Morgunblaðið - 03.11.2016, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.11.2016, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2016 ✝ Reynir Jóns-son fæddist 26. ágúst 1925 í Sægrund á Dalvík. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja 21. október 2016. Foreldrar Reyn- is voru Jón Valdi- marsson, f. 1885, d. 1933, og Sig- urveig Júlíana Sigurðardóttir, f. 1892, d. 1975. Systkini Reynis voru Sigvaldi, f. 1910, d. 1932, Rósa, f. 1912, d. 2001, Sæ- mundur Þorlákur, f. 1915, d. 1980, Þorbjörg, f. 1916, d. 1994, Hreinn, f. 1918, d. 1996, Aðalheiður, f. 1920, d. 2004, Kristinn, f. 1923, d. 1991, Kári, f. 1928, d. 1990, Viðar, f. 1930, d. 1975, Sigvaldi, f. 1931, d. 1985, og Héðinn, f. 1932, d. 2004. Reynir ólst upp á Dalvík til níu ára aldurs en fór þá í fóst- ur til Ólafsfjarðar á heimili Petreu Jóhannsdóttur, f. 1882, d. 1966, og barna hennar. Börn Petreu voru Rögnvaldur, f. 1916, d. 2016, Þórólfur, f. 1914, d. 2014, og Ingibjörg, f. 1918, d. 2012. Reynir kvæntist eiginkonu sinni, Hjálmfríði Guðnýju Sigmundsdóttur, f. Rut, f. 1987. Sambýlismaður er Hróar Húgósson. c) Ólöf Rún, f. 1992. 3) Jóhanna, f. 1958. Eiginmaður er Ólafur Eyþór Ólason. Sonur þeirra er Eyþór, f. 1997. 4) Gunnar, f. 1962, d. 1964. 5) Guðný, f. 1965. Gift Axel Nikulássyni. Börn þeirra eru Fríða, f. 1995, Egill, f. 1998, og Bjargey, f. 2005. Árið 1954 fluttu Reynir og Fríða til Keflavíkur og bjuggu í leiguhúsnæði á Suðurgötu á meðan Reynir og Kári bróðir hans byggðu húsið á Sunnu- braut 16. Þau fluttu inn 1955 og bjuggu þar saman alla tíð. Eftir að Fríða lést árið 2004 bjó Reynir þar áfram þangað til síðustu vikurnar nú í októ- ber sem hann dvaldi á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja. Reynir vann ýmis störf hjá bandaríska hernum á Keflavík- urflugvelli. Árið 1968 keyptu þau Alifuglabúið Gróður hf. sem þau unnu bæði við og var lengi vel eina eggjabúið á Suð- urnesjum. Reynir var jafn- framt vinnu alltaf með fjárbú- skap og var lengi vel með fjárhús á jörðinni Fitjum í Sandgerði. Undir það síðasta var hann með um 20 kindur og var það hans helsta ástríða að vera í kringum skepnurnar. Hann hætti þó alveg búskapn- um fyrir um ári síðan. Útför Reynis fer fram frá Keflavíkurkirkju 3. nóvember 2016, klukkan 13. 16. september 1922, d. 22. sept- ember 2004, frá Hælavík á Horn- ströndum, hinn 22. desember 1952 á Ólafsfirði og hófu þau búskap sinn þar. Börn Reynis og Fríðu eru: 1) Sæv- ar, f. 1952. Kona hans var Bryndís Sveinsdóttir, þau skildu. Sam- býliskona Sævars er Gunn- hildur Guðlaugsdóttir. Börn hans og Bryndísar eru: a) Sæ- dís, f. 1975, gift Magnúsi Kon- ráðssyni. Börn þeirra eru Bryndís Ásta, Ragnheiður Ásta og Íris Ásta. b) Reynir, f. 1979, hann var kvæntur Maren Dav- íðsdóttur, þau skildu. Börn þeirra eru Davíð, Sævar og Arnar. Sambýliskona Reynis er Bjartey Sigurðardóttir. c) Birkir f. 1988. Sambýliskona hans er Xin Guo. 2) Guð- mundur Óli, f. 1954. Kona hans er Svala Rún Jónsdóttir. Dóttir hans er Margrét Erla fædd 1979, gift Örvari Daða Marinóssyni. Börn hennar eru Kristófer Atli og Tinna Líf. Börn Guðmundar Óla og Svölu eru: a) Gunnar, f. 1984. Dóttir hans er Emelía Svala. b) Heiða Reynir Jónsson tengdafaðir minn er látinn rúmlega níræður eftir starfsama ævi. Reynir var einn 12 systkina sem nú eru öll látin. Hann fór snemma að vinna fyrir sér og vann öll þau störf sem stóðu ungum og ómenntuð- um mönnum til