Morgunblaðið - 24.11.2016, Side 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2016
Rjóminn
í ísnum
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Sýningin Ísland í heiminum,heimurinn í Íslandi opnarí Þjóðminjasafninu í dagen höfundar sýning-
arinnar þær Kristín Loftsdóttir,
doktor í mannfræði, og Unnur Dís
Skaptadóttir einnig doktor í
mannfræði eru að takast á við
fólksflutninga, fjölbreytileika og
fordóma á Íslandi. Sýningin er
unnin í samstarfi við Þjóðminja-
safnið og einnig kemur fleira
fræðifólk að henni sem hefur gert
rannsóknir sem snúa að hreyf-
anleika með einum eða öðrum
hætti.
„Með sýningunni vildum við
fjalla um þverþjóðleika og sýna að
Ísland er og hefur verið vett-
vangur hreyfanleika fólks í gegn-
um aldirnar rétt eins og önnur
lönd hafa verið. Þá komum við
einnig inn á fordóma og hvernig
þeir hafa birst í samfélagi okkar í
gegnum tíðina,“ segir Kristín.
Landafræðin blekkir
Atlantshafið hefur einangrað
Ísland líkt og mörg önnur eyríki í
þeim skilningi að landamæri hafa
ekki færst til með sama hætti og
þekktist á meginlandi Evrópu.
Átök og styrjaldir náðu sjaldan til
Íslands og fólksflutningar voru
ekki jafn greiðir og almennir og á
meginlandinu eða hvað?
„Landfræðileg lega Íslands á
sinn þátt í þeirri viðleitni okkar að
telja landið hafa verið einangrað
frá umheiminum í þeim skilningi
að fólksflutningar hafi verið litlir
sem engir. Sú var ekki raunin, því
fólk fluttist milli staða og lagði á
sig löng ferðalög,“ segir Kristín og
bendir m.a. á flutninga Íslendinga
sjálfra.
„Eflaust eru flutningar Ís-
lendinga til Vesturheims þekkt-
asta og besta dæmið um fólks-
flutninga frá Íslandi á 19. öldinni
en hingað kom líka fólk til lands-
ins, þó í minna mæli.“
Í Vesturfaraskrá 1870-1914
eftir Júníus Kristinsson segir að
rúmlega 14 þúsund Íslendingar
hafi flutt vestur um haf til að
hefja nýtt líf. Þá er ótalinn sá
fjöldi sem flutti frá landinu fyrir
þennan tíma og eftir hann.
Fólkið sem kom til Íslands
Búferlaflutningar til og frá Ís-
landi jukust mikið á tuttugustu
öldinni og þá sérstaklega á síðasta
áratug síðustu aldar
„Á sýningunni tökum við
dæmi um fólksflutninga fyrr á
tímum og í samtímanum“ útskýrir
Fjölmenningarlandið
og fordómarnir
Mannfræðingarnir Kristín Loftsdóttir og Unnur Dís Skaptadóttir hafa sett upp
sýningu í Þjóðminjasafninu um fólksflutninga og fjölbreytileika á Íslandi í gegn-
um tíðina. Þær varpa einnig ljósi á fordóma, sem þær segja ekki nýja af nálinni.
Flóttamenn Þann 1. maí 1959 komu flóttamanna frá Júgóslavíu til Íslands
og eru þeir á meðal fjölmargra sem leitað hafa að nýju lífi á Íslandi.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Hverju þarf að huga að áður en hundi
er bætt við fjölskylduna? Hvaða mat
vilja hundar ekki fá? Hvernig hundur
hentar þér og hvernig er sótt um leyfi
til hundahalds? Þessum spurningum
og mörgum fleiri viðvíkjandi hundum
fæst svarað á vefsíðunni www.hunda-
samfelagid.is. Þar eru líka innlendar
og erlendar hundafréttir, hundagrín,
upplýsingar um hundaþjálfara og alls
konar fróðleiksmolar um hunda af
öllum stærðum og gerðum.
Þeim sem hyggjast fá sér hund er
bent á ýmis atriði sem vert er að hafa
í huga. T.d. getur komið sér vel fyrir
þá sem velkjast í vafa um hvort þeir
eigi að fá sér rakka eða tík að vita að
rakkar eru oft meiri félagsverur en
tíkur sem eru heimakærari. Svo er
spurning um aldur væntanlegs fjöl-
skyldumeðlims. Á síðunni segir að
fullorðinn hundur sé betri kostur fyr-
ir marga, enda fylgi hvolpum oft og
einatt meiri vinna. Að mörgu þarf að
hyggja því hundahald er ekkert grín.
Vefsíðan www.hundasamfelagid.is
Morgunblaðið/Freyja Gylfa
Selskapshundur Hundategundin Pug er upprunnin í Asíu, líklega Kína. Á
hundasamfelagid.is er Pug talinn til selskapshunda.
Þar liggur hundurinn grafinn
Því ekki að gera sér dagamun og
skella sér í bingó á miðjum degi?
Bjarni fimm – B5 … bara að fylgjast
vel með upplestrinum og sínu spjaldi,
einfaldara getur það varla orðið.
Kl. 15.30 í dag, fimmtudaginn 24.
nóvember, geta ungir sem aldnir spil-
að bingó í Borgarbókasafninu Árbæ
sér að kostnaðarlausu. Eitt spjald á
mann og hagnýtir vinningar! Allir vel-
komnir.
Síðan er upplagt að velja sér góða
bók eða bækur úr bókakosti safnsins
og hreiðra um sig í sófanum heima.
Endilega …
… spilið bingó
í bókasafni
Bingó Skemmtileg dægrastytting.
Aðventuhátíð í Kópavogi verður
haldin 26. og 27. nóvember frá 13-17
báða dagana. Boðið er upp á dag-
skrá fyrir alla fjölskylduna á hátíð-
inni sem fer fram í Menningarhús-
unum í Kópavogi. Á útivistarsvæð-
inu við húsin verður jólamarkaður
þar sem gæðamatvara og handverk
verða til sölu og heitar veitingar í
boði.
Dagskráin á laugardeginum hefst
í Gerðarsafni klukkan 13 með jóla-
korta- og jólaluktasmiðju en í kjöl-
farið verða fjölskyldujólatónleikar í
Salnum sem hefjast klukkan 14. Þá
verður jólakattardagskrá í Nátt-
úrufræðistofu og Bókasafni Kópa-
vogs. Að lokum eða klukkan 16
verða ljós jólatrésins tendruð við
lúðraþyt og söng en jólasveinar líta
í heimsókn auk Villa og Sveppa sem
skemmta á útisviði.
Auk þess verður hinn árlegi laufa-
brauðsdagur haldinn í félagsmið-
stöð aldraðra í Gjábakka á laug-
ardeginum frá 13-17 og listamenn í
Hamraborg og Auðbrekku opna sýn-
ingarsali og vinnustofur sínar.
Á sunnudeginum verður jólamark-
aðurinn opinn frá 13-17, Langleggur
og Skjóða skemmta í Bókasafninu
kl. 13.30 og jólakortasmiðja í Gerð-
arsafni verður opin fyrir alla fjöl-
skylduna.
Aðventuhátíð í Menningarhúsunum í Kópavogi
Ljós jólatrésins tendruð
við lúðraþyt og söng
Jólamarkaður Á útivistarsvæðinu við Menningarhúsin í Kópavogi verður jóla-
markaður þar sem gæðamatvara og handverk verða til sölu.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.