Morgunblaðið - 24.11.2016, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.11.2016, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2016 Ilmur af ný- steiktum kleinum og sætur keimur af rifsberjahlaupi renna saman við ljúfsárar minn- ingar nú þegar við kveðjum Möggu ömmu. Það er ómetan- leg gæfa að hafa fengið að eiga ömmu að svona lengi. Það var gott að fá að kynnast henni sem barn, að eiga hana að sem ung- lingur og þekkja hana sem full- orðin manneskja, að eignast í henni vin, fyrirmynd og félaga, að geta sótt í minningar henn- ar, visku og kærleika eða hrein- lega að leggjast í sófann hjá henni og spjalla um liðna tíð. Amma var glettin, hún var húmoristi og orðheppin alveg fram á síðustu daga. Hún var hreinskilin og gjafmild og mátti ekkert aumt sjá. Hún var sögu- fróð og kenndi barnabörnunum sínum hræðilegar vísur þegar langömmubörnin voru væntan- leg: „það á að strýkja stelp- una …“ og bakaði þess á milli ástarpunga ofan í hópinn. Amma hélt sínu fólki saman og ræktaði samband við ætt- ingja um allt land, hún smalaði öllum sínum hópi tvisvar á ári á Hríseyingabingó sem þótti orð- ið ómissandi. Við sem áttum hana Möggu ömmu njótum þess svo mörg að hafa fengið að alast upp í stórfjölskyldu. Systkinahópurinn úr Barðavog- inum er stór og samheldinn og systkinabarnahópurinn ólst upp eins og systkinahópur. Amma var lífsglöð og dugmikil, alltaf tilbúin að leggja öllum lið sem þurftu á henni að halda. Örlögin höguðu því þannig að Svein- björn afi veiktist ungur af Park- insonsjúkdómi og þurfti því á hennar hjálp og kröftum að halda. Lífið var því ekki alltaf auðvelt hjá ömmu en aldrei kvartaði hún. Síðan bjó Sína langamma hjá ömmu í Barða- voginum síðustu árin og við barnabörnin fengum að kynnast náið þessum kjarnakonum sem Margrét Þorvaldsdóttir ✝ Margrét Þor-valdsdóttir fæddist 1. október 1922. Hún andaðist 13. nóvember 2016. Útför Margrétar fór fram 22. nóv- ember 2016. voru fæddar árin 1922 og 1899. Amma hafði alltaf nóg fyrir stafni og bar gæfu til að beina þeirri orku sem áður hafði far- ið í umönnun sinna nánustu í að svala fróðleiksfýsn sinni, ferðalöngun og þörf til að láta gott af sér leiða. Hún prjónaði lopapeysur og húfur af miklum móð, sótti öll námskeið hjá Jóni Böðvarssyni og ferðað- ist á Íslendingaslóðir. Einnig var hún ötull liðsmaður í Thor- valdsensfélaginu og stóð vakt- ina í verslun félagsins meðan hún hafði heilsu til. Amma var óþrjótandi brunn- ur af sögum, hún sagði okkur frá Siglufirði þar sem hún var símastúlka og Heklutindur var henni kær en þar kynntist hún Sveinbirni afa. Nú er amma farin, til fundar við afa á einhverjum himnesk- um Heklutindi. Við þökkum fyr- ir allar stundirnar sem við átt- um saman, hlýjuna og heilræðin á lífsleiðinni. Í huga okkar hljóma enn hennar frægustu orð sem gjarnan voru sögð þeg- ar mettir magar höfðu ekki lengur þrek til baráttu við hlað- borð ömmu og voru sem mel- ódískt lokastef langrar upptaln- ingar kostaboða um ýmsar krásir: „má kannski bjóða þér mandarínu?