Morgunblaðið - 25.10.2016, Qupperneq 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2016
✝ Elínborg Jó-hanna Bjarna-
dóttir var fædd á
Rófu í Miðfirði 27.
desember 1925.
Hún lést 5. októ-
ber 2016 á
Hjúkrunar-
heimilinu Eiri í
Reykjavík.
Foreldrar henn-
ar voru Bjarni
Björnsson, f. 21.
febrúar 1890 í Núpsdalstungu
í Miðfirði, d. 30. janúar 1970,
og Margrét Ingibjörg Sigfús-
dóttir, f. 29. september 1891 á
Rófu í Miðfirði, d. 12. febrúar
1974. Jóhanna ólst upp hjá
foreldrum sínum, sem bjuggu
mestan sinn búskap á Upp-
sölum í Miðfirði, en nafni jarð-
arinnar, Rófu, var breytt árið
1930 í Uppsali. Margrét og
Bjarni fluttu til Reykjavíkur
1949. Þau eignuðust átta börn;
Sigfús Bergmann, f. 4. maí
1913, d. 19. september 1967,
Ragnheiður Ingibjörg, f. 26.
júní 1917, d. 7. desember
1985, Ásgerður Guðfinna, f. 1.
janúar 1920, d. 3. október
1985, Björn, f. 3. júní 1921, d.
13. maí 1997, Elínborg Jó-
hanna, Jón Leví, f. 27. maí
úar 1987. Hún býr í Svíþjóð.
Fyrir á Sigmundur dótturina
Freyju. 2) Óskírð stúlka, f. 1.
nóvember 1957, dáin sama
dag. 3) Ólafur, f. 30. maí 1959,
giftur Nönnu Bergþórsdóttur,
f. 22. mars 1958. Þeirra börn
eru: a) Kjartan, f. 29. júní
1984. Eiginkona hans er
Alicia-Rae Ólafsson; þau búa í
Kanada. b) Berglind, f. 29.
nóvember 1988. Sambýlis-
maður hennar er Björgólfur
Guðni Guðbjörnsson. Dætur
þeirra eru Ólafía og Emilíana.
Fyrir á Björgólfur soninn Al-
exander Mána. c) Jóhanna
Lóa, f. 7. maí 1999. 4) Jóhann,
f. 21. júlí 1965, d. 22. júlí
1965.
Jóhanna stundaði nám við
Laugarvatnsskóla 1943-1945.
Árið 1977 stofnaði hún hann-
yrðaverslunina Mólý í Kópa-
vogi ásamt Ásgerði systur
sinni. Þær ráku verslunina
saman fyrstu árin en Jóhanna
tók síðan ein við rekstrinum
fram til ársins 1996 er hún
seldi hana, þá orðin sjötug.
Upp úr 1950 reistu Kjartan og
Jóhanna sér íbúðarhús við
Hlíðarhvamm í Kópavogi og
bjuggu þar til ársins 2002 er
þau fluttu í nýtt fjölbýlishús
við Ársali í Kópavogi. Árið
2013 fluttu þau á hjúkr-
unarheimilið Eiri.
Útför Jóhönnu Bjarnadóttur
verður gerð frá Fossvogs-
kirkju í dag, 25. október 2016,
og hefst athöfnin klukkan 15.
1929, d. 1. júní
2007, Svavar
Bragi, f. 25. nóv-
ember 1931, d. 23.
ágúst 2013, og
Ólöf, f. 30. júní
1934. Jóhanna
giftist 31. desem-
ber 1948 Kjartani
Ólafssyni, f. 17.
september í Núps-
dalstungu, d. 1.
desember 2014.
Foreldrar hans voru Ólafur
Björnsson, f. 20. janúar 1893 í
Núpsdalstungu, d. 19. ágúst
1982, og Ragnhildur Jóns-
dóttir, f. 15. október 1895 á
Þverá í Miðfirði, d. 18. júní
1986. Kjartan og Jóhanna
eignuðust fjögur börn: 1) Mar-
grét Ingibjörg, f. 9. janúar
1952, giftist Birgi Óskarssyni,
f. 15. mars 1951. Þau skildu.
