Morgunblaðið - 24.11.2016, Page 18

Morgunblaðið - 24.11.2016, Page 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2016 Lágmúli 5, 108 Reykjavík | Sími 571 5800 | gudrun@garun.is | garun.is Ertu í söluhugleiðingum? Guðrún Antonsdóttir Lögg.fasteignasali Sími 697 3629 Viltu kraftmikinn fasteignasala sem vinnur fyrir þig, er heiðarlegur og traustur. Bjóddu mér í heimsókn og fáðu frítt söluverðmat og tilboð í söluferlið þitt. Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur dregið í land með nokkur af loforðum sínum fyrir kosningarnar 8. nóvember, meðal annars yfirlýsingar sínar um að hann hyggist rifta Parísarsamningnum um aðgerðir til að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Samningurinn var samþykktur í desember sl. á þingi nær 200 ríkja sem eiga aðild að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1992. Parísarsamningurinn markar tíma- mót í baráttunni við loftslagsbreyt- ingar þar sem þetta er í fyrsta skipti sem gengið er út frá því að öll ríki taki virkan þátt í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Samningur- inn myndar ramma utan um skuld- bindingar sem ríkin hafa sjálfviljug sett fram með það að markmiði að halda hækkun hitastigs jarðar undir 2°C miðað við meðalhitastig jarðar fyrir iðnvæðingu, eins og fram kem- ur á vef utanríkisráðuneytisins. Ekki kínversk blekking Donald Trump hefur haldið því fram að fullyrðingar um loftslags- breytingar af mannavöldum séu blekking, runnin undan rifjum stjórnvalda í Kína með það að mark- miði að grafa undan bandarískum fyrirtækjum. „Hugmyndin um hlýn- un jarðar var búin til í Kína og í þágu Kínverja til að gera bandarísk fram- leiðslufyrirtæki ósamkeppnishæf,“ sagði hann til að mynda á Twitter ár- ið 2012. Trump sagði ítrekað í kosninga- baráttunni að hann hygðist rifta al- þjóðlegum loftslagssamningum til að vernda bandarísk fyrirtæki, einkum í olíu- og kolaframleiðslu. Hann hamraði á þessu loforði á kosninga- fundum í ríkjum þar sem olía er framleidd og á ryðbeltinu svonefnda, svæði í norðaustur- og miðvestur- ríkjunum þar sem hnignun hefur orðið vegna samdráttar í iðngreinum sem voru áður öflugar. Nú er komið annað hljóð í strokk- inn, ef marka má viðtal Trumps við dagblaðið The New York Times í fyrradag. Hann léði þá máls á því að styðja loftslagssamningana. „Ég er að skoða þetta mjög vandlega. Ég geri það með opnum huga,“ hefur blaðið eftir honum. Trump viðurkenndi einnig að tengja mætti hlýnun jarðar við mengun af mannavöldum. „Ég tel að það sé einhver tengjanleiki. Einhver, eitthvað. Það ræðst af því hversu mikill hann er.“ Múrinn varð að girðingu Donald Trump kvaðst vera að meta áhrif Parísarsamningsins á samkeppnishæfni bandarískra fyrir- tækja og „hversu mikið hann myndi kosta bandarísk fyrirtæki“. Fyrr í mánuðinum hafði Reuters eftir heimildarmönnum í hópi, sem undirbýr valdatöku Trumps, að hann væri að leita leiða til að draga Bandaríkin út úr Parísarsamningn- um sem fyrst eftir að hann tekur við embættinu 20. janúar. Fréttaveitan hafði í gær eftir tveimur mönnum í undirbúningshópnum að ummæli Trumps um samninginn í viðtalinu við The New York Times hefðu kom- ið þeim í opna skjöldu. Stefna Trumps er þó enn mjög óljós í mörgum málum og ekki er víst að það sem hann segir núna verði of- an á þegar hann tekur við forseta- embættinu. Á meðal annarra fyrirheita sem Trump hefur dregið í land með er loforð hans um að reisa múr á landa- mærunum að Mexíkó og láta grann- ríkið greiða kostnaðinn. Núna talar hann um að hann hyggist setja upp girðingu á hluta landamæranna til að koma í veg fyrir að fólk frá Róm- önsku Ameríku fari til Bandaríkj- anna með ólöglegum