Morgunblaðið - 07.11.2016, Page 6

Morgunblaðið - 07.11.2016, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2016 Atkvæðagreiðsla um sameiningu VFÍ og TFÍ Dagana 5.–11. nóvember fer fram atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna Verkfræðingafélags Íslands og Tæknifræðinga- félags Íslands um sameiningu félaganna. Félagsmönnum hafa verið sendar upplýsingar í tölvupósti. Þær er einnig að finna á heimasíðum félaganna: www.vfi.is www.tfi.is Félagsmenn sem ekki hafa fengið tölvupóst frá skrifstofu félaganna eru vinsamlega beðnir um að tilkynna um rétt net- fang með því að senda tölvupóst: lydiaosk@verktaekni.is eða hringja í síma 535 9300. Félagsmenn eru eindregið hvattir til þess að kynna sér upplýsingar um sameiningarmálið leita svara við spurning- um sem kunna að vakna og framar öllu taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Verkfræðingafélag Íslands Tæknifræðingafélag Íslands Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Vísbendingar eru um að á Íslandi séu hópar í skipulagðri glæpa- starfsemi sem hafa tengsl eða starfa með erlendum samtökum glæpamanna. Rannsóknir lög- reglu á ýmsum brotum að undan- förnu renna stoðum undir þessar getgátur en kanna þarf málin bet- ur. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn deildar hjá Lög- reglustjóranum á höfuðborgar- svæðinu (LRH) sem rannsakar skipulagða brotastarfsemi. Deildin tók til starfa fyrir nokkrum misserum og tekur með- al annars yfir fíkniefnadeildina sem embættið starfrækti lengi. Einnig sinnir deildin rannsóknum fjármunabrota ofbeldismála, á manndrápum og fleiru slíku, svo og rannsókn ýmiss konar sérrefsi- lagabrota. Reynsla og afl í sértæk mál Margvíslegar breytingar hafa að undanförnu verið gerðar á starfsemi LRH. Eins og sagði frá í Morgunblaðinu á dögunum var stjórnstöð almannavarna nýlega tekin í notkun, skipan ýmissa mála og deilda hefur verið breytt og ný- ir menn tekið við deildum og verk- efnum. Hluti af þessari upp- stokkun er einnig breytingar á miðlægri rannsóknardeild sem skiptist upp í annars vegar kyn- ferðisbrotadeild og deild þar sem rannsóknum á skipulögðum glæp- um verður sinnt. Deildin var stofn- uð fyrir ári og hinn 1. apríl sl. var gengið frá ráðningu þeirra sem nú gegna stöðum lögreglufulltrúa þar. Við það tímamark tók gildi það skipulag sem nú er við lýði. „Hugmyndin með starfsemi deildar í skipulögðum glæpum er að auk almennrar þekkingar starfsmanna myndist hér reynsla og afl sem þarf við aðgerðir í sér- tækum málum,“ segir Grímur. Það var um síðustu mánaða- mót sem Grímur kom til starfa og er honum ætlað að móta áfram starfshætti deildarinnar, vinnu- brögð og markmið. Við deildina munu starfa á fjórða tug lögreglu- manna sem margir voru áður í fíkniefnadeild. Sérþekking þaðan mun nýtast, en að rannsókn mála munu þó almennt koma lög- reglumenn með ólíka reynslu og þekkingu eins og þarf þegar málin eru flókin og stór. Þá munu starfs- menn eftir atvikum starfa með rannsóknarlögreglumönnum á hverfisstöðvum LRH og getur for- ræði mála verið á hvorum staðn- um sem er. Fyrirséð er að í deildinni verði, eins og staðan er nú, um 300-400 mál í rannsókn á hverjum tíma. „Auðvitað er umfang þess- ara mála mjög misjafnt og hve langan tíma rannsókn þeirra tekur. Sum kalla á mikla vinnu en önnur mál eru léttari. Í rann- sóknum hefur á stundum aðeins tekist að komast í yfirborð mál- anna; upplýsa þau en það hefur ekki náðst í ræturnar eða komast ofar í sölupýramídann, til dæmis í fíkniefnamálunum. Þar viljum við ná betri árangri,“ segir Grímur og heldur áfram: Mansalsmál í brennidepli „Tengsl Íslands við erlenda glæpastarfsemi blasa við í sumum efnum, svo sem varðandi innflutn- ing fíkniefna. Slíkt á einkum við um amfetamín og kókaín. Fram- leiðsla hér innanlands á kannabis, sem er orðin talsverð, nær að mestu að sinna íslenska mark- aðinum. Nokkuð margar verk- smiðjur eða ræktunarstöðvar kannabis voru teknar niður fyrir nokkrum árum en auðvitað spretta alltaf upp nýjar. Með nýju skipulagi rannsókna getum við vonandi komið betur í veg fyrir þetta.