Morgunblaðið - 24.11.2016, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2016
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Hlýnandi veður verður næstu daga samkvæmt upp-
lýsingum frá Veðurstofu Íslands. Fólki er bent á að
hreinsa vel frá niðurföllum svo að vatnið komist
leiðar sinnar og þar sem svell eða þjappaður snjór
er á vegum myndast flughálka þegar hlánar.
Sunnan- og suðvestanátt er í dag, rigning sunnan
og vestanlands en úrkomuminna á norðan- og
austanverðu landinu. Síðdegis í dag má búast við
hvassviðri eða stormi á annesjum fyrir norðan og
austan en annars staðar verður hægari vindur. Á
morgun dregur úr vestanáttinni og úrkoman
minnkar en sums staðar verða áfram stöku skúrir
eða él. Aftur kólnar á morgun en ekki lengi því gert
er ráð fyrir hitatölum um helgina. Frekar hvasst
verður áfram fyrir austan á morgun en dregur úr
vindinum þegar líða tekur á daginn.
Strax á laugardaginn mun hlýna aftur því suð-
lægar áttir koma upp að landinu. Besta veðrið verð-
ur fyrir norðan og austan um helgina; þar verður
þurrt og bjart en hér fyrir sunnan má búast við
vætu, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni.
Aðventan nálgast og veðrið breytist stöðugt
Morgunblaðið/Golli
Hlýnandi veður næstu daga á öllu landinu
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
„Ég er alls ekki að gagnrýna skýrsl-
una. Það hefði ef til vill mátt fjalla ítar-
legar um tiltekin atriði og kannski
draga upp enn fyllri mynd af aðstæð-
um á hverjum tíma, í hvaða aðstöðu
menn voru. Það var ekki eðlilegt mark-
aðsástand þessi ár, 2010 og 2011,“ segir
Steinþór Pálsson, bankastjóri Lands-
bankans, í samtali við Morgunblaðið,
en í byrjun vikunnar gaf Ríkisendur-
skoðun út skýrslu varðandi eignasölu
Landsbankans á árunum 2010 til 2016.
Steinþór telur að skýrslan hefði þurft
að taka meira mið af aðstæðum í sam-
félaginu þegar sala eignanna fór fram.
Stofnunin
gagnrýnir nokkr-
ar sölur bankans,
þ.e. sölu á eignar-
hlutum sínum í
Vestia hf. (2010),
Icelandic Group
hf. (2010), Pro-
mens hf. (2011),
Framtakssjóði Ís-
lands slhf. og IEI
slhf. (2014), Borgun hf. (2014) og Val-
itor hf. (2014). Bent er á að allar þess-
ar sölur hafi farið fram í lokuðu ferli
og í sumum tilvikum fengist líklega
lægra verð fyrir eignarhlutina.
„Ég fagna þessari skýrslu. En þetta
ferðalag er búið að vera mjög sérstakt,
hvernig staðan var hér á íslenskum
fyrirtækjum, ríkissjóði og heimilunum
á þessum árum,“ bætir Steinþór við, en
bankinn hafi strax árið 2011 sett stefnu
um sölu fullnustueigna og endurbætt
hana reglulega. Sambærileg stefna var
svo sett um allar eignir árið 2015.
Endurreisa þurfi orðsporið
Steinþór greindi jafnframt frá því í
gær að hann hygðist ekki segja starfi
sínu lausu í kjölfar skýrslunnar, en
Ríkisendurskoðun hvetur bankaráð
Landsbankans til að grípa til ráðstaf-
ana til að endurreisa orðspor bankans.
„Við endurvekjum traust með
verkum okkar og yfir langan tíma.
Við höfum brugðist við og settum
nýja víðtækari og stífari stefnu og
verkferla, bættum úr því sem áður
hafði verið og nú er það okkar að
framfylgja því vel,“ segir hann, en
bankinn sé stöðugt að bæta sig.
„Við fengum á okkur mikla gagnrýni
vegna söluferlis á hlut bankans í Borg-
un og þá fórum við í mikla rýni á hlut-
unum. Við settum nýja stefnu og nýja
verkferla og höfum brugðist við,“ segir
hann, en í skýrslu Ríkisendurskoðunar
hafi komið fram ábendingar til banka-
ráðs sem brugðist hafi verið við.
Bankaráð meti nú hvort þörf sé á frek-
ari aðgerðum. Stefna bankans miði að
því að starfsemin sé eins opin og
gagnsæ og kostur er, með tilliti til laga
um bankaleynd.