boða. Eftir að hann giftist ástinni sinni, henni Fríðu, fluttu þau til Keflavíkur þar sem hann í félagi við bróður sinn reisti sér heimili við Sunnu- braut og bjó þar allt þar til hann lagðist banaleguna. Það var jafn- an gestkvæmt á Sunnubrautinni þegar ættingjar og vinir áttu leið um Suðurnesin enda þau hjón höfðingjar heim að sækja og færni Fríðu í eldhúsinu rómuð. Fríða og Reynir eignuðust fimm börn en misstu einn son sinn barnungan. Mínar elstu minningar um Reyni, fyrir rúmlega 30 árum, tengjast fjölskylduboðum sem voru þeim Fríðu sérlega mikil- væg. Að fá fólkið sitt til sín var það besta sem hægt var að hugsa sér og þau hjón tóku málin alvar- lega í mat og drykk. Þá voru boð- in ekki síst eftirminnileg fyrir þær sakir hversu erfitt gat verið að ná tali af Reyni sem var upp- tekinn að leika við barnabörnin og gaf sér sjaldnast tíma til að setjast og borða eða spjalla. Mik- ilvæg verk þurfti að vinna hvort sem það var eltingaleikur, sam- setning á leikföngum, dómgæsla í feluleiknum eða tilsögn um leyndardóma kommóðunnar á ganginum fyrir yngstu kynslóð- ina. Á slíkum stundum var Reyn- ir í essinu sínu enda löðuðust barnabörnin öll sem eitt að þess- um mikla ljúflingi sem alltaf sá það jákvæða í stöðunni í þeirra málum. Mér er minnisstætt hvað dóttir mín sagði einu sinni við mig, þá 11 ára gömul: „Það er æðislegt að vera hjá afa því mað- ur má allt.“ Tækifærið var einnig notað til að senda afa í bakaríið eftir snúðum og var það í einu skiptin sem Reynir flýtti sér í umferðinni því ekki máttu snuða blessuð börnin um bakkelsið. Jákvæðni Reynis einkenndi öll hans samskipti við ungt fólk og skipti þá litlu hvort það var tíska eða tónlist sem var til umræðu – alltaf sá Reynir eitthvað jákvætt í stöðunni og hristi höfuðið ef honum fannst fordómar hinna eldri lita umræðuna. Auk þess að reka eigið fyrir- tæki um áratuga skeið var Reyn- ir með fjárbúskap alla sína bú- skapartíð eins og þekktist vel á Suðurnesjum. Líkt og með unga fólkið sáu ærnar manngæskuna í Reyni og ruddust sem mest þær máttu til hans þegar hann birtist í fjárhúsinu, enda oftast vel ne- staður af brauði og öðru góðgæti sem hann sparaði ekki. Var gam- an að reyna að espa hann upp yf- ir kaffibollanum og stríða honum á ofeldinu enda sögðum við tengdasynirnir að ekki væri til feitara sauðfé á landinu en roll- urnar hans Reynis. Þá hristi hann höfuðið yfir kunnáttu- leysinu í okkur og brosti í kamp- inn – vissi upp á sig sökina og var algerlega sáttur með afrakstur- inn. Um leið og ég þakka Reyni alla þá velvild sem hann sýndi mér finnst mér tilveran fátækari við þá tilhugsun að enginn verði á Sunnubrautinni til að taka á móti manni með bros á vör. Að sama skapi er líf manns ríkara fyrir að hafa kynnst þessum einstaka ljúflingi. Minningin um þennan heiðursmann mun lifa með mér. Blessuð sé minning hans. Axel Nikulásson. Reynir afi er nú allur, 91 árs gamall. Nú sitjum við og minn- umst þessa manns sem lifað hef- ur tímana tvenna, fylgt 10 systk- inum sínum til grafar, síðustu tveimur og konunni sinni fyrir 12 árum. Alltaf vissum við að afi væri frábær maður, en að fara svona yfir allt sem hann var og gerði sýnir manni að hann var al- veg einstakur. Alltaf var hann duglegur, aldrei heyrði maður hann tala illa um neinn, aldrei fór hann í fýlu heldur var alltaf hress og hlæjandi. Sýndi þakklæti fyrir það litla í lífinu og naut líðandi stundar. Þó hann talaði ekki um