Synir þeirra eru: a) Kjartan, f.
13. júlí 1977, kvæntur Andreu
Ásgeirsdóttur. Synir þeirra
eru Ásgeir Valur og Birgir
Hrafn, og b) Magni Þór, f. 13.
janúar 1979, giftur Dagrúnu
Þorsteinsdóttur. Sonur þeirra
er Aðalsteinn. Eiginmaður
Margrétar er Sigmundur Ein-
arsson, f. 4. ágúst 1950. Dóttir
þeirra er Jóhanna, f. 25. jan-
Tengdamóðir mín, Jóhanna
Bjarnadóttir, er látin á nítugasta
og fyrsta aldursári, hvíldinni feg-
in. Hún var einstök kona. Hún var
slíkur dugnaðarforkur að ég
minnist þess ekki að henni félli
nokkru sinni verk úr hendi. Á
kvöldin átti hún það reyndar til að
setjast niður framan við sjónvarp-
ið en fljótlega var hún risin á fæt-
ur og farin að huga að einhverju
þarfara.
Nær alla tíð vann hún utan
heimilisins, stundum fulla vinnu
og stundum hlutastörf, afgreiddi
m.a. í mjólkurbúð um árabil. Þeg-
ar börnin uxu úr grasi og heim-
ilisstörfin minnkuðu stofnaði hún
hannyrðaverslunina Mólý í Kópa-
vogi í samvinnu við Ásgerði, syst-
ur sína. Fyrstu árin ráku þær
verslunina saman en síðar rak Jó-
hanna verslunina ein í tæp tuttugu
ár eða allt til ársins 1996 er hún
seldi verslunina, þá liðlega sjötug.
Í búðinni réð hún ríkjum og hafði
lengst af einn starfsmann í vinnu.
Einn dag í viku hafði hún fjöl-
skyldubílinn til umráða og var
hann þá nýttur til aðdrátta fyrir
verslunina. Heldur þótti mér
nafnið á versluninni undarlegt en
það mun ættað úr Ódysseifskviðu
þar sem töfrajurtin Mólý varði
sjálfan Ódysseif fyrir göldrum.
Margs er að minnast en ég kýs
að nefna hér tvö orðtök sem dæmi
um skemmtilegt málfar, ævarandi
tengsl hennar við átthagana í Mið-
firði og jafnframt glögga sýn
hennar á skoplegar hliðar tilver-
unnar. Eins og oft vill verða geta
orðtökin verið torræð án skýr-
inga. Skemmtilegust þótti mér
„nei, svoleiðis gerir Skúli ekki“,
tilvitnunin í einarðan stuðnings-
mann Skúla Guðmundssonar al-
þingismanns og ráðherra. Þessi
orð notaði Jóhanna þegar stungið
hafði verið upp á einhverju sem
henni af einhverjum ástæðum
þótti ekki við hæfi og vísaði þar til
blindrar trúar framsóknarmanna
á leiðtogann heima í Miðfirði. Um
gamla og úr sér gengna hluti sagði
Jóhanna stundum að þeir væru
„eldri en Súðin“ án frekari skýr-
inga. Árið 1930 hafði ríkisstjórn
Framsóknarflokks keypti 35 ára
gamalt skip til strandferða.
Íhaldsmönnum þótti skipið allt of
gamalt og til urðu skammaryrði á
borð við „ljótari og eldri en Súðin“.
Jóhanna sleppti ævinlega fremra
lýsingarorðinu en orðfærið endur-
speglar uppeldi á heimili sem
studdi íhaldsflokkinn. Kjartan,
tengdafaðir minn, sagði þetta
aldrei, alinn upp á framsóknar-
heimili í sömu sveit.
