Morgunblaðið - 25.10.2016, Side 30

Morgunblaðið - 25.10.2016, Side 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2016 hitataekni.is Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 - hitataekni@hitataekni.is Einstaklega hljóðlát tæki fyrir t.d. kerfisloft eða á vegg Baðviftur Ein sú hljóðlátasta 17 – 25 dB(A) Vatnskæld kælitæki Bjóðum upp á fjölbreyttan búnað svo sem loftræsingar, hitakerfi, kælikerfi, rakakerfi sem og stjórnbúnað og stýringar. Anddyris- hitablásarar Bjóðum upp á mikið úrval loftræstikerfa fyrir heimili og fyrirtæki Hildur Loftsdóttir hildurl@mbl.is Fyrir rúmri viku var opnuð í Scand- inavia House í New York samsýning íslenskra listamanna undir nafninu Borrowed Time – Icelandic Artists looking forward, og stendur hún yfir til 14. janúar 2017. Sýningarstjóri er Ásthildur Björg Jónsdóttir, lektor við Listaháskóla Íslands, og segir hún markmið sýningarinnar vera að veita sýningargestum tækifæri til að kynn- ast málefnum sjálfbærni út frá list- rænum nálgunum, og um leið varpa fram spurningum um þessi mik- ilvægu málefni sem allir ættu að láta sig varða. Á sýningunni má finna verk eftir Ólöfu Norðdal, Pétur Thomsen, Libiu Castro og Ólaf Ólafsson, Þorgerði Ólafsdóttur, Hildi Bjarnadóttur, Rósu Gísladóttur, Hrafnkel Sigurðs- son, Bjarka Bragason, Kristínu Bogadóttur, Bryndísi Snæbjörns- dóttur og Mark Wilson, Önnu Líndal og Gjörningaklúbbinn auk verks eftir Ásthildi sjálfa. Of mikið upplýsingaflóð Uppruna sýningarinnar má rekja til sýningarinnar Ákalls sem Ásthild- ur setti upp í Listasafni Árnesinga, janúar – maí 2015. Sú sýning er hluti af doktorsnámi Ásthildar en í því skoðar hún þá möguleika sem sam- tímalist getur veitt menntun til sjálf- bærni á öllum stigum samfélagsins. „Síðastu áratugi hefur orðið mikil vitundarvakning varðandi þau áhrif sem listir og menning geta haft á við- horf fólks til þeirra flóknu og illvið- ráðanlegu vandamála sem heimurinn stendur frammi fyrir,“ segir Ásthild- ur. „Niðurstöður margra rannsókna sýna að í umhverfismálum standi mannkynið frammi fyrir þvílíku upp- lýsingaflóði að venjulegt fólk veit ekki sitt rjúkandi ráð og hættir að bregð- ast við. Þá getur myndlíking og myndtúlkun hentað vel því listaverk með hnitmiðuðum efnistökum geta veitt áhorfendum forsendur til að skilja heiminn betur. Sumir vilja jafn- vel meina að einhverjir eigi auðveld- ara með að skilja listir en ritaðar upp- lýsingar.“ Sýndi í Sameinuðu þjóðunum Í samstarfi við fastanefnd Íslands í New York var hluti af sýningunni Ákall sett upp í aðalbyggingu Sam- einuðu þjóðanna í tengslum við tveggja vikna fund háttsettra ráða- manna um sjálfbærnimarkmið Sam- einuðu þjóðanna. Fyrir tæpu ári sömdu öll 193 aðildarríki SÞ um sautján ný þróunarmarkmið. Þessi markmið taka til allra og marka sjálf- bæra leið til þróunar fyrir alla jarð- arbúa þar sem jafnvægis er gætt milli tækifæra til efnahags- og fé- lagslegrar þróunar á sama tíma og umhverfi og náttúra eru varðveitt komandi kynslóðum til handa. Sýningin var sett upp undir heitinu Art for Actions: Icelandic art in the Service of Sustainability og féll vel að áherslum UNESCO um að skapa að- stæður svo fólk verði meðvitað um auðlindir náttúrunnar og geti tekið afstöðu til skynsamlegrar nýtingar þeirra, með því að meta á gagnrýninn hátt gildi upplýsinga um náttúru og verða þannig ábyrgur borgari í um- hverfi sínu. Starfsmenn fastanefnd- arinnar, Einar Gunnarsson og Nick Hannigan, eru á einu máli um að sýn- ingin sem Ásthildur setti upp í SÞ í Áhrif listar á viðhorf fólks  Umhverfisvernd og sjálfbærni í for- grunni á samsýningu íslenskra mynd- listarmanna í New York Spáð í spilin Ásthildur Björg Jónsdóttir og Ari Tiziani, verkefnastjóri list- sýninga í Scandinavia House, við uppsetningu sýningarinnar. Opnun Ásthildur Björg Jónsdóttir við verk sitt ásamt Helgu Leifsdóttur og Einari Gunnarssyni, sendiherra við fastanefnd SÞ. Revelation III Verk Hrafnkels Sig- urðssonar hefur vakið athygli. Ljósmynd/Linda Haglund Tengsl Í listasmiðjunni tengja áhorfendur við eigin reynslu og ímyndunarafl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.