Morgunblaðið - 24.11.2016, Page 22

Morgunblaðið - 24.11.2016, Page 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2016 Tvær tiltölulega lítt áberandi fregnir föng- uðu hug minn á dög- unum. Fyrri fregnin vakti hjá mér hugrenn- ingar um það hversu sum mál liggja svo gott sem í þagnargildi. Hún var um það að fjöldi slasaðra vegna ölv- unaraksturs hefði ekki í mörg ár verið eins mikill og nú. Það er skelfilegt tilhugs- unar, nóg er nú af öðrum slysum með oft óbætanlegum afleiðingum. Minnir svo aftur á það hve oft er sagt um slasað fólk að hún eða hann sé úr lífs- hættu sem er ágætt. En hvað svo? er spurt, því þrátt fyrir það eru svo ótal- margir sem úr lífshættu eru sem aldrei bíða þess bætur og til þeirra þarf að horfa. Minnir svo aftur á það að nýlega höfum við lesið um þá löngu biðlista sem eru á þeirri dýr- mætu endurhæfingarstofnun Reykjalundi og hvergi sér fyrir end- ann á og ekki fegrast myndin þegar litið er til Grensásdeildar, sem er einnig svo ofurdýrmæt stofnun og þar sem húsnæðið liggur undir stór- skemmdum Þegar ég tala um ofur- dýrmætar stofnanir þá er ég ekki bara að tala um dýrmætið fyrir þá sem á þjónustu þessara stofnana þurfa svo sárlega að halda heldur og alveg eins fyrir samfélagið allt, þar sem hinn þjóðhagslegi ávinningur er svo ótvíræður sem augljóst er, þegar um er að ræða að koma fólki út í lífið á nýjan leik. Það er ofvaxið mínum skilningi og hefur lengi verið hversu að þessum málum staðið. Það hins vegar breytir ekki því að sú ástæða slysa sem ég er að gera að umtals- efni, slys af völdum ölvunaraksturs er himinhrópandi dæmi um það, hversu áfengið sem lofað er í sífellu hefur í svo ótalmörgum tilfellum skelfilegar afleiðingar sem alltof margir láta sér í léttu rúmi liggja og halda áfram að vegsama dýrð þess og dásemd. Og þá kem ég að hinni fregninni sem er ekki síðri til umhugsunar í óhugnaði sínum, en þar á ég við hversu ótrúlega oft tvinnast saman kyn- ferðisafbrot og ölvunar- ástand, ekki bara ger- andans heldur og þolandans sem ekki fær reist við rönd sakir ofdrykkju þegar óþverramenni eiga í hlut sem dirfast að notfæra sér þetta ölvunarástand. Og enn spyr ég hvort þetta gamla viðkvæði sem ég þekkti áður: Hann var bara svo fullur greyið, eigi ennþá við? Ekki skal frekar rætt um þau óaft- urkallanlegu áhrif sem slíkir gern- ingar hafa, oft á bráðungt fólk og kemur aldur svo sem ekki þar inn í, aðeins ábending vegna tveggja fregna sem kallast á við þann lof- gjörðarsöng sem svo alltof víða er sunginn um áfengið sem gleðigjafa án nokkurra eftirkasta nokkurn tímann. Er ekki rétt að „frelsis“postularnir staldri við með okkur hinum áður en þeir heimta eitthvað sem enn mundi auka á ófögnuðinn. Ekki veldur sá er varar eru nefni- lega orð að sönnu. Höfð skal gát þegar gengið er fram Eftir Helga Seljan Helgi Seljan »Er ekki rétt að „frelsis“postularnir staldri við með okkur hinum áður en þeir heimta eitthvað sem enn mundi auka á ófögnuðinn. Höfundur er formaður fjölmiðlanefndar IOGT. