Morgunblaðið - 24.11.2016, Síða 11

Morgunblaðið - 24.11.2016, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2016 Vertu upplýstur! blattafram.is FELST AÐGERÐALEYSI ÞITT Í AÐ SAMÞYKKJA KYNFERÐISOFBELDI? Við erum á Facebook Laugavegi 82 | 101 Reykjavík Sími 551 4473 Glæsilegar Alsilki náttfatnaður Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 A.m.k. 20% afsláttur af öllum vörum Við þjófstörtum Black Friday Fimmtudag og föstudag Sérverslun með kvenfatnað og gjafavöru Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 - fös: 12-16 - www.facebook.com/spennandi PEYSUÚRVAL - BUXNAÚRVAL BLÚSSUR OG BOLIR Laugavegi 63 • S: 551 4422 Drög að reglugerð um notkun þjóð- fána Íslendinga eru nú til umsagnar á vef innanríkisráðuneytisins, en til- gangurinn með setningu reglu- gerðarinnar er að skýra nánar ákvæði laga um þjóðfánann sem sett voru árið 1944. Áðurnefndum lögum var breytt á Alþingi sl. vor og heimila þau nú notkun fánans við markaðssetningu á vöru og þjónustu. Er því heimilt að nota þjóðfánann í merki eða á sölu- varning og umbúðir sé viðkomandi vara eða starfsemi íslensk og fán- anum ekki gerð óvirðing. Þá gerir lagabreytingin einnig ráð fyrir að Neytendastofa fari með eftirlit með notkun almenna þjóðfánans. Skýr lagarammi um notkun Í 3. gr. reglugerðarinnar segir að óheimilt sé að nota þjóðfánann sem einkamerki einstaklinga, félaga eða stofnana eða auðkennismerki á að- göngumiðum, samskotamerkjum eða öðru þess háttar. Einnig er óheimilt að nota hann í firmamerki. Heimilt er að nota fánann í merki eða á söluvarning, umbúðir um eða auglýsingu á vöru eða þjónustu sé vara eða starfsemi íslensk. Samkvæmt reglugerðinni telst vara íslensk ef hún er framleidd hér á landi úr innlendu hráefni eða fram- leidd hér á landi úr innfluttu hráefni að hluta eða öllu leyti, enda hafi hún hlotið nægilega aðvinnslu hérlendis. Fram kemur í 7. gr. reglugerðar- innar að Neytendastofa annist eftir- lit með ákvæðum hennar. Getur Neytendastofa því lagt bann við merkingum og markaðssetningu sem stríðir gegn reglugerðinni og eftir atvikum lagt sektir á fyrirtæki fyrir brotin. Allar ákvarðanir Neyt- endastofu á grundvelli reglugerðar- innar verða hins vegar kæranlegar til áfrýjunarnefndar neytendamála, að því er fram kemur í greinargerð. Hægt er að senda ráðuneytinu um- sagnir um reglugerðardrögin til 5. desember næstkomandi. Vilja skýra ákvæði laga um þjóðfánann  Drög að reglugerð um þjóðfána Íslendinga eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu Morgunblaðið/Ómar Þjóðlegt Opið er fyrir umsagnir um drögin til og með 5. desember. Umhverfisstofnun hefur á síðustu dögum borist fjöldi ábendinga um reyk frá kísilverksmiðjunni í Helguvík og um viðvarandi bruna- lykt. Fulltrúar stofnunarinnar hafa verið í sambandi við fyrirtækið til að fá nánari upplýsingar og hafa tvívegis á síðustu dögum farið í fyrirvaralaust eftirlit í verksmiðj- una til að fá betri og nákvæmari upplýsingar og einnig til að stað- festa umrædda lykt eða reyklosun. Þetta kemur fram á vef Umhverfis- stofnunar. Jafnframt kemur fram á vefnum að fyrirtækið sé í byrjunar- fasa og búnaður enn í prófun. Skýr- ingar á reyknum sem sést hafi megi rekja til þess að enn sé verið að finna réttar stýringar á afsogi frá ofnum og reykhreinsibúnaði. Lyktin stafi af því að ofninn sé ekki kominn í jafnvægi og hafi ekki náð því hitastigi þar sem von er á að lyktin eyðist. Reykur og brunalykt frá Helguvík Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu hefur ákært Pétur Gunnlaugsson, lögmann og út- varpsmann á Út- varpi Sögu, fyrir hatursorðræðu og útbreiðslu hat- urs með því að hafa í samræðum við hlustendur stöðvarinnar látið ummæli falla sem voru hatursfull í garð samkynhneigðra. Pétur segir á mbl.is í gær að hann sé mjög ósáttur við að vera sakaður um haturs- orðræðu sem hann hafi ekki gerst sekur um. „Ég ber ekki ábyrgð á því sem hlustendur segja,“ segir Pétur. Ákærður fyrir hat- ursorðræðu í útvarpi Pétur Gunnlaugsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.