Morgunblaðið - 24.11.2016, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2016
Júlía Margrét Alexandersdóttir
julia@mbl.is
„Einar er einstæðingur og er alltaf
einn. Hann býr einn, borðar einn,
hjólar einn í vinnuna og hann er líka
einn á jólunum. Það er hins vegar
allt í lagi því hann getur alltaf fundið
upp á einhverju skemmtilegu,“ segir
Bergur Þór Ingólfsson, höfundur,
leikstjóri og leikari í einleiknum
Jólaflækja – Sagan af manninum
sem fékk sjálfan sig í jólagjöf.
Leikritið sem er einkum ætlað
börnum er frumsýnt á Litla sviði
Borgarleikhússins næstkomandi
laugardag, 26. nóvember, en í sýn-
ingunni fylgjast áhorfendur með
klaufabárðinum Einari sem gengur
heldur brösuglega að undirbúa jólin.
Þær fjölmörgu barna- og fjöl-
skyldusýningar sem Bergur Þór
hefur sett upp, Horn á höfði,
Galdrakarlinn í Oz, Mary Poppins,
Billy Elliot, Hamlet litla og fleiri
hafa allar notið mikilla vinsælda en
eftir stórar sýningar undanfarið, svo
sem Bláa hnöttinn, segir Bergur
Þór það vera fína tilbreytingu að
setjast niður í næði og skapa litla
sýningu.
„Ég gekk í hálfgerðan barndóm
við að vinna þessa sýningu þar sem
ég var framan af æfingaferlinu bara
einn með sjálfum mér að skoða hluti
út frá ýmsum sjónarhornum. Þetta
var svona eins og ég væri aftur orð-
inn 11 ára heima að dunda mér með
dótið mitt eða úti í hrauni í Grinda-
vík að búa til eitthvað skemmtilegt.
Á síðari hluta ferilsins komu svo
leikmyndahönnuður, tónlistarstjóri
og ljósahönnuður til sögunnar og
þau gripu bolta sem ég hafði hent
upp og hentu upp öðrum og úr varð
mjög gott samspil.
Ég leitaði líka svolítið aftur til for-
tíðar eftir áhrifavöldum en sýningin
er að vissu leyti eins konar virðing-
arvottur við grínmeistara þöglu
kvikmyndanna svo sem Charlie
Chaplin, Harold Lloyd og Buster
Keaton en Jólaflækja er leikin án
orða.“
Þá segist Bergur Þór líka vera
mikill aðdáandi Pixar og einfaldra
stuttmynda teiknimyndafyrirtæk-
isins. „Hvort sem það eru bara fugl-
ar að setjast á símavír eða lampinn
sem labbar inn í upphafi Pixar-
myndanna og hoppar ofan á I-inu,
að þá er það sú fagurfræði sem hef-
ur alltaf heillað mig; hvernig hlut-
irnir leiða af hver öðrum og búa til
einfalda atburðarás.“
Reynir á líkamlega
Aðalpersóna leikritsins, Einar,
þarf í þessu verki að finna út úr því
hvernig maður fer að því að halda
jólin einn uppi á háalofti heima hjá
sér en það er ekki nóg með að hann
sé einn uppi á háalofti heldur festist
hann í jólaskrautinu.
„Alveg frá því að ég var í leiklist-
arskólanum hef ég haft ógurlega
gaman af svona vinnu; að prófa hluti
og athuga hvað ég geti lent í miklum
vandræðum með þá, hvort sem það
er bara eitt rafmagnsrör eða stór
eldavél og kanna hverjir möguleikar
einstakra hluta eru í spuna. Það er
svolítið kjarninn í mér sjálfum.
Sýningin reynir talsvert á Berg
Þór líkamlega þar sem hann er að
klifra og detta og hann grínast með
að þetta sé að verða síðasti fyrir
hans að standa í slíkum átökum þar
sem hann sé að verða 48 ára og því
ekki úr vegi að nýta kraftana í slíkt
meðan hægt er.
Er boðskapur í verkinu?
