Morgunblaðið - 03.11.2016, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 03.11.2016, Qupperneq 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2016 Einn kunnasti pönkari sögunnar, Bretinn John Lydon – þekktur sem Johnny Rotten þegar hann var söngvari hinnar byltingarkenndu pönksveitar Sex Pistols – opnaði í gær Pönksafn Íslands við Banka- stræti. Safnið er á fyrrverandi al- menningssalerni við götuna sunn- anverða sem þekkt var sem Núllið en því var lokað fyrir um áratug. Lydon er gestur á Iceland Airwa- ves-hátíðinni sem hófst í gær og tekur hann þátt í bókmenntahluta hátíðarinnar og les upp úr bókum sínum. Í Pönksafni Íslands gefur að líta ljósmyndir og allskyns muni sem tengjast því sem kalla má pönk- tímabilið á Íslandi, á árunum um 1980. Dægurtónlistarsaga landsins er rakin í stuttu máli fram að þeirri tónlistarbyltingu sem kennd hefur verið við pönk og nýbylgju og birt- ist í rómaðri heimildarkvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar Rokk í Reykjavík. Á sýningunni er einnig fjallað um það hvernig margir lista- menn sem spruttu úr þeirri frjóu deiglu hafa síðan gert garðinn frægan, þar á meðal Sykurmol- arnir, Björk Guðmundsdóttir og Sigur Rós. Safnstjórinn Svarti Álfur Mánason við áritun Johns Lydon á vegg Pönksafnsins. Listamaðurinn Tjaldað var yfir innganginn í Pönksafnið og í tjaldinu ávarpaði Lydon gesti. Morgunblaðið/Freyja Gylfa Sögupersóna Fjölmiðlar fylgdu Lydon um safnið, þar sem veggir eru þaktir myndum og hægt að hlusta á tónlist. Aðalpönkarinn opnaði Pönksafnið  John Lydon skoðaði safnið í Núllinu Ofbeldi í nánum sambönd-um á sér oftast stað ábak við luktar dyr þarsem enginn utanaðkom- andi sér eða heyrir til. Í því ljósi er afskaplega viðeigandi að leik- myndin í heimildarverkinu Suss! í uppsetningu leikhópsins RaTaTam samanstandi af átta hurðum sem raðað hefur verið í hring. Áhorf- endum er boðið að rýna inn í rýmið gegnum misstórar rifur og glugga á hurðunum til að verða vitni að því sem þar fer fram, en einnig er hurðunum svipt til hliðar um mið- bik sýningar og leikið í hálf- hringnum sem þá skapast áður en hringurinn lokast aftur. Hurðir eru nýttar sem borð, líkkista, rúm og til að feta vandrataðan línudans í flóknum ofbeldissamböndum. Fal- leg lokasena sýningarinnar undir- strikar síðan mikilvægi þess að svipta burt hlemmunum sem við- halda ofbeldinu, en þessir hlerar eru meðal annars skömm og ótti. Í leikmynd sinni og búningum sækir Þórunn María Jónsdóttir sér augljóslega innblástur í verk fransk/bandarísku listakonunnar Louise Bourgeois, en uppröðun hurðanna minnir á klefana sem listakonan vann með í innsetn- ingum sínum þegar hún var komin á efri ár. Sjálf fór Bourgeois ekki leynt með að klefar hennar væru sjálfsævisöguleg verk sem miðluðu ótta, reiði og sársauka, en listakon- an bjó við ofríki skapmikils föður sem gerði lítið úr henni fyrir fram- an aðra og bauð eiginkonu sinni og börnum upp á að deila heimili með ástkonu hans árum saman. Suss! á sér langan aðdraganda, en hálft annað ár er síðan RaTa- Tam auglýsti eftir reynslusögum af heimilisofbeldi. Alls munu um sjötíu sögur hafa borist sem leikhópurinn nýtir sem efnivið sinn, en þær komu jafnt frá þolendum, ger- endum og aðstandendum. Á þeim sjötíu mínútum sem sýningin tekur er farin sú leið að segja enga eina sögu frá upphafi til enda heldur fleyga saman ótal minningabrot sem öll hafa sama leiðarstef. Þessi nálgun undirstrikar með áhrifarík- um hætti eðli ofbeldis þó birting- armyndir og kringumstæður séu ólíkar. Styrkur sýningarinnar í leik- stjórn Charlotte Bøving felst í sjón- rænni útfærslunni þar sem leik- ararnir Halldóra Rut Baldursdóttir, Hildur Magnúsdóttir, Laufey Elías- dóttir, Guðmundur Ingi Þorvalds- son og Guðrún Bjarnadóttir klifra um leikmyndina, nýta fáa en ein- falda leikmuni og dansa um í vel út- færðum ljósum Arnars Ingvars- sonar. Meðal áhrifaríkra mynda eru þegar Hildur Magnúsdóttir rígheld- ur í agnarsmáan dúkkuvagn meðan hún lýsir uppgjöfinni og skömminni sem fylgir því að vera föst í sam- bandi við ofbeldismann eða þegar hún klifrar upp eina