Ástandið ekki verið eðlilegt
Steinþór segir ekki af sér í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar Hafa þegar
brugðist við og sett stífari stefnu og verkferla Endurreisa orðspor með verkum
Steinþór Pálsson
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Guð sendi manninn í þessa reisu
til þess að vara Hnífsdælinga við
heimsendi eða hliðstæðum ósköp-
um,“ segir Finnbogi Her-
mannsson, rithöfundur og út-
varpsmaður í Hnífsdal. Liðsmaður
trúarsamtaka gekk um götur
þorpsins í fyrrakvöld og hélt á
stóru kröfuspjaldi með áberandi
skilaboðum. Þá bar trúboðinn há-
talara sem stilltur var í botn. Í
gær stóð maðurinn svo fyrir utan
Menntaskólann á Ísafirði og var-
aði fólk við samkynhneigð og
kynlífi fyrir hjónaband.
„Þessi maður, sem mér sýndist
vera um fertugt, þrumaði og
hafði hátt þegar hann gekk hér
inn eftir Bakkavegi. Ég var að
tala í símann þegar ósköpin byrj-
uðu og slíkur var hávaðinn að
konan á hinum enda símalínunnar
heyrði allt hvað fram fór og þó
var hún stödd suður í Reykjavík,“
segir Finnbogi, sem telur að boð-
skapurinn hafi verið fluttur af
geislaspilara eða stafrænu tæki.
Manninn hefði efalítið þrotið
örendið hefði hann mælt af munni
fram, slíkur hafi hávaðinn verið
og allt á háa C-inu.
Trúboðinn gekk stóran hring
um þorpið, svo flestir íbúar urðu
hans varir. Á endanum kom lög-
reglan svo á vettvang og bað
manninn um að hafa sig hægan,
enda hefðu kvartanir borist. Með
það hvarf hann á braut. „Það var
beygur í fólki eftir þetta. Sjálfur
fór ég fram í dyragættina til að
sjá ósköpin en skellti svo í lás eins
og fleiri. Allur var varinn góður,
því ég vildi ekki svona heimsókn,“
segir Finnbogi.
Boðaði heimsendi í Hnífsdal
Ljósmynd/Bryndís Sigurðardóttir
Skilaboð Trúboðinn með skilti sitt
við Menntaskólann á Ísafirði í gær.
Trúboði með há-
talara Beygur í
fólki sem skellti í lás
Velferðarráðu-
neytið hefur
svarað tilboði
Heilsuverndar
ehf. um úrræði
fyrir 75-100 ein-
staklinga í þörf
fyrir hjúkrunar-
rými. Í svarinu
kemur fram að
fjármunum sem
ætlaðir eru til
uppbyggingar og reksturs hjúkr-
unarheimila á árinu 2016 hafi þeg-
ar verið ráðstafað og því séu ekki
til fjármunir til að taka í notkun
fleiri hjúkrunarrými. Þá segir að
þar sem fjárlög ársins 2017 liggja
ekki fyrir séu engar forsendur til
að fara í viðræður vegna nýrra
samninga um rekstur hjúkrunar-
og endurhæfingarrýma.
Í samtali við Morgunblaðið í
gær sagði Teitur Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Heilsuverndar,
að í bréfinu væru fyrstu formlegu
viðbrögð sem fengist hefðu bréf-
leiðis frá ráðuneytinu. Hann fagn-
aði því að niðurstaða væri komin í
málið en sagði að af svarinu
mætti skilja að ekki væri búið að
leysa fráflæðisvanda Land-
spítalans.
„Okkar skilningur er sá að
vandinn sé ekki leystur og enn
þurfi að vinna í honum. Við höfum
boðist til þess að reyna að leysa
þetta og erum áfram alveg tilbúin
að skoða það.“ erlarun@mbl.is
Engar for-
sendur til
viðræðna
Teitur
Guðmundsson
Tilboði um 100
hjúkrunarrými hafnað
Lögreglunni á Suðurnesjum hefur
borist fjöldi kæra frá foreldrum
barna á hendur manninum sem
handtekinn var í síðustu viku, grun-
aður um að áreita ungar stúlkur og
birta myndir af þeim á netinu. Þetta
segir Jón Halldór Sigurðsson, lög-
reglufulltrúi hjá lögreglunni á
Suðurnesjum.
Í samtali við mbl.is í gær segir
hann rannsókninni miða vel. For-
eldrar barnanna séu almennt
ánægðir með störf lögreglu og við-
brögð hennar. Maðurinn er grun-
aður um að hafa haldið úti vefsíðu
með tugum mynda af stúlkum undir
lögaldri, sem hann sagðist gera út í
fylgdarþjónustu.
Kærur borist
frá foreldrum