Morgunblaðið - 07.11.2016, Page 20

Morgunblaðið - 07.11.2016, Page 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2016 ✝ Guðrún Hjalta-dóttir fæddist á Hólmavík 11. mars 1936. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Ísa- fold 30. október 2016. Foreldrar henn- ar voru hjónin Hjalti Einarsson, f. 1889, d. 1952, og Helga Frímanns- dóttir, f. 1896, d. 1955. Systkini Guðrúnar voru Lúðvík, f. 1924, d. 1953, og Kristbjörg Nína, f. 1925, d. 2007. Guðrún giftist 1957 Jóni Kristinssyni, f. 1935, d. 1985. Foreldrar hans voru hjónin Kristinn Jóhannesson, f. 1904, d. 1986, og Anna Sigrún Jónsdóttir, f. 1904, d. 1982. Börn Guðrúnar og Jóns eru: 1) Helga, f. 1956, maki Ástvaldur Kristinsson, f. 1955, börn þeirra eru: a) Agnes, f. 1976, maki Karl Ágúst Guðmundsson, f. 1976, og eiga þau tvö börn, Elmu Lind, f. 2004, og Krist- ófer Mána, f. 2006. b) Katla, f. urs þegar hún flutti til Reykja- víkur með foreldrum sínum. Guðrún missti foreldra sína og bróður ung og var alla tíð í mjög nánu sambandi við systur sína, Nínu. Guðrún og Jón byggðu sér raðhús á Otrateig í Reykjavík og bjuggu þar nær allan sinn búskap. Eftir að hún varð ekkja flutti hún á Háaleit- isbraut og bjó þar þangað til heilsu hennar hrakaði og hún þarfnaðist meiri þjónustu. Guð- rún var heimavinnandi fyrstu hjúskaparárin á meðan börnin voru ung. Eftir að hún fór á vinnumarkaðinn vann hún lengst af sem aðstoðarmaður skólatannlækna í Reykjavík og síðar sem deildarstjóri skóla- tannlækna á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Guðrún hafði yndi af ferðalögum og ferðaðist víða innanlands sem utan ásamt eig- inmanni sínum og börnum. Einnig hafði Guðrún mikinn áhuga á brids.. Útför Guðrúnar fer fram frá Áskirkju í dag, 7. nóvember 2016, kl. 13. 1978, giftist Ævari Magnússyni, f. 1976, þau skildu, börn þeirra eru Klara, f. 2006, og Breki, f. 2007. Fyr- ir átti Katla Daníel Helga Arnarson, f. 1996. c) Jón Gauti, f. 1991. 2) Lúðvík Hjalti Jónsson, f. 1959, maki Gerður Gústavsdóttir, f. 1960, börn þeirra eru: a) Guð- rún Ásta, f. 1995, og b) Gústav, f. 2000. 3) Kristinn Rúnar Jóns- son, f. 1964, maki Svava Mar- grét Ingvarsdóttir, f. 1966, dætur þeirra eru: a) Berglind Jóna, f. 1984, sambýlismaður Birkir Sigurðarson, f. 1985, börn þeirra eru Karen Helga og Kári Kristinn, f. 2015. b) Birna Sif, f. 1990, og c) Hjördís Inga, f. 1996, sambýlismaður Halldór Hrannar Halldórsson, f. 1994, dóttir þeirra er Bryndís Vaka, f. 2015. Guðrún fæddist á Hólmavík og ólst þar upp til 10 ára ald- Mín yndislega og ástkæra tengdamóðir hefur nú slitið jarð- vistarböndin og vafalaust hvíld- inni fegin. Yndislegri tengdamóð- ur hefði ég ekki getað fengið, svo hjartahlý og góð. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Kærleikskveðja, Svava Margrét. Ég kynntist Dúnnu, tengda- móður minni, fyrir um það bil 25 árum þegar ég kom inn í fjöl- skyldu hennar. Þá var hún orðin ekkja og hafði komið sér upp fal- legu heimili á Háaleitisbraut. Þar minnist ég sérstaklega glæsilegra matarboða á jóladag til margra ára þar sem fjölskyldan kom sam- an. Ég dáðist að því hvað hún var dugleg og rösk kona sem kom miklu í verk. Eftir fullan vinnu- dag vílaði hún ekki fyrir sér að keyra á milli staða og heimsækja börnin