Morgunblaðið - 24.11.2016, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2016
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Stofnanir rík-isins leiðaststundum út í
að heyja baráttu
fyrir tilteknum
málstað sem starfs-
mennirnir aðhyll-
ast í stað þess að
láta sér nægja að fylgja lög-
unum og gæta að öðru leyti
hlutleysis í hvívetna. Þetta
verður gjarnan til þess að stofn-
anirnar fara að hafa skoðun á
því hvernig lögin eiga að vera
og beita sér jafnvel fyrir þeirri
skoðun sinni gagnvart löggjaf-
anum.
Skoðun starfsmanna stofn-
unarinnar á því hvernig lögin
ættu að þeirra mati að vera
verður svo jafnvel til þess að
þeir blindast af eigin afstöðu og
túlka lögin samkvæmt skoðun
sinni en ekki orðanna hljóðan.
Þetta virðist í það minnsta hafa
gerst í máli Samkeppniseft-
irlitsins gagnvart Mjólkursam-
sölunni, MS, þar sem eftirlitið
hafði fundið Mjólkursamsöluna
seka um brot á samkeppn-
islögum, að hafa misnotað
markaðsráðandi stöðu sína, og
sektað fyrirtækið um 440 millj-
ónir króna.
Áfrýjunarnefnd samkeppn-
ismála ógilti niðurstöðu Sam-
keppniseftirlitsins og felldi nið-
ur þessa sekt. Viðbrögð
Samkeppniseftirlitsins voru at-
hyglisverð. Í stað þess að senda
frá sér hlutlausa frásögn af nið-
urstöðunni var fyrirsögn frétta-
tilkynningar Samkeppniseft-
irlitsins þessi: „Áfrýjunarnefnd
samkeppnismála klofin í af-
stöðu sinni til þess hvort MS
hafi misnotað markaðsráðandi
stöðu sína, en staðfestir að MS
hafi framið alvarlegt brot með
rangri upplýsingagjöf.“ Sem
sagt ekki orð um að úrskurður
Samkeppniseft-
irlitsins hafi verið
felldur úr gildi en
áherslan lögð á að
áfrýjunarnefndin
hafi klofnað! Og svo
sagt frá því að upp-
lýsingagjöfin hafi
verið ófullnægjandi, en reyndar
fullyrt að hún hafi verið röng.
Ekki orð um það að þessi ófull-
nægjandi upplýsingagjöf MS
var frekar til þess fallin að
skaða málstað MS en hitt.
Fréttatilkynning Sam-
keppniseftirlitsins var að auki
send út á tíma sem hentar vel
fréttatíma sjónvarps Ríkis-
útvarpsins og frétt þess var
bersýnilega undir sterkum
áhrifum af spuna Samkeppnis-
eftirlitsins.
Augljóst er, ekki síst af við-
brögðum Samkeppniseftirlits-
ins eftir ógildingu áfrýjunar-
nefndarinnar, að Samkeppnis-
eftirlitinu er með öllu ómögu-
legt að fjalla um málefni
Mjólkursamsölunnar af því
hlutleysi sem gera verður kröfu
um til stofnunar á vegum rík-
isins. Einkum þegar um er að
ræða stofnun sem getur með að-
gerðum sínum haft veruleg
áhrif á rekstur og starfsemi fyr-
irtækja í landinu.
Íslensk fyrirtæki eiga ekki að
þurfa að búa við það að Sam-
keppniseftirlitið, sem á að
tryggja að eðlilegum leik-
reglum sé fylgt, geti átt það til
að blindast af einkasjónar-
miðum, óháð lagaákvæðum, og
leggja tiltekin fyrirtæki í einelti
eða setja kíkinn fyrir blinda
augað þegar önnur fyrirtæki
eiga í hlut.
Miklum völdum þarf að fylgja
mikil ábyrgð og Samkeppniseft-
irlitið verður að standa undir
mikilli ábyrgð.
Ríkisstofnanir eiga
að fylgja lögum og
gæta hlutleysis en
ekki að fara offari
og stunda spuna}
Samkeppniseftirlit
á villigötum
Í stjórnarmynd-unarviðræð-
unum sem slitnaði
upp úr í gær dúkk-
uðu upp yfirlýs-
ingar um að staða
ríkissjóðs væri mun lakari, en
látið hefði verið að liggja.
Benedikt Jóhannesson, for-
maður Viðreisnar, sagði í gær
að það munaði „einhverjum
tugum milljarða“ og bætti við:
„Menn hafa talað býsna fjálg-
lega um hvað staða ríkissjóðs
væri góð en svo kemur í ljós
að hún er þrengri en menn
ætluðu“.
Það er merkilegt að heyra
Benedikt taka með þessum
hætti undir málflutning Katr-
ínar Jakobsdóttur, formanns
Vinstri grænna.
