttir Stolzenwald 22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2016 ✝ ValgerðurKristjánsson fæddist í Duisburg í Þýskalandi 22. apr- íl 1939. Hún lést þann 13. október 2016 í Reykjavík. Foreldrar Völu voru Einar Krist- jánsson og Martha Papafoti Krist- jánsson. Systir Völu er Brynja Kristjánsson. Sín fyrstu ár ólst Vala upp í Þýskalandi og síðar í Danmörku þar sem faðir hennar, Einar Kristjánsson, starfaði sem óp- erusöngvari. starfaði sem kennari í Iðnskól- anum í Reykjavík, á Bifröst og í Öskjuhlíðarskólanum. Þá kenndi hún nýbúum íslenskt tal- mál í Iðnskólanum, en sú kennsla var henni ofarlega í huga, því hún þekkti það sjálf að þurfa að tileinka sér nýtt tungu- mál í nýju landi. Tónlist skipaði stóran þátt í lífi Völu og varðveisla tónlistar- arfsins var henni hugleikin. Stóð hún að baki útgáfu tónlist- ar nokkurra af okkar helstu listamönnum eins og Elsu Sig- fúss, Guðmundu Elíasdóttur, Þuríðar Pálsdóttur og Einars Kristjánssonar. Synir Völu frá fyrra hjóna- bandi eru Einar Örn Benedikts- son og Árni Benediktsson. Eft- irlifandi eiginmaður er Pétur H. Snæland. Vala verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag, 25. október 2016, klukkan 15. Vala lauk stúd- entsprófi í Kaup- mannahöfn en flutti til Íslands og vann í Þjóðleikhúsinu sem leik- og söngkona. Hún sló eftirminni- lega í gegn í sínu fyrsta hlutverki sem Eliza Doolittle í „My fair Lady“. En aðrar sýningar sem hún tók þátt í voru „Stöðvið heiminn“, „Ó, þetta er indælt stríð“, „Horna- kórallinn“ og „Fiðlarinn á þak- inu“. Vala útskrifaðist frá Kennaraháskóla Íslands og Vala hafði átt við veikindi að stríða um nokkurt skeið. Þrátt fyrir erfið veikindi var Vala alltaf bjartsýn og glaðvær. Þegar Guð- laug, kona mín, heimsótti hana fyrir rúmlega tveimur vikum var hún dansandi, full af lífsgleði og vonaðist til að þessu erfiða tíma- bili færi senn að ljúka. Símtalið frá Pétri manni Völu um andlát henn- ar kom því yfir okkur sem reiðar- slag. Það var við kennslu í Öskjuhlíðarskóla sem ég kynntist Völu fyrst. Vala var skemmtilegur og hugmyndaríkur kennari, en þessir hæfileikar nýttust henni vel við kennslu fatlaðra nemenda Öskjuhlíðarskóla. Leiðir okkar lágu síðan saman á ný við Iðnskól- ann í Reykjavík, en þar kenndi Vala dönsku og sömuleiðis kenndi hún þar erlendum nemendum ís- lensku. Vala var vinsæl meðal nemenda og kennara og hug- myndaauðgi hennar gerði það að verkum að hún vann skemmtileg og fræðandi verkefni frá grunni fyrir nemendahópana. Við áttum sameiginlegt áhuga- mál, sem er klassísk tónlist, en hana ræddum við stundum og oft gaukaði Vala að mér diskum með frábærum söngvurum. Hún opn- aði mér nýja veröld á tónlistar- sviðinu því hún var óþreytandi að leita uppi, hlusta á og verða sér úti um upptökur af söng ýmissa lista- manna, bæði þekktra og óþekktra. Stundum átti ég eitt- hvað sem hún átti ekki og þá reyndi ég að deila því með henni. Ég á Völu mikið að þakka á tón- listarsviðinu. Minningabrotin um Völu er mörg. Einhverju sinni þegar ég kom inn á kennarastofu Iðnskól- ans hrópaði Vala til mín: „Komdu hérna, ég þarf að taka utan um þig og þreifa á þér.“ Og mikið rétt, Vala greip utan um mig og þreif- aði á mér við mikinn fögnuð við- staddra. „Já, þú ert alveg eins og ég hélt. Alveg eins og þeir,“ sagði hún að skoðuninni lokinni. Þegar ég var sestur hjá henni kom skýr- ingin í ljós, en Vala var að bera mig saman við Pétur, eiginmann sinn, og Pulides, frænda í Aust- urríki, og ég reyndist vera eins og þeir í laginu. Hún sagði mér að Pétur hefði eignast mikið af sér- saumuðum fötum frá frænda í Vín og nú væru skáparnir að springa. Hvort ég vildi ekki koma í heim- sókn og máta föt? Það er því ekki bara á tónlistarsviðinu, heldur