Morgunblaðið - 03.11.2016, Síða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2016
AUGLÝSING ÁRSINS – ★★★★ – M.G. Fbl.
MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Fim 3/11 kl. 20:00 111. s. Fim 17/11 kl. 20:00 117.s Lau 26/11 kl. 20:00 123.s
Fös 4/11 kl. 20:00 112. s. Fös 18/11 kl. 20:00 118.s Sun 27/11 kl. 20:00 124.s
Lau 5/11 kl. 20:00 113. s. Lau 19/11 kl. 20:00 119.s Fim 1/12 kl. 20:00 125.s
Fös 11/11 kl. 20:00 114. s. Sun 20/11 kl. 20:00 120.s Fös 2/12 kl. 20:00 126.s
Lau 12/11 kl. 20:00 115. s. Fim 24/11 kl. 20:00 121.s Lau 3/12 kl. 20:00 127.s
Sun 13/11 kl. 20:00 116.s Fös 25/11 kl. 20:00 122.s
Gleðisprengjan heldur áfram!
Blái hnötturinn (Stóra sviðið)
Lau 5/11 kl. 13:00 11.sýn Lau 12/11 kl. 13:00 13.sýn Sun 20/11 kl. 13:00 15.sýn
Sun 6/11 kl. 13:00 12.sýn Sun 13/11 kl. 13:00 14.sýn Lau 26/11 kl. 13:00 16.sýn
Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar
Njála (Stóra sviðið)
Sun 6/11 kl. 20:00 Mið 16/11 kl. 20:00 Mið 7/12 kl. 20:00
Fim 10/11 kl. 20:00 Mið 23/11 kl. 20:00
Njáluhátíð í forsal frá kl. 18:45. Kjötsúpa og fyrirlestur. Síðustu sýningar.
Hannes og Smári (Litla sviðið)
Fim 3/11 kl. 20:00 aukas. Lau 5/11 kl. 20:00 10.sýn
Samstarfsverkefni við Leikfélag Akureyrar - síðustu sýningar
Extravaganza (Nýja svið )
Fös 4/11 kl. 20:00 4. sýn Fim 10/11 kl. 20:00 7. sýn Fös 18/11 kl. 20:00 9.sýn
Lau 5/11 kl. 20:00 5. sýn Sun 13/11 kl. 20:00 8. sýn Lau 19/11 kl. 20:00 10.sýn
Sun 6/11 kl. 20:00 6. sýn Mið 16/11 kl. 20:00 auka.
Nýtt verk eftir Sölku Guðmundsdóttur
Brot úr hjónabandi (Litla sviðið)
Fim 3/11 kl. 13:00 Fors. Sun 13/11 kl. 20:00 6.sýn Sun 27/11 kl. 20:00 13.sýn
Fös 4/11 kl. 20:00 Frums. Fim 17/11 kl. 20:00 7.sýn Lau 3/12 kl. 20:00 14.sýn
Sun 6/11 kl. 20:00 2.sýn Fös 18/11 kl. 20:00 8.sýn Sun 4/12 kl. 20:00 aukas.
Mið 9/11 kl. 20:00 3.sýn Lau 19/11 kl. 20:00 9.sýn Þri 6/12 kl. 20:00 15.sýn
Fim 10/11 kl. 20:00 4.sýn Sun 20/11 kl. 20:00 10.sýn Mið 7/12 kl. 20:00 16. sýn
Fös 11/11 kl. 20:00 aukas. Fös 25/11 kl. 20:00 11.sýn
Lau 12/11 kl. 20:00 5.sýn Lau 26/11 kl. 20:00 12.sýn
Aðeins þessar sýningar. Örfáir miðar lausir.
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Djöflaeyjan (Stóra sviðið)
Fim 3/11 kl. 19:30 20.sýn Lau 12/11 kl. 19:30 23.sýn Lau 26/11 kl. 19:30 26.sýn
Lau 5/11 kl. 19:30 21.sýn Fim 17/11 kl. 19:30 24.sýn Sun 27/11 kl. 19:30 27.sýn
Fös 11/11 kl. 19:30 22.sýn Fös 18/11 kl. 19:30 25.sýn
Kraftmikill söngleikur um skrautlegt mannlíf í braggahverfum Reykjavíkur!
Maður sem heitir Ove (Kassinn)
Lau 5/11 kl. 19:30 19.sýn Lau 12/11 kl. 19:30 23.sýn Fös 25/11 kl. 19:30 27.sýn
Sun 6/11 kl. 19:30 20.sýn Fim 17/11 kl. 19:30 24.sýn Lau 26/11 kl. 19:30 28.sýn
Fim 10/11 kl. 19:30 21.sýn Lau 19/11 kl. 19:30 25.sýn Sun 27/11 kl. 19:30 29.sýn
Fös 11/11 kl. 19:30 22.sýn Sun 20/11 kl. 19:30 26.sýn
Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik!