Bjarni Bene-
diktsson, fjár-
málaráðherra og
formaður Sjálf-
stæðisflokksins,
svarar þessu mjög afdrátt-
arlaust í Morgunblaðinu í dag.
Staða ríkissjóðs sé jafnvel
betri en áður var talið og þessi
málflutningur, sem í besta falli
sé fáfræði, þjóni aðeins þeim
tilgangi að réttlæta skatta-
hækkanir: „Þetta hefur ekkert
með stöðu ríkisfjármálanna að
gera. Þetta hefur allt með það
að gera að flokkarnir gáfu
ófjármögnuð kosningaloforð í
aðdraganda kosninga og það
er að renna upp fyrir þeim
núna.“
Undarleg leið til að
réttlæta skatta-
hækkanir}
Í besta falli fáfræði P
istlahöfundur var eitt sinn staddur
í Smáralindinni sem mér er
reyndar meinilla við. Fer yfirleitt
ekki í þessar verslunarmiðstöðvar
nema brýna nauðsyn beri til.
Þó ekki vegna þess að „töffið“ og talsmenn
þess hafi ákveðið að ekki sé fínt að vera í
verslunarmiðstöðvum. Miklu heppilegra sé að
leita að verslunum undir berum himni í ís-
lensku veðurblíðunni samkvæmt „töffinu.“
Smáralindin er sjálfsagt ekki verri en aðrar
verslunarmiðstöðvar en er einfaldlega sögu-
svið þeirrar uppákomu sem ég ætla hér að
deila með ykkur. Ástæða þess að ég forðast að
fara í verslunarmiðstöðvar að erindalausu er
sú að þegar á hólminn er komið líður manni
iðulega eins og síld í tunnu. Einhverra hluta
vegna þykir mér mannþröng og streita ekki
eftirsóknarverð fyrirbæri. Í raun leiðist mér slík staða
alveg óskaplega og reyni yfirleitt að hraða mér út að er-
indi loknu í verslunarmiðstöðvum. Í einni slíkri heim-
sókn minni stóð góðleg kona í vegi fyrir mér á leið minni
út úr Smáralindinni. Ég var þá hinn ánægðasti með að
hafa lokið erindi mínu og ætlaði að sigla út úr mannhaf-
inu. Hún umlaði eitthvað um samhjálp og einhver börn
úti í heimi. Ég var satt best að segja ekki í neinu stuði til
að kynna mér það sem hún var að kynna. Hafði ég meiri
áhuga á því að koma mér út og um borð í bifreið.
Þar sem ekki varð algerlega hjá því komist að taka eft-
ir konunni, þá reif ég af henni einhvern snepil sem hún
veifaði framan í mig af áfergju. Ég gaf mér að
þar væri um einhvers konar kynningarbækl-
ing um aldeilis ljómandi gott hjálpar- og góð-
gerðarstarf að ræða.
Á þessum tímapunkti taldi ég að það væri
yfir meðallagi snjallt að taka með mér bækl-
inginn og kíkja á hann. Þá þyrfti ég ekki að
hlusta lengi á konuna halda lærða ræðu um
ágæti sitt og félaga sinna en mér tækist þó að
friða samviskuna með því að kíkja á bækling-
inn við gott tækifæri.
„Ég kíki á þetta,“ sagði pistlahöfundur um
leið og ég strunsaði í áttina að næsta útgangi.
Nokkrum sæmilega hröðum skrefum síðar
heyrist kallað á eftir mér: ,,Fyrirgefðu. Þetta
er happdrættismiði. Þú þarft að borga fyrir
hann,“ sagði konan, að því er virtist fremur
óttaslegin, enda líklega ekki vön því að stæði-
legir menn hrifsi af henni happdrættismiða og taki síðan
strikið að næsta neyðarútgangi.
Hvaða lærdóm getum við dregið af þessari dæmisögu,
lesendur góðir? Er lærdómurinn ef til vill sá að skyn-
samlegt sé að hlusta eftir því hvað fólk segir við mann?
Er mögulega hægt að taka betur mið af umhverfi sínu en
ég gerði í þessu tilfelli?
Ég held að svarið við þessum tveimur spurningum sé
nei og tel að lærdómurinn af þessari vandræðalegu
uppákomu sé sá að maður eigi helst ekki að fara í versl-
unarmiðstöðvar. Ég kýs að halda mig við þann málflutn-
ing. kris@mbl.is
Kristján
Jónsson
Pistill
Samhjálp í síldartunnu
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Erla Rún Guðmundsdóttir
erlarun@mbl.is
Svartur föstudagur er til-tölulega nýr af nálinni hér álandi en bæði dagurinn eðahugtakið eiga sér öllu lengri
sögu í Bandaríkjunum. Að sögn
Kristins Schram, lektors í þjóðfræði
við Háskóla Íslands, má rekja hug-
takið til austurstrandar Bandaríkj-
anna á sjöunda áratugnum. Kristinn
telur líklegt að kaupmenn hafi komið
deginum á hér á landi en landsmenn
hafa þó sýnt fyrirbærinu mikinn
áhuga.
