Morgunblaðið - 03.11.2016, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 03.11.2016, Qupperneq 27
indí- og pönkhljómsveitum, þ. á m. Fighting Shit, Celestine, og I Adapt. Hann hóf störf sem hljóðmaður um tvítugt og vann lengst af sem hljóð- maður á Organ, Grand Rokk og í Hellinum. Þá hefur hann verið upp- tökustjóri fyrir hina ýmsu lista- menn, svo sem Friðrik Dór, Reykja- víkurdætur og Aquilo. Ólafur fór fyrir hluthafahópi sem keypti útgáfustarfsemi Senu og stofnaði nýtt útgáfufyrirtæki, Öldu. Ólafur gaf út sína fyrstu sólóplöt- una árið 2006 og gerði útgáfusamn- ing við Erased Tapes Records 2007. Síðan þá hafa komið út þrjár plötur í fullri lengd ásamt ýmsum stutt- skífum, samvinnuverkefnum og kvikmyndatónlistarplötum. Ólafur gerði samning við útgáfu- risann Universal árið 2013. Hann hefur átt tónlist í ýmsum kvikmynd- um eins og Vonarstræti, Another Happy Day, Hunger Games, Taken 3 og vann BAFTA-verðlaunin fyrir tónlistina í bresku sjónvarpsþátt- unum Broadchurch. Meðal annarra verðlauna sem Ólafur hefur hlotið má nefna Bulldog Awards fyrir Broadchurch; Edduna fyrir Vonar- stræti; ADC (Art Directors Club) fyrir listaverkið Symphonie Cineti- que (ásamt Joachim Sauter) og Bjartsýnisverðlaun forseta Íslands nú í ársbyrjun. Ólafur er eins og aðrir tónlistar- menn þegar kemur að áhugamálum: Tónlistin er auðvitað aðaláhuga- málið: „En auk þess er ég nú bara eins og annað fólk, hef áhuga á úti- veru og hollri hreyfingu, hef alltaf haft gaman af að ferðast, ekki síst á framandi slóðir, og hef áhuga á skemmtilegu fólki, góðum mat og eðalvínum. En slær nokkur hendinni á móti þessum almennu kryddum til- verunnar?“ Fjölskylda Hálfbróðir Ólafs, samfeðra, er Stefán Arnalds, f. 19.7. 1972, at- hafnamaður, búsettur í Reykjavík. Alsystkini Ólafs eru Ásdís Arnalds, f. 1.5. 1977, félagsfræðingur og dokt- orenemi, búsett í Mosfellsbæ; Ari Pálmar Arnalds, f. 22.1. 1980, raf- verkfræðingur, búsettur í Reykja- vík; Hólmfríður Ósk Arnalds, f. 4.6. 1988, atferlisfræðingur, búsett í Mosfellsbæ. Foreldrar Ólafs eru Andrés Arn- alds, f. 4.12. 1948, náttúrufræðingur og sérfræðingur hjá Landgræðslu ríkisins, og Guðrún Pálmadóttir, f. 1.3. 1951, iðjuþjálfi og háskólakenn- ari í Mosfellsbæ. Úr frændgarði Ólafs Arnalds Ólafur Arnalds Guðrún Björnsdóttir húsfr. í Brúarhlíð Þorgrímur Stefánsson b. í Brúarhlíð i Blöndudal Aðalbjörg Guðrún Þorgrímsdóttir húsfr. í Holti Pálmi Ólafsson b. í Holti á Ásum í Austur-Hún. Guðrún Sigríður Pálmadóttir iðjuþjálfi í Mosfellsbæ Jósefína Þóranna Pálmadóttir húsfr. á Mörk og í Holti Ólafur Björnsson b. á Mörk í Laxárdal og síðar í Holti Ólöf Gestsdóttir húsfr. á Neðra-Hálsi, systurdóttir Kristínar Gísladóttur húsfr. á Kiðafelli í Kjós, móður Sigurbjörns Þorkelssonar kaupm. í Vísi í Rvík Andrés Ólafsson b. á Neðra-Hálsi í Kjós Ásdís Andrésdóttir Arnalds húsfr. í Rvík Dr. Andrés Arnalds fagmálastj. Landgræðslu ríkisins Ari Arnalds alþm. og