Morgunblaðið - 24.11.2016, Page 13
Morgunblaðið/Golli
Fræði Kristín og Unnur hafa sett upp sýningu um fjölmenningu og fordóma og ferðalög fólks til og frá Íslandi.
Kristín, „Meðal þess sem sýningin
minnir á er t.d. áhrif fólksflutn-
inga til Íslands á tónlistarlíf lands-
manna, þýsku konurnar sem hing-
að komu og flóttafólk og
hælisleitendur fyrr á tímum og í
samtímanum. Ísland hefur á ólík-
um tímum tekið við fólki sem
dýpkar og eykur menningarlíf og
fjölbreytni landsins. Á sýningunni
fáum við innsýn í sögu ein-
staklinga í samtímanum sem hafa
flutt til eða frá Íslandi og hvað
þeir tengja við veru sína í nýju
landi.“
Fordómar ekki nýir
af nálinni
Sýning Kristínar og Unnar
beinir einnig sjónum að hvernig
fordómar hafa birst okkur á Ís-
landi og hvernig það hefur oft ver-
ið endurspeglun á fordómum ann-
ars staðar frá.
„Í umræðu um fjölmenningu á
Íslandi og útlendinga er oft gert
ráð fyrir að kynþáttafordómar hafi
ekki verið til á Íslandi í fortíðinni
heldur fyrst orðið til á fjölmenn-
ingarlegu Íslandi samtímans,“ seg-
ir Kristín og bendir um leið á að
slíkar fullyrðingar séu ekki réttar.
„Fordómar eru ekki nýir af
nálinni og við vildum með sýning-
unni opna augu fólks fyrir birting-
armyndum fordóma frá fyrri tíð.
Við verðum m.a. með bækur á
sýningunni og fjöllum um hvernig
birtingamynd fordóma birtist í
þeim. Þar á meðal er t.d. bókin
um negrastrákana en sú bók end-
urspeglar hvernig svipaðar hug-
myndir um kynþætti dreifðust
víða.“
Spurð hvort margt sem talið
hefur verið innan eðlilegra sam-
félagsmarka áður en við sjáum í
dag sem fordóma hafi verið sett
fram af vanþekkingu frekar en
ásetningi til beinna fordóma segir
Kristín að það hafi alltaf einkennt
kynþáttafordóma bæði í samtíma
og fortíð.
„Fordómafull umræða þarf
ekki að hafa ásetning að særa eða
niðurlægja. Það sem er kannski
einmitt sláandi við að sjá texta úr
fortíðinni er hvernig þeir setja
fram sem blákaldar staðreyndir
eitthvað sem við í dag mundum sjá
sem mjög niðrandi og þjóðhverft.
Þetta sýnir hvað kynþátta-
fordómar voru í fortíðinni hluti af
heimsmynd ákveðins hluta heims-
ins. Í eldri textum sjáum við að al-
hæfingar um hópa, flokkun fólks
eftir útliti og uppruna birtast á Ís-
landi rétt eins og annars staðar í
Evrópu og Norður-Ameríku. Á Ís-
landi voru t.d. námsbækur oft end-
urútgefnar áratugum saman og
lesnar af mörgum kynslóðum.“
Á sýningunni má sjá t.d. texta
úr gamalli námsbók bók sem seg-
ir, Eranar (Kákasusmenn) eru
ljósir á hörund („hvítir menn“),
með hátt enni og með mjúkt hár,
er liðast í lokkum“ (Landafræði
handa gagnfræðiskólum, Bjarni
Sæmundsson. Gefin út 1937) og
„Mongólar […] eru gulir á hörund
og minni vexti en hvítir menn. […]
Atorkumenn eru þeir yfirleitt ekki
og sumir mjög eftirbátar annarra
þjóða“ (Landafræði með myndum,
Steingrímur Arason. Gefin út
1929).
Kristín bendir á að fordómar í
samtímanum eru margskonar og
oft í dag er vísað til menningar
frekar en útlits, en eldri kynþátta-
hugmyndir vísuðu þó einnig sterk-
lega til menningar. „Það er hollt
að rifja upp þessa fortíð og þátt
okkar á Íslandi í henni. Því miður
er langt frá því að vera svo að við
lifum í samtíma sem er laus við
kynþáttafordóma og það er mik-
ilvægt að undirstrika að það var
aldrei neitt saklaust við þessa for-
dóma í fortíðinni.“
Kristín undirstrikar að lokum
að þrátt fyrir að umræða um for-
dóma sé mikilvægur þáttur sýn-
ingarinnar þá er það bara einn
hluti. „Í rannsóknum okkar Unnar
Dísar“ útskýrir Kristín, „kemur
einnig fram að fólk af erlendum
uppruna lítur ekki á sig sem fórn-
arlömb heldur vill vera virkir þátt-
takendur í íslensku samfélagi“.
Sýning Af sýningu Kristínar og Unnar í Þjóðminjasafninu.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2016
Bíó Paradís stendur fyrir heildstæðri
kvikmyndafræðslu; masterklass, fyrir
börn og unglinga á grunnskólastigi, kl.
10, fimmtudaginn 29. nóvember. Kaf-
að verður djúpt í undraheima
kvikmyndanna og kvikmyndin sem slík
skilgreind. Rakin verður saga kvik-
myndanna í máli og myndum, tækni
og greiningaraðferðum verða gerð skil
og grunnþættir kvikmyndalistarinnar
útskýrðir: Hver var fyrsta kvikmynd-
in? Hvað er klipping? Hvað er sviðs-
mynd, hvernig þróaðist kvikmynda-
taka? Hvað sjáum við í fyrstu myndum
kvikmyndasögunnar og hvaða áhrif
hafa þær haft á myndir nútímans?
Og síðast en ekki síst: Hvernig les-
um við kvikmynd? Farið verður yfir
frægustu myndir kvikmyndasög-
unnar og þær settar í nútímalegt
samhengi, allt frá Ferðinni til tungls-
ins eftir Georges Méliès til Grand
Budapest Hotel eftir Wes Anderson.
Allt efni er sýnt á glærum og í klippt-
um myndböndum. Sýnd verða brot úr
mörgum af frægustu myndum kvik-
myndasögunnar, þar á meðal mynd-
um eftir Alfred Hitchcock og Stanley
Kubrick.
Verkefnastjóri fræðslunnar er
Oddný Sen kvikmyndafræðingur:
oddnysen@gmail.com
Kvikmyndafræðsla fyrir börn og unglinga í Bíó Paradís
Fjölbreytni Kvikmyndirnar Ferðin til tunglsins eftir Georges Méliès og Grand
Budapest Hotel eftir Wes Anderson verða m.a. til umfjöllunar á námskeiðinu.
Undraheimar kvikmyndanna