hætti. Hafnar öfgahreyfingu Í viðtalinu kvaðst Trump vera andvígur laustengdri öfgahreyfingu hvítra þjóðernissinna sem nefnist alt-right og hefur hafnað ríkjandi íhaldsstefnu í Repúblikanaflokkn- um. Trump naut mikils stuðnings meðal félaga í hreyfingunni fyrir kosningarnar. Um 200 þeirra komu saman í Washington á dögunum til að fagna sigri hans og hylltu hann að nasistasið. „Ég vil ekki efla þessa hreyfingu og þvæ hendur mínar af henni,“ sagði Trump. Hann varði hins vegar Stephen Brannon, sem verður aðalstjórn- málaráðgjafi hans. Brannon hefur stjórnað fréttavef sem hefur verið sakaður um að vera málpípa þjóð- ernishreyfingarinnar. „Ef ég hefði haldið að hann væri kynþáttahatari eða stuðningsmaður alt-right … hefði mér ekki einu sinni dottið í hug að ráða hann,“ sagði Trump. Segir hlýnun geta tengst mengun af mannavöldum  Trump dregur í land með loforð sitt um að rifta Parísarsamningnum AFP Stórblað heimsótt Donald Trump í höfuðstöðvum The New York Times eftir 75 mínútna viðtal hans við ritstjóra og blaðamenn þess í fyrradag. Nikki Haley tilnefnd sendiherra hjá SÞ » Donald Trump hefur valið Nikki Haley, ríkisstjóra Suður- Karólínu, til að gegna embætti sendiherra landsins hjá Sam- einuðu þjóðunum. Hún er fyrsta konan sem Trump til- nefnir í háa stöðu eftir að hann var kjörinn forseti. » Haley gagnrýndi Trump fyrir kosningarnar, sagði hann vera allt það sem „ríkisstjóri vildi ekki hafa í forseta“. » Hún er 44 ára, dóttir ind- verskra innflytjenda og stjarna hennar hefur farið hækkandi í Repúblikanaflokknum. » Öldungadeild þingsins þarf að staðfesta tilnefninguna. Hæstiréttur Noregs hafnaði í gær áfrýjun umdeilds klerks, múlla Krekars, sem framselja á til Ítalíu þar sem hann hefur verið ákærður fyrir aðild að hryðjuverka- samtökum. Krekar er Kúrdi frá Írak og hefur verið flóttamaður í Noregi frá 1991 en hefur ekki feng- ið norskan ríkisborgararétt. Ítölsk yfirvöld saka hann um að fara fyrir hreyfingunni Rawti Shax sem er talin tengjast íslömsku samtök- unum Ríki íslams og grunuð um að undirbúa hryðjuverk. Krekar, sem er sextugur, heldur því hins vegar fram að hann ætli aðeins að stofna stjórnmálaflokk. Hann hyggst áfrýja ákvörðun hæstaréttarins til dómsmálaráðuneytis Noregs og Mannréttindadómstóls Evrópu. NOREGUR Áfrýjun í framsals- máli Krekars hafnað Stjórnvöld í Kólumbíu og skæru- liðasamtökin FARC ætla að skrifa undir nýjan friðarsamning í höfuð- borg landsins í dag. Hann kemur í stað friðarsamnings sem var hafn- að í þjóðaratkvæðagreiðslu í síð- asta mánuði. Markmiðið með samningnum er að binda enda á hálfrar aldar borg- arastyrjöld í landinu. 260 þúsund manns hafa beðið bana í átökunum, 6,9 milljónir hafa flúið heimkynni sín og ekkert hefur spurst til 45 þúsund manns til viðbótar. Nýi samningurinn verður ekki borinn undir þjóðaratkvæði en þing Kólumbíu þarf að staðfesta hann. Fyrri samningurinn var felldur mjög naumlega í þjóðaratkvæða- greiðslunni. Um 50,2% greiddu at- kvæði á móti honum en 49,8% studdu hann. Fréttaskýrendur töldu meginskýringuna á niður- stöðu þjóðaratkvæðisins þá að stjórnin hefði verið of undan- látssöm og vanmetið reiði almenn- ings í garð skæruliðasamtakanna. Juan Manuel Santos forseti segir að bætt hafi verið úr þessu í nýja samningnum og komið til móts við kröfur andstæðinga hans. Helsti andstæðingur hans, Alvaro Uribe, fyrrverandi forseti, neitar þessu og hafnar nýja samningnum. AFP Vill frið Kólumbíumaður tekur þátt í kröfugöngu í höfuðborginni Bogotá til stuðnings nýjum samningi stjórnarinnar við skæruliðasamtökin FARC. Nýr friðarsamningur við FARC undirritaður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.