tilfinningar sínar þá sýndi hann þær í verki, því hann passaði allt- af upp á alla sína, og áhyggjurnar leyndu sér ekki ef eitthvað var til að hafa áhyggjur af. Barnabörn- in voru efst á blaði hjá afa, og þau yngstu allra efst. Hann lék gjarnan við þau á stofugólfinu í fjölskylduboðunum. Jákvæðnin og hrósið sem við fengum frá honum og ömmu var slíkt að manni fannst að maður væri fær um hvað sem er. Þótt afi væri ósérhlífinn og vildi allt fyrir aðra gera þá lét hann samt drauma sína rætast. Hann gerðist bóndi þó ekki ætti hann land, stundaði bæði rollubúskap og eggjafram- leiðslu, og fannst gaman að út- vega allri stórfjölskyldunni egg og kjöt. Og að sjálfsögðu léku barnabörnin stórt hlutverk í þessum draumum, því mörg hver aðstoðuðu þau hann í þessu og lærðu af honum dugnaðinn. Hann fékk okkur til að vinna verkin án þess að skipa mikið fyrir, hann hreinlega hreif okkur með sér. Sum barnabörnin voru hörð í launaviðræðunum en hann hafði bara ennþá meira gaman af því. Hlaðan í kindakofanum var ævintýraheimur og þar lékum við okkur á meðan hann gaf roll- unum. Ekki skammaði hann okk- ur þótt baggarnir væru allir farn- ir úr böndunum, „þetta er allt í lagi,“ sagði hann bara, því í raun fannst honum miklu mikilvægara að hafa okkur þarna með sér en að heyið væri fullkomið. Hey- skapurinn var eini tími ársins þar sem maður sá stress á afa, en það náði aldrei svo langt að gamanið hyrfi. Við skoppuðum á vagnin- um og allir fengu prins póló og kók. Afi var vinmargur og þrátt fyrir háan aldur rúntaði hann um Reykjanesið og spilaði bridge. Glettin tilsvörin milli þeirra fé- laga voru óborganleg á að heyra. Þegar Fríða amma missti heilsuna náðu mannkostir afa nýjum hæðum. Hann, sem fram að því hafði ekki mikið velt fyrir sér eldamennsku eða hringrás þvottarins, gekk rakleitt í það verk að taka yfir heimilisstörfin, þannig að svöng barnabörn gátu áfram dúkkað upp í hádeginu og fengið heitan mat í skólanum. Hann gerði heimsins bestu kjöt- súpu að mati langafabarnanna, og auðvitað allra hinna í fjöl- skyldunni. Aldrei kvartaði hann, heldur hjúkraði ömmu vel og spurði þá sem þurfti til að læra að elda allskonar góðan mat. Allt þar til um daginn fékk hann fólk- ið sitt heim í hverju hádegi í mat. Að hugsa sér, hvernig er hægt að toppa þetta? Það er líklega ekki hægt, en við munum reyna að lifa okkar lífi með mannkosti afa að leiðarljósi. Takk fyrir allt, afi, alla hlýjuna, öll skutlin og allt sem þú kenndir okkur. Sædís, Reynir og Birkir. Það voru ófá skiptin sem við barnabörnin komum við á Sunnubrautinni hjá afa og ömmu. Eftir sundferðir var gott að koma við og fá sér niðursoðna ávexti úr dós. Ef maturinn í skólamötuneytinu heillaði ekki þann daginn rölti maður yfir til afa sem var tilbúinn með grjóna- graut. Ef maður þurfti að komast á milli staða var afi fljótur að taka upp bíllyklana og aka manni hvert sem var, ávallt með brjóst- sykur til í hanskahólfinu. Alltaf til staðar, alltaf glaður og alltaf þolinmóður. Við barnabörnin höfum tekið upp á ýmsu í gegn- um tíðina. Alltaf sýndi afi skiln- ing og óendanlega þolinmæði, sama hver uppátækin voru, öll vorum við snillingar í hans aug- um. Þannig tókst honum að draga fram það jákvæða í fólkinu í kringum sig. Þegar amma veiktist af alz- heimer var afi eins og klettur við hennar hlið. Það var fallegt að sjá hvernig hann tókst á við hennar veikindi á sinn yfirvegaða og skilningsríka hátt. Þessir