Morgunblaðið - 03.11.2016, Side 22

Morgunblaðið - 03.11.2016, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2016 ✝ Stefanía R.Baldursdóttir fæddist í Reykjavík 25. janúar 1944. Hún lést á Grund, dvalar- og hjúkr- unarheimilinu, 21. október 2016. Stefanía var dóttir Baldurs Inga Úlfarssonar, járn- smiðs og verka- manns, f. 25. ágúst 1923, d. 8. maí 1978, og Ingi- bjargar Hjálmarsdóttur, hús- freyju og starfsmanns Loftleiða og síðar Flugleiða, f. 26. júlí 1925, d. 20. febrúar 2001. Fjöl- skyldan bjó á Þjórsárgötu 7 í Litla-Skerjafirði. Yngri bræður Stefaníu eru Hjálmar, f. 1945, kvæntur Ebbu Skarphéð- insdóttur. Gunnar, f. 1947, kvæntur Þóru Baldursdóttur og Skæringur, f. 1959, kvæntur Maríu Guðmundsdóttur. Þann 28. september 1963 maki er Hermann Guðjónsson og þeirra börn Jakob og Anna Lilja. Stefanía og Haraldur hófu búskap á Þjórsárgötu 5 í Reykjavík. Árið 1967 flutti fjöl- skyldan á Reynimel 92. Þaðan fluttu þau árið 1978 á Víðimel 63 og bjuggu þar alla tíð síðan. Stefanía lauk gagnfræða- prófi frá Miðbæjarskólanum í Reykjavík og stundaði nám við Húsmæðraskólann að Varma- landi í Borgarfirði veturinn 1961-1962. Hún starfaði lengi við framreiðslustörf, m.a. í Hafnarhúsinu, Brunabótafélagi Íslands og Hagaskóla, en síðari ár vann hún sem móttökuritari hjá Heilsugæslu Seltjarnarness. Stefanía og Haraldur dvöldu mikið í bústað fjölskyldunnar í landi Miðfells við Þingvallavatn, og var Stefanía mörg ár í stjórn Veiðilundar, félags sumarbú- staðaeigenda, þar. Stefanía hafði mikið dálæti á Þýskalandi og sigldi oft með eiginmanni sínum til Bremerhaven. Sér- staklega var hún hrifin af borg- unum Hamborg og Köln. Útför Stefaníu fer fram frá Neskirkju í dag, 3. nóvember 2016, kl. 13. giftist Stefanía Haraldi Frey Þor- valdssyni, f. 15. febrúar 1936, d. 1. ágúst 1999. Hann var frá Vatnsenda í Héðinsfirði og starfaði lengstum sem netagerð- armaður og sjó- maður. Synir þeirra eru: 1. Bald- ur Úlfar, f. 1965, kvæntur Eddu Hrönn Gunn- arsdóttur, f. 1965. Þeirra börn eru Árni Freyr, f. 1998, og Stef- anía Svala, f. 2001. Fyrir á Edda Hrönn dótturina Hildi Nönnu Eiríksdóttur, f. 1984. 2. Þorvaldur, f. 1966, kvæntur Guðrúnu Helgu Jónsdóttur, f. 1967. Þeirra dóttir er Ólöf Freyja, f. 2004, en fyrir á Guð- rún Helga dótturina Andreu Rún Engilbertsdóttur, f. 1993. Fyrir átti Haraldur dótturina Ólínu Margréti, f. 1958, hennar Það eru dálítið skrýtnar tilfinn- ingar að vera í þeim sporum að kveðja þann einstakling sem bar alveg skilyrðislausa umhyggju og velferð mína fyrir brjósti. Sjaldan voru gerðar miklar kröfur heldur bara stutt við það sem ég tók mér fyrir hendur hversu gáfulegt sem það var. Mamma var alltaf til stað- ar fyrir mig og fjölskylduna og setti aldrei fyrir sig aukasporin sem þurfti að taka til að aðstoða aðra. Hún hafði mjög gaman af því þegar fólk kom saman og oftar en ekki var hún gestgjafinn með við- eigandi kræsingum. Börnin mín minnast sérstaklega þriðjudags- kjötbollukvöldanna hjá ömmu sinni. Í bústaðnum á Þingvöllum fannst mömmu hún eiga bestu stundirnar og var flestum fríum varið þar meðan pabbi var á lífi. Allir dagar koma að kvöldi og það fór að húma að hjá mömmu fyrir nokkrum árum þegar hún veiktist af Alzheimer og hvarf hún okkur smátt og smátt sem persónan sem við þekktum best. En við fjöl- skyldan erum