sýslum. á Seyðisfirði Einar E. Kvaran aðalbókari Útvegsbankans Gísli Pálmason tónskáld á Eyvindar- stöðum í Blöndudal Guðrún Gísladóttir ráðherrafrú í Borgarnesi og í Rvík Pálmi Gíslason form. Ungmennafél. Íslands Böðvar E. Kvaran framkvæmdastj. í Rvík Dr. Guðrún Kvaran ritstj. Orðabókar Háskólans Hjörleifur Kvaran fyrrv. borgarlögmaður Ragnar Arnalds rithöfundur,fyrrv.alþm.ográðherra Matthildur Einarsdóttir Kvaran húsfr. á Seyðisfirði Ragnar H. Kvaran landkynnir Gunnar Kvaran sellóleikari Ævar R. Kvaran leikari Einar Arnalds yfirborgard. og hæstaréttard. Kristín Arnalds cand.mag. og fyrrv. skólameistari FB Ólafur Arnalds prófessor við LHÍ á Hvanneyri Arndís Ósk Arnalds verkfræðingur hjá Orkuveitu Rvíkur Ólöf Arnalds tónlistarkona Sigurður Ragnar Arnalds hæstaréttarlögmaður Eyþór Arnalds fv. form. bæjar- ráðs Árborgar og tónlistarmaður Einar Arnalds rithöfundur og ritstj. Sigurður Arnalds ritstj. og útgefandi í Rvík Jón Laxdals Arnalds yfirborgard. og ráðuneytistj. Sigurður Arnalds verkfr. í Rvík ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2016 Hörður Bjarnason, húsameist-ari ríkisins, fæddist íReykjavík 3.11. 1910 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Bjarni Jónsson, forstjóri Nýja Bíós í Reykjavík, og s.k.h., Sesselja Ingi- björg Guðmundsdóttir húsfreyja. Hörður var í föðurætt af miklum listamannaættum. Föðursystkini Harðar voru Einar myndhöggvari; Guðný, amma Sveins Björnssonar sendiherra, og Valgerður, amma Nínu Tryggvadóttur listmálara. Bjarni var sonur Jóns, b. á Galt- arfelli, bróður Helga, langafa Alfreðs Flóka, teiknarans frábæra. Jón var sonur Bjarna, bónda í Bolafæti Jóns- sonar og Helgu Halldórsdóttur, syst- ur Guðfinnu, langömmu Gests Þor- grímssonar myndlistarmanns. Sesselja var dóttir Guðmundar Guð- mundssonar, bónda í Deild á Akra- nesi. Eiginkona Harðar var Katla Páls- dóttir húsfreyja og eignuðust þau tvö börn, Áslaugu Guðrúnu og Hörð. Hörður lauk stúdentsprófi í MA 1931, fyrrihlutaprófi í byggingarlist frá tækniháskólanum Darmstadt í Þýskalandi 1934 og fullnaðarprófi (Diplom Ingeniör-Hochbau) frá há- skólanum í Dresden 1937. Hann var skrifstofustjóri skipulagsnefndar rík- isins 1939-44, skipulagsstjóri ríkisins við stofnun þess embættis 1944-54 og húsameistari ríkisins 1954-79. Þekktustu verk Harðar eru án efa Austurbæjarbíó (ásamt Gunnlaugi Pálssyni og Ágústi Steingrímssyni) Skálholtskirkja, Kópavogskirkja og Árnagarður við Suðurgötu. Hörður sat í skipulagsnefnd rík- isins og skipulagsstjórn, í bygg- inganefnd Reykjavíkur, var fram- kvæmdastjóri Þingvallanefndar 1944-79, hafði umsjón með bygginga- framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli, átti sæti í varnarmálanefnd 1954-56, var formaður byggingarnefndar Þjóðleikhússins, lögreglustöðvar í Reykjavík, Ríkisútvarpsins, toll- stöðvarhúss í Reykjavík og Þjóð- arbókhlöðunnar. Hörður lést 2.9. 