Morgunblaðið - 07.11.2016, Page 32

Morgunblaðið - 07.11.2016, Page 32
MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 312. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Skytturnar gátu látið vita af sér 2. Laumaðist inn í … 3. Rjúpnaskytturnar fundnar 4. Héldu um hvorn annan en … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Björgvin Gíslason og hljómsveit hans, sem í eru Ásgeir Óskarsson, Haraldur Þorsteinsson, Sigurður Sig- urðsson, Jens Hansson og Tómas Jónsson, „gera allt vitlaust“ á blús- kvöldi sem hefst klukkan 21 á Café Rosenberg í kvöld. Björgvin Gíslason á Café Rosenberg  Árni Rúnar Sveinsson opnaði sl. laugardag mál- verkasýninguna Náttúru í Listasal Mosfellsbæjar. Þar eru myndir sem túlka þau áhrif sem litbrigði og form frum- gróðurs jarðar hafa haft á listamann- inn. Sýningin er opin kl. 12-18 virka daga og 13-17 á laugardögum og lýk- ur 3. desember. Aðgangur er ókeypis. Árni Rúnar sýnir í Listasal Mosfellsbæjar  Ármann Guðmunds- son, forn- leifafræð- ingur og sérfræð- ingur Þjóð- minjasafns Íslands, flytur erindi um víkingaaldarsverð sem fundist hafa á Íslandi í fyrirlestrasal Þjóðminja- safnsins á morgun og hefst lesturinn kl. 12. Ármann ræðir um hvernig sverðin geta upplýst okkur um samfélög for- tíðar. Fjallar um víkinga- aldarsverð á Íslandi Á þriðjudag Hvöss sunnan- og suðvestanátt um morguninn en lægir smám saman. Rigning í fyrstu, síðan skúrir eða slydduél en léttir til á NA- og A-landi. Hiti yfirleitt 2 til 8 stig. Á miðvikudag Vægt frost en hiti víða 0 til 5 stig við ströndina. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Víða rigning, talsverð úrkoma á S- og V- landi. Hiti 5 til 12 stig. Suðaustan 15-23 seint í kvöld, hvassast V-til. VEÐUR Liverpool er eitt í efsta sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Liverpool sýndi allar bestu hliðar sín- ar í gær þegar liðið burstaði Watford, 6:1, og er með eins stigs forskot á Chelsea. Manchester United komst á sigurbrautina á nýjan leik þegar liðið hafði betur á móti Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum hans í Swansea. Þá skildu Arsenal og Totten- ham jöfn í Lundúnaslag. »4 Liverpool komið eitt í efsta sæti Slakur sóknarleikur varð íslenska karlalandsliðinu í handknattleik að falli þegar það tapaði fyrir Úkraínu- mönnum í öðrum leik sínum í undan- keppni Evrópumótsins í Sumy í Úkraínu. Rið- illinn er galopinn, en allar fjórar þjóðirnar eru með tvö stig eftir tvo leiki. »2 Slakur sóknarleikur varð liðinu að falli „Heilt yfir er ég mjög ánægð en það er svolítið súrt að enda mótið svona. Aftur á móti var geggjað að eiga tvo svona daga í byrjun,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íslandsmeist- ari í golfi, við Morgunblaðið, en eftir frábæra byrjun á Fatima Bint Mub- arak-mótinu í golfi í Abu Dhabi í Sam- einuðu arabísku furstadæmunum endaði hún í 26.-30. sæti. »8 Heilt yfir er ég mjög ánægð með mótið ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Bardagaklúbburinn Mjölnir er rek- inn án ríkisstyrkja og hefur klúbbur- inn byggst upp að verulegu leyti á sjálfboðavinnu og dugnaði. Klúbbur- inn hefur stækkað ört á undan- förnum árum samhliða vaxandi vin- sældum MMA á Íslandi. Nýlega gengu forsvarsmenn Mjölnis frá langtímaleigu á húsnæði gömlu Keiluhallarinnar í Öskjuhlíð og segir Jón Viðar Arnþórsson, for- maður Mjölnis, stefnt að því að taka nýja húsnæðið í notkun um áramót. Mjölnir fékk húsnæðið afhent í síð- ustu viku en það hefur verið lengi í farvatninu að klúbburinn flyttist í húsnæði gömlu Keiluhallarinnar; Morgunblaðið greindi frá því í nóv- ember á síðasta ári að klúbburinn hygðist flytja í Keiluhöllina á vor- mánuðum 2016. Jón Viðar segir fjár- festa hafa reynt í tvö ár að kaupa húsnæðið fyrir félagið en það hafi ekki tekist fyrr en í síðasta mánuði. Ætla að opna fyrir áramót Á lokametrunum var þó útlit fyrir að húsnæðið rynni úr greipum Mjölnismanna eftir að hópur fjár- festa dró sig úr verkefninu skömmu áður en húsnæðið átti að fara á upp- boð. Hópur fjárfesta á vegum Arnars Gunnlaugssonar kom þó að verkefn- inu á lokametrunum og náðist sam- komulag einni mínútu áður en upp- boð á húsnæðinu átti að hefjast í lok síðasta mánaðar. Jón Viðar segir það verðugt verk- efni að koma húsnæðinu í stand fyrir áramót enda hafi framkvæmdirnar farið seinna af stað en upphaflega stóð til. „Við ætlum að ná því,“ segir Jón Viðar. Sameiginlegt verkefni iðkenda „Á hverju einasta kvöldi hafa verið hérna á bilinu 30 upp í 80 sjálfboða- liðar að vinna í húsinu,“ segir Jón Viðar. Og er Gunnar Nelson einn af þeim? „Já, hér eru allir þjálfararnir og MMA-keppnisliðið. Gunni er bú- inn að vera hérna nánast alla daga með slípirokkinn og sögina,“ segir Jón Viðar léttur í bragði. Spurður út í þessa samheldni, hvort það sé ekki einstakt að íþrótta- félag nái að byggja íþróttahöll, í þessu tilfelli bardagahöll, með sjálf- boðaliðum, segir Jón Viðar svo vissu- lega vera. „Ég held að maður finni þetta ekki á mörgum stöðum,“ segir hann. Jón segir að framkvæmdirnar í Loftkastalanum 2011 hafi verið með sama hætti, iðkendur hafi látið hend- ur standa fram úr ermum. „Við ætlum að taka yfir. Við ætlum að gera þetta að þjóðaríþrótt á Ís- landi. Núna erum við með 1.400 iðk- endur, markmiðið er að ná í kringum þrjú þúsund iðkendum.“ Á gólfinu en bestur í gólfinu  Gunnar Nelson og Mjölnismenn í framkvæmdum Morgunblaðið/Golli Bardagakappi Gunnar Nelson bardagakappi lætur sitt ekki eftir liggja við framkvæmdirnar og lætur til sín taka „á gólfinu“ líkt og aðrir iðkendur. Hann mundaði slípirokkinn þegar ljósmyndari Morgunblaðsins leit inn í gær. Morgunblaðið/Golli Mjölnir Bardagaklúbburinn Mjölnir stefnir að því að taka nýja húsnæðið í notkun á þessu ári. Iðkendum hefur fjölgað mikið að undanförnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.