þakklát fyrir allan þann tíma sem við fengum með henni þrátt fyrir þetta mein og geymum þær stundir með okkur. Okkur í fjölskyldunni eru líka ofarlega í huga þakkir til þeirra sem studdu mömmu með okkur í gegnum þessa erfiðleika, Jóhönnu vinkonu mömmu, Grétu frænku og bræðrum hennar sem sinntu henni af einstakri alúð. Einnig viljum við þakka starfs- fólkinu á Grund, þar sem mamma bjó síðustu misserin, fyrir þess miklu góðmennsku og jákvæðni til allra verka. Ég kveð þig hér að lokum með þeim orðum sem fylgdu mér alltaf þegar við skildum. Bless elskan og farðu varlega. Baldur Haraldsson. Mig langar að minnast tengda- móður minnar með nokkrum orð- um. Nærri tuttugu ár eru liðin síð- an ég kynntist Stefaníu, þegar ég tók saman við Þorvald, yngri son hennar og Haraldar. Þau hjón tóku mér og Andreu Rún, dóttur minni, vel frá fyrstu stundu. Það sem vakti strax athygli mína var hve samheldin þau voru. Haraldur var orðinn mjög veikur af krabba- meini á þessum tíma og var Stef- anía hans stoð og stytta í gegnum veikindin. Þeirra griðastaður var við Þingvallavatn, en foreldrar Stefaníu byggðu þar sumarbústað um 1970, í landi Miðfells. Þarna fóru þau flestar helgar enda ein- stakur staður með allri sinni kyrrð og fegurð. Eftir fráfall Haraldar var Stefanía dugleg að fara í bú- staðinn á meðan heilsan hélst, oft ein eða með fjölskyldunni. Hún þekkti marga í sumarbústaða- hverfinu og var það eins og lítið þorp, þar sem vinir skruppu í heimsókn og hjálpuðust að með ýmis verk. Það sem einkenndi Stefaníu var dugnaður, gestrisni og fé- lagslyndi. Alltaf fengum við góðar móttökur, hvenær sem við komum á Víðimelinn. Þá skaust hún niður í „köldu geymslu“ eftir kræsingum sem leyndust þar. Stefanía var alltaf létt á fæti og tilbúin að hjálpa til ef þurfti. Ósjaldan var hún komin í uppvaskið í afmælum og öðrum veislum sem hún var gestur í. Ef veisla stóð fyrir dyrum hjá fjölskyldu eða vinum var hún búin að galdra fram ýmiskonar rétti og koma með. Stefanía var mjög hrifin af Þýskalandi og fór með okkur Þorvaldi tvisvar til Kölnar. Hún naut þess að skoða og versla í þýskum eðalverslunum og gekk það mjög vel þó hún hafi not- að gömlu góðu íslenskuna í sam- skiptum sínum við Þjóðverja. Barnabörnin nutu þess að heim- sækja ömmu sína og Ólöf Freyja, yngri dóttir okkar, var svo heppin að amma Stebba sótti hana oft í leikskólann. Þá gátu þær spilað, lagt kapal og púslað saman. Fyrir nokkrum árum greindist Stefanía með Alzheimer-sjúkdóm- inn en fyrir einu og hálfu ári gat hún ekki lengur búið heima og flutti þá á Grund, dvalar- og hjúkr- unarheimili. Það var erfitt að sjá hvernig persónuleiki hennar hvarf smátt og smátt. Þetta er óvæginn sjúkdómur og söknuðurinn var búinn að vera lengi til staðar hjá þeim sem stóðu henni næst. Það er okkar huggun að Stefanía er núna á björtum og fallegum stað hjá Halla sínum. Guð geymi minningu þína, kæra Stefanía. Guðrún Helga Jónsdóttir. Elsku amma Stefanía, það er erfitt að kveðja en við vitum að þú hefur það betra núna. Margar góðar minningar eigum við um þig. Þú varst alltaf til í að leika við okkur og spila lúdó eða veiðimann. Það var alltaf svo gott að heim- sækja þig á Víðimelinn, þar sem allt var svo fínt. Sérstaklega góðar minningar eigum við frá Þorláks- messukvöldum, þegar við komum saman og skreyttum jólatréð