“. Takk fyrir allt, elsku amma, og hvíl í friði. Þín barnabörn, Margrét Sjöfn, Smári Rúnar, Hanna, Atli Már, Bára, Þórunn Helga, Sunn- eva, Brynja og fjölskyldur. „Þau voru tvö, Hlíðarhúsin, við syðri hluta Hávegar á Siglu- firði. Í bernsku minni og langt fram eftir aldri bjó þar fólk, sem enn á sér bólfestu í innstu hugarfylgsnum mínum og mót- aði barnið og óharðnaðan ung- linginn svo að enn má sjá og finna þess glögg merki. Í ytra húsinu bjuggu þau afi minn og amma, Björn Jóhann- esson og Ólöf Jónsdóttir í ein- stöku sambýli við ömmusystur mína, Sigríði og mann hennar, Snorra Stefánsson og – lengi vel – dóttur þeirra, Önnu (Stellu). Í því syðra bjó fjölskylda okkar – faðir minn, Óli J. Blön- dal og móðir mín, Margrét, og við fimm systkinin. Á efri hæð- inni bjó Sigfúsína (Sína), fóst- ursystir þeirra systra, og mað- ur hennar, Þorvaldur (Lalli), ásamt börnum sínum Margréti og Þorsteini, og Lovísu, móður Sínu. Þetta var stórfjölskylda í bestu merkingu þess orðs, og mikil forréttindi að fá að alast upp í hlýjum faðmi hennar. Umhyggja, æðruleysi, þolgæði, nýtni og barngæska einkenndi þau öll og mótuðu okkur, sem vorum þessara forréttinda að- njótandi. Nú er blessunin hún Magga öll. Hún sór sig í ættina – létt og glettin eins og Sína móðir hennar og ráðagóð eins og Þor- valdur, faðir hennar, – en hann bjargaði lífi mínu með snarræði og frumleika, þegar góður mat- ur móður minnar rataði eitt- hvað skakkt niður á við og stefndi í að kæfa barnið. Ég á þessu yndislega fólki ekki aðeins að þakka að hafa í upphafi gefið mér líf og seinna bjargað því. Það hefur líka mót- að líf mitt allt til þessa dags, innrætt mér öll þau jákvæðu grunnviðhorf, sem ég bý að í dag og gefið mér akkeri til að hægja á rekanum, þegar vinda- samt er. Því miður get ég ekki fylgt Möggu til grafar, og kveð hana því með þessum orðum. Ættingjum hennar votta ég mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Jósep Ó. Blöndal. Það lá stigi upp á efri hæðina frá neðri hæðinni okkar á Siglu- firði. Þar bjuggu Sína og Lalli, foreldrar Möggu, ásamt Möggu, Steina og Lovísu ömmu þeirra. Í næsta húsi, Hlíðarhúsi, bjuggu svo Ólöf amma mín og Sigríður ömmusystir ásamt fjöl- skyldum sínum. Sína var uppeldissystir þeirra systra, tekin eins árs í fóstur af lang- ömmu minni og langafa. Mikill kærleikur var með þessum fjöl- skyldum og síðar dætrum þeirra, mömmu, Möggu og Stellu, sem voru nánar alla tíð. Mamma og Magga voru miklar vinkonur og héldu sambandi með heimsóknum og símhring- ingum. Áttu þær alltaf langt símtal saman á sunnudags- morgnum svo lengi sem mamma lifði. Við eldri systkinin vorum lánsöm að alast upp umvafin þessu yndislega fólki. Uppi á lofti var ævintýraheimur. Þar fengum við í fangi Sínu, Lalla og Lovísu innsýn í heim sagna og þula, kynntust m.a. barninu sem í dalnum datt oní gat, ótal Grýluþulum og kvæðum. Allt varð ljóslifandi í meðförum þessara snillinga. Svo var það hann Kveldúlfur sem heimsótti börnin sem vildu ekki fara að sofa. Lengi þorði ég ekki að láta fæturna gægjast fram und- an sænginni af ótta við Kveld- úlf, kíkti jafnvel undir rúmið áð- ur en ég fór að sofa. Á þessum árum var mikið fannfergi á Siglufirði á veturna, fennti iðu- lega fyrir hurðir og glugga. Þá var gott að geta skriðið út um glugga á efri hæðinni til að komast í skólann. Einstakt at- vik er mér minnisstætt, þegar Lalli bjargaði lífi tveggja ára bróður míns, sem var orðinn blár í framan eftir að kartafla sat föst í hálsinum á honum. Þá tók Lalli drenginn, fór með hann út snéri honum á hvolf og sló hressilega í bossann á hon- um svo bitinn losnaði. Mikið ástríki ríkti milli þess- ara tveggja fjölskyldna, var því mikil sorg þegar Sína og Lalli ákváðu að bregða búi og flytja suður til að vera nálægt börn- um sínum. Áttum við börnin á neðri hæðinni erfitt með að skilja þessa forgangsröðun og féllu mörg tárin. En þrátt fyrir fjarlægð hélst