Morgunblaðið - 03.11.2016, Page 6

Morgunblaðið - 03.11.2016, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2016 Fyrirtæki og verslanir Heildarlausnir í umbúðum Pappir v borðar v pokar v bönd skreytingarefni v teyjur v kort pakkaskraut v sellófan www.danco.is Heildsöludreifing Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Það eru dæmi um að Alþingi hafi gripið inn í launaþróun hjá þeim hóp- um sem falla undir valdsvið kjara- dóms og kjaranefndar áður og nú kjararáðs en við höfum ekki skýr dæmi eða fordæmi sem væru til þess fallin að svara því hversu langt mætti ganga í þessu tilviki,“ segir Trausti Fannar Valsson, dósent í stjórnsýslu- rétti við lagadeild Háskóla Íslands, spurður hvort Alþingi geti breytt ákvörðun kjararáðs um launahækk- un forseta Íslands, þingmanna og ráðherra frá 29. október síðastliðinn. Ákvörðunin hefur sætt gagnrýni frá því hún var kynnt og hafa verka- lýðsleiðtogar meðal annars frá ASÍ og VR stigið fram og krafist þess að Alþingi afturkalli ákvörðunina því hún brjóti á bak aftur sameiginlega launastefnu sem aðilar vinnumark- aðarins hafa sæst á. Ákvörðunin kveður á um að þing- fararkaup skuli nema 1.101.194 krón- um á mánuði og laun forsætisráð- herra að meðtöldu þingfararkaupi skuli vera 2.021.825 krónur á mánuði. Laun annarra ráðherra að meðtöldu þingfararkaupi verði 1.826.273 krón- ur á mánuði. Byggja á almennum forsendum Þá eru laun forseta Íslands einnig hækkuð og verða 2.985.000 krónur á mánuði frá og með 1. nóvember. Laun forseta eru hins vegar stjórnar- skrárvarin með þeim hætti að ekki má lækka launin á kjörtímabili hvers forseta. Að sögn Trausta geti því hvorki Alþingi né kjararáð ákveðið að lækka laun forsetans. „Við höfum dæmi um það að Al- þingi hafi breytt þeim forsendum sem kjararáð á að starfa eftir og þær breytingar hafi leitt til launalækk- unar. Í kjölfar lagabreytingar 2008 kvað kjararáð upp allnokkra úr- skurði um lækkun launa vegna þess að Alþingi hafði ákveðið með lögum að kjararáð skyldi lækka laun um 5- 15%, þannig að það er því alls ekki útilokað,“ bætir hann við en ein- staklingar eigi almennt ekki eignar- réttarvarin laun sem þeir hafa ekki unnið fyrir og því ætti að vera hægt að lækka laun til framtíðar í ákveðnum tilvikum. „Ég tel því að Alþingi geti með al- mennri lagasetningu lækkað laun þingmanna og ráðherra til framtíðar. Í þessu tilviki yrði úrskurðurinn væntanlega ekki felldur úr gildi með lögum heldur yrði launakjörum ann- aðhvort breytt til framtíðar eða kjar- aráði falið að taka nýja ákvörðun um laun á grundvelli ákveðinna for- sendna,“ segir Trausti en það veki þó upp spurningar um hvort Alþingi væri þar að grípa með of sértækum hætti inn í launakjör ákveðins hóps undir kjararáði. Í ákvörðun kjararáðs síðastliðinn laugardag kemur fram að eðlilegt sé að þingfararkaup sé hið sama og ákvörðuð mánaðarlaun héraðsdóm- ara, enda væru þessir hópar hliðsett- ir handhafar tveggja þátta hins þrí- skipta ríkisvalds. Ákvörðun launa þingmanna og ráðherra fylgir því fyrri ákvörðun ráðsins varðandi kjör dómara. „Það yrði þá að vera einhver einstaka þingmaður sem þyrfti að láta reyna á hvort þingið hefði gengið of langt gagnvart jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, þar sem aðrir hópar sem heyra undir kjararáð hafa verið að fá hækkanir og þessi hækk- un fylgdi í kjölfarið á þeim ákvörð- unum og byggist að vissu marki á al- mennum forsendum sem kjararáð hefur sett í sínum úrskurðum,“ segir Trausti. Lög kjararáðs kveða skýrt á um að við ákvörðun launa þeirra sem heyra undir ráðið skuli gæta innbyrðis sam- ræmis í starfskjörum þeim sem ráðið ákveður og þau séu á hverjum tíma í samræmi við laun í þjóðfélaginu hjá þeim sem sambærilegir geta talist með tilliti til starfa og ábyrgðar. Umdeildar ákvarðanir Þrisvar hefur reynt á breytingu Alþingis á launakjörum sem ákveðin voru af kjararáði, annars vegar árið 1992 þegar bráðabirgðalög voru sett á ákvörðun launa tiltekins hóps en of langt þótti gengið í breytingum með þess konar lagasetningu með tilliti til jafnræðis. Þá gekk héraðsdómur árið 2006 þar sem Alþingi gerði breytingar með lögum á kjörum dómara. Það var ekki talið standast því lagasetn- ingin beindist sérstaklega að dóm- urum og sjálfstæði dómstóla þótti ógnað. Þá bar Seðlabankastjóri, Már Guðmundsson, ákvörðun kjararáðs um lækkun launa hans undir dóm- stóla en fékk henni ekki hnekkt. Óljóst hve langt Alþingi má ganga  Gætu lækkað laun þingmanna og ráðherra til framtíðar  Gripið væri með of sértækum hætti í launakjör ákveðins hóps  Lög kveða á um innbyrðis samræmi launa þeirra sem heyra undir ráðið Morgunblaðið/Eggert Formenn stjórnmálaflokkanna Umræður í sjónvarpssal að loknum kosningunum um nýliðna helgi. „Ég hef fullan skilning á því að fólki þykir þetta vera úr öllum takti við það sem hefur verið að gerast í kjaramálum á öllu landinu á undan- förnum misserum,“ sagði Bjarni Benediktsson á Bessastöðum í gær um ákvörðun kjararáðs um launa- hækkanir alþingismanna, ráðherra og forseta. „Það sem ég vil fyrst og fremst beita mér fyrir að komi til þess að þingið grípi inn í þessi mál þá reynum við að skapa grundvöll fyrir varanlega lausn.“ Þá þurfi einnig að svara hvort áfram eigi að standa í lögum að þingmenn eigi að njóta sambærilegra kjara og aðrir sem gegna viðlíka ábyrgð. „Rennur ekki í minn vasa“ „Ég bað ekki um þessa kaup- hækkun. Ég vissi ekki af þessari kauphækkun. Ég þarf ekki þessa kauphækkun,“ sagði Guðni Th. Jó- hannesson, forseti Íslands, á Bessa- stöðum í gær spurður út í launa- hækkun kjararáðs. „Ákveði þingið að þessari ákvörðun verði hnekkt með einhverjum hætti leyfi ég mér að ítreka að ég yrði fullkomlega sáttur við það. Þangað til sé ég til þess að þessi hækkun renni ekki í minn vasa.“ Úr takti við stöðu kjaramála á landinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Kjör Forsetinn sagði einnig að með- limir kjararáðs væru ekki vont fólk. Árið 2006 lagði Halldór Ásgríms- son, þáverandi forsætisráðherra, með samþykki bæði stjórnar og stjórnarandstöðu, fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt var til að nýj- asti úrskurður Kjaradóms, forvera kjararáðs, um ákvörðun launa for- seta Íslands og annarra embættis- manna yrði afnuminn. Frumvarpið var í kjölfarið afgreitt á Alþingi sem lög. Nokkrum mánuðum áður eða í desember 2005 hafði Garðar Garð- arsson, formaður Kjaradóms, sent Halldóri bréf þar sem hann greindi frekar frá forsendum ákvörðunar um hækkun og sagðist hafa staðið frammi fyrir tveimur kostum, báð- um vondum. Annars vegar hefði dómurinn getað fylgt lagafyrir- mælum og hækkað launin að við- miðunarmörkum og mátt búast við að óánægjuraddir heyrðust, en hins vegar getað hækkað launin um að- eins 2,5% og viðhaldið með því „launamun sem augljóslega var orðinn.