Síðustu árin hefur verið erfitt
að á horfa upp á glímu þessarar in-
dælu og öflugu konu við sjúkdóm
þar sem veröldin virtist smám
saman hverfa inn í sig, tíminn tók
óvæntar stefnur en stóð þó lengst
af kyrr, stundum í nútíð, stundum
í fortíð, stundum óskiljanlegur.
Hægt og bítandi hvarf einstak-
lingurinn á vit einhvers óræðs
tíma. Samhliða glímdu afkomend-
urnir við samfélag sem helst vill
gleyma slíkum einstaklingum.
Kynslóðin sem flutti á mölina
og nam nýtt land í jaðri þéttbýlis-
ins er að hverfa af sjónarsviðnu.
Enginn í fjölskyldunni segir leng-
ur „habbði“ og „saggði“ en eftir
stendur minningin um þau Jó-
hönnu og Kjartan, gott og gegn-
heilt fólk sem rækti sínar skyldur
af heilindum, hafði það æðsta tak-
mark í lífinu að sjá afkomendun-
um borgið í nýju og breyttu sam-
félagi.
Sigmundur Einarsson.
Elskulega amma okkar, Jó-
hanna Bjarnadóttir, er látin. Góðu
stundirnar með ömmu voru ótelj-
andi. Veislurnar í Hlíðarhvammi
og Ársölum koma fyrst upp í hug-
ann. Ekkert tækifæri var of lítið
til að hóa saman fjölskyldunni til
veislumáltíðar og henni var mikið í
mun að enginn færi svangur heim.
Við stutt innlit var hún strax búin
að hita súkkulaði og steikja
pönnukökur. Eða búin að senda
okkur út í garð að tína jarðarber á
meðan hún þeytti rjóma. Engin
jarðarber hafa nokkurn tíma verið
jafn góð og jarðarberin hennar
ömmu. Kannski voru það grænu
hendurnar og alúðin sem hún
lagði í garðinn í Hlíðarhvammin-
um sem gerðu berin svona góð.
Hún hvatti okkur öll þrjú til að
ganga menntaveginn, hvort sem
var í iðnnám eða bóknám. Sjálf
rifjaði hún oft upp ánægjulegu
skólaárin sín á Laugarvatni og
vissi að það væru lífsgæði fólgin í
því að mennta sig. Amma rak
lengi hannyrðaverslunina Mólý í
Hamraborginni í Kópavogi. Það
var mjög spennandi að fá að
hjálpa ömmu í Mólunni og öll
fengum við fallegar ullarpeysur
eftir hana, prjónaðar úr Mólu-
garni. Það er svo margt hægt að
segja um hana ömmu. Hún var
sérstaklega hjartahlý og góð kona
og við erum þakklát fyrir allar
þær stundir sem við áttum saman.
Það er gott að vita af þeim hjón-
um hvílandi aftur saman eftir 68
ára farsælt hjónaband. Megi þau
hvíla í friði.
Kjartan, Magni Þór
og Jóhanna.
Þegar við kveðjum ömmu okk-
ar í síðasta sinn streyma fram ótal
minningar. Minningar sem við
komum til með að varðveita í
hjörtum okkar að eilífu. Yndisleg-
ar minningar um konu sem kenndi
okkur svo margt, um hjartahlýja
ömmu sem vildi allt fyrir alla gera,
þá sérstaklega okkur barnabörnin
sem hún var svo stolt af.
Amma og afi bjuggu í fallegu
húsi með stórum garði sem þau
lögðu mikla vinnu í að halda fal-
legum og snyrtilegum. Þar lékum
við systkinin okkur oft, hvort sem
það var í fótbolta á nýslegnu gras-
inu, að klifra í trjánum eða í gróð-
urhúsinu hennar ömmu. Í hverri
viku fórum við í heimsókn til
ömmu og afa og alltaf var jafn
notalegt og gaman að koma til
þeirra. Þau tóku fagnandi á móti
okkur í hvert skipti og oftar en
ekki var amma byrjuð að hræra í
pönnukökur áður en við náðum að
klæða okkur úr yfirhöfnunum.