hjá þér. Við misstum mikið þegar þú veiktist og eigum eftir að sakna þín. Guð geymi þig. Andrea Rún og Ólöf Freyja. Það eru rúmlega fjörutíu ár síð- an ég kynntist Stefaníu fyrst. Það var mikil gæfa fyrir okkur fjöl- skylduna þegar Stefanía og Halli festu kaup á hæðinni við Víðimel. Betra fólk var ekki hægt að hugsa sér fyrir afa minn og ömmu sem voru orðin nokkuð fullorðin og bjuggu ein eftir af fjölskyldunni í húsinu. Stebba og Halli létu sér annt um þau og aðstoðuðu á alla lund. Snemma á níunda áratugnum flutti ég ásamt fjölskyldu minni í kjallarann þar sem við bjuggum í nokkur ár. Við Stefanía urðum nánar vinkonur og áttum margar góðar stundir saman. Stefanía var góð manneskja með mikla persónutöfra. Hún var bráð- falleg kona með leiftrandi augu og ungleg í fasi. Hún var hörkudugleg til allrar vinnu og ósérhlífin með eindæmum. Hún var sjómanns- kona sem þurfti að bjarga sér og gerði það svo sannarlega þannig að eftir var tekið. Þegar Halli kom í land var gaman og oft glatt á hjalla. Þau hjónin voru miklir vinir og nutu þess að ala upp syni sína tvo sem bera foreldrum sínum gott vitni. Að dytta að sælureitnum við Þingvallavatn og dvelja þar með fjölskyldunni var þeim dýrmætt. Það var mikill missir þegar Halli féll frá allt of ungur og þótt Stebba sýndi æðruleysi og dugnað eins og alltaf, fannst mér hún aldrei söm. Hún var þakklát fyrir góðu synina sína, tengdadætur og barnabörnin og bræður hennar og þeirra fjöl- skyldur voru henni mikils virði enda óvenju samheldin fjölskylda. Stebba vann eins lengi og stætt var en allt of fljótt tók sjúkdómurinn sem hún hræddist völdin. Ég sendi fjölskyldu Stefaníu hugheilar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning góðrar konu. Hildur Einarsdóttir. Starfsfólk Heilsugæslunnar á Seltjarnarnesi og Vesturbæ kveð- ur í dag Stefaníu Baldursdóttur, kæra samstarfskonu til margra ára. Við minnumst hennar með virðingu og þakklæti. Stefanía starfaði í móttökunni á heilsugæslustöðinni frá árinu 1989 þar til hún lét af störfum vegna veikinda árið 2010. Stefanía var samviskusöm í starfi og sinnti mót- töku skjólstæðinga af natni og hlýju. Hún var góður vinnufélagi, jafnan glaðlynd og tók virkan þátt í félagslífi starfsmanna. Stefanía vann í veitingageiran- um áður en hún kom til starfa á heilsugæslustöðinni og var vön veisluhöldum. Kom það sér vel þegar slíkt stóð til meðal starfs- manna og vina. Það voru erfiðir tímar hjá Stef- aníu þegar hún missti Harald, eig- inmann sinn, árið 1999. En hún var vinamörg og dugleg að finna áhugamálum sínum farveg og vel virk heima og að heiman þar til veikindin tóku að setja sitt mark. Að leiðarlokum viljum við þakka samfylgdina og góð kynni. Sonum hennar og fjölskyldunni allri sendum við innilegar samúð- arkveðjur. Minningin um góða konu lifir áfram. Fyrir hönd starfsfólks Heilsu- gæslunnar á Seltjarnarnesi og Vesturbæ, Brynja Guðmundsdóttir. Stefanía Baldursdóttir ✝ Eiríkur Svav-ar Eiríksson fæddist í Reykja- vík 1. apríl 1930. Hann lést á Vífils- stöðum 22. októ- ber 2016. Foreldrar Svav- ars, eins og hann var oftast kall- aður, voru Guð- björg Eiríksdóttir, húsmóðir og verkakona, f. 1903, d. 1982, og Eiríkur Snjólfsson vörubíl- stjóri, fyrsti formaður Vöru- bílstjórafélagsins Þróttar, f. 1893, d. 1972. Svavar átti einn eldri bróður, Hörð