„Leikritið fjallar svolítið um að
vera sjálfum sér nægur, njóta eigin
félagsskapar og gefast ekki upp.
Þetta er óður til leiks og lífsgleð-
innar þótt að vísu hafi einhver sagt
um daginn að hann skildi alveg að
það gæti enginn búið með Einari.“
Jól á háaloftinu
Barnaleikritið Jólaflækja á Litla sviði Borgarleikhússins
Bergur Þór Ingólfsson í hlutverki þöguls klaufabárðar
Ljósmynd/Jorri
Lífsgleði Jólaflækja er eins konar óður til lífsgleðinnar.
einni viku í október árið 2002. Les-
andinn fylgist með Herði Grímssyni
lögreglumanni, sem kemur fyrir í
öðrum bókum höfundar, en er nú
fyrr á ferðinni og blautur á bak við
eyrun. Hann á sér drauma og langar
til þess að vera maður með mönnum.
Morð á alþingismanni skammt frá
vinnustaðnum opnar dyr, en ekki er
Aldrei að dæma bók eftirkápunni,“ segir Bíbí viðHörð Grímsson lögreglu-mann í glæpasögunni
Svartagaldri eftir Stefán Mána. Vel
að orði komist og á einkar vel við
hvað þessa bók varðar.
Svört kápa hef-
ur verið eitt af
einkennum nokk-
urra bóka Stef-
áns Mána og því
kemur hún ekki á
óvart sem slík en
við fyrstu sýn lík-
ist Svartigaldur
biblíunni í útliti
og það er eins og
að snúa hlutunum á hvolf, því efnið
er nær djöflinum en nokkru sinni
guðs orði. Kross á hvolfi á kápunni
undirstrikar það rækilega.
Sagan gerist einkum í Reykjavík á
allt sem sýnist og mikið á eftir að
ganga á áður en yfir lýkur.
Frásögnin er að mörgu leyti
skemmtileg og spennandi, sér-
staklega undir lokin. Stefán Máni
kann þá list að segja vel frá og sam-
tölin eru áreynslulaus og eðlileg.
Sagan er fyrst og fremst um lög-
reglumanninn Hörð, hvernig hann
hagar sér í vinnunni og í frítímanum.
Það eru oft á tíðum kostulegar lýs-
ingar enda passar maðurinn engan
veginn í hin ýmsu hlutverk og bregst
þar af leiðandi oft á tíðum undarlega
við áreitinu.
Fléttan er vel úthugsuð og lesand-
inn fær innsýn í þankagang stjórn-
leysingja, sem aðhyllast djöflatrú.
Sláturhús 5 eftir Kurt Vonnegut er
nefnt til sögunnar, eflaust til þess að
styrkja málstaðinn, en að sama
skapi er skotið á góða fólkið, við-
kvæmu ljóðskáldin, lýrísku smá-
sagnahöfundana og mærðarlegu
módernistana, „sem kjökra eins og
sveitaprestar og skrifa stórkostlegar
bækur sem enginn nennir að lesa en
allir þykjast skilja“.
Sagan byrjar vel en heldur fer að
kárna gamanið þegar kuklið og sál-
farirnar ná yfirhöndinni. Hugs-
anlega höfðar þetta til þeirra sem
trúa á spíritisma, en virkar frekar
óraunverulegt hjá öðrum.
Morgunblaðið/Ófeigur
Höfundurinn „Frásögnin er að
mörgu leyti skemmtileg og spenn-
andi, sérstaklega undir lokin,“ segir
um sögu Stefáns Mána.
Glæpasaga
Svartigaldur bbbmn
Eftir Stefán Mána.