sín, vinkonur, fara á kaffi- hús eða útrétta og fór hratt yfir. Dúnna var hæglát að yfir- bragði og bar ekki tilfinningar sínar á torg. Hún sagði mér frá uppvaxtarárum sínum á Hólma- vík en þaðan átti hún góðar bernskuminningar. Hún missti báða foreldra sína og bróður þeg- ar hún var á unglingsaldri og eig- inmann sinn langt fyrir aldur fram. Þessi áföll hafa án efa mót- að líf hennar. Hún fór snemma að vinna fyrir sér og kynntist harðri lífsbaráttu þess tíma. Dúnna var glæsileg kona og ávallt vel tilhöfð. Hún hafði gam- an af að kaupa sér ný föt og voru skór og veski í sérstöku uppá- haldi. Hún fylgdist vel með fata- kaupum annarra í fjölskyldunni og hafði gjarnan orð á því þegar henni fannst hafa tekist vel til í þeim efnum. Þegar hún veiktist fyrir um 10 árum tók hún veikindum sínum af miklu æðruleysi. Hún kvartaði ekki og tókst ótrúlega vel á við þær breytingar sem hún þurfti að sætta sig við þegar heilsu hennar fór að hraka. Hún var þakklát fyr- ir þá aðstoð sem hún fékk og var sátt við sitt. Hún notaði hvert tækifæri sem gafst til að njóta samverustunda með fjölskyld- unni allt fram á síðasta dag. Hún lét sér annt um afkomendur sína, fylgdist vel með því sem þeir tóku sér fyrir hendur og var umhugað um að þeim vegnaði vel. Dúnna fylgdist ávallt vel með þjóðfélags- umræðum og lét stórleiki í íþrótt- um ekki fram hjá sér fara. Hún var alltaf með stöðuna í Pepsi- deildinni á hreinu. Undanfarið eitt og hálft ár bjó hún á hjúkrunarheimilinu Ísa- fold. Þar átti hún einstaklega hlý- legt heimili sem bar vott um smekkvísi hennar en hún hafði næmt auga fyrir fallegum hlut- um. Að leiðarlokum þakka ég tengdamóður minni samfylgdina. Minningin um góða konu lifir. Gerður Gústavsdóttir. Elsku amma Dúnna hefur nú kvatt þennan heim og farið á vit nýrra heimkynna. Upp í hugann koma fallegar og góðar minning- ar um samverustundir. Heima hjá ömmu var alltaf snyrtilegt og hafði hún ánægju af því að hafa fallegt í kringum sig. Það var allt- af gott að koma í heimsókn og ræða málefni líðandi stundar, enda fylgdist amma vel með því sem gerðist í kringum hana. Hún hafði mikinn áhuga á því sem við, barnabörnin, tókum okkur fyrir hendur og spurði undantekning- arlaust hvernig okkur vegnaði í námi og starfi. Ég var heppin að geta gengið til ömmu meðan ég var í Verzló, þá dekraði hún við mig. Á Háaleitisbrautinni fékk ég að leggja mig í sjónvarpssófan- um, læra í ró og næði eða bara gera það sem ég vildi. Amma var ráðagóð og sagði hlutina eins og þeir voru eða alla- vega eins og henni fannst þeir vera. Hún var hreinskilin og kom skoðun sinni ávallt pent á fram- færi. Amma var dama fram í fing- urgóma, hún var alltaf vel til höfð og glæsileg, hélt sinni reisn þrátt fyrir veikindi síðustu árin. Það var alltaf gaman að sýna ömmu nýjustu flíkurnar í fataskápnum enda hafði hún mikinn áhuga og lét álit sitt gjarnan í ljós. Ég kveð ömmu með söknuði en jafnframt þakklæti fyrir allar góðu minningarnar. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Guðrún Ásta Lúðvíksdóttir. Guðrún Hjaltadóttir  Fleiri minningargreinar um Guðrúnu Hjaltadótt- ur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Auðunn S. Hin-riksson fæddist í Reykjavík 4. júní 1943. Hann lést á Landspítalanum 26. október 2016. Foreldrar hans voru Hinrik Guð- mundur Auðunsson verzlunarmaður, f. 17.9. 