Morgunblaðið - 24.11.2016, Blaðsíða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2016
Tikynnt hefur verið hvaða íslensku
tónlistarmenn koma fram á næstu
Eurosonic Noorderslag-tónlist-
arhátíð í Hollandi í janúar næst-
komandi. Hljómsveitirnar og lista-
mennirnir ADHD, Glowie, Máni
Orrason, East Of My Youth, Sturla
Atlas og Soffía Björg hafa verið
valin til að koma fram en Eurosonic
Noorderslag hátíðin er sérstaklega
hugsuð fyrir starfsfólk í tónlistar-
iðnaðinum; kynningarvettvangur
fyrir unga og efnilega listamenn
sem taldir eru eiga möguleika á að
ná eyrum hlustenda í fleiri löndum
en heimalandinu.
ADHD, Glowie og fleiri til Hollands
Morgunblaðið/Eggert
Vinsæll Sturla Atlas kemur fram á tón-
listarhátíðinni í Groningen í Hollandi.
Út er komið nýtt hefti Skírnis, haust-
hefti 2016. 190. árgangur. Kápu
heftisins prýðir málverk eftir Hlað-
gerði Írisi Björnsdóttur en Þórdís
Elva Þorvaldsdóttir skrifar um list
hennar. Meðal annars efnis má
nefna lokagrein Svans Kristjáns-
sonar um forsetaferil Ólafs Ragnars
Grímssonar, úttekt Vals Ingimund-
arsonar á uppgangi fasistaflokka í
Evrópu og skrif Gunnþórunnar Guð-
mundsdóttur um sjálfsævisögur.
Ingi Björn Guðnason skrifar um
sveitasögur Jóns Kalmans Stef-
ánssonar, Bryndís Björgvinsdóttir
um álfa og þjóðtrú, Finnur Dellsén
um gagnrýna og vísindalega hugsun
og Auður Hauksdóttir hugleiðir
hvort Danir hafi bjargað íslenskri
tungu. Þá eru birt ný ljóð eftir Hall-
grím Helgason og Jón Sigurðsson
fjallar um tveggja alda afmæli Hins
íslenska bókmenntafélags.
Fjölbreytt efni í nýjum Skírni
Morgunblaðið/Ómar
Margbreytilegt Bryndís Björgvins-
dóttir þjóðfræðingur skrifar um þjóðtrú.
Steinunn Arn-
björg Stefáns-
dóttir fremur
skáldskapar-
uppákomu með
gjörningslegu
ívafi í Mengi við
Óðinsgötu í kvöld
kl. 21, í tilefni út-
komu ljóðabók-
arinnar USS.
Steinunn Arn-
björn hefur víða komið við í listinni.
Hún er barokksellóleikari, hefur
numið barrokkdans og tekið þátt í
dans- og tónlistargjörningum, meðal
annars með Önnu Richardsdóttur,
en USS er fyrsta ljóðabók hennar.
Skáldkonuleikar
Steinunnar í Mengi
Steinunn Arnbjörg
Stefánsdóttir
Júlía Margrét Alexandersdóttir
julia@mbl.is
„Þetta er heimildamynd um rúntinn
eins og hann var á þessum tíma, árið
1999, og í myndinni blasir allt annað
Ísland við en við þekkjum í dag. Ís-
land fyrir hrunið og allan ferða-
mannastrauminn,“ segir Steingrímur
Dúi Másson en heimildamynd hans,
Rúnturinn I, var frumsýnd í gær og
fer í almennar sýningar í Bíó Paradís í
dag.
Myndin er sjálfstæð heimildamynd
í fullri lengd og jafnframt fyrsti hluti
þríleiks. Steingrímur Dúi ferðaðist
um landið fyrir um 17 árum og heim-
sótti 10 stærri og smærri þétt-
býliskjarna á Íslandi þar sem það
þekkist að rúnta, þótt ekki væri nema
eftir örlítilli og stuttri götu, á föstu-
dags- og laugardagskvöldum. Fyrst
og fremst fjallar myndin þó um menn-
ingu ungs fólks á rúntinum sumarið
1999 og í þessum fyrsta hluta eru
Akranes, Keflavík og Blönduós við-
komustaðirnir.
„Verkefnið lá í dvala um tíma vegna
fjárskorts, en svo dustaði ég rykið af
því, og notaði Rúntinn til að ljúka
mastersverkefni úr Háskólanum á
Bifröst í menningarstjórnun og byrj-
aði þá að klippa myndina sem nú er
verið að frumsýna. Við höfðum úr
ákaflega miklu efni að vinna úr og það
var nokkur áskorun að velja saman í
um hálftíma bút frá hverjum stað en
ég er mjög ánægður með útkomuna.“
Eftir að tökum lauk fékkst ekki
fjármagn til að ljúka við að klippa
myndina svo verkið lagðist í dvala.
