Morgunblaðið - 29.11.2016, Page 18

Morgunblaðið - 29.11.2016, Page 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2016 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Margir andófsmenn á Kúbu óttast að dauði Fidels Castro verði til þess að kúgunin í landinu aukist en aðrir vona að bróðir hans, Raúl, komi á umbótum. Kúbverskir útlagar fögnuðu á götum Miami í Bandaríkjunum eftir að skýrt var frá því að Fidel Castro hefði látist á föstudag, ní- ræður að aldri. Andófsmenn á Kúbu héldu hins vegar kyrru fyrir heima hjá sér og hreyfing, sem hefur staðið fyrir mótmælum gegn einræðinu, aflýsti vikulegri kröfu- göngu. Hún sagðist hafa ákveðið þetta af virðingu fyrir þeim sem syrgðu Castro og til að komast hjá því að einræðisstjórnin sakaði hana um „ögrun“ og notaði tæki- færið til að láta til skarar skríða gegn andófsmönnum. Hreyfingin nefnist Hvítklæddu konurnar. Eiginkonur og mæður 75 andófsmanna, sem voru hand- teknir, stofnuðu hana árið 2003 og hafa haldið mótmælunum áfram á hverjum sunnudegi, klæddar hvít- um fatnaði, þótt andófsmennirnir hafi verið látnir lausir. Castro hafði verið einráður í landinu í tæpa hálfa öld árið 2006 þegar hann veiktist alvarlega og bróðir hans, Raúl, tók við stjórnartaumunum. Áður en Castro dró sig í hlé höfðu tíu for- setar Bandaríkjanna reynt að koma honum frá völdum. Einn líf- varða hans hélt því fram að leyni- þjónustan CIA hefði ráðgert alls 638 tilraunir til að ráða Castro af dögum. Svo fór þó að lokum að hann varð að lúta í lægra haldi fyrir Elli kerlingu. Spáir hertu eftirliti Talið er líklegt að áhrifa Fidels Castro gæti í mörg ár til viðbótar því að flokkur hans er enn einráð- ur og stjórnar flestum þáttum daglegs lífs með mikilli miðstýr- ingu, ritskoðun og kúgun. Berta Soler, leiðtogi Hvít- klæddu kvennanna, telur að dauði Fidels Castro hafi lítil áhrif á stefnu einræðisstjórnarinnar. „Þetta verður sama Kúba með einn einræðisherra í stað tveggja. Einræðisherrann Fidel Castro dó en einræðisherrann Raúl Castro er enn við völd,“ hefur fréttaveit- an AFP eftir Soler. Eiginmaður hennar, Angel Moya, vonar að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, taki harðari afstöðu gegn einræðisstjórninni en Barack Obama hefur gert. „Við vonum að nýja stjórnin í Bandaríkjunum að minnsta kosti fordæmi stjórnina á Kúbu vegna mannréttindabrota hennar,“ sagði Moya sem sat í fangelsi í tæp átta ár fyrir andóf gegn einræðisstjórninni. Trump sagði í yfirlýsingu um dauða Fidels Castro að hann hefði verið „grimmur einræðisherra“. Ráðgjafar Trumps sögðu að hann myndi ná „betri samningi“ við Kúbustjórn. Þeir gagnrýndu Obama fyrir að hafa fallist á of miklar tilslakanir í viðræðunum við Kúbustjórn, m.a. afnám refsi- aðgerða, án þess að knýja hana til að virða mannréttindi og koma á lýðræði og efnahagsumbótum. Stefna Trumps í málefnum Kúbu er þó mjög óljós, eins og í mörg- um öðrum málum. Raúl Castro hefur komið á tak- mörkuðum efnahagsumbótum, m.a. með því að heimila íbúunum að reka lítil einkafyrirtæki, svo sem gistihús og litla veitingastaði, með ströngum takmörkunum. Lagðir eru háir skattar á smá- fyrirtækin til að tryggja að þau ógni ekki ríkisfyrirtækjum, auk þess sem þau sæta ýmsum íþyngj- andi reglugerðum. Einn kúbversku andófsmann- anna, José Daniel Ferrer, telur að umbætur séu óhjákvæmilegar á Kúbu þótt þær komi ef til vill ekki strax eftir dauða Fidels Castro. „Í byrjun verður hert eftirlit og meiri kúgun en að lokum verður sá sem tekur við af honum að koma á frekari efnahags- og lýð- ræðisumbótum,“ hefur AFP eftir Ferrer. Snýst um völd en ekki lífskjör Julia Sweig, bandarískur sér- fræðingur í málefnum Kúbu, telur ólíklegt að Trump geti knúið einræðisstjórnina til að koma á umbótum. „Þetta er kúbverska byltingin. Þeir byrja ekki að fall- ast á tilslakanir vegna þess eins að Donald Trump krefst þess,“ hefur The Wall Street Journal eft- ir Sweig. Frank Mora, annar Kúbu- sérfræðingur, tekur í sama streng og telur að viðbrögð Kúbustjórnar við kröfum Trumps verði þau að hún fari í skotgrafirnar til að verja byltinguna. „Þegar öllu er á botninn hvolft vilja þeir umfram allt halda völdunum og tryggja að stjórnin haldi velli,“ sagði Mora. „Jafnvel þótt umbætur myndu stuðla að betri lífskjörum á Kúbu fallast þeir ekki á þær ef hætta er á að þær verði til þess að þeir missi völdin.