1905 í Hafn- arfirði, d. 14.6. 1950, og Kornelía Sigríður Kristinsdóttir, skrif- stofustúlka, f. 19.9. 1911 í Reykja- vík, d. 18.12. 1992. Hinrik (Hinni) og Kornelía (Konný) eignuðust tvö börn; Auðun og Guðrúnu Hin- riksdóttur, f. 27.2. 1942. Eig- inmaður hennar er Haukur Hann- esson og eiga þau fimm börn. Auðunn kvæntist 16.11. 1968 Helgu Halldórsdóttur, f. 15.9. 1942 á Akranesi. Auðunn og Helga eignuðust saman fjögur börn, þau eru: 1. Margrét, f. 15.9. 1967, eiginmaður hennar er Birg- ir Haraldsson, f. 11.10. 1965, og eiga þau saman þrjú börn; a) Har- aldur, f. 16.7. 1991; b) Bryndís Helga, f. 26.11. 1992; c) Konný að eignast eitt langafabarn; Kol- brún Ósk f. 21.4. 2014 sem er dótt- ir Bryndísar Helgu og Axels Björns Clausen. Auðunn og Guðrún systir hans ólust upp hjá móður sinni í Reykjavík. Faðir hans lést þegar Auðunn var sjö ára. Auðunn var sendill á hjóli hjá Prentsmiðjunni Eddu og Melabúðinni, einnig hrópaði hann „sælgæti, sígar- ettur og vindlar, dómarinn svindl- ar“ á Melavellinum. Auðunn var í sveit nokkur sumur á Uppsölum. Hann gekk í Verzlunarskóla Ís- lands eftir Landspróf og útskrif- aðist þaðan með verzlunarpróf. Ungur stóð hann vaktina í Herra- deild P & Ó þar til hann tók þátt í Síldarævintýrinu á Seyðisfirði þar sem hann hitti ástina sína, hana Helgu á planinu hjá Neptún. Auðunn og Helga hófu búskap í Reykjavík og stofnuðu heimili sem stækkaði ört. Á fyrstu bú- skaparárunum vann Auðunn hjá Ríkisskattstjóra, síðan á Patreks- firði í Samvinnubankanum. Þegar þau fluttu aftur til Reykjavíkur starfaði hann við bókhaldsstörf þar til hann gerðist verzl- unarmaður og þau hjónin ráku Svarta svaninn í 22 ár. Eftir það hóf hann sendibílarekstur og vann við það fram á síðasta dag. Útför hans fer fram frá Há- teigskirkju í dag, 7. nóvember 2016, klukkan 13. Lára; f. 5.12. 1996. 2. Hinrik, f. 8.5. 1969, eiginkona hans er Nuanchan Phiatc- han, f. 29.6. 1976 og eiga þau saman eitt barn; a) Natalía Tunjeera, f. 24.9. 2007. 3. Hulda Kar- en, f. 30.10. 1973, eiginmaður hennar er Ríkharður Traustason, f. 31.3. 1968, Hulda Karen á; a) Sara Rut Kjartansdóttir, f. 18.12. 1996, saman eiga þau b) Svandís Rós, f. 7.6. 2000. Að auki á Ríkharður: a) Sigríður Ólöf, f. 12.3. 1986; b) Sindri, f. 5.9. 1993; c) María, f. 20.7. 1995. 4. Auðunn Sigurður, f. 28.9. 1978, eiginkona hans er Gerður Marísdóttir, f. 12.9. 1978, og eiga þau þrjú börn saman: a) Oliver Nói, f. 31.12. 2005; b) Lúk- as Tumi, f. 21.5. 2008; c) Tinna Mjöll, f. 29.10. 2010. 5) Skúli, f. 23.3. 1969, er sonur Auðuns og Kristínar Norðmans, börn hans eru; a) Kamilla Stjarna, f. 11.5. 2005; b) Vignir Sigur, f. 21.7. 2006. Auðunn var svo gæfusamur Ó, elsku hjartans Auðunn minn, mikið hvað ég sakna þín. Þetta hefur verið svo erfiður tími. Ég er alltaf að bíða eftir því að þú komir heim. Sakna svo nærveru þinnar, kossanna og knúsanna sem þú varst svo óspar á. Ég ylja mér við yndislegar og fallegar minningar okkar með börnunum okkar sem hafa verið hjá mér og hjálpað mér mikið, þessar elskur. Þú varst svo traustur og yndis- legur, elsku ástin mín. Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum, það yrði margt, ef telja skyldi það. Í lífsins bók það lifir samt í minnum, er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita, stóra hjarta, þá helgu tryggð og vináttunnar ljós, er gerir jafnvel dimma daga bjarta, úr dufti lætur spretta lífsins rós. (MJ) Útgeislun þín er eins og geislar sólarinnar. Hún lýsir upp eins og stjarna á himninum, þar sem Guð annast þig. Í dag brestur strengur í brjóstum okkar því þú ert ekki lengur hjá okkur. En minning þín lifir í hjörtum okkar og í hugsunum okkar um aldir alda. (Þýð.: Guðmunda Arnardóttir) Þín ástkæra eiginkona, Helga Halldórsdóttir. Elsku besti pabbi, mín fyrir- mynd. Ekki átti ég von á að þessi dagur myndi renna upp þar sem þú hyrfir úr mínu lífi, mér fannst þú bara alltaf eiga að vera til stað- ar. Sú er nú raunin og mikið þakka ég fyrir allar þær gæða- stundir sem við áttum saman . Sérstaklega eru mér minnis- stæðir allir bíltúrarnir sem fórum saman til að skoða hitt og þetta , þar ræddum við allt milli himins og jarðar en oftast enduðum við í umræðum um bíla, bílnúmer og bíltegundir. Alltaf þótti mér gam- an að fara með þér og loka sjopp- unni seint á kvöldin þar sem ég fékk mín verkefni, mér fannst ég svo fullorðinn að fá að bröltast þetta með þér, seinna fékk ég svo stærra hlutverk og hjálpaði til við reksturinn á Svarta svaninum. Alltaf stóðstu við bakið á mér hvað sem ég tók mér fyrir hend- ur, þú leyfðir mér að gera mistök og læra af þeim undir vökulum augum þínum. Ráðin þín til mín í gegnum tíðina hef ég haft að leið- arljósi og þau hafa gert mig að þeim manni sem ég er í dag. Yndislegri afa og tengdapabba er ekki hægt að hugsa sér. Alltaf hlökkuðum við til að fá þig og mömmu í heimsókn, krakkar biðu með andlitin límd við gluggann og hlupu af stað út um leið og til ykk- ar sást og fögnuðu komu ykkar. Það var svo gaman að eiga all- ar þessar frábæru stundir í sum- arbústaðnum „okkar“ þar sem við tókum ákvarðanir um hvaða tré ætti að fella, hvar ætti að mála næst, hvar þarf að skipta um spýtur og þess háttar. Elsku besti pabbi, alltaf mun ég varðveita þessar góðu stundir í hjarta mínu. Auðunn S. Auðunsson. Elsku besti afi. Okkur finnst svo sárt að þú hafir þurft að fara til englanna og að við sjáum þig ekki aftur. Við eigum svo margar ljúfar og góðar minningar með ykkur ömmu eins og öll skemmtilegu jólaboðin hjá ykkur og allar skemmtilegu stundirnar þegar þið pössuðu okkur. Eitt skiptið þegar við gist- um hjá ykkur gaf amma okkur snakk sem Lúkasi fannst ekki gott og þá gerðir þú þér lítið fyrir og bauðst Lúkasi á rúntinn, bara þið tveir, þar sem hann fór með þér í búðina að kaupa annað snakk sem Lúkasi fannst gott. Lúkasi fannst svo vænt um þetta og það var svo mikið sport að fá að vera einn með afa og fara í búðina eftir kvöldmat. Okkur finnst mjög fallegt af ykkur að hafa leyft okkur að fá sumarbú- staðinn ykkar lánaðan á sumrin og það var alltaf svo mikil til- hlökkun að fá ykkur í heimsókn og sýna ykkur hvað við vorum bú- in að vera dugleg að hjálpa til við að mála, snyrta tréin, grasið og svo auðvitað að sýna ykkur nýjar leynileiðir sem pabbi bjó til með okkur. Svo var grillað og stund- um pottafjör. Þú varst alltaf svo hjálpsamur að keyra okkur á fót- boltamót og í afmæli og fleira þegar mikið var að gera hjá mömmu og pabba. Oliver Nói man