Morgunblaðið - 03.11.2016, Side 19

Morgunblaðið - 03.11.2016, Side 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2016 Iceland Airwaves 2016 Íslenska tónlistarhátíðin hófst í gær og meðal annars spilaði hljómsveitin Boogie Trouble á Grund við mikla ánægju viðstaddra, þar á meðal Guðlaugar Pétursdóttur. Eggert Forseti Íslands átti fundi með leiðtogum allra þeirra sjö stjórn- málaflokka sem eiga fulltrúa á Alþingi eftir kosningarnar síðastlið- inn laugardag. Bæði fyrir og eftir fundina fór af stað samkvæm- isleikur fjölmiðlunga, stjórnmálaskýrenda og stjórnmálamanna, um hver leiðtoganna sjö ætti að fá umboð til að mynda nýja rík- isstjórn. Hinir djúpvitrustu lýstu því strax yfir að Guðna Th. Jó- hannessyni forseta væri vandi á höndum – staðan væri flókin og stjórnarmyndunarviðræður yrðu erfiðar. Í gærmorgun tilkynnti forseti um ákvörðun sína enda gat hún varla vafist fyrir manni sem býr yf- ir betri þekkingu á embætti forseta Íslands en flestir aðrir. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, hefur fengið umboð til að mynda ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn var sig- urvegari kosninganna og Bjarni Benediktsson er óumdeildur sterk- asti stjórnmálaleiðtogi landsins. Flokkurinn bætti við sig tveimur þingmönnum. Þingflokkur sjálf- stæðismanna er stærri en sam- anlagðir þingflokkar Pírata og Vinstri grænna. Björt framtíð, Við- reisn og Samfylkingin eru samtals með 14 þingmenn, sjö þingmönnum færri en Sjálfstæðisflokkurinn. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í öllum kjördæmum landsins. Í kjördæmi formannsins meira en tvisvar sinnum stærri en sá flokkur sem næst kemur. Framhjá þessum staðreyndum gat for- seti eðlilega ekki litið. Hann valdi því væn- legasta kostinn. Ákall um minni- hlutastjórn Það hefði verið frá- leitt og ábyrgðarlaust ef forseti lýðveldisins hefði látið kröfuna um myndun minnihluta- stjórnar hafa áhrif á sig. Ákall Pí- rata um minnihlutastjórn með stuðningi þeirra breytir þar engu enda aðeins vanmáttug tilraun til að koma í veg fyrir ríkisstjórn með þátttöku Sjálfstæðisflokksins. Pí- ratar reyndu einnig slíkt fyrir kosningar en voru gerðir afturreka síðastliðinn laugardag. Þorbjörn Þórðarson skrifar í for- ystugrein Fréttablaðsins í gær, þriðjudag: „Þjóðin hafnaði vinstristjórn undir forystu Pírata með afgerandi hætti í alþingiskosningunum og Sjálfstæðisflokkurinn er sigurveg- ari kosninganna.“ Þessi orð lýsa í hnotskurn nið- urstöðu kosninganna og undirstrika hversu fráleitt það er að koma á lappirnar minnihluta-vinstristjórn sem varin er af Pírötum. Rík- isstjórn sem á allt sitt undir Píröt- um verður hvorki til stórræðanna né langlíf. „Við höfum lagt til, ef það myndi hjálpa til, að við værum tilbúin til þess að styðja minnihlutastjórn sem gæti þá verið sett þannig upp að það væri Viðreisn, Björt framtíð og Vinstri-græn og við og Samfylk- ingin stutt hana án þess að eiga ráðherrasæti.“ Þetta sagði Birgitta Jónsdóttir eftir fund með forseta Íslands á mánudag. Í frásögn mbl.is kemur fram að Birgitta telji mikilvægt að hafa fyrirkomulagið einfalt: „Það er flókið ef það sitja for- menn úr fimm flokkum við rík- isstjórnarborðið.