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS Í opnum lúxusbíl af Lincoln-gerð er for- setahjónunum John og Jaqueline Kennedy, og ríkisstjóra Texas, John Connally og eiginkonu hans ekið eftir Elm Street við Dealey Plaza í Dallas 22. nóvember 1963. Þau veifa til þús- unda áhorfenda á göt- unum þegar ökumaður bílsins dregur úr hrað- anum. Á sama tíma undirbýr einn tilræðismaður verk sitt. Talið er að fyrsta skotinu hafi verið hleypt af klukkan 12.30 að staðartíma. Skelf- ing grípur um sig meðal fólksins þegar öryggisverðir reyna að koma auga á hvaðan skotið er á forsetan á þessum tímapunkti. Næstu sekúnd- urnar heyrðust enn tvö skot þegar vitnin á torginu deildu hart um hvort þau hefðu verið þrjú eða fleiri. Á fá- einum sekúndum breyttist hátíð- arstemningin í Dallas í hræðslu og undrun þegar skotið hitti Kennedy hægra megin í höfuðið. Hálftíma síð- ar tilkynntu læknar á Parkland Memorial sjúkrahúsinu að 35. for- seti Bandaríkjanna væri látinn. Klukkutíma eftir morðið á forset- anum handtók lögreglan Lee Harv- ey Oswald þegar leitin að tilræð- ismanninum stóð yfir. Fjöldi vitna taldi skotin hafa komið frá birgða- geymslunni um leið og bifreið forset- ans beygði til vinstri inn á Elm Street þegar bílalestin ók um Dallas í Texas. Aðrir sem þóttust vita betur töldu að skotið hefði verið á forset- ann frá grasi gróinni hæð á torginu norðanverðu. Á sjöttu hæð birgða- geymslunnar fundust þrjú skothylki og riffill. Strax taldi lögreglan að það væri morðvopnið sem fingraför Oswalds hefðu fundist á. Úr þessum sama riffli var líka talið að skotið hefði verið þeim kúlum sem höfnuðu í bifreið Kennedys. Fleira var talið athyglisvert við þennan ítalska riffil Oswalds. Þessi 6,5 mm Carsano-riffill var í seinni heimsstyrjöldinni kallaður mann- úðlegi riffillinn þegar fullyrt var að ekki væri hægt að hitta skotmark með honum af neinni nákvæmni. Töfrakúlan og vafasamir skyttu- hæfileikar Oswalds segja ekkert um hvort hann hafi verið sekur eða þátttakandi í sam- særi. Samkvæmt rann- sókn FBI var talið að Oswald hefði notað ítalska Carsano- riffilinn sem fannst auk þriggja skothylkja á sjöttu hæð birgða- geymslunnar. Fljót- lega varð morðið á Kennedy kveikjan að fjölmörgum samsær- iskenningum sem hafa lifað góðu lífi út 20. öldina. Þess sjást engin merki að þær verði kveðnar niður næstu sex áratugina. Í beinni sjónvarpsútsendingu tók atburða- rásin nýja og óvænta stefnu sem enginn sá fyrir tveim dögum eftir morðið á forsetanum. Á milli tveggja lögreglumanna féll Oswald fyrir morðingjahendi næturklúbbseig- andans Jack Rubys sem komst óhindraður inn í dómshúsið. Þá vöknuðu spurningar um hvort Oswald hefði vitað hvaðan hug- myndin um að myrða forsetann kom. Einn áhorfenda við Elm Street, Abraham Zapruder, var áhugamað- ur um kvikmyndir og náði myndum af því sem fyrir augu bar. Þær vógu þungt við rannsókn málsins. Þessar myndir sýna nákvæmlega morðið á Kennedy. Með þeim gat Warren- nefndin reiknað út að aðeins hefðu liðið 5,6 sekúndur milli fyrsta og síð- asta skots. Þessir tímaútreikningar þóttu mikilvægir því aðeins var talið að hægt væri að skjóta þremur skot- um úr handhlöðnum riffli sem lög- reglan fann á sjöttu hæð birgða- geymslunnar. Tvö skot hæfðu forsetann og þrjú ríkisstjóra Texas. Enginn veit hvernig það skeði. Rannsóknin sýndi að eitt skot hafði misst marks. Kúlan, sem hitti forset- ann í höfuðið, drap hann. Hin kúlan, sem kölluð er töfrakúlan, olli öðrum skaða. Samkvæmt opinberum nið- urstöðum smaug hún í gegnum húð, vöðva og bein forsetans og fannst seinna á sjúkrabörum. Á því fannst engin skýring hvernig ein kúla gat haldist hrein og ósnert eftir slíkt ferðalag. Gagnrýnendur telja útilokað að ein kúla skýri skotsárin sjö sem fundust á Kennedy og Connally. Enginn veit hvort ein stærsta morð- gáta síðari ára leysist þegar síðasta leyniskjalið um hana verður op- inberað árið 2017. Enn á bandaríska alríkislögreglan mörgum spurningum ósvarað. Hver myrti Kennedy? Eftir Guðmund Karl Jónsson » Gagnrýnendur telja útilokað að ein kúla skýri skotsárin sjö sem fundust á Kennedy og Connally. Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður. Mýflug flugfélag sér um nánast allt sjúkra- flug á Íslandi ásamt Landhelgisgæslunni og hefur gert í 11 ár. Flugstjóri Mýflugs hefur nú ítrekað sent frá sér neyðarkall um að opna verði neyð- arbrautina 06/24 í Reykjavík. Þorkell Ás- geir Jóhannsson, flug- maður, lýsir því í Morgunblaðinu 21. nóvember sl. að hann hafi farið með veikan sjúkling til Reykjavíkur að morgni 15. nóv- ember sl. Þegar lagt var af stað í þá ferð lá ekki fyrir hvort lendandi var í Reykjavík, segir hann, því vindstyrkur var síbreytilegur. Það munaði því mjög litlu að snúa þyrfti við. Blessunarlega var lent en í þeim hámarksvindi sem vélar flugfélagsins leyfa. Hann lýsir yfir miklum áhyggjum af sjúkraflugi fé- lagsins í vetur. Mikilvægi neyð- arbrautarinnar felst ekki í tíðni notkunarinnar heldur hvað er í húfi hverju sinni. „Um mannslíf er oft- ast að ræða þegar upp koma atvik þegar hennar er þörf,“ segir flug- maðurinn. Hingað, en ekki lengra. Það set- ur að mér depurð, óöryggi og rétt- láta reiði er ég les þessa frásögn um ítrekað ákall þessa reynda sjúkraflugmanns. Svipuð áköll og viðvaranir hafa margoft heyrst áð- ur. 70.000 undirskriftir landsmanna að engu hafðar. Einnig áskoranir flestra sveitarstjórna á landsbyggð- inni og samtaka þeirra. Stjórnvöld tvístígandi hafa lofað að grípa inn í en algerlega brugðist skyldu sinni. Hvað þarf eiginlega að gerast? Nú er vetur konungur kominn í hlaðið. Fyrstu haustlægðirnar hafa sýnt sig og stífar suðvestanáttir sem oft fylgja þeim ógna öryggi í sjúkrafluginu. Ég hefi spurt sjálfan mig hvort það verði ég, nákominn ættingi eða vinur sem næst þurfi á neyðarbrautinni að halda? Hvað þá? Ég er orðinn dauð- leiður á að hlusta á rök borgarstjórnar Reykjavíkur um sjálf- sagðan rétt þeirra til að loka neyðarbraut- inni. Réttur þeirra, sé hann fyrir hendi, er illa fenginn og rangur. Siðlaus eins og staðan er í dag og stangast á við almannahagsmuni og öryggi landsmanna. Höfuðborg allra lands- manna hikar ekki við að svíkja hlutverk sitt. Ég trúi að sr. Friðrik Friðriksson, heið- ursfélagi Vals, kristilegur og and- legur leiðtogi flestra Valsmanna, fæddur á Hálsi í Svarfaðardal norð- ur 25. maí 1886, d. 1961, hefði snar- lega snúið sér við og stöðvað þetta lóðargróðabrask Reykjavík- urborgar og Valsmanna ehf. við þessar aðstæður, ef hann væri á meðal okkar í dag. Blessuð sé minning hans. Borgarstjórn kvartar yfir því að landsbyggðin reki hræðsluáróður í sínum málflutningi sem henni finnst neðan beltis og alls ekki við- eigandi . Um það „neðanbelt- isspark“ vil ég segja þetta: Skamm- ist ykkar: Eitt er að búa fársjúkur skammt frá Reykjavíkurflugvelli og við hlið eina hátæknisjúkrahúss landsmanna í Reykjavík. Annað er að vera fársjúkur í 600-700 km fjar- lægð í einangruðu plássi úti á landi og eina leiðin er flutningur í sjúkrabíl, sem brýst í mikilli ófærð yfir heiðar og fjallvegi í veg fyrir sjúkraflug, sem e.t.v. getur ekki lent í Reykjavík af því að bjarg- vætturinn, neyðarbrautin, er lokuð. Svona nákvæmlega er staðan í dag. Er þetta hræðsluáróður? – Nei þetta er dauðans alvara. Þetta er dauðans alvara Eftir Þorvald Jóhannsson Þorvaldur Jóhannsson »Réttur þeirra, sé hann fyrir hendi, er illa fenginn og rangur. Höfundur er eldri borgari Seyðisfirði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.