“ Mansal og vændi eru nokkur hluti þeirra verkefna sem í dag koma til kasta rannsóknarlög- reglumanna. Þá ber að taka fram að rannsókn þessara mála er flók- in, því angar þeirra liggja víða. Hjá lögreglunni eru t.d. grun- semdir um að hingað komi menn til starfa til dæmis í byggingar- iðnaði sem séu gerðir út á vegum mansalshringja erlendis. „Já, við höfum að minnsta kosti látið okkur detta slíkt í hug. Hér á deildinni er sérstakur fulltrúi í mansalsmálum sem hefur m.a. kannað stöðuna þar sem stór- framkvæmdir standa yfir. Ferða- þjónustan hefur einnig verið til skoðunar og í þessari vinnu höfum við haft stéttarfélögin með okkur, ríkisskattstjóra, Vinnueftirlit og fleira. Hins vegar hefur enn ekk- ert staðfest komið út úr þessu, það er sönnun á mansali sem leiðir af sér ákæru og síðar dóm. Með nýj- um aðferðum í rannsóknum og þekkingu getum við kafað dýpra í mansalsmál,“ segir Grímur og bætir við að síðustu: „Hugsunin með starfsemi þessarar deildar er að lögregla sé betur í stakk búin til að takast á við þá starfsemi og fylgja eftir þróun málanna. Þarna búum við m.a. að því að því að hafa góð tengsl við Europol, löggæslu- stofnun Evrópu, sem er stór gagnabanki sem við getum leitað til við rannsókn flókinna mála. Við höfum líka tengilið þar, Karl Steinar Valsson, sem áður var yf- irmaður fíkniefnadeildarinnar hér heima. Og galdurinn í þessu öllu er einmitt sá að hafa með sér góð- an mannskap sem hefur svigrúm, reynslu og þekkingu til þess að rannsaka brot sem verða æ skipu- lagðari.“ Grímur Grímsson stýrir rannsóknardeild skipulagðra glæpa hjá LRH Morgunblaðið/Júlíus Lögreglan Rannsaka brot sem verða æ skipulagðari, segir Grímur. Viljum ofar í pýramídann  Grímur Grímsson á að baki langan feril í lögreglunni, m.a. sem aðalvarðstjóri. Starfaði og Ríkislögreglustjóra og seinna Sérstökum saksóknara við rannsókn efnahagsbrota eftir hrun. Með meistarapróf í reikn- ingshaldi og endurskoðun.  Mun veita deild skipulagðrar glæpastarfsemi forstöðu í 6-12 mánuði eða á meðan fastur farvegur þar mótast. Hver er hann? Jón Þórisson jonth@mbl.is „Ég held að þetta geti verið mjög já- kvætt og áhugavert. Hins vegar undirstrikar þetta hve aðkallandi það er að laga núverandi aðkomu og afgreiðslu í flugstöðinni. Eins og staðan er núna gæti flugvöllurinn engan veginn höndlað slíka starf- semi,“ segir Skúli Mogensen, for- stjóri WOW air. Hann segir jafn- framt að verkefni sem varða lausn á álagi flugstöðvarinnar hljóti að verða framar þessu í forgangsröðinni. Eins og fram kom í frétt Morgun- blaðsins á laugar- dag hafa banda- rísk stjórnvöld tilkynnt að Flug- stöð Leifs Eiríks- sonar sé komin á lista yfir flugvelli þar sem mögu- legt er að taka upp bandaríska toll- og vega- bréfaskoðun. Verði heimildin nýtt mun allt eftirlit sem jafnan hefur far- ið fram við komu til Bandaríkjanna fara fram á Keflavíkurflugvelli. Í fréttinni er haft eftir Birni Óla Haukssyni, forstjóra Isavia, að í þessu felist yfirlýsing um að banda- rísk stjórnvöld treysti því eftirliti sem hér sé viðhaft. Jafnframt að þetta kalli á að í framtíðaráformum flugvallaryfirvalda verði að hafa hliðsjón af þessu. Þá segir einnig að laga þurfi þá aðstöðu sem Isavia hef- ur í hyggju að byggja upp á Kefla- víkurflugvelli