Morgunblaðið - 07.11.2016, Side 29

Morgunblaðið - 07.11.2016, Side 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2016 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar HACKSAW RIDGE 5.20, 8, 10.45 (P) DR. STRANGE 3D 8, 10.30 TRÖLL 2D ÍSL.TAL 6 BRIDGET JONES’S BABY 5.30, 8, 10.25 POWERSÝNING KL. 22.45 Miðasala og nánari upplýsingar Glæpasagan Grimmd erönnur frásagnarmyndupprennandi kvikmynda-gerðarmannsins Antons Sigurðssonar í fullri lengd. Anton nam leikstjórn og framleiðslu við Kvikmyndaskóla Íslands og hefur greinilega brennandi áhuga á fag- inu. Með elju og drífandi ástríðu fyrir listsköpun sinni réðist hann í gerð metnaðarfullrar frumraunar og frumsýndi hrollvekjuna Grafir og bein í kvikmyndahúsum hér- lendis haustið 2014. Handrit þeirr- ar myndar var þó fallvalt, svo að heildarútkoman rann að mestu út í sandinn. Antoni tekst heldur betur upp að þessu sinni þótt annmarkar á frásagnarfléttu og framvindu séu aftur Akkilesarhæll heildarinnar. Grimmd er málsmeðferðardrama sem hefst á því að tvær barnungar systur finnast myrtar á snjóbreiðu í Heiðmörk, tveimur sólarhringum eftir að þær hurfu sporlaust af leikvelli í Árbænum. Óhug slær á þjóðina, sem fylgst hefur grannt með leitinni að systrunum, og spjótin beinast að lögreglunni, sem hefur fáar haldbærar vísbendingar og nánast engin sönnunargögn til að byggja á. Málið er í höndum tveggja reyndra rannsóknarlög- reglumanna, þeirra Eddu Davíðs- dóttur (Margrét Vilhjálmsdóttir) og Jóhannesar Schram (Sveinn Ólafur Gunnarsson), en þau neyð- ast til að velta við hverjum steini í leit að svörum og byrja á að kalla inn alla þekkta og áður dæmda níðinga sem brotið hafa á börnum. Þrátt fyrir að þau séu bæði stað- ráðin í að leysa málið tekur að hrikta í samstarfinu og stoðum réttvísinnar þegar málið heldur áfram að vinda upp á sig og drag- ast á langinn. Draugar fortíðar fara á stjá og ýfa upp gömul sár og þegar þjóðin ókyrrist enn frek- ar fer að örla á múgæstum norna- veiðum og óttadrifnum hefndar- þorsta. Þá er voðinn vís og góð ráð dýr. Mikil rannsóknarvinna Mikil rannsóknarvinna liggur að baki handritinu og sögunni. Lög- reglan veitti ráðgjöf og bauð leik- urum og tæknifólki að fylgjast með framkvæmd rannsókna og verklagi við yfirheyrslur. Einnig fengu aðstandendur greinargóða innsýn í starf meinatækna og ann- arra tæknimanna við öflun og úr- vinnslu ýmiss konar sönn- unargagna. Fyrir vikið fylgir handritið eiginlega starfsháttum lögreglu of raunsæislega eftir þannig að sagan verður ekki mjög grípandi og flæði ekki nógu gott. Lögreglan þarf vissulega að elta uppi alla áðurdæmda níðinga í svona viðkvæmum málum þegar sönnunargögnin eru ekki afgerandi en nákvæmar útilokunaraðgerðir með ótal öngstrætum eru einar og sér ekki nægilega spennandi upp- lag að góðri sakamálamynd. Frá- sögnin verður rislítil og næstum langdregin því hún er keyrð á svipuðum takti út í gegn og mikið er um óþarfa útskýringar og vafst- ur. Flétta myndarinnar er einnig frekar almenn eins og í form- úlubyggðum framhaldsþáttaserí- um. Myndin er vel gerð og dramað sannfærandi en ekki eftirminnilega sértækt. Betra hefði verið að leggja út af framandlegri glæp sem væri ráðgáta í sjálfum sér eða kenjóttari, sérvitrari aðal- söguhetjum til að brydda upp á hádramatískt raunsæið eins og til dæmis var gert í Mýrinni (2006). Efniviður myndarinnar er við- kvæmur og vandmeðfarinn en