Morgunblaðið - 07.11.2016, Side 4

Morgunblaðið - 07.11.2016, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2016 PORTO 1.des. í 3 nætur Netverð á mann frá kr. 79.995 m.v.2 í herbergi með morgunmat. Hotel Cristal Porto Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. Nýr áfangastaður Frá kr. 79.995 m/morgunmat Frábært að versla Góður matur Þau Andrés Fjeldsted, Arnar Vilhjálmur Arn- arsson, Jana Horáková, Stefán Kristinsson og Hildur Hjörvar, sem eru laganemar við HÍ og á myndinni hér að ofan talið frá vinstri, fóru með sigur af hólmi í úrslitaviðureign EES-málflutn- ingskeppninnar sem fram fór í Hæstarétti nú um helgina. Hildur Hjörvar var valin ræðumaður helgarinnar. Sigurvegararnir fá sem verðlaun ferð til Brussel og Lúxemborgar þar sem þeim gefst innsýn í starfsemi helstu stofnana EFTA og ESB. Tilgangur keppninnar er að vekja athygli laga- nema á Evrópumálum. Helga Jónsdóttir, fulltrúi Íslands hjá Eftirlitsstofnun ESA, sem er lengst til hægri á myndinni, veitti verðlaunin. Sigruðu í úrslitaviðureign í málflutningskeppni EES Morgunblaðið/Golli Laganemar fengu innsýn í Evrópumálin Jón Þórisson jonth@mbl.is „Ég get staðfest að það eru ákveðnir aðilar sem stíga fram um leið og skoðanir eru viðraðar meðal flokks- manna sem falla þeim ekki í geð. Það er talað út á við um að allt sé í góðum málum innan flokksins. En stað- reyndin er sú að flokkurinn er ger- samlega klofinn,“ segir Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, sem er fjölmennasta framsóknar- félagið á landinu. Í frétt Morgunblaðsins á laugar- dag er haft eftir Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, formanni Lands- sambands framsóknarkvenna, að það einkenni andrúmsloftið í Fram- sóknarflokknum að ekki sé um frjáls skoðanaskipti að ræða og skoðana- kúgunar gæti. „Það er mjög áberandi að fólk í hópi stuðnings- manna Sigmund- ar Davíðs, sem reynir að tjá sig, er kveð- ið í kútinn sam- stundis af sam- flokksmönnum, því þeim finnst greinilega skoðanirnar ekki vera réttar,“ var haft eftir Önnu Kol- brúnu í fréttinni. „Nú er staðan sú að fólk er orðið hrætt að tjá sig. Jafnvel að líka við stöðuuppfærslur á Facebook sem ekki þykja þóknanlegar getur þýtt að fólk fær símtal frá einhverjum af trúnaðarmönnum flokksins sem seg- ir því til syndanna. Þetta hef ég fundið á eigin skinni. Ég hef aldrei orðið var við viðlíka foringjadýrkun í flokknum og undanfarið,“ segir Sveinn Hjörtur. Hann segir að djúpt virðist vera á sáttum meðal fylkinga innan flokks- ins. Sigmundur verði ráðherra Í frétt blaðsins á laugardag var haft eftir Önnu Kolbrúnu að völdum í flokknum hefði verið rænt. Aðeins 40 atkvæði hefðu skilið á milli Sigmund- ar Davíðs og Sigurðar Inga. Til at- kvæðagreiðslunnar hefði mætt fólk sem ekki hefði í langan tíma sést flokksstarfinu. Heimildir Morgun- blaðsins herma að á meðal þessara þinggesta hafi verið gamlir heiðurs- félagar í flokknum og þar með sjálf- kjörnir til þingsins sem ekki hafi mætt um langa hríð. „Nú er tími til kominn að stinga á þessu kýli. Við höfum leitað sátta en árangurslaust. Sú manneskja sem getur sætt þessi andstæðu öfl í flokknum er Lilja Alfreðsdóttir. Hún nýtur mikils trausts úr báðum fylk- ingum. En það er hins vegar krafa okkar, stuðningsmanna Sigmundar Davíðs, að ætli Framsóknarflokkur- inn í ríkisstjórnarsamstarf er eina leiðin til sátta að Sigmundur Davíð verði ráðherra,“ segir Sveinn Hjörtur. Ekki náðist í þau Sigurð Inga Jó- hannsson, formann Framsóknar- flokksins, né Lilju Alfreðsdóttur varaformann við vinnslu fréttarinn- ar í gær. Krefjast sætis fyrir Sigmund  Formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur segir flokkinn „gersamlega“ klofinn  Trúnaðarmenn í flokknum segi fólki