flug- vélstjóra, f. 1928, d. 2009. Svavar giftist Katrínu Káradóttur ljósmyndara árið með Jan Steen Jónssyni. Var áður gift Ómari Guðjónssyni. Börn Þóru og Ómars eru Sæ- rún, Erna og Guðjón Valur. Svavar ólst upp á Brávalla- götu í Vesturbæ Reykjavíkur. Nam hann bifreiðasmíði, tók sveinspróf og vann í nokkur ár hjá Bílasmiðjunni. Árið 1958 hóf hann síðan störf hjá Loft- leiðum, sem síðar varð Flug- leiðir og Icelandair, og vann þar alla sína starfstíð eftir það, fyrst sem flugumsjón- armaður og síðar stöðvarstjóri, bæði á Keflavíkurflugvelli og í Lúxemborg þar sem fjöl- skyldan bjó frá 1966 til 1972. Hann gegndi seinni starfsár sín stöðu deildarstjóra í flugrekstrardeild og var áætl- anastjóri Icelandair. Á eft- irlaunaaldrinum vann hann áfram að flugmálum, sem sjálf- stæður ráðgjafi í flugrekstri. Útför Svavars verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 3. nóvember 2016, og hefst at- höfnin klukkan 13. 1956 en hún lést 1. desember 2009. Hún var dóttir Kára Þórðarsonar og Kristínar El- ínar Theódórs- dóttur. Saman eiga Svavar og Katrín þrjár dæt- ur. Þær eru: 1) Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir, Didda, f. 6. októ- ber 1958. Hún er gift Jens Dirk Lubker og eiga þau son- inn Markús Svavar. 2) Stein- unn Eiríksdóttir, f. 15. maí 1960. Hún er gift Þorsteini Lárussyni og eiga þau Berg- lindi, Eirík Örn og Nínu Katr- ínu. 3) Þóra Eiríksdóttir, f. 2. janúar 1963. Hún er í sambúð Elsku besti afi minn. Takk fyrir allar góðu minn- ingarnar sem við áttum saman. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar ömmu í pössun í Hlíðarbyggðina, þar leið mér best og þú og amma komuð fram við mig eins og drottn- ingu. Þú varst heimsins besti afi og alveg ótrúlegt hvað þú hafðir mikinn áhuga á að leika við okkur krakkana. Þú kenndir mér til dæmis mjög ungri að sauma og hjálpaðir mér að gera föt á dúkkurnar mínar. Þú kenndir mér að smíða og skera út og gerðum við saman fjöldann allan af bílum og brúðum niðri í kjallara. Þú kenndir mér að leysa krossgátur, öll erindin í Gamla Nóa, hvernig ætti að vinna ömmu í Scrabble og að setja niður kartöflur. Þegar ég kom í næturpössun þá fórstu í búð og keyptir lang- stærstu nammipoka sem ég hafði séð og stundum keyptir þú meira að segja áskrift að Stöð 2 bara fyrir eina helgi. Ég man einn öskudag þar sem þú keyrðir mig og vinkonu mína út um allan bæ eins og einkabílstjóri á bláa Dodge-in- um, sem ég hélt að væri lím- ósína. Ég var í frekjukasti og vildi ekki syngja fyrir namminu en þér var alveg sama og tókst okkur bara á rúntinn og keyptir fyrir okkur nammi í staðinn. Takk fyrir öll jólaboðin og að vera besti og fyndnasti jóla- sveinn í heimi. Ég sá ekki sólina fyrir þér, elsku afi minn, og fannst þú vera stærsti, sterkasti og fyndnasti karl Íslands. Takk fyrir hláturköstin, faðmlögin og að vera langbest- ur. Þín, Nína Katrín. Þegar ég kveð afa minn og nafna, þá koma fyrst upp í hug- ann þær stundir sem við áttum saman þegar ég var barn. Við frændsystkinin vörðum löngum stundum í Hlíðarbyggðinni hjá ömmu Katý og afa Svavari og þar var alltaf líf og fjör. Uppá- haldsstaðurinn minn í húsinu var bílskúrinn þar sem afi var með litla smíðaaðstöðu en þar vorum við mikið tveir saman að smíða ýmsa hluti. Það var nefnilega merkilegt hvað afi Svavar nennti miklu