Morgunblaðið - 24.11.2016, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2016
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Bjarni Benediktsson, fjármála-
ráðherra og formaður Sjálfstæðis-
flokksins, segir að staðhæfingar
Benedikts Jó-
hannessonar, for-
manns Við-
reisnar, og
Katrínar Jak-
obsdóttur, for-
manns VG, um að
staða ríkissjóðs
sé ekki jafn góð
og gefið hafi verið
til kynna fyrir
kosningar, og þar
muni tugum
milljarða króna séu „í besta falli fá-
fræði“.
Benedikt sagði á mbl.is í gær að
það setti strik í reikninginn í stjórn-
armyndunarviðræðunum að staðan í
ríkisfjármálum væri tugum millj-
arða þrengri en talið hefði verið.
„Að vísa til aukningar til sam-
gönguáætlunar, sem rætt var um í
þingsal, fyrir kosningar, er mikil
einföldun. Það er hefðbundið verk-
efni þings og ríkisstjórnar að finna
fjármagn í framkvæmdaáætlun í
samgöngumálum og ekkert nýtt
komið fram í þeim efnum. Það kom
margoft fram í umræðum um þau
mál, að um var að ræða ófjármagn-
aðar hugmyndir. Þetta vissu allir
fyrir löngu en láta eins og þau séu að
átta sig á þessu núna. Mig rekur
ekki minni til að í gildi hafi verið
þingsályktunartillaga um fram-
kvæmdir á samgöngusviðinu, sem
hefur verið fullfjármögnuð. Svo því
sé haldið til haga, þá var lagt til í
nefndaráliti Samfylkingar, Bjartrar
framtíðar, Pírata og Vinstri-grænna
að bæta enn meira í samgöngumál
en meirihlutinn lagði til í sínum til-
lögum.
Því er ómerkilegt að koma nú og
segja að fyrri stjórnarflokkar hafi
skilið þetta eftir ófjármagnað.
Þeirra eigin tillögur gengu lengra,“
sagði Bjarni.
Bjarni segir að staðan sé sú í
ríkisfjármálum, borið saman við þá
langtímaáætlun, sem unnið hafi ver-
ið eftir, að hún sé betri ef eitthvað
er. „Tekjuáætlun er að vaxa á næsta
ári um 10 milljarða að lágmarki. Það
var hins vegar ég sem vakti athygli á
því í kosningabaráttunni, að það
væri ekki innistæða fyrir öllum út-
gjaldahugmyndum þessara fimm
flokka sem nú eru að ræða stjórn-
armyndun. Það er einfaldlega það
sem þessir flokkar eru að reka sig á
núna. Þetta hefur ekkert með stöðu
ríkisfjármálanna að gera. Þetta hef-
ur allt með það að gera að flokkarnir
gáfu ófjármögnuð kosningaloforð í
aðdraganda kosninga og það er að
renna upp fyrir þeim núna. Eitt af
þeim var loforðið um 11% af lands-
framleiðslu í heilbrigðismál, hvar er
það núna?“ spurði fjármálaráðherra.
Staðhæfingarnar í
besta falli fáfræði
Staða ríkissjóðs betri en áætlað var
Bjarni
Benediktsson
Álfheimar 74, Glæsibær | 104 Reykjavík | ynja.is
Black friday
20%
afsláttur
af öllum
breskum vörum
Laufey Rún Ketilsdóttir
Anna Sigríður Einarsdóttir
Þorsteinn Ásgrímsson Melén
„Björt framtíð og Viðreisn eru búin
að taka þátt í stjórnarmyndunarvið-
ræðum á báðum vængjum og þá
hlýtur maður að spyrja sig hvort
þeir flokkar þurfi ekki að fara að
taka sér pásu og hleypa öðrum að í
bili. Þeir virðast vera búnir að reyna
ansi mikið fyrir sér en tvennar við-
ræður slitnað,“ segir Grétar Þór
Eyþórsson, prófessor í stjórnmála-
fræði við Háskólann á Akureyri, en
upp úr slitnaði í stjórnarmyndunar-
viðræðum Vinstri grænna, Viðreisn-
ar, Bjartrar framtíðar, Samfylking-
ar og Pírata síðdegis í gær.