alltaf náið sam- band og alltaf var gott að heim- sækja Sínu og Lalla, Möggu og Steina, hvort sem var á Barða- voginum, Langholtsveginum eða núna síðast á Sjávargrund. Jólakort Thorvaldsensfélagsins frá Möggu voru þéttskrifuð hver jól og stundum var hringt. Síðasta heimsóknin var fyrir rúmu ári. Sól skein í heiði. Magga og Elín sátu fyrir utan fallega heimilið Möggu, Magga svo fínleg og falleg með silf- urgráa hárið, í ljósgrárri peysu og þessi einstöku augu sem hún erfði frá móður sinni. Sest var við fagurlega dúkað borð með kræsingum, hringt í hina Mögg- una, konu Steina, og þarna átt- um við yndislega, minnisstæða stund. Við systkinin þökkum Möggu og fjölskyldu tryggðina við fjöl- skyldu Óla og Grétu og sendum innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldunnar. Ólöf Birna Blöndal. Kær vinkona og samstarfs- kona er hér kvödd. Við stjórnarkonur í Barna- uppeldissjóði Thorvaldsens- félagsins horfðum til yngri konu þegar kosið var í stjórn sjóðsins árið 1997 en Margrét varð fyrir valinu þá 75 ára gömul. Hún vissi hug okkar og sagði á fyrsta stjórnarfundi: „Þið sitj- ið uppi með mig „kerlinguna“ en ég bæði kann og get ým- islegt segið mér bara hvað ég á að gera.“ Og það voru orð að sönnu, hún kunni og gat allt og féll einstaklega vel inn í hópinn. Stjórn Barnauppeldissjóðs Thorvaldsensfélagsins hefur það hlutverk að sjá um útgáfu og sölu jólamerkja félagsins, út- gáfu og dreifingu á bókinni um Karíus og Baktus auk Minn- ingakorta félagsins. Margrét tók sérstaklega að sér að skipu- leggja betur söluna á Karíusi og Baktusi og hringdi í allar bóka- búðir víðs vegar um landið og skilaði það góðum árangri og kynningu. Hún var afbragðs sölukona og kom það sér vel þegar kom að jólamerkjunum, hún var söluhæsta félagskonan í fjölda mörg ár og átti sér trygga og góða stuðningsmenn og fyrirtæki. Alltaf var nóg að stússast hjá okkur stjórnarkonum og um árabil hittumst við tvisvar í mánuði, í húsnæði félagsins, og kölluðum það vinnufundi. Þá tókum við til bókapantanir, röð- uðum jólamerkjum og enda- laust gátum við tekið til í köss- um og skúffum, endurskipulagt og undirbúið næstu jólamerkja- útgáfu eða jafnvel heilu sýning- arnar. Margrét var ósínk á tíma sinn og vildi oft að við gerðum meira og hvatti okkur áfram. Við nutum þess að vinna saman og að loknum verkefnum dags- ins var sest að veisluborði sem við skiptumst á að framreiða og þá áttum við fjörugar samræð- ur. Umræðuefnið var margs- konar hvort sem var börnin okkar, pólitíkin, tískan eða hvað annað og allar vorum við jafnar þó að aldursmunur væri upp í 25 ár. Oft höfum við minnst þess þegar við vorum á „loft- inu“ og hvað sá tími var okkur gefandi og skemmtilegur og þar var hún Margrét okkar ein af máttarstólpum hópsins. Margrét átti barnaláni að fagna og naut þess að vera í samskiptum við stórfjölskyld- una. Við sögðum oft að hún hefði sáð svo vel og þá sagði hún: „Ég hef verið svo lánsöm með börnin mín.“ Blessuð sé minning okkar góðu vinkonu sem hér er kvödd með þakklæti og virðingu. Innilegar samúðar- kveðjur til barna og annarra ástvina. Guðlaug Jónína Aðalsteinsdóttir. Elsku amma og langamma. Við eigum öll góðar minningar sem munu varðveitast okkar á milli, við vorum ekki endilega alltaf sammála um allt en þú vild- ir samt alltaf fylgjast með því sem við vorum að gera hverju sinni og hvernig okkur gekk í þeim verkefnum sem við tókum okkur fyrir hendur, bara eins og ömmur/langömmur gera. Við kveðjum þig í bili með söknuð í hjarta, elsku amma/ langamma Lalla. