Morgunblaðið - 03.11.2016, Síða 15

Morgunblaðið - 03.11.2016, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2016 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA TILBOÐ Nú er tilboð á MS rjóma í öllum verslunum. Fáðu góðar hugmyndir á gottimatinn.is. Von er á 43 jólabjórstegundum í sölu hjá ÁTVR 15. nóvember. Hefur bjórtegundum fjölgað um níu því þær voru 34 í fyrra. Að sögn Sig- rúnar Óskar Sigurðardóttur, að- stoðarforstjóra ÁTVR, boða hinir sívinsælu jólabjórar alla jafna vax- andi sölu. Ásamt jólabjórum eru einnig aðrar áfengistegundir sem gerðar eru með jólatíð í huga, m.a. jólabrennivín og jólaákavíti. Að sögn Sigrúnar hefur salan á jólabjór vaxið ár frá ári. „Eftir- spurnin hefur aukist ár frá ári og vörunum hefur verið að fjölga, sem bendir til þess að áhuginn á jóla- bjórnum sé mikill,“ segir Sigrún. Að sögn hennar var Tuborg- jólabjórinn sá vinsælasti í fyrra eins og hann hefur verið undanfarin ár. Í einhverjum tilfellum er um lítið magn að ræða sem jafnvel verður einungis til sölu í einni Vínbúð og því þurfa bjóráhugamenn að vera á tánum ef þeir vilja nálgast tegundir sem verða af skornum skammti. Níu fleiri tegundir af jólabjór í ár  Jólabjórinn fer í sölu 15. nóvember Morgunblaðið/Júlíus Jólabjór Sumum finnst jólatíðin byrja þegar jólabjórinn kemur. „Það eru þegar byrjaðir að safnast skókassar, en tekið verður á móti þeim í húsi KFUM og KFUK til 12. nóvember næstkomandi,“ segir Dóra Sif Sigurðardóttir, en hún er í forsvari fyrir verkefnið Jól í skó- kassa þar sem safnað er fyrir bág- stödd börn í Úkraínu. Jólagjafirnar eru sendar til barna sem mörg hver búa við mikla fátækt, lifa við fötlun eða langvinna sjúkdóma eða stríðsógn, einkum í austanverðu landinu. Er gjöfunum því tekið af mikilli gleði og þakk- læti að sögn Dóru Sifjar. Yfir 50.000 gjafir sendar Hópur ungs fólks innan KFUM og KFUK hefur staðið að verkefn- inu hér á landi frá árinu 2004. Á þeim tíma hafa safnast rúmlega 50.000 gjafir sem sendar hafa verið til Úkraínu og dreift af fé- lagsmönnum KFUM þar í landi. Er gjöfunum m.a. komið til barna sem lifa á munaðarleysingjaheimilum, eru á barnaspítölum eða til barna einstæðra mæðra sem búa við sára fátækt. „Fyrsta árið sem þetta verkefni fór fram hér á landi söfnuðust um 500 kassar og voru þeir allir sendir út. Umfang þessa verkefnis er hins vegar alltaf að aukast og síðustu ár höfum við verið að senda út um 5.000 kassa,“ segir Dóra Sif. „Mjög margir eru vel meðvitaðir um þetta verkefni og segja sumir að þetta sé orðið hluti af undirbúningi jólanna. Eins eru mjög margir skól- ar sem taka öflugan þátt og koma þá nemendur þeirra með kassa til okkar. Jól í skókassa kemur því mörgum í jólaskapið,“ segir hún. Verkefnið fer þannig fram að fólk er beðið að útbúa skókassa með lausu loki og setja í þá hluti í fimm flokkum; leikföng, skóladót, hreinlætisvörur, sælgæti og föt. En allar nánari upplýsingar eru á heimasíðu KFUM og KFUK. khj@mbl.is Gjafir farnar að streyma inn Morgunblaðið/Árni Sæberg Jólaandi Íslendingar eru margir duglegir að senda jólagjafir til Úkraínu.  Verða sendar bágstöddum börnum Gleði Þessi litla stúlka frá Úkraínu var afar ánægð með jólapakkann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.