að þeim kröfum sem þessari heimild fylgja. Margir sækjast eftir heimild Í frétt blaðsins kom fram að marg- ir flugvellir í Evrópu hefðu í hyggju að sækjast eftir sams konar heimild og þannig yrði þetta fyrirkomulag meðal annars tekið upp á Arlanda- flugvelli í Svíþjóð á árinu 2018. Sömuleiðis sagði að heimildin fæli ekki í sér skuldbindingu af hálfu ís- lenskra yfirvalda. Þá er einnig haft eftir Birni Óla Haukssyni að taka muni töluverðan tíma að fara yfir málið en ljóst sé að ef af þessu verði þurfi stjórnvöld beggja ríkja að undirrita sérstakan milliríkjasamn- ing varðandi eftirlitið. Leitað var viðbragða forsvars- manna Icelandair vegna málsins en þeir vildu ekki láta hafa neitt eftir sér um það á þessu stigi. Flugstöðin réði ekki við verkefnið  Segir tollafgreiðslu fyrir flug til Bandaríkjanna ekki forgangsmál eins og staðan er Skúli Mogensen Hrafn Pálsson, fyrrver- andi skrifstofustjóri og hljómlistarmaður, lést miðvikudaginn 2. nóv- ember, 80 ára að aldri. Hrafn var fæddur í Reykjavík 17. maí 1936, sonur hjónanna Mar- grétar Árnadóttur (1907-2003) og Páls Kr. Pálssonar (1912-1993), organista í Hafnarfirði. Hrafn ólst að mestu upp í Reykjavík en bjó um tíma í Stokkhólmi, Kaupmannahöfn og Edinborg á meðan faðir hans stundaði þar orgelnám. Hann var í grunnskóla í Reykjavík, Hafnarfirði og á Núpi. Hann stund- aði nám við Menntaskólann á Akur- eyri en hætti því til að sinna tónlist- inni. Síðar lauk hann námi frá öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð. Hann lauk BS-gráðu ár- ið 1979 og MA-gráðu í félagsráðgjöf árið 1981 frá Adelphi University í Garden City í New York. Hrafn starfaði í heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu frá árinu 1981, fyrst við forvarnir vímuefna en lengst af sem deildar- stjóri og síðar skrif- stofustjóri öldrunar- mála, þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Hrafn var mikil- virkur tónlistarmaður og mjög áberandi í tónlistarlífinu á ár- unum 1960-1980. Hann lék á píanó og bassa með ýmsum hljómsveitum auk sinnar eigin. Hrafn var ötull baráttumaður um bættan hag hljóm- listarmanna, sæmdur gullmerki FÍH, sat um árabil í stjórn Stefs, einn stofnenda Freeport-klúbbsins, var virkur í Rótarýklúbbnum Breið- holti og var Paul Harris-félagi þar. Eftirlifandi eiginkona Hrafns er Vilborg G. Kristjánsdóttir, fædd 1930. Fóstursonur er Jóhann Gísli Jóhannsson, fæddur 1968. Sonur Hrafns úr fyrra hjónabandi er Halldór, fæddur 1960. Útför Hrafns verður gerð frá Neskirkju þriðjudaginn 15. nóvem- ber næstkomandi klukkan 13. Andlát Hrafn Pálsson Gísli Ásgeirsson bar sigur úr býtum á Íslandsmótinu í skrafli sem haldið var á bókasafni Menntaskólans í Reykjavík um helgina. Benedikt G. Waage hafnaði í öðru sæti og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir í því þriðja, en alls voru þátttakendur 17 talsins og voru spilaðar tíu umferðir. Keppnin var æsispennandi og réðust úrslit í síðustu umferð þar sem Gísli sigraði Hildi, sem þá féll niður í þriðja sæti keppninnar. Gísli hafnaði í fyrsta sæti skraflmótsins Skrafl Benedikt, Gísli og Hildur með verð- launin sín á Íslandsmótinu í gærkvöldi. Tveir voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur við gatnamót Kársnes- og Sæbólsbrauta í Kópa- vogi í fyrrinótt. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliði hafnaði bifreiðin á staur, en tildrög þess eru ekki ljós. Ökumaður og farþegi sem voru í bifreiðinni hlutu ekki alvarlega áverka en þau voru þó send til læknis til aðhlynningar og eftirlits. Tveir slasaðir eftir árekstur á staur Ljósmynd/Jarek G. Árekstur Frá vettvangi í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.