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Valgerður Á. Sigurðardóttir ✝ Valgerður Álf-heiður Sigurð- ardóttir fæddist 9. október 1931. Hún lést 7. nóvember 2016. Útför Val- gerðar fór fram í kyrrþey. Úr furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó. Í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Þeir geta sumir synt á læk og tjörn, og sumir verða alltaf lítil börn. En sólin gyllir sund og bláan fjörð og sameinar með töfrum loft og jörð. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt Um varpann leikur draumsins perlug- lit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið, englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson.) Ástarkveðjur, þín barnabörn og barnabarnabörn, Gunnur, Guðrún Ágústa, Jón Benedikts, Ingveldur Ása, Margrét Ragna, Niku- lás Rúnar, Telma Dögg, Val- gerður Álfheiður, Þórður Már og Eyvindur Enok. Nú kveðjum við kæran bróður, mág og frænda okkar, Eystein Vilhelm Reynisson. Við bræður áttum heima í Norður- götu 34 á Eyrinni í nánd við afa okkar og ömmu í móðurætt og síðar í Grenivöllum 16. Við ól- umst upp í mikilli nánd við móð- urfólk okkar, móðir okkar átti tvær systur og fluttist önnur þeirra til Noregs og þar eigum við frændfólk. Eldri systir hennar bjó á Akureyri og átti hún eina dóttur og vorum við mikið saman og oft talað um okkur sem systkin. Á okkar ungdómsárum vor- um við gjarnan kenndir við móð- ur okkar og kallaðir Húllu- Steini og Húllu-Palli. Móðir okkar hét Hólmfríður en alltaf kölluð Húlla. Frægt var innan fjölskyldunnar þegar Steini sem lítill snáði var spurður hvort Hólmfríður byggi ekki hér. Nei, sagði hann, og maðurinn fór en þá áttaði hann sig og kallaði: „halló manni, þetta er mamma mín hún Húlla“. Við vorum örugglega oft ansi uppátækjasamir. Þegar við vor- um litlir fengum við gefins rugguhest, „bara einn“ og það fannst okkur ekki ganga, við þyrftum báðir að eiga ruggu- hest. Því fórum við í skúrinn hans afa og náðum okkur í sög til að skipta honum en við vorum stoppaðir af við þessa iðju en blessaður hesturinn var með far á bakinu upp frá því. Snemma hefur sennilega komið í ljós hvað við myndum verða þegar við yrðum stórir því ef við fengum dót, t.d. bíla, reyndum við fljótlega að taka þá í sundur til þess að sjá hvað væri inni í þeim og hvernig þeir væru settir saman en það tókst nú ekki alltaf hjá okkur. Við lærðum báðir bifvéla- virkjun á BSA og unnum þar saman til fjölda ára og eignuð- umst þar okkar bestu vini. Þar var oft mikill glaumur og gleði og gríðarlega skemmtilegir menn sem störfuðu þar. Margir þeirra eru svo eftirminnilegir að enn í dag þegar einhverjir úr hópnum hittast er farið að rifja upp gamlar minningar og hlegið að skemmtilegum sögum. Steini hafði mikinn áhuga á bílum og þá ekki síst eldri gerð- um. Hans fyrsti bíll var Ford 55, flottur bíll. Reynir faðir okkar lagði ríka áherslu á að fara vel með bílana okkar og bóna þá vel. Steini fór svo í vélskóla og varð vélstjóri á skipum hjá Hreiðari Valtýs um skeið. Hann keyrði líka rútur og fjallabíla hjá Óla Þorbergs þar á meðal áætlanir upp í Hlíðarfjall. Var hann einnig einn af þeim sem fóru þá frægu ferð upp á hálend- ið með tunglfarana frá Banda- ríkjunum sem skrifað hefur ver- ið um. Honum þótti ekki verra ef eitthvað var að veðri eða smá- bilanir, þá var hann í essinu sínu. Hin síðari ár keyrði hann leigubíl á BSO. Hann var iðinn