Að fara í pössun til ömmu og
afa var líka eitt það skemmtileg-
asta sem við gerðum og þá fyrst
leið manni eins og kóngi eða
drottningu. Hún amma sá nefni-
lega alltaf til þess að hún ætti
örugglega allt sem okkur gæti
mögulega langað í.
Stundum fengum við að fara
með ömmu í búðina hennar og
þangað þótti okkur gaman að
koma. Þar flokkuðum við tölur eða
fórum í búðarleik með gamla
græna búðarkassann sem var inni
á kaffistofu.
Á aðfangadag kom amma með
heimabakaða rúllutertu handa
okkur fjölskyldunni sem við borð-
uðum á jóladagsmorgun áður en
við síðan mættum í jólahlaðborðið
til þeirra seinna um daginn.
Þetta eru aðeins brotabrot af
þeim yndislegu minningum sem
við varðveitum um ömmu okkar.
Elsku amma, við þökkum þér
fyrir allt sem þú hefur gefið okkur,
allar peysurnar og sokkana sem
þú prjónaðir handa okkur, sum-
arbústaðaferðirnar sem við áttum
saman og alla þá skilyrðislausu ást
sem þú sýndir okkur.
Hvíldu í friði, elsku amma, og
megi Guð varðveita þig. Þín son-
arbörn,
Kjartan, Berglind og
Jóhanna Lóa.
Jóhanna Bjarnadóttir, frænka
mín frá Uppsölum í Miðfirði, hefur
kvatt 90 ára að aldri. Jóhanna var
einstök kona, björt í öllu sínu lífi.
Hún varð aldrei gömul – hún varð-
veitti sitt unglega yfirbragð alla
tíð. Það einhvern veginn geislaði
frá henni mildi og gleði til allra í
umhverfinu. Jóhanna með sitt fal-
lega bros sem hún var óspör á.
Brosið var hennar ættarfylgja –
móðir hennar Margrét, sú góða
kona, var þekkt fyrir sitt ljúfa
bros, elsti bróðir Jóhönnu – sá
mikli viðskiptajöfur Sigfús
Bjarnason, fékk einstaka viður-
kenningu frá samborgurum sín-
um, það var talað um „Sigfúsar-
bros í Heklu“. Við Jóhanna erum
bræðradætur ættaðar frá Núps-
dalstungu í Miðfirði. Hún dóttir
elsta bróður föður míns – pabbi
var yngstur af bræðrunum. Á milli
þeirra Bjarna föður hennar og
Björns pabba míns voru Jón, Ólaf-
ur og Guðmundur. Tungusysturn-
ar voru þær Guðfinna, Jóhanna og
Guðný, ógleymanlegar, góðar og
glaðværar. Fósturdóttir ömmu og
afa og uppáhald allra á heimilinu
var Herborg, sem kom til þeirra
aðeins tveggja ára – yndisleg og
kær systir. Ég held að vandfund-
inn væri nánari og kærleiksríkari
systkinahópur, þau vildu allt fyrir
hvert annað gera. Jóhanna
frænka mín var alin upp í nábýli
við allt þetta góða fólk. Ung að ár-
um fann hún ástina sína. Hún fór
ekki langt í leit að mannsefni. Fyr-
ir valinu varð hinn myndarlegi
Kjartan Ólafsson á næsta bæ. Þau
voru bræðrabörn. Þau voru líka
lukkunnar pamfílar, svo samvalin
í lífi og leik. Börnin þeirra tvö eru
Margrét Ingibjörg og Ólafur.