Þorsteinn Víglundsson, þingmað-
ur Viðreisnar, sagði í gærkvöldi að
áherslur á stórfelldar skattahækk-
anir hefðu ekki hugnast Viðreisn.
„Það var ekkert launungarmál að þó
að allir flokkarnir væru samstíga
um að leggja aukna áherslu á vel-
ferðarútgjöldin voru fjármögnunar-
leiðirnar afar ólíkar,“ sagði hann, en
Viðreisn treysti sér í endurskoðun á
ríkisfjármálum og nýja forgangs-
röðun til að standa undir útgjalda-
loforðum kosningabaráttunnar.
Óttarr Proppé, formaður Bjart-
arar framtíðar, sagði flokkana hafa
verið með ólíkar yfirlýsingar í að-
draganda kosninga og það hefði
flækt málin varðandi stífari línur
flokka í skatta- og útgjaldamálum.
Þá hefði þrengri staða í ríkisfjár-
málum einnig átt þátt í að viðræð-
unum var slitið.
„Það er farið að þrengjast mikið
um og flokkarnir vita orðið ansi
mikið um það hvaða leiðir eru fær-
ar,“ segir Grétar Þór, en tíminn líði
og því séu stjórnmálaflokkarnir
ekki rólegir á meðan engar form-
legar viðræður komist á. „Það er
spurning, fyrst ekki hefur tekist að
leysa úr þessu, hvort Framsóknar-
flokkurinn fari að koma inn á tafl-
borðið,“ segir Grétar. Hann telur
ólíklegt að Katrín leiti strax til
Sjálfstæðisflokksins í kjölfar slit-
anna en staðan sé flókin.
„Ennþá sögulegt tækifæri“
Líkur Framsóknarflokksins á að
komast í viðræður um ríkisstjórn-
armyndun og þar með mögulega
ríkisstjórn hafi aukist eftir fréttir
gærdagsins. Þetta segir Stefanía
Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur
við Háskóla Íslands, og tekur því í
sama streng. Ef litið sé til sögunnar
hafi flokkar á miðjunni ráðið því
hvernig stjórnir séu myndaðar og
nú hafi Viðreisn og Björt framtíð
bæði horft til vinstri og hægri en
strandað í bæði skiptin. Eftir standi
því Framsóknarflokkurinn. Þá bæt-
ir hún við að miðað við stöðuna
núna gætu flokkar þurft að opna á
eitthvað sem þeir hafi áður lokað á.
„Mér fannst eitthvað fallegt við
þessa tilraun og hefði viljað sjá
hana takast, þarna vorum við með
svona litla þjóðstjórn þar sem við
vorum með allt rófið,“ sagði Birgitta
Jónsdóttir, þingmaður Pírata, í gær.
„Það er ennþá sögulegt tækifæri til
staðar og það er á ábyrgð okkar
sem erum í stjórnmálum að finna
lausn.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Búið Formaður Vinstri grænna tilkynnti slit viðræðna við Bjarta framtíð, Viðreisn, Pírata og Samfylkingu síðdegis í gær. Helst steytti á tillögum um stór-
felldar skattahækkanir, samkvæmt þingmanni Viðreisnar. Þingmaður Pírata útilokar ekki að flokkarnir nái saman út frá öðrum áherslum.
Líkur á aðkomu Framsóknar
Stjórnarmyndunarviðræður fimm flokka slitnuðu í gær Flokkar á miðjunni
ráðið því hvernig stjórnir eru myndaðar Björt framtíð og Viðreisn fari í hvíld
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður
Viðreisnar, sagði töluverðan
áherslumun hafa verið í sjávar-
útvegsmálum. „En að langstærstum
hluta eru þetta gjörólíkar hug-
myndir varðandi umfang ríkisút-
gjaldanna og hvernig ætti að fjár-
magna þau, þ.e. þessar miklu
skattahækkanir, sem varð á end-
anum til þess að þegar VG var að
kalla eftir afstöðu flokkanna til
framhaldsviðræðna var kannski
bara heiðarlegast að flagga því
strax að þarna sæjum við fram á
veruleg vandkvæði og það væri
mjög langt á milli
flokkanna í þess-
um efnum sér-
staklega,“ bætti
hann við.