Sögur útgáfa 2016. Innbundin, 373 bls.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
Kukl og sálnaflakk
stjórnleysingja
MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Fim 24/11 kl. 20:00 121.s Lau 3/12 kl. 20:00 127.s Fim 15/12 kl. 20:00 133. s
Fös 25/11 kl. 20:00 122.s Sun 4/12 kl. 20:00 128. s Fös 16/12 kl. 20:00 134. s
Lau 26/11 kl. 20:00 123.s Fim 8/12 kl. 20:00 129. s Lau 17/12 kl. 20:00 135. s
Sun 27/11 kl. 20:00 124.s Fös 9/12 kl. 20:00 130. s Sun 18/12 kl. 20:00 136. s
Fim 1/12 kl. 20:00 125.s Lau 10/12 kl. 20:00 131. s Mán 26/12 kl. 20:00 137. s
Fös 2/12 kl. 20:00 126.s Sun 11/12 kl. 20:00 132. s Fös 6/1 kl. 20:00 138. s
Gleðisprengjan heldur áfram!
Blái hnötturinn (Stóra sviðið)
Lau 26/11 kl. 13:00 16.sýn Sun 4/12 kl. 13:00 19.sýn Lau 17/12 kl. 13:00 22.sýn
Sun 27/11 kl. 13:00 17.sýn Lau 10/12 kl. 13:00 20.sýn Sun 18/12 kl. 13:00 23.sýn
Lau 3/12 kl. 13:00 18.sýn Sun 11/12 kl. 13:00 21.sýn Mán 26/12 kl. 13:00 24.sýn
Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar
Njála (Stóra sviðið)
Mið 7/12 kl. 20:00
Njáluhátíð í forsal frá kl. 18:45. Kjötsúpa og fyrirlestur. Síðustu sýningar.
Jólaflækja (Litla svið)
Lau 26/11 kl. 13:00 Frums Lau 3/12 kl. 13:00 3. sýn Sun 11/12 kl. 13:00 6. sýn
Sun 27/11 kl. 13:00 2. sýn Sun 4/12 kl. 13:00 4. sýn
Sun 27/11 kl. 15:00 aukas. Lau 10/12 kl. 13:00 5. sýn
Bráðfyndin jólasýning fyrir börn
Brot úr hjónabandi (Litla sviðið)
Fim 24/11 kl. 20:00 aukas. Sun 27/11 kl. 20:00 13.sýn Sun 4/12 kl. 20:00 aukas.
Fös 25/11 kl. 20:00 11.sýn Mið 30/11 kl. 20:00 aukas. Þri 6/12 kl. 20:00 15.sýn
Lau 26/11 kl. 20:00 12.sýn Lau 3/12 kl. 20:00 14.sýn Mið 7/12 kl. 20:00 16. sýn
Aðeins þessar sýningar. Ósóttir miðar seldir samdægurs.
Jesús litli (Litli svið )
Fim 1/12 kl. 20:00 2. sýn Fös 9/12 kl. 20:00 5. sýn Fim 15/12 kl. 20:00 7. sýn
Fös 2/12 kl. 20:00 3. sýn Lau 10/12 kl. 20:00 aukas. Lau 17/12 kl. 20:00 8. sýn
Fim 8/12 kl. 20:00 4. sýn Sun 11/12 kl. 20:00 6. sýn Sun 18/12 kl. 20:00 9. sýn
Margverðlaunuð jólasýning
Salka Valka (Stóra svið)
Fös 30/12 kl. 20:00 Frums. Fim 19/1 kl. 20:00 6. sýn Mið 1/2 kl. 20:00 11. sýn
Fim 5/1 kl. 20:00 2. sýn Fös 20/1 kl. 20:00 7. sýn Fim 2/2 kl. 20:00 12. sýn
Fös 13/1 kl. 20:00 3. sýn Þri 24/1 kl. 20:00 8. sýn Sun 5/2 kl. 20:00 13. sýn
Þri 17/1 kl. 20:00 4. sýn Mið 25/1 kl. 20:00 9. sýn
Mið 18/1 kl. 20:00 5. sýn Fös 27/1 kl. 20:00 10.sýn
Ein ástsælasta saga þjóðarinnar í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Yönu Ross
Da Da Dans (Nýja svið )
Fim 24/11 kl. 20:00 4.sýn Sun 27/11 kl. 20:00 5.sýn
Íslenski dansflokkurinn
Óður og Flexa halda afmæli (Nýja sviðið)
Sun 27/11 kl. 13:00 Sun 4/12 kl. 13:00 Sun 11/12 kl. 13:00
5 stjörnu barnaverk frá Íslenska dansflokknum
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Djöflaeyjan (Stóra sviðið)
Lau 26/11 kl. 19:30 26.sýn Fös 2/12 kl. 19:30 28.sýn Lau 10/12 kl. 19:30 30.sýn
Sun 27/11 kl. 19:30 27.sýn Lau 3/12 kl. 19:30 29.sýn Fös 30/12 kl. 19:30 32.sýn
Kraftmikill söngleikur um skrautlegt mannlíf í braggahverfum Reykjavíkur!