við vinnu sína og hafði ríka þjónustulund. Nú er komið að leiðarlokum hjá okkur bræðrunum sem oft hafa verið nefndir í sömu andrá, já og jafnvel hefur það komið fyrir fram á þennan dag að fólk hefur ruglað okkur saman en það finnst eiginkonum okkar alltaf jafn sniðugt. Eysteinn Vilhelm Reynisson ✝ Eysteinn Vil-helm Reyn- isson bifvélavirki fæddist 17. júlí 1946. Hann lést 8. nóvember 2016. Útför Eysteins fór fram 17. nóvem- ber 2016. Kæri bróðir, mágur og frændi, við þökkum þér öll árin okkar saman þó að svo sannar- lega hefðum við viljað hafa þau fleiri en við ráðum ekki okkar nætur- stað. Það var mjög fallegt að sjá hvernig fjölskyldan þín umvafði þig kærleika og væntumþykju á þessum erfiðu tímum. Að koma til ykkar hjóna var alltaf nota- legt og ljúft. Kæra Nunna, Brynja, Sævar, Jóhann og fjöl- skyldur, söknuðurinn ykkar er mestur. Við drúpum höfði í sorg og hugsum til ykkar og biðjum Guð að blessa ykkur öll. Páll Birkir, Kristín og fjölskylda. Steini vinur okkar er látinn, alltof snemma, við áttum svo margt eftir að bralla. Við vorum rétt flutt norður þegar Steini fór að venja komur sínar til okk- ar þá bara unglingur og við svo sem lítið eldri. Vinátta okkar hefir haldist alla tíð síðan og aldrei borið skugga á. Steini var bóngóður vildi allt fyrir okkur gera, svo átti hann flottan kagga og var ólatur að bjóða „fátæku barnafólki“ í bíltúra. Einu sinni kom hann til okkar, frúin ein heima og tveggja ára sonurinn nýbúinn að skera sig á enninu alblóðugur, kellan toppstressuð skellti barninu á Steina og skip- aði honum að fara upp á spítala með hann, en datt ekki í hug að fara með honum enda með ann- að lítið heima, auðvita brást hann ekki jafnvel þó hann þyldi ekki blóð fór samt einn með krakkann alblóðugan. Steini var þá bara 17-18 ára þá. Eða þegar ákveðið var að brugga bjór, hann átti að gerjast í kjallaran- um hjá okkur, eftir smátíma vöknuðum við hjúin við skot- hvelli, þar voru tapparnir að fljúga úr flöskunum, eða upp- tekt á vélum í þessum lágreista kjallara og gufurnar smugu milli fjalanna upp, allir í vímu og þeir verstir sem niðri voru. Og allar ferðirnar sem við áttum eftir að fara í þessi rúmlega 55 ár, bæði með BSA verkstæðinu til Reykjavíkur í „menningar- ferðir “og á sumrin í fjallaferðir og svo við fjölskyldurnar. Það var svo margt skemmtilegt gert t.d. þegar farið var í Kverkfjöll, þrjár fjölskyldur saman, her- tókum loftið í skálanum svo eng- inn þorði upp, svo snjóaði um nóttina tjöldin úti á kafi í snjó, fólkið heima með áhyggjur. Eða þegar farið var Herðubreiðar- lindir og keyrt var fram og aftur í ánum til að sýna útlendingum hvernig ætti að gera þetta. Oft voru ferðirnar lítið planaðar eins og þegar farið var í Stykk- ishólm, tjald var fengið að láni í Reykjavík en þegar til átti að taka var það grútmyglað, senni- lega með lítinn annan útbúnað, þar að auki vorum við of mörg í bílnum. En við vorum heppin, fengum að liggja í veitingasalnum á ein- hverju hóteli, bara að hypja okkur fyrir morgunverð. Við gætum haldið svona áfram endalaust. T.d. þegar hann kom með Nunnu til að sýna okkur, vildi vera viss um að rétt væri valið, og hvað stúlkan var feim- in. En hún var ekki bara rétta stúlkan fyrir hann heldur okkur líka – aldrei hafa komið upp leiðindi milli okkar. Elsku Nunna, okkar, við vitum hvað þú hefur misst. Innilegar sam- úðarkveðjur til þín og fjölskyld- unnar. Grétar og Erna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.