Til tekjuöfl-
unar hefðu ýmsar
skattabreytingar
verið nefndar,
þ.e. auðlegðar-
skattur, nýtt skattþrep á hæstu
tekjur, hærri fjármagnstekjuskatt-
þrep, hærri virðisaukaskattur á
ferðaþjónustu og aðrar skatta-
hugmyndir á ferðaþjónustuna.
Gjörólíkar hugmyndir um ríkisútgjöld
„Það liggur alveg
fyrir hver afstaða
VG er þegar kem-
ur að skatta-
málum og það er
ánægjulegt að
öðrum flokkum
hugnist það ekki,“
segir Guðlaugur
Þór Þórðarson,
Sjálfstæðisflokki, en hann telur að
flokkurinn eigi að vera í forystu í
næstu ríkisstjórn. Segir hann þá
miklu áherslu sem nú sé á umboði
ekki hafa verið síðustu áratugi og
þingmeirihluta þurfi til að mynda
stjórn. Sterkast í stöðunni væri að
mynda ríkisstjórn A, B, C og D.
Ríkisstjórn A,B,C og
D sterkust í stöðunni
Birgitta Jóns-
dóttir, þingmað-
ur Pírata, segir
þær fullyrðingar
að stjórnarmynd-
unarviðræðurnar
hafi strandað á
þrengri stöðu í
ríkisfjármálum
vera furðulegar.
Það hafi komið henni á óvart þeg-
ar Katrín sleit viðræðunum en
ákveðin vinna hafi verið eftir. „Ég
hefði viljað sjá tillögur frá Viðreisn
til dæmis um hvað þeim fannst
ásættanlegt,“ segir hún.
Kom á óvart að við-
ræðum væri slitið
„Eftir mjög góða
vinnu sem yfir 30
manns hafa komið
að liggur fyrir að
ekki allir flokkar
að minnsta kosti
eru með næga
sannfæringu fyrir
að þetta gangi,“
sagði Katrín Jak-
obsdóttir, formaður Vinstri grænna, í
gær eftir að hún hafði slitið
stjórnarmyndunarviðræðum. „Það
hefur legið fyrir að það er mál-
efnalega langt á milli flokka,“ bætti
hún við þótt flokkarnir hefðu færst
nær undanfarna daga.
Ekki allir verið með
næga sannfæringu
Logi Einarsson,
formaður Sam-
fylkingarinnar,
sagði í gær að
Benedikt Jó-
hannesson, for-
maður Við-
reisnar, yrði að
gefa upp ástæð-
una fyrir því
hvernig farið hefði í sambandi við
stjórnarviðræðurnar. „Þetta eru
svolítil vonbrigði og mér fannst
þetta ótímabær slit,“ bætti hann við
en hann hefði skilið stöðuna þannig
að Benedikt hafi ekki treyst sér í að
ganga áfram. Tekjuöflunarhliðin
gæti orðið flókin og erfið en allir
hefðu verið tilbúnir í þau mál.
Benedikt ekki treyst
sér í að ganga áfram
„Þetta var nátt-
úrulega flókið
fyrir fram því
þetta eru allt
ólíkir flokkar og
það fór því eftir
málefnum hvar
var mest bil á
milli manna. Á
endanum var
bara of langt á milli manna,“ sagði
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar
framtíðar, en það væru óneitanlega
vonbrigði að stjórnarmyndunar-
viðræðum flokkanna fimm hefði
verið slitið. Sagði hann þrengri
stöðu í ríkisfjármálum óneitanlega
hafa flækt málið.
Staða ríkisfjármála
flækti málið