Maður sem heitir Ove (Kassinn)
Fös 25/11 kl. 19:30 27.sýn Lau 3/12 kl. 19:30 30.sýn Sun 11/12 kl. 19:30 33.sýn
Lau 26/11 kl. 19:30 28.sýn Sun 4/12 kl. 19:30 31.sýn
Sun 27/11 kl. 19:30 29.sýn Lau 10/12 kl. 19:30 32.sýn
Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik!
Horft frá brúnni (Stóra sviðið)
Fös 25/11 kl. 19:30 13.sýn Sun 4/12 kl. 19:30 Lokasýn Sun 11/12 kl. 19:30 aukasýn
Sýningum lýkur í desember
Óþelló (Stóra sviðið)
Fim 22/12 kl. 19:30 Frums Fös 13/1 kl. 19:30 4.sýn Fim 2/2 kl. 19:30 8.sýn
Mán 26/12 kl. 19:30
Hátíðarsýning
Lau 14/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 3/2 kl. 19:30 9.sýn
Fim 29/12 kl. 19:30 2.sýn Fös 27/1 kl. 19:30 6.sýn
Lau 7/1 kl. 19:30 3.sýn Lau 28/1 kl. 19:30 7.sýn
Vesturport tekst á nýjan leik á við Shakespeare!
Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið)
Lau 26/11 kl. 11:00 Sun 4/12 kl. 13:00 Lau 17/12 kl. 11:00
Lau 26/11 kl. 13:00 Sun 4/12 kl. 14:30 Lau 17/12 kl. 13:00
Sun 27/11 kl. 11:00 Lau 10/12 kl. 11:00 Lau 17/12 kl. 14:30
Sun 27/11 kl. 13:00 Lau 10/12 kl. 13:00 Sun 18/12 kl. 11:00
Lau 3/12 kl. 11:00 Lau 10/12 kl. 14:30 Sun 18/12 kl. 13:00
Lau 3/12 kl. 13:00 Sun 11/12 kl. 11:00 Sun 18/12 kl. 14:30
Lau 3/12 kl. 14:30 Sun 11/12 kl. 13:00
Sun 4/12 kl. 11:00 Sun 11/12 kl. 14:30
Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins komið í sölu 11 leikárið í röð.
Fjarskaland (Stóra sviðið)
Sun 22/1 kl. 13:00 Frums Sun 5/2 kl. 13:00 3.sýn
Sun 29/1 kl. 13:00 2.sýn Sun 12/2 kl. 13:00 4.sýn
Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa!
Lofthræddi örninn Örvar (Kúlan)
Fim 24/11 kl. 10:00
Sandgerði
Lau 26/11 kl. 15:00 Mán 28/11 kl. 14:30
Akranes
Lau 26/11 kl. 13:00 Mán 28/11 kl. 13:00
Akranes
Hrífandi einleikur fyrir börn um hugrekki.
Yfir til þín - Spaugstofan (Stóra sviðið)
Fim 24/11 kl. 19:30 34.sýn Fim 1/12 kl. 19:30 35.sýn
Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna!
Íslenski fíllinn (Brúðuloftið)
Lau 4/2 kl. 13:00 Lau 11/2 kl. 13:00 Lau 18/2 kl. 13:00
Lau 4/2 kl. 15:00 Lau 11/2 kl. 15:00 Lau 18/2 kl. 15:00
Sýningum lýkur í nóvember!
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Fös 25/11 kl. 20:00 Mið 30/11 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!