hurðina sem breytist með lýsingu hennar í risa- vaxinn ofbeldisfullan pabba hennar. Hjartaskerandi var þegar Guð- mundur Ingi setti sig í spor ungra drengja sem þola máttu ástleysi, skeytingarleysi og höfnun mæðra sinna. Átakanlegt var einnig að hlusta á Halldóru Rut lýsa ofbeldis- sambandi meðan sjá mátti óléttu- bumbu hennar stækka smám sam- an. Áhorfendur tóku vafalítið undir í huganum þegar leikarar hvísluðu „ekki, ekki“ meðan rifjaðar voru upp sögur af sjarmerandi mönnum sem lokkuðu fórnarlömb sín í net aðdáunar og elsku áður en þeir sýndu sín réttu andlit og hófu niðurrifið og eyðilegginguna. Í ljósi þess hversu óhugnanlegur og dramatískur efniviðurinn er virðist það skynsamleg ákvörðun hjá leikhópnum að vinna markvisst á móti textanum til að afdram- atísera hann og skapa ákveðna fjar- lægð við efnið. Þetta er m.a. gert með því að notast við trúðleik í fjöl- skyldusenum sem undirstrikar gró- tesku aðstæðna og með förðuninni. Í upphafi sýningar mála leikarar á sig grímu sem minnir á gervi trúða, en samtímis á stríðsmálningu auk þess sem hæglega má lesa úr blett- unum útmáðan varalit eftir átök og margvíslega marbletti og glóðar- augu. Afdramatíseringin gerir það hins vegar að verkum að upp- færslan talar fremur til vits- munasviðsins en tilfinninganna. Áhrifaríkust er sýningin þegar henni tekst að miðla því flókna samspili sem ofbeldissamband er, en þeir sem standa utan við slíkt samband eiga oft erfitt með að skilja hvers vegna þolandinn fari ekki bara. Sú staðreynd að ofbeldi er smitandi og hefur keðjuverkandi áhrif kom mjög skýrt fram í tangó Guðmundar Inga og Halldóru Rut- ar. Með skýrum hljóð- og ljósa- breytingum í samspili við nákvæm- an leik tókst að skapa undir- liggjandi ógn sem áhugavert hefði verið að sjá oftar glitta í í sýning- unni. Vandi þess að vinna með jafn brotakenndan efnivið og RaTaTam gerir í Suss! kristallaðist undir lok uppfærslunnar. Eftir fjölda áhrifa- ríkra mynda, sem hæglega gátu minnt á myndlistarinnsetningu, var eins og leikhópurinn stæði ráðþrota frammi fyrir því hvert efnið ætti að leiða enda bjóða frásagnarbrotin ekki upp á rökrétt ris eða niðurlag. Sýningin leystist upp þegar leik- ararnir brutu fjórða vegginn til að stíga fram og rífast um innihald hennar og framvindu. Eini karl- maður leikhópsins er látinn mót- mæla því að verkið dragi upp ein- hliða mynd af karlmönnum sem vondum gerendum og konum sem þolendum og heimtar að fá að segja sögu þar sem karlmaður sé þoland- inn. Í framhaldinu segir hann lengstu sögu sýningarinnar. Upp- brotið þjónaði uppfærslunni illa og ógerningur var að taka undir það sjónarmið að framsetning sýning- arinnar fram að þessu á kynjunum og samspili þeirra í ofbeldis- samböndum hefði verið einsleit, nema síður væri. Eftir þetta sérkennilega uppbrot tókst Charlotte Bøving engu að síð- ur að ljúka sýningunni með smekk- legum hætti þar sem dregnar voru upp tvær fallegar og áhrifaríkar myndir, annars vegar með risa- blöðrum sem sjá mátti sem tákn- ræna endurfæðingu með tilheyr- andi von og hins vegar fyrrnefndum hurðahring. Uppfærsla leikhópsins RaTaTam á Suss! er metnaðarfullt verkefni þar sem unnið er með vandasaman efnivið af virðingu og hugviti. Sjón- ræni þáttur verksins er afar vel út- færður, en leiktextinn hefði þurft markvissari úrvinnslu. Bak við luktar dyr Virðing „Uppfærsla leikhópsins RaTaTam á Suss! er metnaðarfullt verkefni þar sem unnið er með vandasaman efnivið af virðingu og hugviti.“ Tjarnarbíó Suss! bbbnn Eftir leikhópinn RaTaTam byggt á reynslusögum þolenda, gerenda og að- standenda um heimilisofbeldi. Leik- stjórn: Charlotte Bøving. Leikmynd og búningar: Þórunn María Jónsdóttir. Tón- list: Helgi Svavar Helgason. Ljósahönn- un og tæknikeyrsla: Arnar Ingvarsson og Kristinn Ágústsson. Listræn aðstoð: Heiðríkur á Heygum. Leikarar: Halldóra Rut Baldursdóttir, Hildur Magnúsdóttir, Laufey Elíasdóttir, Guðmundur Ingi Þor- valdsson og Guðrún Bjarnadóttir. Frum- sýning í Tjarnarbíói föstudaginn 21. október 2016, en rýnt í þriðju sýningu 28. október. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.