„Eftir því sem á leið fór ég að hugsa
um að þessi heimild væri mjög dýr-
mæt og ég yrði að skila henni frá mér.
Ég lauk mastersnámi í menningar-
stjórnun frá Háskólanum á Bifröst
þar sem lokaverkefnið fjallaði um
Rúntinn og byrjaði á sama tíma að
klippa myndina og hér er hún komin,
þessi fyrsti hluti. Það var mikil áskor-
un að vinna allt þetta efni enda gríð-
arlega mikið magn sem við stóðum
uppi með og erfitt að velja og hafna en
það styrkti myndina að klippa hana
svona mikið.“ Myndin var öll tekin
upp að sumarlagi en Steingrímur Dúi,
Ísold Uggadóttir aðstoðarleikstjóri
og Bjarki Kaikumo hljóðmaður leigðu
húsbíl og ferðuðust þannig milli staða
vítt og breitt á landinu. Þeir bæir sem
bíða næstu tveggja mynda eru Ak-
ureyri, Egilsstaðir, Hólmavík, Höfn í
Hornafirði, Ísafjörður, Reykjavík og
Vestmannaeyjar.
Hver rúntur með sína sérstöðu
Framleiðandi myndarinnar er
Friðrik Þór Friðriksson en Stein-
grímur Dúi segist hafa fengið frjálsar
hendur sem hafi verið mikill kostur.
Þá hafi hópurinn verið skemmtilegur
og mikilvægt að geta nálgast þetta
viðfangsefni í léttri og góðri stemn-
ingu.
„Í myndinni eru tveir „leikarar“,
svona innan gæsalappa, Viðar H.
Gíslason tónlistarmaður og Ólafur
Jónsson arkitektanemi, en við lögðum
upp með að þeir væru ákveðnar
stereótýpur sem lifðu og hrærðust í
bílamenningu, héngu í sjoppum, lifðu
á ruslfæði og hefðu auðvitað gríð-
arlega mikinn áhuga á rúntinum.
Þótt þeir hafi vissulega sett sig í
smá stellingar enduðu þeir á því að
vera bara mestmegnis þeir sjálfir og
þeir náðu mjög góðum tengslum við
fólkið á rúntinum,“ segir Steingrímur
Dúi og bætir við að í myndinni sé ekki
verið að gera grín að neinum og eng-
inn komi illa út. Þvert á móti sé þetta
mynd sem skilji eftir sig góðar tilfinn-
ingar.
Varstu sjálfur metnaðarfullur
rúntari á yngri árum?
„Ég var á rúntinum sem unglingur,
líkt og örugglega flestir sem fæddir
eru fyrir 1980 og eitthvað síðar. Ég
get ekki sagt að ég hafi gengið langt í
þessu og sýnt mikinn metnað en ég
bjó í Reykjavík og þar var það
Laugavegurinn, framhjá Ingólfs-
torgi, út Hafnarstrætið og svo upp
Hverfisgötu.
Rúnturinn sem akstursleið er hins
vegar bara tæknilegt fyrirbæri sem
tilheyrir þeirri jaðarmenningu sem
við erum fyrst og fremst að fjalla um
og við leyfum atburðarásinni að eiga
sér náttúrulega framgöngu og fylgj-
um með sem fremur hlutlausir áhorf-
endur eins og gert er í „observati-
onal“ heimildarmyndum.“
Að uppgötva hvernig hver staður
hafði sína sérstöðu í rúntmenning-
unni kom Steingrími Dúa skemmti-
lega á óvart og í þessum fyrsta hluta
þríleiksins hafa bæirnir allir afar ólíkt
yfirbragð.
„Við vorum alltaf að uppgötva og
kynnast einhverju nýju á hverjum
stað sem við komum á, það var eins
og nýr lítill heimur opnaðist fyrir
okkur í hvert sinn sem við komum á
nýjan stað,“ segir kvikmyndagerð-
armaðurinn og bætir við að þótt
myndin sé ekki stórmynd heldur lítil
heimildamynd, unnin við þröngan
fjárhag, sé frásögnin einlæg og heim-
ildin einstök fyrir þennan tíma.
Íslenski rúnturinn eins
og hann var fyrir 17 árum
Heimildamyndin Rúnturinn I eftir Steingrím Dúa Másson frumsýnd
Morgunblaðið/Golli
Einstök heimild Ný heimildamynd Steingríms Dúa Mássonar gerir rúntmenningu Íslendinga sumarið 1999 skil.
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
FANTASTIC BEASTS 3D 6, 9
FLÖSKUSKEYTI FRÁ P 10.10
HACKSAW RIDGE 8, 10.45
TRÖLL 2D ÍSL.TAL 6
BRIDGET JONES’S BABY 5.30
Miðasala og nánari upplýsingar