1990. Merkir Íslendingar Hörður Bjarnason 95 ára Einar Björn Einarsson Guðjón Þorsteinsson 90 ára Kristín H. Þórarinsdóttir 85 ára Erlendur Haraldsson Gísli Vigfússon Svanhvít Gissurardóttir 80 ára Guðrún Ákadóttir Karen Marteinsdóttir Magnús Guðjónsson 70 ára Guðmundur Kristinn Sæmundsson Hrafnhildur Guðmundsdóttir Indriði Loftsson Inga Guðbergsdóttir Ingvar Jónsson Ólöf Stefánsdóttir Ragnar Ólafsson Sædís Geirmundsdóttir 60 ára Alma Harðardóttir Áslaug Bjarnadóttir Guðbjörg Helgadóttir Guðjón Davíð Jónsson Hrafnhildur Sigurgeirsdóttir Kjartan Ólason Kristjana V. Einarsdóttir Magnús Reynir Ástþórsson Margrét Baldvinsdóttir Óttar Ólafsson Pétur Pétursson Rannveig Traustadóttir Stefanía Guðmundsdóttir Trausti Marteinsson Tryggvi Pétursson Viðar Hreinsson Yngvi Ólafsson Þuríður Elín Geirsdóttir 50 ára Anders Ólafur Kjartansson Árni Páll Árnason Bergsteinn Jónasson Bryndís Kristjánsdóttir Cristina Gutierrez Guðfinna Indriðadóttir Guðrún Sonja Hreinsdóttir Helgi Mar Friðriksson Hilmar Birnir Hilmarsson Ingimar Ólafsson Waage Ingimar Pétursson Margrét Pétursdóttir Tiiu Laur 40 ára Adam Szczepan Piechnik Anna Sigríður Eyjólfsdóttir Heiða Jónsdóttir Jón Gestur Hauksson Kjartan Orri Geirsson Ledis Rocio Bornachera Vasquez Ólafur Helgi Ingason Sylvía S. Kristjánsdóttir Trausti Fannar Valsson 30 ára Anna Sóley Viðarsdóttir Bryndís Björk Barkardóttir Daði Baldur Ottósson Dorota Agnieszka Prozek Guðný Helga Grímsdóttir Hubert Karol Pozarycki Hugborg Guðmundsdóttir Jón Fannar Gunnarsson Karina Magdalena Swachta Katarzyna Dreksa Kim Viljoen Ólafur Þór Arnalds Ruslan Ogorodnyk Sigurður Már Ólafsson Sævar Hjalti Óskarsson Til hamingju með daginn 30 ára Sævar ólst upp í Grindavík, býr þar, lauk prófi í vélfræði frá Vél- skólanum og er vélstjóri hjá Optimar Kapp. Maki: Bjarney Steinunn Einarsdóttir, f. 1986, stuðningsfulltrúi við Grunnskólann í Grindavík. Börn: Emelía Ósk, f. 2008, og Einar Breki, f. 2009. Foreldrar: Guðbjörg Eyj- ólfsdóttir, f. 1961, og Ósk- ar Sævarsson, f. 1961. Sævar Hjalti Óskarsson 30 ára Sigurður ólst upp í Reykjavík, býr þar og er kælimaður hjá Kælikerfi ehf í Reykjavík. Systkini: Aðalheiður Jó- hanna, f. 1977; Hrafnhild- ur Ólöf, f. 1983; Gunnar Már, f. 1993, og Kristófer Ingi Ingason, f. 2000. Foreldrar: Ólafur Már Guðmundsson, f. 1957, listmálari í Grímsnesi, og Sigríður Jónína Valdi- marsdóttir, f. 1956, fyrrv. tryggingaráðgjafi. Sigurður Már Ólafsson 30 ára Guðný Helga ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk prófum í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands og er nú á námssamningi í hús- gagnasmíði. Maki: Nikulás Ari Hann- igan, f. 1991, nemi í véla- og orkutæknifræði við Háskólann í Reykjavík. Foreldrar: Hafdís H. Vil- hjálmsdóttir, og Grímur Kjartansson. Þau búa í Reykjavík. Guðný Helga Grímsdóttir alvöru grillaður kjúklingur Grensásvegi 5 I Reykjavík I Sími 588 8585 Opið alla daga kl. 11-22

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.