“ Kjaradómur taldi sér skylt samkvæmt lögum að taka fyrri kostinn. Hvatti hann jafnframt til þess að menn myndu ekki rasa um ráð fram í breytingum á þessu kerfi í hita leiksins. Það var svo í kjölfar þessa inn- grips Alþingis sem héraðsdómari höfðaði mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2006 vegna laga- setningarinnar þar sem niður- staðan varð að lögin væru óskuld- bindandi gagnvart honum. Sambærileg staða er óneitanlega uppi nú þegar kallað er eftir því að Alþingi skerist í leikinn og breyti ákvörðun kjararáðs með lögum og afturkalli launahækkanir. laufey@mbl.is Alþingi afnam úrskurð Kjaradóms árið 2006 Morgunblaðið/Ómar Afnumið Úrskurður um launa- hækkanir afnuminn með lögum. Áður en kjararáð tók ákvörðun um kjör forseta Íslands, alþingismanna og ráðherra sendi ráðið bréf, dagsett 8. október 2015, til fjármála- og efna- hagsráðuneytis þar sem því var gef- inn kostur á að leggja fram grein- argerð vegna málsins líkt og gert er ráð fyrir í lögum um kjararáð. Einnig var forseta Íslands, forseta Alþingis og ráðherrum með bréfum dagsett- um sama dag gefinn kostur á að koma á framfæri sjónarmiðum við kjararáð. Í ákvörðun kjararáðs sem birt var 29. október síðastliðinn kemur fram að forsætisráðherra, fyrir hönd ráð- herra í ríkisstjórn Íslands, segi í svari sínu til ráðsins ekki viðeigandi að hlutast til um eigin kjör eftir atvikum með því að koma á framfæri sjón- armiðum sínum við kjararáð. Ráð- herra meti það svo að megintilgangur laga um kjararáð sé að færa ákvarð- anir um kjör æðstu embættismanna undan áhrifavaldi þeirra sjálfra og að gild rök liggi þar að baki. Biðst hann því undan því að tjá sig um málið. Þá sagði forseti Alþingis meðal annars í svari sínu til kjararáðs að eft- ir samráð við forsætisnefnd Alþingis mundi forseti ekki tjá sig um launa- kjör alþingismanna enda teldi hann að kjararáð hefði þær upplýsingar sem nauðsynlegar væru til að kveða upp nýjan úrskurð. Hann væri þó tilbúinn að veita ráðinu allar þær upplýsingar sem óskað væri sérstaklega eftir. Fjármála- og efnahagsráðuneytið svaraði einnig kjararáði þar sem seg- ir að ráðuneytið telji eðlilegt að kjar- aráð horfi á þá launaþróun sem verið hafi við athugun á því hvort end- urmeta eigi laun þjóðkjörinna manna og ráðherra og gæti jafnræðis við töku ákvarðana. Athygli vekur hins vegar að ekkert svar virðist hafa borist frá embætti forseta Íslands en embættinu var sent bréf á sama tíma og öðrum um- sagnaraðilum. Á þessum tíma, 8. október 2015, gegndi Ólafur Ragnar Grímsson embætti forseta Íslands og hafði Guðni Th. Jóhannesson því ekki aðkomu að málinu á þessu stigi. laufey@mbl.is Forseti Íslands kom ekki sjónarmiðum til kjararáðs  Forseti Íslands, forseti Alþingis og ráðherrar fengu bréf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.