Morgunblaðið - 03.11.2016, Page 16
16 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2016
2. til 6. nóv.
Öll sólgleraugu
Umboðsaðili á Íslandi
Mod: 3025
Afsláttarverð:
15.840 kr.
benda til þess að forskot Clinton hafi
minnkað um þrjú prósentustig á einni
viku. Sú fylgissveifla hófst áður en
yfirmaður FBI tilkynnti að alríkis-
lögreglan hefði hafið að nýju rann-
sókn á tölvupóstamáli Clinton.
Clinton með fleiri kjörmenn
Kannanir sem ná til alls landsins
skipta þó minna máli en mælingar á
fylgi forsetaefnanna í einstökum ríkj-
um sem talin eru ráða úrslitum um
hvort þeirra fái nógu marga kjör-
menn sem kjósa forsetann formlega.
Svo gæti jafnvel farið að Trump fengi
fleiri atkvæði en Clinton í kosning-
unum á þriðjudaginn kemur en ekki
nógu marga kjörmenn, eða a.m.k.
270, til að hreppa forsetaembættið.
Samkvæmt útreikningum The
Wall Street Journal er núna líklegt að
Hillary Clinton hafi tryggt sér 278
kjörmenn en Trump aðeins 179. Eins
og staðan er núna virðist baráttan
standa um alls 121 kjörmann í ríkjum
þar sem mjótt er á munum í fylgis-
könnunum.
Barist um Flórída og ryðbeltið
Stuðningsmenn Trumps telja að
kannanirnar séu ekki marktækar því
að margir kjósendur séu tregir til að
viðurkenna stuðning sinn við auðkýf-
inginn umdeilda í könnunum en kjósi
hann þegar þeir eru einir í kjörklef-
unum.
Trump leggur nú áherslu á að
tryggja sér sigur í Flórída, sem er
með 29 kjörmenn, og í ríkjum á ryð-
beltinu svonefnda, svæði í norð-
austur- og miðvesturríkjunum þar
sem hnignun hefur orðið vegna sam-
dráttar í iðngreinum sem voru áður
öflugar. Demókratar hafa lengi notið
meiri stuðnings en repúblikanar á
ryðbeltinu en Trump vonast til þess
að geta fengið marga kjósendur þess
á sitt band, m.a. með loforðum sínum
um að ná hagstæðari viðskiptasamn-
ingum við önnur lönd.
Ryðbeltið nær meðal annars til
Pennsylvaníu, Ohio, Michigan og
Wisconsin, sem Trump hefur heim-
sótt síðustu daga.
Fari auðkýfingurinn með sigur af
hólmi í öllum ríkjunum þar sem for-
setaefni repúblikana sigraði í síðustu
kosningum dugir honum ekki að
sigra í Flórída og Ohio þar sem hann
mælist núna með naumt forskot.
Hann þarf einnig að tryggja sér kjör-
menn lykilríkja þar sem demókratar
hafa staðið betur að vígi en repúblik-
anar, að sögn Geoffrey Peterson,
stjórnmálafræðings við Wisconsin-
háskóla. Hann telur að það sé „rök-
rétt markmið“ hjá Trump að leggja
áherslu á ríki á borð við Wisconsin,
þar sem hlutfall hvítra manna af íbú-
unum er tiltölulega hátt, því að fylgi
auðkýfingsins er mest meðal hvítra
karlmanna í verkamannastétt.
Clinton er með 5,7 prósentustiga
forskot í Wisconsin. Demókratar telja
sig örugga með sigur þar og segja að
Trump sé að sóa tíma sínum með því
að reyna að tryggja sér kjörmenn
ríkisins.
Viðkomustaðir Hillary Clinton í
kosningabaráttunni síðustu daga
benda til þess að hún ætli að leggja
áherslu á að fá kjörmenn lykilríkja
þar sem Barack Obama sigraði í síð-
ustu kosningum og koma í veg fyrir
að Trump sigri í ríkjum á borð við
Flórída, Pennsylvaníu og Norður-
Karólínu þar sem hann þarf á sigri að
halda.
Kjörsókn blökkumanna gæti
skipt miklu máli
Talið er að 125 til 145 milljónir
manna neyti atkvæðisréttar síns í for-
setakosningunum og þar af hafa
meira en 25 milljónir þegar kosið ut-
an kjörfundar. Af fimmtán ríkjum,
sem veita upplýsingar um atkvæða-
greiðsluna, hafa fleiri kosið núna í ell-
efu ríkjum en á sama tíma fyrir síð-
ustu forsetakosningar. Í fjórum
ríkjum – Ohio, Nevada, Colorado og
Iowa – er kjörsóknin ívið minni núna
en fyrir fjórum árum.
Upplýsingarnar um atkvæða-
greiðsluna til þessa benda til að kjör-
sókn blökkumanna og ungs fólks sé
minni en í síðustu kosningum. Það
eru slæm tíðindi fyrir Clinton því að
kjörsókn þessara hópa, sem studdu
Obama í síðustu kosningum, gæti
skipt miklu máli í nokkrum lykil-
ríkjum sem barist er um.
Til að mynda er kjörsóknin í
Norður-Karólínu 16% minni meðal
blökkumanna en í síðustu kosningum
en 15% meiri meðal hvítra manna.
Norður-Karólína er með fimmtán
kjörmenn og kannanir benda til þess
að baráttan um þá sé hnífjöfn núna.