eigin- leikar komu einnig skýrt fram undir lokin þegar hann tókst á við sín veikindi, yfirvegaður og ljúfur. Þegar ég hitti afa í sein- asta skiptið lá hann á spítalanum og átti stutt eftir. Inn á stofuna kom indæl hjúkrunarkona sem var að taka við kvöldvaktinni. Hún stakk upp á að afi myndi koma fram og ganga aðeins síðar um kvöldið. Þarna lá afi þreyttur, slappur og heyrnartækin virk- uðu illa svo hann heyrði lítið af því sem hjúkrunarkonan sagði. En þarna komu hans persónueig- inleikar fram þegar hann brosti og kinkaði blíðlega kolli til henn- ar. Þannig var afi, alltaf jákvæð- ur og með sitt jafnaðargeð sem gerði nærveru hans svo þægi- lega. Elsku afi, takk fyrir þolin- mæðina, jákvæðnina, stuðning- inn, grjónagrautinn, niðursoðnu ávextina og væntumþykjuna. Þú hefur kennt okkur í kringum þig svo margt og fyrir það verð ég þér ævinlega þakklát. Heiða Rut Guðmundsdóttir. „Halló, er einhver heima?“ Þessi setning hljómaði heima hjá okkur Adda a.m.k. tvisvar í viku, stundum oftar, frá árinu 1999. „Já, komdu inn, Reynir minn, og fáðu þér kaffisopa.“ Reynir var vinur tengdaforeldra minna og reyndist Magga tengdaföður mínum vel þegar hann veiktist árið 1988 af krabbameini. Reynir tók hann með á rúntinn, kom til hans nánast á hverjum degi eða hringdi – tengdapabbi lést í nóv- ember 1990. Reynir var líka mik- ill vinur bræðra tengdapabba og það var þess vegna að hann fór að koma oftar til okkar Adda á Sunnubrautina. Við fylgdumst með fjárbúskapnum hjá þeim vinunum og oftar en einu sinni kom Reynir með kjöt handa okk- ur. Það var þá sem ég ákvað að bjóða honum og Jónasi í mat, a.m.k. einu sinni í viku. Það voru forréttindi að þekkja Reynir, hann hafði frá mörgu að segja, hvernig lífið var hér á árum áður og þegar hann kynntist Fríðu konu sinni. Hún er af Horn- ströndum, sagði hann, stoltur af konu sinni. Þeim Reyni og Fríðu varð góðra barna auðið, barna sem hafa komið sér vel áfram í lífinu og var Reynir afar stoltur af þeim, já og fjölskyldunni allri. Það var oft glatt á hjalla á Sunnubrautinni þegar vinirnir komu. Addi er mikill stríðnispúki og var gaman að fylgjast með Reyni þegar Addi sagði sögur, jafnvel lygasögur, hann hlustaði á þær og heyrði bara það sem hann vildi heyra. Á milli henti hann skírskotun- um í umræðurnar, allir hlógu og tilganginum náð, hann heyrði bara það skemmtilegasta. Reyn- ir var ánægður að fá heimabakað bakkelsi og hældi mér oft fyrir hve dugleg ég væri en spurði jafnframt hvernig ég færi eigin- lega að þessu. Ég sagði honum að þegar skemmtilegt fólk kæmi í heimsókn og gleðin væri við völd væri allt svo auðvelt. Reynir var brosmildur maður, góðhjartaður og var unun að sjá hve barngóður hann var. Við Addi eigum tvær ömmu- og afas- telpur, Reynir spurði mikið um þær með nafni og fannst gaman að sjá þær. Kolbrún Lilja, sem nú er sjö ára, hellti oft upp á kaffi, lagði á borð og bakaði pönnukökur með ömmu, handa köllunum, Reyni, Bjarna og Jón- asi. Nú, síðustu ár fór heimsókn- um Reynis að fækka, hann kom þó einu sinni í viku þar til nú í sumar. Heilsan var farin að gefa sig, heyrnin að dvína. Stundum var það svo að hann heyrði bara ekki neitt og átti ég þá batterí sem ég skipti um fyrir hann í tækinu, hann var ánægður með það og sagðist heyra aðeins bet- ur. Já, það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast Reyni og þeim vinunum sem gáfu sér tíma að heimsækja okkur Adda. Við þökkum fyrir