Mörg dásamleg barnabörn og
barnabarnabörn. Allt mikið efnis-
fólk. Ekki fyrir svo voða löngu síð-
an vorum við öll frændsystkinin
saman komin að Laugabakka í
Miðfirði á stóru ættarmóti afkom-
enda ömmu og afa í Tungu – Ás-
gerðar og Björns. Þar voru þau
mætt Jóhanna og Kjartan – falleg
eins og alltaf – Kjartan, minn góði
frændi, hélt elskulega ræðu um
Núpsdalstunguhjónin – Tunga
var jú æskuheimilið hans og hann
kunni frá mörgu eftirminnilegu að
segja, hann þekkti ömmu Ásgerði
og afa Björn vel. Jóhanna konan
hans ástkæra brosti sínu fallega
brosi og naut stundarinnar, eins
og við öll. Guð geymi Jóhönnu
Bjarnadóttur frænku mína og alla
hennar. Guð blessi minningu
mætrar ættmóður.
Helga Mattína
Björnsdóttir, Dalvík.
Elsku Hanna frænka, nú hefur
þú kvatt og haldið á vit nýrra æv-
intýra. Við vitum að það hefur ver-
ið vel tekið á móti þér enda varst
þú hvers manns hugljúfi, falleg að
utan sem innan. Það lék allt í hönd-
um þér, hvort sem það tengdist
bakstri, hannyrðum eða einhverju
öðru. Ekki var haldin veisla heima
öðruvísi en að þú kæmir og legðir
blessun þína yfir undirbúninginn
en samband ykkar mömmu var
sterkt og fallegt alla tíð. Þið töl-
uðuð saman í síma á hverjum degi
og stundum oft á dag þegar mikið
lá við. Ekki mikluðuð þið systur
fyrir ykkur að vaka langt fram á
nótt við jólaundirbúninginn, nátt-
föt voru saumuð á Þorláksmessu
og hálfmánar bakaðir á aðfanga-
dagsmorgun. Allt þrifið hátt og
lágt en svona vilduð þið hafa þetta
þótt þið hafið oft rifjað upp í seinni
tíð hversu glórulaust þetta hafi nú
stundum verið. Verslunarrekstur-
inn fórst þér einkar vel úr hendi en
hannyrðaverslunin Mólý var
Kópavogsbúum vel kunn. Við litlu
systurnar fengum oft að koma upp
í búð til þín og hjálpa til, afgreiða
garn og raða í hillur. Að launum
fengum við að fara í sjoppuna og
kaupa góðgæti.
Nú er komið að kveðjustund.
Við þökkum þér samfylgdina,
elsku Hanna, falleg minning um
yndislega móðursystur mun lifa
áfram í hjörtum okkar.
Margrét, Þórey, Bjarney og
Sóley Þórarinsdætur.
Föðursystir mín, Elínborg Jó-
hanna Bjarnadóttir, er fallin frá –
tæplega 91 árs að aldri. Mig lang-
ar í fáeinum orðum að minnast
þessarar góðu og ljúfu frænku.
Ég kynntist henni vel þegar ég
dvaldi oft á tíðum á heimili þeirra
hjóna í Kópavogi og lék mér við
Óla frænda, son þeirra, en við vor-
um á svipuðum aldri. Frænka mín
var góð kona, einstaklega hlý í við-
móti, áhugasöm um hagi annarra,
skemmtileg að ræða við og ekki
fór á milli mála í mínum huga að
hún var afar greind kona. Hún bar
hag fjölskyldu sinnar fyrir brjósti,
sérstaklega barnabarnanna.
Æðruleysi hennar var mikið, aldr-
ei skammaði hún okkur drengina,
þótt oft væri ástæða til og aldrei
heyrði ég hana hallmæla nokkrum
manni. Ég minnist hennar með
hlýju og þakklæti. Blessuð sé
minning hennar.
Svavar Bragi Jónsson.
Ég trúi því að tengdamamma
sé engill. Engill sem vakir yfir öllu
sínu fólki eins og hún gerði í lif-
anda lífi.
Engill sem passar upp á að öll-
um líði eins vel og best verður á
kosið.