Þjóðsögur
Kristinn segir uppruna nafnsins
eða hugtaksins Black Friday vera
áhugaverðan. „Það er gaman að velta
fyrir sér uppruna þessa dags í Banda-
ríkjunum. Það er heilmikil þjóðfræði í
kringum það og margar þjóðsögur.“
Kristinn nefnir tvær sögur sem
dæmi en segir að þeim fari fjölgandi
frá ári til árs. „Sú þjóðsaga var á
kreiki að þessi dagur ætti rætur sínar
að rekja til þess að þrælasalar hefðu
selt þrælana á afslætti til plantekru-
eigenda daginn eftir þakkargjörð-
arhátíðina.“ Að sögn Kristins er hin
sagan öllu þekktari. „Önnur svona
nútímaþjóðsaga segir að þetta sé
vegna þess að á þessum tíma komist
kaupmenn loksins úr rauðu í svart í
bókhaldinu,“ en í bókhaldstali vísa
rauðar tölur til rekstrartaps en svart-
ar til hagnaðar.
Kristinn segir báðar sögurnar
uppspuna því samkvæmt rann-
sóknum ýmissa þjóðfræðinga megi
rekja hugtakið til Fíladelfíu í Banda-
ríkjunum á sjöunda áratugnum.
„Lögreglumenn notuðu þetta hugtak
til að lýsa fyrsta deginum eftir
þakkargjörðarhátíðina. Þá munu svo
margir hafa hringt sig inn veika og
notað tækifærið til þess að fara í
verslanir. Þetta er dagurinn sem
markar aðventuna hjá kaupmönnum,
en hugtakið á að hafa lýst ákveðnum
umferðarvanda og öðru sem tengdist
þessum mikla og ófyrirséða fólks-
fjölda á götum borgarinnar.“
Illur fyrirboði?
Kristinn segir gaman að velta
fyrir sér viðskeytinu svartur í sam-
hengi við tilboðsdaginn. „Þetta við-
skeyti hefur vissulega haft ýmsa
merkingu í gegnum tíðina en yfirleitt
hefur það táknað slæma fyrirboða
eða verið merki um hönd hins illa,
jafnvel kölska sjálfan.“
Eftir að svarti föstudagurinn
gekk yfir í fyrra kvörtuðu margir yfir
því að enska heitið Black Friday væri
notað á Íslandi. Spurður um hvort
hann teldi merkingu viðskeytisins
svartur vera ástæðuna sagði Kristinn
það auðvitað bara vera getgátur.
„Það kann svo sem að vera að þeir
séu að forðast svona þekkta neikvæða
merkingarauka við hinn svarta lit.“
„Föstudagur til fjár“
Hver sem uppruni hugtaksins er
er ljóst að um stóran dag er að ræða í
verslun í Bandaríkjunum og víðar.
Hér á landi eru sífellt fleiri verslanir
þátttakendur í svarta föstudeginum,
eða „föstudegi til fjár“ eins og rekstr-
araðilar í miðborg Reykjavíkur
nefndu fyrirbærið í fyrra. Kristinn
telur líklegt að áhuga Íslend-
inga á deginum megi rekja
til neyslugleði lands-
manna. „Hún end-
urspeglar kannski
þessa rísandi sjálfs-
mynd Íslendinga sem
neysluglaðs samfélags.
Kannski er eitthvað að fjara
undan þessari mynd af okkur
sem sjálfbærri, sparneytinni
þjóð sem við vildum
hverfa til stuttu eftir
hrun.“
Hvað gerir þennan
föstudag svartan?
Morgunblaðið/Júlíus
Jólaverslun Svartur föstudagur er mikill tilboðsdagur en hann markar
einnig upphafið að jólaverslunartímabilinu í Bandaríkjunum.
Fjölmargar íslenskar verslanir
halda svartan föstudag hátíð-
legan í ár. ELKO er ein þeirra, en
þar er „svartur fössari“ haldinn
í annað sinn. „Við byrjum með
tilboð á mánudeginum sem
gilda meðan birgðir endast og
svo bætist alltaf við tilboð dag-
lega. Svo endar þetta með
bestu tilboðunum á föstudegi,“
segir Berglind Ósk Ólafsdóttir,
markaðsstjóri ELKO.
Kringlan tekur einnig þátt í
ár, en þar verða þó nokkrar
verslanir með tilheyrandi tilboð.
Sigurjón Örn Þórisson, fram-
kvæmdastjóri Kringlunnar,
segir fleiri verslanir taka
þátt í ár en í fyrra. „Ég
finn að áhuginn er held-
ur að vaxa. Það kæmi
mér ekki á óvart að
þetta yrði almennt séð
hluti af íslensku
verslunar-
mynstri.“
Fleiri með
tilboð í ár
KOMIÐ TIL AÐ VERA?
Kristinn Schram