Horft frá brúnni (Stóra sviðið)
Sun 6/11 kl. 19:30 9.sýn Lau 19/11 kl. 19:30 11.sýn Fös 25/11 kl. 19:30 13.sýn
Fim 10/11 kl. 19:30 10.sýn Sun 20/11 kl. 19:30 12.sýn Sun 4/12 kl. 19:30 14.sýn
Eitt magnaðasta leikverk 20. aldarinnar
Íslenski fíllinn (Brúðuloftið)
Lau 5/11 kl. 13:00 Lau 12/11 kl. 13:00 Lau 19/11 kl. 13:00
Lau 5/11 kl. 15:00 Lau 12/11 kl. 15:00 Lau 19/11 kl. 15:00
Sýningum lýkur í nóvember!
Goya/Stertabenda (Kúlan)
Fim 3/11 kl. 19:30
Double bill // tvöföld sýning
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Fös 4/11 kl. 20:00 Mið 16/11 kl. 20:00 Fös 25/11 kl. 20:00
Mið 9/11 kl. 20:00 Fös 18/11 kl. 20:00 Mið 30/11 kl. 20:00
Fös 11/11 kl. 20:00 Mið 23/11 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Óþelló (Stóra sviðið)
Fim 22/12 kl. 19:30 Frums Fim 29/12 kl. 19:30 2.sýn
Mán 26/12 kl. 19:30
Hátíðarsýning
Lau 7/1 kl. 19:30 3.sýn
Vesturport tekst á nýjan leik á við Shakespeare!
Yfir til þín - Spaugstofan (Stóra sviðið)
Fös 4/11 kl. 19:30 31.sýn Mið 9/11 kl. 19:30 32.sýn Sun 13/11 kl. 19:30 33.sýn
Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna!
Lofthræddi örnin Örvar (Kúlan)
Fim 3/11 kl. 10:00
Siglufjörður
Fim 10/11 kl. 10:00
Raufarhöfn
Mið 23/11 kl. 10:30
Grindavík
Fös 4/11 kl. 10:00 Dalvík Lau 19/11 kl. 15:00 Fim 24/11 kl. 10:00
Sandgerði
Mán 7/11 kl. 10:00 Akureyri Mán 21/11 kl. 13:00
Keflavík
Lau 26/11 kl. 13:00
Mán 7/11 kl. 13:15 Akureyri Þri 22/11 kl. 9:00 Keflavík Lau 26/11 kl. 15:00
Þri 8/11 kl. 10:00 Akureyri Þri 22/11 kl. 11:00 Keflavík
Mið 9/11 kl. 10:00 Húsavík Mið 23/11 kl. 9:00
Grindavík
Hrífandi einleikur fyrir börn um hugrekki.
Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið)
Lau 26/11 kl. 11:00 Sun 4/12 kl. 11:00 Lau 17/12 kl. 11:00
Lau 26/11 kl. 13:00 Sun 4/12 kl. 13:00 Lau 17/12 kl. 13:00
Sun 27/11 kl. 11:00 Lau 10/12 kl. 11:00 Sun 18/12 kl. 11:00
Sun 27/11 kl. 13:00 Lau 10/12 kl. 13:00 Sun 18/12 kl. 13:00
Lau 3/12 kl. 11:00 Sun 11/12 kl. 11:00
Lau 3/12 kl. 13:00 Sun 11/12 kl. 13:00
Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins komið í sölu 11 leikárið í röð.
Sýningin Björk Digital var opnuð í Hörpu í gær, í sam-
vinnu við tónlistarhátíðina Iceland Airwaves.
Sýningin hefur þegar verið sett upp í nokkrum lönd-
um og vakið mikla athygli. Henni er lýst sem sýnd-
arveruleikaverkefni sem sameinar tónlist Bjarkar og
nýjustu tölvutækni. Gestir geta notið verka sem Björk
hefur unnið með framsæknum leikstjórum og forrit-
urum á sviði sýndarveruleika, auk þess sem sýnd eru
eldri myndbönd hennar og til að mynda hljóðfæri sem
unnið var með í Biophilia-verkinu.
Morgunblaðið/Eggert
Sýndarveruleiki Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, opnaði sýninguna Björk Digital í Hörpu í gær.
Sýndarveruleiki Bjarkar sýndur í Hörpu
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Þetta var skemmtilegt. Ég þorði
ekki að láta mig dreyma um að
hreppa verðlaunin, þó að maður hafi
þó verið hálfneyddur til þess því öll
áttum við sem tilnefnd vorum að
vera tilbúin með ræðu,“ segir Arnar
Már Arngrímsson sem í fyrrakvöld
tók í Kaupmannahöfn við barna- og
unglingabókmenntaverðlaunum
Norðurlandaráðs fyrir fyrstu skáld-
sögu sína, Sölvasögu unglings.