“ Í ógöngum Síðast þegar forystumenn ann- arra vinstri flokkanna létu Birgittu teyma sig lentu þeir í ógöngum. „Lækjarbrekkustjórnin“ var sjálf- dauð áður en gengið var að kjör- borði. Björt framtíð missti flugið, Samfylkingin þurrkaðist nær út í kosningunum og Vinstri græn náðu ekki þeim árangri sem þeir von- uðust og skoðanakannanir höfðu gefið tilefni til. Formaður Viðreisnar var hins vegar hrifinn og sagði útspil Pírata „áhugavert“. Hann taldi það eðli- legt að flokkur með sjö þingmenn – þrisvar sinnum færri en Sjálfstæð- isflokkurinn – fengi umboð frá for- setanum til að mynda ríkisstjórn. Benedikt Jóhannesson segist sann- færður um að Viðreisn sé í lyk- ilstöðu. Ef hann trúir því í einlægni þá hefur hann fallið í gryfju of- mats. Margir sem á undan hafa komið hafa mislesið í pólitíska stöðu, en líklega er Benedikt aðeins að reyna að ná einhverri samnings- stöðu, sýna klókindi og minna á sjö manna þingflokkinn. Tíminn leiðir í ljós hvort pólitísk klókindi formanns Viðreisnar skila árangri. Daginn áður en hann lýsti því yfir að hugmynd Pírata um minnihlutastjórn væri áhugaverð, var annað hljóð í strokknum. Í um- ræðuþætti á Stöð 2 daginn eftir kjördag sagði Benedikt að sér hugnaðist ekki stjórnarsamstarf með Pírötum, Vinstri grænum, Bjartri framtíð og Samfylkingu. Sér geðjaðist ekki að því að „ganga sem fimmti flokkur inn í Pírata- bandalagið“. Hann er hins vegar á því að það sé áhugavert fyrir Við- reisn að mynda stjórn sem starfar í skjóli Pírata og á líf sitt undir þeim! Valkreppa VG Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur þurft að sýna pólitísk hyggindi eftir kosn- ingarnar. Hún hefur neyðst til að leggja áherslu á að mynduð verði vinstri stjórn – en það er varla til annars en til heimabrúks. Samfylk- ingin er ekki á vetur setjandi, eftir blóðuga útreið. VG á litla samleið með Viðreisn. Pírötum verður ekki meira treyst en fram að næstu hugdettu Birgittu eða niðurstöðum kosningakerfis en kjörnir fulltrúar Pírata eiga að fylgja þeim eftir á „viðeigandi vettvangi, eins og segir á heimasíðu þeirra“. Smölun villi- katta í síðustu vinstri stjórn verður eins og léttur gamanleikur miðað við sundurlyndi í nýrri vinstri stjórn, komist hún á koppinn á annað borð. Að ekki sé talað um harða 29 manna stjórnarandstöðu. Draumurinn um vinstri stjórn varð að engu síðastliðinn laug- ardag. Valkreppa Katrínar Jak- obsdóttur og félaga hennar í Vinstri grænum snýst um hvort flokkurinn ætlar að vera utan rík- isstjórnar eða gera tilraun til að ná stefnumálum sínum fram í rík- isstjórn með Sjálfstæðisflokknum og einhverjum þriðja stjórn- málaflokki – Framsókn, Viðreisn eða Bjartri framtíð. Næstu daga og hugsanlega vikur verða forystumenn stjórn- armálaflokkanna uppteknir við að mynda ríkisstjórn. Tíminn er hins vegar knappur enda bíða mikilvæg verkefni. Afgreiða þarf fjárlög fyrir lok ársins og tækifærið til að jafna lífeyrisréttindi landsmanna er enn til staðar. Fjárlög og jöfnun lífeyrisréttinda geta lagt grunninn að frekari sókn til bættra lífskjara og uppbyggingu innviða samfélagsins. Íslendingar hafa aldrei verið í betri stöðu til að byggja upp heilbrigðiskerfi í fremstu röð, efla menntun og tryggja öflugt almannatrygg- ingakerfi. Formenn stjórn- málaflokkanna geta hæglega glutr- að niður góðri stöðu eða spilað úr henni af skynsemi með því að mynda sterka meirihlutastjórn á Alþingi. Eftir Óla Björn Kárason » Smölun villikatta í síðustu vinstri stjórn verður eins og léttur gamanleikur miðað við sundurlyndi í nýrri vinstri stjórn, komist hún á koppinn. Óli Björn Kárason Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Einföld ákvörðun forsetans og valkreppa vinstri manna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.