yndislegu stund- irnar og biðjum góðan Guð að taka vel á móti Reyni bónda með meiru. Guð er góður, leyfði okkur þig að þekkja, gafst af þér, varst okkur aldrei að blekkja. Gull af manni, leyfðir okkur að fylgjast með góðlátlegur, með þitt stolta jafnaðargeð. Innilegar samúðarkveðjur sendum við aðstandendum elsku Reynis. Kristbjörg og Arnar. Góður vinur minn og tengda- faðir féll frá 21. október sl. Hann Reynir var orðinn 91 árs, með skýra hugsun og betra minni en flestir. Stóran hluta ævinnar var hann með eggjaframleiðslu sem aðalatvinnu. Hann var þó með „fé frá rekstri“, rollubúskap. Á þeim vettvangi áttum við Reynir margar góðar stundir. Upplifun- in að vera með honum við að slátra „rekstrafénu“ (silence of the lambs) og frágang er ógleym- anlegur tími. Í sláturgenginu var Reynir „Sláturhússtjórinn“ og var hann elstur og fremstur með- al jafningja. Síðustu samræður okkar fjölluðu um að eiga nóg kjöt í vetur og hvenær við ættum að fara í úrbeiningar. Hann kom nokkuð oft með okkur norður í Hlöðuvík. Fannst honum alveg ómögulegt hvað við höfðum gert allt nútímalegt. Hann var vanur að sækja vatn í fötu á árum áður með Fríðu sinni en eftir að vatnsveitan kom fannst honum fulllítið að gera. Ef ekki hefði þurft að höggva reka- við í uppkyndinguna var ekkert að gera nema slappa af. Reglulega var ég boðinn í mat í hádeginu og þá hafði kappinn á tíræðisaldrinum útbúið fiskiboll- ur eða skorið lundir og filé í kjöt- súpu. Oft voru „strákarnir“ hans í mat, báðir á sjötugsaldri, og dætur báðar, en þær eru mun yngri. Einnig kom hann oft í mat til okkar. Amerískar pönnukökur með beikoni, sírópi og rækjusal- ati voru í miklu uppáhaldi. Margar ferðirnar fórum við til útlanda og þá oft til að hitta fjöl- skyldu Guðnýjar dóttur hans en einnig til heitari landa. Góður göngutúr meðfram ströndinni, aðeins út í sjó og síðan kaffihús á eftir. Ekki má gleyma tímanum sem fór í að leggja kapal úti á verönd. Fyrir nóttina var síðan slökkt á öllum raftækjum og þau tekin úr sambandi. Allur var var- inn góður. Hann fylgdist með hvernig börnum og tengdabörnum reiddi af. Það voru samt barnabörnin sem áttu hug hans allan og sóttu þau í að kíkja á karlinn. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Góði vinur. Söknuður minn er mikill. Hvíldu í friði. Ólafur Eyþór Ólason. Reynir Jónsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, HELGA SIGURÐAR HARALDSSONAR yfirverkstjóra, Sléttuvegi 19, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sólteigs á Hrafnistu í Reykjavík fyrir góða umönnun og stuðning við fjölskylduna. . Guðlaug Halldóra Guðmundsdóttir, Signý Halla Helgadóttir, Hjörtur H.R. Hjartarson, Vilberg Grímur Helgason, Kristjana Guðlaugsdóttir, Ásta Sigrún Helgadóttir, Þorsteinn Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS ÞÓRS ÓLAFSSONAR bónda, Valdastöðum, Kjós. . Þórdís Ólafsdóttir, Ólafur Helgi Ólafsson, Ásdís Ólafsdóttir, Vigdís Ólafsdóttir, Ásgeir Þór Árnason, Valdís Ólafsdóttir, Jóhann Davíð Snorrason, barnabörn og barnabarnabarn. Yndislegur faðir okkar, sonur og bróðir, ÓLAFUR BJÖRN BALDURSSON, lést 24. október. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 4. nóvember klukkan 13. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Thorvaldsensfélagið. . Emil Örn, Alma María og Kári Freyr Ólafsbörn, Baldur Ólafsson og María Frímannsdóttir, Rósa Kristín Baldursdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.