Arnar Már bætir hlæjandi við að
sér hafi þó ekki gengið vel að semja
ávarp „og það sem ég sagði í pontu
varð í raun til á leið að pallinum. Ég
var búinn að skrifa eitthvað allt
annað, ætlaði að tala á dönsku ef til
þess kæmi að ég ynni en svo kann
ég enga dönsku og það breyttist
allt!“
Hann hefur eftir Elísabetu Jök-
ulsdóttur, sem tilnefnd var til bók-
menntaverðlauna Norðurlandaráðs,
að hún hefði samið tuttugu þakk-
arræður og hyggist nú mögulega
gefa þær út á bók. „Ég ætlaði hins
vegar að fara þetta á einhverju adr-
enalíni, ef svo færi að ég ynni. Og
þetta var rússíbanareið.“
Í rökstuðningi dómnefndar segir
að verðlaunabókin fjalli um nútíma-
ungling og viðfangsefnin sem hann
þarf að glíma við. En þó að vanda-
málin séu kunnugleg er ungling-
urinn það ekki. Höfundi tekst í
þessari fyrstu bók sinni að búa til
persónu sem er áhugaverð, fyndin,
óþolandi, leitandi og heillandi.
Tungutak sögunnar er lífleg blanda
af unglingamáli og ritmáli eldri
kynslóðarinnar og þar rekast á
menningarheimar. Lesendur fylgja
unglingnum gegnum tilvist-
arkreppur hans sem sýna hve
stormasöm unglingsárin eru og erf-
itt að stýra gegnum þau án skip-
brots.
Því nær höfundurinn, Arnar Már
Arngrímsson, að miðla af einlægni
og trúnaði sínum við ungt fólk í
Sölvasögu unglings.
Barátta að koma bókinni út
Sölvi aðalpersóna sögu Arnars
Más er 15 ára einrænn unglingur,
foreldrar hans eru skuldum vafðir
og halda í sitthvora áttina en Sölvi
er sendur út í sveit til ömmu sinnar,
og fær hvorki að taka með símann
sinn né tölvuna.
„Það var þriggja ára ferli að
skrifa söguna, með kennslu,“ segir
Arnar Már sem er kennari við
Menntaskólann á Akureyri. „Þegar
leið á tímann fór ég að minnka svo-
lítið við mig í kennslunni, auk þess
sem drjúgur tími fór í skriftir á
sumrin og í fríum.“
Ól hann vonir í brjósti um þetta
góð viðbrögð við sögunni?
„Nei. Það var lengi barátta að
koma henni út. Ég sendi handritið á
eitt forlag, líklega of snemma í ferl-
inu, fékk góð viðbrögð en fallegt
nei. Ætli ég hafi ekki bætt ári við
skrifin þá en rétt eftir jólin 2014 lét
ég Tómas Hermannsson, útgefanda
hjá Sögum, fá útdrátt og nokkra
kafla. Þá fór þetta að taka á sig
mynd en það var ekki fyrr en undir
sumarið í fyrra sem leit út fyrir að
sagan kæmi út.“
Er að skrifa framhald
Arnar Már kom strax til landsins
í gær og flaug þá norður. Ekki í
kennslu þó, því hann segist hafa
tekið sér leyfi þessa önn. „Þegar
leið á haustið fór ýmis verkefni að
reka á fjörur mínar, ég hef meðal
annars farið á bókmenntahátíðir og
þá var töluverð vinna við sænsku
þýðinguna, ég var í miklum sam-
skiptum við þýðandann. Síðan held
ég að fyrsta verkefni mitt á morgun
verði að tala við skólameistara og
sækja líka um leyfi á næstu önn …
Það fyrsta sem beið mín í tölu-
pósti í morgun var boð á bók-
menntahátíð í Noregi í janúar. Ég
verð að nota þetta tækifæri og
fylgja bókinni eftir.“
Þegar spurt er hvort Sölvasaga
unglings sé væntanleg á önnur
tungumál segir Arnar Már ein-
hverjar þreifingar vera um slíkt. Og
í ljós kemur að sögupersónan Sölvi
er ekki horfin af sögusviðinu.
„Ég hef síðasta hálfa árið unnið
að framhaldi sögunnar,“ segir Arn-
ar Már. „Það kviknaði einhvern
veginn hugmynd að halda áfram
með söguna og nú kemur ekki ann-
að til greina. Það tekur sinn tíma.“
Norden.org
Verðlaunahafinn Arnar Már Arngrímsson í pontu við verðlaunaafhendingu Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn.
„Þetta var skemmtilegt“
Arnar Már Arngrímsson hreppti barna- og unglinga-
bókaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir Sölvasögu unglings