Engill sem skilur eftir sig fal-
legar og góðar minningar.
Minningar sem ég mun ávallt
geyma í hjarta mínu og er afar
þakklát fyrir.
Minningar um tengdamömmu
sem átti einstaklega auðvelt með
að gefa af sér, svo ljúf og góð.
Minningar um fallega konu
bjarta ásýndum.
Minningar um tengdamömmu
sem vildi allt fyrir mig gera, tilbú-
in að rétta hjálparhönd hvenær
sem var.
Minningar um einstaka konu,
móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu sem elskaði fjölskyldu
sína takmarkalaust og án kvaða.
Ég hefði ekki getað verið
heppnari. Ég vona að mér hafi að
einhverju leyti tekist að sýni henni
hve mikils ég mat hana.
Tengdamamma var gift Kjart-
ani, yndislegum tengdapabba,
sem við kvöddum fyrir tæpum
tveimur árum. Hann reyndist mér
jafnvel og hún. Saman gengu þau
ævigötuna í gleði og sorg. Byggðu
sér fallegt og hlýlegt heimili þar
sem gestakomur og veislur voru
tíðar. Elskuð af börnum sínum,
Margréti og Ólafi, sem sinntu
þeim af alhug til hinstu stundar.
Í dag er mér efst í huga þakk-
læti.
Þakklæti fyrir barnapössunina,
fyrir vísurnar og bænirnar sem
hún kenndi börnunum mínum.
Fyrir helgarheimsóknirnar,
matarboðin, ferðalögin, prjóna-
skapinn.
Fyrir jákvæðnina, hvatninguna
og uppörvunina.
Fyrir trúna sem hún hafði á af-
komendum sínum að geta gert allt
ef viljinn væri fyrir hendi.
Þakklæti fyrir alla þá um-
hyggju og hlýju sem hún ávallt
sýndi móður minni, systkinum
mínum og fjölskyldunni allri.
Í dag kveð ég elsku Hönnu
mína, fyrirmynd mína í svo mörgu,
og trúi því að nú sé hún komin til
nýrra heimkynna þar sem Kjartan
tekur fagnandi á móti henni ásamt
litlu börnunum þeirra tveimur sem
kvöddu lífið nýfædd.
Ég kveð þig, elsku Hanna mín,
eins og ég kvaddi Kjartan þinn,
með erindi úr sálmi Valdimars
Briem.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Þín tengdadóttir,
Nanna.
Jóhanna
Bjarnadóttir
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
BJARNI GUÐLAUGSSON,
Hrísateigi 23,
lést á Landakoti fimmtudaginn 20. október.
Útför fer fram frá Laugarneskirkju
fimmtudaginn 27. október klukkan 15.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er
bent á Styrktarsjóð Félags nýrnasjúkra, banki 334-26-1558, kt.
670387-1279.
.
Hafrún Lára Bjarnadóttir,
Brynja Bjarnadóttir,
Erna Bjarnadóttir og Helgi Halldórsson,
barnabörn og langafabörn.
Móðir okkar,
GUÐVEIG BJARNADÓTTIR
frá Skaftafelli í Öræfum,
sem lést að morgni 19. október, verður
jarðsungin frá Hofskirkju í Öræfum
föstudaginn 28. október klukkan 13.
Fyrir hönd aðstandenda,
.
Sigurður, Þorsteinn, Bjarni,
Guðlaugur Heiðar og Guðlaug.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför elskulegs föður
okkar, tengdaföður, afa, langafa og
langalangafa,
GUÐMUNDAR ÓLAFSSONAR
GUÐMUNDSSONAR,
Stillholti 9,
Akranesi.
.
Sigurður Guðmundsson Ólöf Helga Halldórsdóttir
Lidia Andreeva
Birgir Guðmundsson Ragnheiður Hafsteinsdóttir
Jón Þór Guðmundsson Ástríður Jónasdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.