Í Flórída hefur hlutfall blökku-
manna af þeim sem greiða atkvæði
utan kjörstaðar lækkað í 15% úr 25%
miðað við sama tíma fyrir kosning-
arnar árið 2012 þegar Barack Obama,
fyrsti forsetinn úr röðum blökku-
manna, var endurkjörinn. Atkvæði
blökkumanna gætu skipt miklu máli í
Flórída, að mati Daniels A. Smith,
prófessors í stjórnmálafræði við
Flórídaháskóla.
Kjörsókn blökkumanna í Banda-
ríkjunum var meiri en nokkru sinni
fyrr í forsetakosningunum 2008 og
2012 en viðbúið er að hún minnki
núna þegar Obama er ekki í fram-
boði. Aðstoðarmenn Clinton telja þó
að hægt verði tryggja að kjörsókn
blökkumanna verði meiri í kosning-
unum en útlit er fyrir núna miðað við
atkvæðagreiðsluna utan kjörfundar.
Upplýsingarnar um atkvæða-
greiðsluna benda hins vegar til þess
að kjörsóknin hafi aukist meðal kjós-
enda sem eiga ættir að rekja til Róm-
önsku Ameríku og það eru góð tíðindi
fyrir Clinton. Demókratar telja að
mikil kjörsókn þess kjósendahóps og
meðal kvenna bæti upp minni kjör-
sókn blökkumanna og dugi til að
tryggja sigur á Donald Trump.
Kjörsóknin gæti skipt sköpum
Lítill munur á fylgi forsetaefna demókrata og repúblikana en Hillary Clinton stendur betur að vígi
í baráttunni um kjörmenn Kjörsókn helstu kjósendahópanna gæti ráðið úrslitum í lykilríkjum
AFP
Barist um Flórída Hillary Clinton í Fort Lauderdale í Flórída, einu ríkjanna sem gætu ráðið úrslitum 8. nóvember.
FRÉTTASKÝRING
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Fylgiskannanir í Bandaríkjunum
benda til þess að dregið hafi saman
með forsetaefnum demókrata og
repbúblikana í baráttunni um Hvíta
húsið og samkvæmt einni þeirra hef-
ur Donald Trump unnið upp forskot
Hillary Clinton. Hún er þó enn talin
sigurstranglegri í mörgum af lykil-
ríkjunum sem talin eru geta ráðið úr-
slitum í forsetakosningunum. Kjör-
sókn helstu kjósendahópanna gæti
skipt sköpum í baráttunni um kjör-
menn lykilríkjanna.
ABC-sjónvarpið og Washington
Post birtu í fyrradag könnun sem
bendir til þess að Donald Trump sé
kominn með eins prósentustigs for-
skot. Könnunin var gerð í síma 27.-30.
október, þ.e. frá fimmtudegi til
sunnudags, og niðurstaðan bendir til
þess að umdeild tilkynning alríkislög-
reglunnar FBI á föstudaginn var um
tölvupóstamál Hillary Clinton hafi
haft veruleg áhrif á fylgi keppinaut-
anna.
Niðurstaða könnunarinnar olli
miklum titringi í fjölmiðlum í Banda-
ríkjunum og víðar um heim, enda er
þetta í fyrsta skipti í langan tíma sem
Trump mælist með forskot. Hafa þarf
þó í huga að munurinn er innan
skekkjumarka því að þau eru 2,5 pró-
sentustig og aðrar kannanir benda til
þess að Hillary Clinton sé enn með
forskot. Kannanirnar eru oftast gerð-
ar á nokkrum dögum og enn er óljóst
hvort tilkynning FBI um tölvupósta-
málið ráði mestu um það að Trump
hefur sótt í sig veðrið á síðustu dög-
um, að mati fréttaskýranda The Wall
Street Journal.
Forskotið minnkaði um
þrjú prósentustig
Útreikningar vefjarins realclear-
politics.com á meðalfylgi keppinaut-
anna í helstu könnunum gefa betri
vísbendingu um stöðuna í baráttunni
um Hvíta húsið. Samkvæmt útreikn-
ingum vefjarins í gær var Clinton
með 1,7 prósentustiga meðalforskot
þegar aðeins var miðað við fylgi for-
setaefna stóru flokkanna tveggja, en
ekki annarra frambjóðenda. Að
meðaltali sögðust 47,0% ætla að kjósa
Hillary Clinton en 45,3% Trump.
Munurinn var hins vegar 1,9 pró-
sentustig þegar valið stóð á milli fjög-
urra frambjóðenda. Að meðaltali
sögðust 45,3% ætla að kjósa Clinton,
43,4% Trump, 4,6% frjálshyggju-
manninn Gary Johnson og 2,1% Jill
Stein, forsetaefni Græna flokksins.
Útreikningar Realclearpolitics
Bandaríska alríkislögreglan FBI birti í fyrradag 129 síðna skýrslu um
rannsókn á þeirri umdeildu ákvörðun Bills Clinton að náða auðkýfinginn
Marc Rich daginn sem Clinton lét af embætti forseta í janúar 2001.
Rannsókninni lauk án ákæru árið 2005. Birting skýrslunnar á vef FBI að-
eins viku fyrir kosningar kom á óvart og sætti gagnrýni demókrata. Þeir
höfðu áður mótmælt þeirri ákvörðun yfirmanns alríkislögreglunnar að til-
kynna formönnum þingnefnda, aðeins ellefu dögum fyrir forsetakosning-
arnar, að hún hefði hafið rannsókn að nýju á tölvupóstamáli Hillary Clin-
ton. Yfirmaður FBI var sakaður um brot á lögum sem banna
embættismönnum að hafa áhrif á fylgi frambjóðenda í kosningum.
Skýrsla um mál Bills Clinton birt
DEMÓKRATAR GAGNRÝNA ALRÍKISLÖGREGLUNA