til syndanna sem hafi óæskilega skoðun Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Tíu mál voru afgreidd á kirkjuþingi í gær úr fyrri umræðu til síðari um- ræðu, mótatkvæðalaust. „Meðal þessara mála er tillaga um ný þjóðkirkjulög sem samþykkt var úr fyrri umræðu og vísað til löggjaf- arnefndar,“ segir Magnús E. Krist- jánsson, forseti kirkjuþings. Gert er ráð fyrir að tillagan komi til síðari umræðu á næsta kirkjuþingi. Magnús segir lagabreytingarnar miða að einföldun á þeim lagaramma sem þjóðkirkjan starfar samkvæmt. Jafnframt var samþykkt tillaga til þingsályktunar að stuðlað verði að stofnun svonefnds sóknarsambands. Að sögn Magnúsar eru sóknir í land- inu hátt á þriðja hundrað og verði þær hvattar til að stofna með sér sóknarsamband í líkingu við það sem þekkist á Norðurlöndum. Þá voru til umræðu breytingar á reglum um kjör til kirkjuþings. „Það er verið að reyna að gæta að því að kirkjan sé á stöðugri leið til meira lýðræðis,“ segir Magnús. Hann segir verkefni þingsins að öðru leyti hefðbundin. Í niðurlagi ræðu séra Agnesar Sig- urðardóttur biskups við setningu kirkjuþings varaði hún við því að ætla þinginu svo ærin verkefni að hinn al- menni kirkjumaður ætti þess ekki kost að taka þátt í þingstörfunum. Ekki væri hægt að ætla vinnandi fólki að afgreiða enn fleiri verkefni en nú þegar lægju fyrir þinginu ár hvert, án þess að breyting yrði á vinnubrögðum og þau yrðu markvissari. jonth@mbl.is Samstaða um þjóðkirkjulög  Biskup boðar markvissari vinnu- brögð í þingstörfum Morgunblaðið/Golli Kirkjuþing Stúlknakór söng af mikilli innlifun við setningu Kirkjuþings á laugardag. Biskup Íslands flutti ávarp við setningu þingsins. Tveir menn sem slógust með hníf- um á laugardag í Seljahverfi í Reykjavík voru fluttir undir læknis- hendur vegna áverka sinna þegar leikurinn hafði verið skakkaður. Var annar þeirra fluttur á bráða- móttöku Landspítalans en hinn á al- menna deild. Báðir eru mennirnir erlendir ríkisborgarar. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu áttu þeir í deilum og komu ekki aðrir við sögu. Gert er ráð fyrir að fulltrúar úr rannsóknardeild lögreglu ræði við mennina þegar þeir hafa náð heilsu. Ekki er talið ólíklegt að í fram- haldinu verði gefin út ákæra, þar sem það telst til alvarlegrar líkams- árásar að beita hníf í samskiptum milli manna. Tveir hnífamenn fluttir á sjúkrahús Lögreglan hafði í gærkvöldi ekki enn haft spurnir af manni sem réðst inn í apótek í Suðurveri í Reykjavík síðdegis á laugardag. Ógnaði hann starfsfólki apóteksins með hnífi og hafði á brott með sér talsvert magn af sterkum lyfjum og nokkur hundruð þúsund krónur í seðlum. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi er málið í fullri rann- sókn; verið er að skoða gögn, upp- tökur og fleira sem því tengist. Þá hafði lögregla einn mann grunaðan um að tengjast ráninu. Lögreglan leitar að apóteksræningja Björg- unarsveitir Slysavarna- félagsins Landsbjargar á Norðaust- urlandi voru kallaðar út síðdegis í gær vegna manns sem var í sjálfheldu í um 200 metra hæð í bjarginu við fossinn Míganda sunnan til í Gunnólfsvíkurfjalli. Þó veður væri gott var nokkur ísing í bjarginu og hitastig lækkandi. Björgunarfólki tókst ekki að kom- ast að manninum fyrir myrkur og var TF-SÝN, þyrla Landhelgisgæsl- unnar, kölluð út til leitar. Stóðu vonir til að þyrlan gæti lýst upp bjargið í gærkvöldi. Var þetta annað verkefni björg- unarsveita um helgina, en eins og kemur fram hér framar í blaðinu var mikil leit gerð á Snæfellsnesi að tveimur rjúpnaskyttum sem ekki skiluðu sér til byggða á laugardag. Maður í sjálfheldu í Gunnólfsvíkurfjalli TF Sýn Tekur þátt í björgunarstarfinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.