á fataskápurinn minn Völu einnig mikið að þakka. Og þvílík föt, þau eru engu lík. Vala var hefðardama og glæsi- legur heimsborgari en hún gat umgengist alla og hún náði ótrú- legum tengslum við nemendur og samstarfsfólk. Elsku Pétur, megi þér veitast styrkur til að takast á við sorgina og innilegar samúðarkveðjur til barna og afkomenda þeirra. Fjölnir Ásbjörnsson. Kveðja frá samstarfs- mönnum við Iðnskólann í Reykjavík Á áttunda áratug síðustu aldar fjölgaði í kennaraliði Iðnskólans í Reykjavík. Skólinn var að breyt- ast í öflugan verknámsskóla með fjölda framhaldsdeilda. Mannlífs- flóran á kennarastofunni var því fjölskrúðug. Listamenn og bóhem- ar, líflegir háskólanemar sem kenndu með námi, reyndir iðn- meistarar, reiknistokksfræðingar, hönnuðir, bakkalárusar og magist- erar. Og af einhverjum óútskýran- legum ástæðum virkaði þessi blanda mjög vel, starfsandinn góð- ur og vináttan einstök. Þó var einn galli á gjöf Njarðar, konur sem þar störfuðu mátti telja á fingrum ann- arrar handar. Það var því einstakt lán að í hópinn bættist ein skemmtilegasta og hæfileikaríkasta konan í kenn- arastétt, Vala Kristjánsson, sem við kveðjum nú. Vala var þekkt listakona, ein helsta söngleikja- stjarna landsins sem hafði um ára- tug fyrr slegið í gegn í hlutverki sínu sem Eliza Doolittle í My Fair Lady. En það voru engir stjörnustæl- ar í Völu, þessari lífsglöðu og sjarmerandi konu. Með sinni lát- lausu og fallegu framkomu vann hún hug og hjörtu bæði nemenda og samstarfsmanna. Við bættist að hún var frábær kennari með víð- feðma og góða menntun, einkum í tungumálum enda heimsborgari „par excellence“. Hún tók virkan þátt í félagslífi starfsmanna og lífgaði upp á það á margvíslegan hátt, sá t.d sönghæfileika í ýmsum samkennurum og dreif upp karla- kór sem skemmti innanhúss. Hún kenndi dönsku sem seint verður talin með vinsælustu grein- um í skólakerfinu en áhugi hennar og eldmóður smitaði margan iðn- nemann. Þeir lásu hjá henni æv- intýri H.C. Andersens á frummál- inu, hlustuðu á „danske lystige viser“ og náðu sumir bærilegum Kaupmannahafnarframburði. Vala kenndi svo við skólann um langt árabil við góðan orðstír en hvarf svo til sérkennslustarfa þar sem hæfileikar hennar nýttust vel. En skólastarfið í Iðnskólanum var síbreytilegt og þar var stöðugt tekist á við ný verkefni ekki síst fyrir þann stóra hóp sem stóð höll- um fæti námslega. Þegar erlend- um nemendum fór að fjölga í ís- lenska skólakerfinu var Iðnskólinn í fararbroddi í þjón- ustu fyrir þá. Og nú var leitað til Völu til að annast íslenskukennslu fyrir þennan hóp. Hún var mjög vel undirbúin, talaði nokkur tungu- mál reiprennandi og hafði góða þekkingu í öðrum. Hún náði því vel til nemenda sem höfðu lítinn grunn í íslenskunni og þurftu því að reiða sig á móðurmálið meðan verið var að fóta sig í skólakerfinu. Vala hafði sjálf stundað sitt nám að mestu erlendis og þekkti því vel til þeirra aðstæðna sem nemend- urnir hennar voru að glíma við. Vala lét svo af störfum þegar aldursmarki opinberra starfs- manna var náð og dvaldi löngum erlendis en fylgdist þó með gömlu vinnufélögunum eftir því sem mögulegt var og við með henni. Andlát hennar kom því ekki á óvart því hún hafði glímt við erfið veikindi um hríð. Fallegt jarðlíf er á enda, far þú í friði á næsta tilverustig, kæra Vala, og hafðu þökk fyrir sam- starfið og vináttuna. Við vottum eftirlifandi eigin- manni, sonum hennar og fjöl- skyldum þeirra okkar innilegustu samúð. Frímann I. Helgason. Valgerður Kristjánsson HINSTA KVEÐJA Þó í okkar feðrafold falli allt sem lifir enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (Bjarni Jónsson frá Gröf.) Guðrún Margrét Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.