Morgunblaðið - 03.11.2016, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 03.11.2016, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2016 Guðni Einarsson gudni@mbl.is 290 fleiri íslenskir ríkisborgarar fluttu frá landinu á 3. ársfjórðungi 2016 (júlí, ágúst, september) en til landsins. Á sama tíma fluttu samtals 950 fleiri til landsins en frá því og voru aðfluttir erlendir ríkisborgarar 1.240 fleiri en þeir erlendu ríkisborg- arar sem fluttust frá landinu, sam- kvæmt frétt Hagstofu Íslands. Fleiri konur en karlar fluttust frá landinu á ársfjórðungnum. Mynstrið virðist í heildina haldast svipað í búferlaflutningum til og frá landinu og verið hefur um nokkurt skeið. Fleiri erlendir ríkisborgarar flytja til landsins en frá því um leið og fleiri íslenskir ríkisborgarar flytj- ast frá Íslandi en til landsins. Norðurlöndin eru vinsæl Flestir íslensku ríkisborgaranna sem fluttust frá landinu á 3. ársfjórð- ungi 2016 fluttust til Danmerkur, eða 500 manns. Af 1.410 alls fluttust 1.050 íslenskir ríkisborgarar til Dan- merkur, Noregs og Svíþjóðar. Flestir aðfluttir íslenskir ríkis- borgarar komu frá Danmörku (260 manns), Noregi (310 manns) og Sví- þjóð (180 manns) eða samtals 750 manns af 1.120. Á 2. ársfjórðungi þessa árs (apríl, maí, júní) voru aðfluttir íslenskir rík- isborgarar 150 umfram brott flutta. Á þeim ársfjórðungi voru aðfluttir erlendir ríkisborgarar 1.330 fleiri en þeir sem fluttust frá landinu. Á 1. ársfjórðungi ársins (janúar, febrúar, mars) voru brott fluttir einstakling- ar með íslenskt ríkisfang 110 um- fram aðflutta. Þá voru aðfluttir er- lendir ríkisborgarar 1.110 fleiri en þeir sem fluttust frá landinu. Í fyrra, árið 2015, fluttust 1.265 ís- lenskir ríkisborgarar úr landi um- fram aðflutta. Hins vegar voru að- fluttir erlendir ríkisborgarar 2.716 fleiri en brott fluttir í fyrra. Pólverjar stærsti hópurinn Flestir erlendir ríkisborgarar sem fluttust til landsins á 3. ársfjórðungi 2016 komu frá Póllandi. Þaðan flutt- ust 710 af alls 2.300 erlendum inn- flytjendum. Litháen kom næst en þaðan fluttust 180 erlendir ríkis- borgarar til landsins. Af 1.060 erlendum ríkisborgurum sem fluttust frá landinu fóru flestir til Póllands eða 250 manns. Í lok 3. ársfjórðungs bjuggu 29.990 erlendir ríkisborgarar hér á landi. Í lok 3. ársfjórðungs bjuggu 337.610 manns á Íslandi, 170.510 karlar og 167.100 konur. Lands- mönnum fjölgaði um 1.510 á 3. árs- fjórðungi 2016. Þá fæddust 1.150 börn en 580 einstaklingar létust. Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 216.300 manns en 121.310 utan þess. Fleiri Íslendingar flytja út en til landsins  Erlendum ríkisborgurum sem flytjast hingað fjölgar enn Morgunblaðið/Sverrir Farþegar Fleiri útlendingar flytjast til landsins en frá landinu. Tilkynnt var um umferðaróhapp í Neðra-Breiðholti í Reykjavík um klukkan þrjú í gær. Fólksbifreið var ekið á aðra og reyndi ökumað- ur hennar að fara af vettvangi án þess að gera grein fyrir sér. Þegar lögreglan kom á vettvang kom í ljós að maðurinn var undir áhrifum áfengis. Einnig kom á daginn að ökumað- urinn var ekki með ökuréttindi enda hafði hann aldrei öðlast þau. Hann var færður á lögreglustöð þar sem tekið var blóðsýni og síðan vistaður í fangaklefa. Ölvaður ökumaður og án ökuréttinda Íbúum Reykjavíkurborgar gefst kostur á að kjósa um framkvæmdir í hverfum borgarinnar í gegnum nýjan kosningavef. Samkvæmt upp- lýsingum frá Jóni Halldóri Jón- assyni, upplýsingafulltrúa Fram- kvæmda- og eignarsviðs, er áætlað að framkvæmdaféð verði um 450 milljónir eða 50 prósent hærra en áður hefur verið. Þetta er í fimmta sinn sem íbúar í Reykjavík geta tekið þátt í ákvörðunum um fram- kvæmdir með beinum hætti. Kosningavefurinn hefur verið endurbættur og var hann prufu- keyrður af notendahópi í liðinni viku. Kosið er á vefslóðinni kosning.reykjavik.is og standa kosningar yfir í tvær vikur eða til og með 17. nóvember. Íbúar velja fyrst borgarhluta og kjósa síðan á milli 20 verkefna upp að þeirri upphæð sem til ráðstöf- unar er. Ekki er nauðsynlegt að velja fyrir alla upphæðina sem hverfið hefur til ráðstöfunar. Rétt til þátttöku í kosningunum hafa íbú- ar fæddir árið 2000 eða fyrr og sem eru búsettir í Reykjavík á þeim degi sem kosið er. Nýr kosningarvefur opnar  Íbúar kjósa um framkvæmdir í hverfum borgarinnar Vertu upplýstur! blattafram.is MÖRG ÞEKKJUM VIÐ BÆÐI ÞOLENDUR OG GERENDUR KYNFERÐISOFBELDIS PERSÓNULEGA. ERUM VIÐ AÐ SAMÞYKKJA ÞAÐ MEÐ ÞÖGNINNI? Glæsileg undirföt á allar konur Við erum á Facebook Laugavegi 82 | 101 Reykjavík Sími 551 4473 Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 - fös: 12-16 - www.facebook.com/spennandi Frönsk og ítölsk hönnun Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is KJÓLL VERÐ 19.980 AFMÆLISVERÐ 11.988 20-40% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM FATNAÐI OG SKÓM Í DAG FÖGNUM 20 ÁRUM Á ENGJATEIGNUM! Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skoðið Facebook.laxdal.is Gardeur buxur 20% afsláttur BUXNAÚRVAL PEYSUÚRVAL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.