með barna- börnunum sínum. Hann var alltaf tilbúinn að kenna okkur eitthvað nýtt og spennandi. Afi var mjög handlaginn og þá kunnáttu nýtti hann til að smíða ýmsa hluti með okkur. Við smíðuðum allt milli himins og jarðar og ef maður fékk ein- hverja hugmynd þá var það allt- af lítið mál fyrir afa að fram- kvæma. Til dæmis þegar ég hafði smíðað hluti í skólanum þá fór ég alltaf með þá til afa svo hægt væri að gera þá flottari, mála þá, slípa til og bæta við ýmsum aukahlutum. Einhvern tímann fékk ég þá hugmynd að smíða fjarstýrðan bíl og þurfti auðvitað afa í það verk. Ég held að flestir hefðu stungið upp á einfaldara verkefni, sérstaklega þar sem ég gerði mér engan veginn grein fyrir því hversu erfitt það væri. Hins vegar var nei ekki til í orðabókinni hans afa þegar kom að barnabörn- unum. Afi fór strax í það að panta varahluti frá útlöndum og saman smíðuðum við besta og flottasta fjarstýrða bíl sem ég hef nokkurn tímann séð. Þegar maður var ekki að smíða eitthvað þá var maður í tölvuleikjum með afa, eins og flug- og golfleikjum en afi var mikill áhugamaður um flug eins og allir vita sem hafa kynnst honum. Nokkrum árum seinna færðum við afi okkur svo út á golfvöll og tókum nokkra hringi saman, þá helst í Bakkakoti í Mosfellsbæ. Afi Svavar var gæddur svo mörgum kostum sem einkenna frábæran afa. Hann var mikill húmoristi, þol- inmóður, duglegur, vitur og hlýr. Hann vildi allt fyrir mann gera og hafði alltaf tíma fyrir mann. Þegar afi fór að róast með árunum og ég varð eldri þá fór maður að hlusta á allar þær sögur sem hann hafði að segja. Sögur frá æsku hans, vinnunni, sögur um bílana sem hann átti og flugvélarnar sem hann hafði flogið með. Sérstaklega fannst mér áhugavert að heyra frá ferða- lögunum hans en ég hef enn ekki fundið manneskju sem hef- ur komið til fleiri landa en afi. Ég er heppinn fyrir að hafa átt öll árin með afa mínum og ég er ánægður að hann fékk að kynnast Iðunni Sögu, dóttur minni, áður en hann kvaddi. Afi kenndi mér margt og ég mun eiga minningarnar um ókomna tíð. Afi var svo sannarlega ynd- isleg manneskja og ég vona að ég muni reynast mínum barna- börnum eins vel og afi Svavar reyndist mér. Eiríkur Örn. Í dag kveð ég mína helstu fyrirmynd, afa minn, hann Svavar. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Ég elska þig að eilífu, afi. Takk fyrir allt. Sjáumst seinna. Þín Berglind. Eiríkur Svavar Eiríksson Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÞÓRIR SIGURBJÖRNSSON, Ferjuvaði 9, Reykjavík, lést laugardaginn 29. október. Hann verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju miðvikudaginn 9. nóvember klukkan 13. . Sigrún María Gísladóttir, Halldór Már Þórisson, Vilborg Arnarsdóttir, Grétar Hallur Þórisson, Ólöf Anna Gísladóttir, Helga Björk Þórisdóttir, Ágúst Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGRÍÐUR ÞORLÁKSDÓTTIR, Norðurbrún 1, áður Guðrúnargötu 5, lést á Landspítalanum 29. október. Útförin verður frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 9. nóvember klukkan 13. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Barnaspítala Hringsins. . Kristjana Aðalsteinsdóttir, Þorsteinn Aðalsteinsson, Tryggvi Aðalsteinsson, Aðalbjörg Þorvarðardóttir, Sólveig Aðalsteinsdóttir, Málfríður Aðalsteinsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.