leik- stjóri og leikarar nálgast hann af nærgætni sem einkennist af djúpu, óhvikulu og áræðnu innsæi. Út frá mannlegri samkennd er rýnt í or- sakir og afleiðingar viðurstyggi- legs níðingsskapar á fórnarlömb, aðstandendur þeirra og samfélagið í heild. Sagan varpar ljósi á það hvernig illrjúfanlegur grimmur vítahringur viðheldur sér þar sem flestir níðingar voru sjálfir brota- þolar í æsku. Þessi fórnarlömb verða síðar óforbetranlegir úlfar í sauðagæru sem bera ósýnileg ör og þurfa dag hvern að kljást í leynd við hamlandi persónu- leikabresti um leið og þeir leita að ást og viðurkenningu annarra, oft dreymandi um skilorð og annað tækifæri. Margar eftirminnilegar senur Helstu persónur myndarinnar eru vel skapaðar og gæddar átakan- legum tilfinningum og innra sálar- stríði þar sem angist, harmur og heift eru ytri tjáningarmyndir rot- innar innri kviku þöggunar og myrkra fjölskylduleyndarmála. Leikstjórinn heldur ágætlega utan um þennan nokkuð stóra hóp per- sóna og leikurunum er gefið gott andrúm til að gera hlutverkum sínum frámunalega góð skil. Fyrir vikið eru margar sterkar og eftir- minnilegar senur í myndinni. Sveinn Ólafur fer á kostum í við- sjárverðum yfirheyrslum og frammistaða Margrétar Vilhjálms er sannfærandi út í gegn en hún er einna tilþrifamest í spennu- þrungnustu senu myndarinnar þar sem hún sækir heim tvo skugga- lega sambýlinga sem báðir kalla sig Jón. Hannes Óli Ágústsson á leiksigur í hlutverki einfeldnings- ins Magna þar sem hann pukrast um og liggur á meinfýsnum gægj- um í íþróttahúsi barnaskóla. Sam- skipti Magna við móður sína, leikna af Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, eru einnig krassandi. Pétur Óskar Sigurðsson sýnir meistaratakta í hlutverki samfélagslega olnboga- barnsins Andra, sem gengur hálf- brösulega að fóta sig í lífinu. Nær- vera hans og ásjóna á skjánum fær ein og sér á áhorfendur. Atli Rafn Sigurðsson og Salóme Gunnars- dóttir gera sínum persónum einnig góð skil þótt aðstæður þeirra séu stundum svolítið klisjukenndar. Kvikmyndatakan er frambæri- leg, áferðarfögur og skýr. Mikið ber á áhrifaríkum nærmyndum af svipbrigðamiklum andlitum eða enn ýktari nærmyndum af ákveðnum líkamshlutum fórnar- lamba. Fallegar yfirlitsmyndir af borgarlandslaginu fangaðar með drónum létta svo á nárýni nær- myndanna. Sviðsmyndir og förðun eru vel heppnuð og raunsæ án þess að verða of ágeng og miðla stóískri hluttekningu og virðingu fyrir viðfangsefninu. Talsetning myndarinnar stingur svolítið í stúf en á móti kemur að hvert sagt orð heyrist greinilega. Annmarkar í handriti eru eins og fyrr segir helsti Akkilesarhæll heildarinnar en að sama skapi líða yfir tjaldið margar afar eftirminnilegar og vel leiknar senur. Þær virka eins og ljóslifandi raunsannar örsögur sem skyggnast inn í rotin samfélags- mein, þar sem meinlegar illa upp- rætanlegar fýsnir grassera, bak við luktar dyr og í fylgsnum brost- inna sála. Harmur, heift og hatur Grimmd „Frammistaða Margrétar Vilhjálms er sannfærandi,“ segir rýnir. Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Grimmd bbbnn Leikstjórn og handrit: Anton Sigurðs- son. Stjórn kvikmyndatöku: Árni Fil- ippusson. Klipping: Árni Freyr Haralds- son. Leikmyndahönnun: Halla Þórlaug Óskarsdóttir. Förðun: Sandra María Ás- geirsdóttir. Aðalhlutverk: Margrét Vil- hjálmsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnars- son, Júlíana Sara Gunnarsdóttir, Hannes Óli Ágústsson, Salóme Gunnarsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Pétur Óskar Sigurðsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir. 104 mín. Ísland, 2016. HJÖRDÍS STEFÁNSDÓTTIR KVIKMYNDIR Mikið var um tón-sögudýrðir í Hall-grímskirkju á laug-ardag þegar Te Deum Charpentiers var Íslandsfrumflutt í heild sinni ef að líkum lætur – litlum 324 árum eftir tilurðartíma. Og má merkilegt heita þegar jafnvel klass- íkfráhverfustu hlustendur kannast a.m.k. við inngangsstefið, er hljóm- ar í hvert sinn sem efni úr Evr- óvisjón (þ. á m. popplagakeppnin al- fræga) guðar á sjónvarpsskjái landsmanna. Í alla staði glæsilegt miðbarokkverk er ber aldur sinn vel. Hitt er svo annað mál að upp- haflegt tilefni þess tengdist feðra- veldislægu ofbeldi. Nefnilega orr- ustunni við Steenkerque á Niðurlöndum 1692 þegar almættið „hélt með“ Frökkum í Níu ára stríð- inu. Á sinn hátt hrópleg misbeiting á fornum helgitexta Ambrósíusar kirkjuföður frá 4. öld, þótt algeng væri á einveldistímum barokksins þegar vel þótti vegna á vígvelli. Allt um það var sérstök unun að þessum tónflutningi; að mestu undir formerkjum upprunatúlkunar fyrr- um Alþjóðlegu barokksveitarinnar í Haag er nú mun kennd við guðshús passíuskáldsins. Aðeins eitt gat skert fullkomna ánægju hlustenda, og það var gímaldsheyrð vettvangs- ins er sem kunnugt bræðir hraðasta tónflúrsferli í nánast gráan graut þegar á nálægustu áheyrnar- bekkjum. Að því leyti komu kórkafl- ar hinnar stuttu Messu Bachs í F- dúr frá 1738 hlutfallslega verst út. Annars lét hrifning hlustenda ekki á sér standa enda var meðferð flytjenda sem næst í úrvalsflokki. Hljóðfæraleikur var undantekn- ingalítið hrífandi lipur og samtaka; blómstrandi fornlúðrablástur í sigurfagnandi inngangsverkinu og kórsöngur almennt tandurhreint agaður. Íslenzku einsöngvararnir reynd- ust sömuleiðis vandanum vaxnir, þó að sakna mætti ögn meiri radd- styrks í altinum. Að kollegum ólöst- uðum vakti sópraninn (í hlutfalls- legu litlu hlutverki) athygli fyrir raddfegurð, og ekki sízt hafði bass- inn til að bera hæfilega ,strigaða sendirödd‘ ef svo má kalla, er gaf vonir um vænlegan feril. Hér var s.s. bráðvel að flestu staðið, og hélt stjórnandinn að sama skapi mynduglega um útkomuna í heild af þaulnæmu innsæi. Eini gallinn á að öðru leyti vel frágenginni tónleikaskrá var að láð- ist að geta áhafna stakra kafla í Te Deum. Og ef manni leyfist að gauka einni framtíðarósk að í lokin: Fer ekki að verða tími til kominn að sinna kantötuarfi Bachs? Eða erum við ekki öll, innst inni, í Bach- klúbbnum? Morgunblaðið/Eggert Mótettukórinn „Allt um það var sérstök unun að þessum tónflutningi; að mestu undir formerkjum upprunatúlk- unar fyrrum Alþjóðlegu barokksveitarinnar í Haag er nú mun kennd við guðshús passíuskáldsins,“ skrifar rýnir um flutning kórsins og Alþjóðlegrar barokksveitar Hallgrímskirkju. Þegar Drottinn hélt með Frökkum Hallgrímskirkja Barokktónleikarbbbbm M.-A. Charpentier: Marche de Triomphe H547; Te Deum í D H146. J.S. Bach: Missa brevis í F BWV 233. Mótettukór og Alþjóðleg barokksveit Hallgríms- kirkju. Einsöngvarar: Sigríður Ósk Krist- jánsdóttir MS, Auður Guðjohnsen A, Oddur A. Jónsson B, Thelma Hrönn Sig- urdórsdóttir S og Guðmundur Vignir Karlsson T. Stjórnandi: Hörður Áskels- son. Laugardaginn 29. okt. kl. 19. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.