alltaf eftir því þegar þú keyrðir hann á fótboltaleik þar sem hann keppti með Fram á móti Haukum og þeir gerðu jafn- tefli 2:2 . Þetta var merkilegur leikur að því leyti að þetta var eina stigið sem þeir fengu á þessu móti og Oliver Nói kallaði þig lukkudýrið þeirra eftir þetta og hefði gjarnan viljað fá þig á fleiri leiki. Elsku afi, takk fyrir allt fót- boltaspjallið og fyrir fánabókina sem ég varðveiti vel. Tinna Mjöll man þegar þú kallaðir hana alltaf „Fröken Fix“ og varst alltaf svo góður og hlýr ,fyndinn og skemmtilegur. Okkur finnst svo dýrmætt þegar þið amma komuð í mat til okkar kvöldið áður en þú fórst á spítalann. Elsku afinn okkar, við söknum þín og elskum þig og munum allt- af varðveita allar góðu minning- arnar okkar saman. Oliver Nói , Lúkas Tumi og Tinna Mjöll. Elskulegur bróðir minn er fall- inn frá. Það er sárt að sjá á eftir þessum glæsilega og góða manni sem hann var. Auðunn hefur alla tíð verið stór partur af lífi mínu og fjölskyldu minnar. Ég á eftir að sakna símtalanna frá honum, þar sem hann spurði hvort það væri kaffi á könnunni, þau hjón væru stödd í nágrenninu og lang- aði í kaffisopa. Það var alltaf gam- an að fá þau í kaffisopa og spjall. Við Haukur áttum margar ógleymanlegar stundir með þeim hjónum, bæði heima og í ferðum til Spánar og Kanaríeyja, enda þau hjón frábærir ferðafélagar. Þau hjón voru mjög samrýnd og samtaka í að gera allt það besta fyrir fjölskylduna. Ógleymanleg- ar voru allar helgarferðirnar sem við systkinin og fjölskyldur okkar áttum í sumarbústað þeirra hjóna, þar sem allir skemmtu sér vel. Þar var grillað, farið í leiki, bæði inni og úti, farið í heita pott- inn og fleira. Þeir sem ekki höfðu svefnpláss inni í bústaðnum voru í tjöldum og fellihýsum. Allir fóru glaðir heim eftir skemmtilegar helgar. Elsku Helga og fjölskylda, við Haukur sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja ykk- ur í þessari miklu sorg. Hvíldu í friði, elsku bróðir. Þín systir, Guðrún. Mig langar að minnast, með fá- einum orðum, Auðuns (frænda) sem féll frá alltof fljótt. Auðunn var einstaklega hlýr og skemmtilegur maður með ákveðnar skoðanir. Ég mun aldrei gleyma hversu vel hann reyndist mér þegar ég var lítil stelpa, enda var hann í miklu uppáhaldi hjá mér. Auðunn skilur eftir sig stórt skarð. Elsku Helga og fjölskylda, missir ykkar er mikill. Megi Guð gefa ykkur styrk í sorginni. Elísabet. Auðunn Sigurður Hinriksson  Fleiri minningargreinar um Auðun Sigurð Hinriks- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna fráfalls elsku móður okkar, HREFNU EINARSDÓTTUR, Núpalind 8, áður Skólagerði 18 í Kópavogi. . Stefanía María og Sigríður Jóna Ólafsdætur. Yndisleg sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamamma, amma og langamma, KARLOTTA SIGRÍÐUR GUÐFINNUDÓTTIR, Engjahlíð 1, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans 26. október. Jarðarför fer fram frá Bústaðakirkju 8. nóvember klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Líknarsjóð Brunavarðafélags Reykjavíkur, reikn. nr. 0515-26-112225, kt. 460279 0469. . Jón Valgeir Björgvinsson Guðfinna Sif Gunnlaugur Anna Dóra Bergþóra Jóhann Haukur Herborg Sigríður Brynjar Sigurður Jónas Björk barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.