“ Óttast að kúgunin á Kúbu aukist  Ólíklegt er talið að dauði Fidels Castro verði til þess að einræðisstjórnin slaki á klónni í bráð  Byltingarleiðtoginn var við völd í um hálfa öld og talið er að áhrifa hans gæti í mörg ár til viðbótar Dwight Eisenhower Fidel Castro 1953-1961 John F. Kennedy 1961-1963 Lyndon Johnson 1963-1969 Richard Nixon 1969-1974 Gerald Ford 1974-1977 Jimmy Carter 1977-1981 Ronald Reagan 1981-1989 George Bush 1989-1993 Bill Clinton 1993-2000 George W. Bush 2001-2008 Barack Obama 2009 - 2016 Demókrati RepúblikaniStóð af sér ellefu Bandaríkjaforseta en ekki ellina Sá stjórn einræðisherrans Fulgencio Batista fyrir vopnum í baráttu hennar við skæruliða Castros. Undirbjó innrás í Svína- flóa. Sleit stjórnmála- sambandi við Kúbu í janúar 1961 eftir byltinguna. Fyrirskipaði innrásina í Svínaflóa í apríl 1961. Setti viðskiptabann á Kúbu í febrúar 1962 og síðan hafnbann í október sama ár vegna deilu um bækistöðvar fyrir sovésk kjarnavopn á eyjunni. Herti viðskiptabannið. Samþykkti áform CIA um að ráða Castro af dögum. Studdi hreyfingar kúb- verskra andstæðinga Castros. Reyndi að stöðva matvæla- og lyfja- sendingar til Kúbu. Herti baráttuna gegn Castro. Heimilaði m.a. handtöku kúbverskra sjómanna. Reyndi einnig að stöðva sölu á nikkeli frá Kúbu til Sovétríkjanna og fylgiríkja þeirra. Heimilaði fyrstu heimsókn bandarískra kaupsýslumanna til Kúbu eftir byltinguna. Dró úr viðskipta- banninu á landið. Dró frekar úr viðskipta- banninu. Opnaði banda- rískt útibú í sendiráði Sviss í Havana og Kúbustjórn opnaði útibú í Washington. Undirritaði samning um afmörkun efnahags- lögsögu landanna. Herti viðskiptabannið á Kúbu. Viðskiptabannið hert með nýjum lögum. Herti viðskiptabannið og jók fjárstuðning Bandaríkjanna við andstæðinga Castros. Takmarkaði rétt kúbverskra útlaga til að ferðast til Kúbu og senda ættingjum sínum þar peninga. Afnam takmarkanir á ferðir og peninga- sendingar útlaga. Bætti samskipti ríkjanna og opnaði sendiráð í Havana í fyrra. Fór í heimsókn til Kúbu í mars, fyrstur sitjandi Bandaríkjaforseta frá árinu 1928. Framfylgdi lögum um hert viðskiptabann þegar efnahagur Kúbu hrundi vegna falls Sovétríkjanna. Undir- ritaði nýjan samning um innflytjendur frá Kúbu. Studdi andstæðinga Castros. Vandaðir mínifræsarar og brennipennar í úrvali Fræsari 200 stk Verð 14.760 Brennipenni Verð 6.980 Fræsari lítill Verð 9.980 Tilvalin jólagjöf fyrir handverks- manninn Opið virk a dag a frá 9-18 lau frá 1 0-16 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Her einræðisstjórnarinnar í Sýr- landi hefur náð norðausturhluta Aleppo á sitt vald og virðist allt stefna í að uppreisnarmenn missi öll yfirráðasvæði sín í borginni. Mannréttindahreyfingin Syrian Observatory for Human Rights segir að sveitir uppreisnarmanna hafi misst yfirráð yfir um þriðj- ungi svæða sinna í austurhluta Aleppo og sýrlenski herinn sæki fram af miklum þunga. Sýrlenski stjórnarherinn hefur náð hverfunum Sakhur, Hayd- ariya og Sheikh Khodr á sitt vald og hersveitir Kúrda hafa náð Sheikh Fares-hverfinu úr hönd- um uppreisnarmanna. Þetta er mesti ósigur uppreisnarmann- anna frá því að þeir náðu austur- hluta borgarinnar á sitt vald árið 2012. Þúsundir íbúa hafa flúið átökin og ástandið er skelfilegt í austur- hlutanum, að sögn hjálp- arsamtakanna Hvítu hjálmanna. „Fólk sefur á götunum, hefur ekkert að borða og drekka,“ sagði talsmaður samtakanna. Misstu stóran hluta Aleppo AFP Eyðilegging Sýrlenskir hermenn aka um hverfi sem þeir náðu á sitt vald. Lögreglan í Ohio í Bandaríkjunum skaut í gær til bana árásarmann eftir að sá veittist að hópi fólks á skólasvæði Ohio-háskóla. Er maðurinn sagður hafa ekið bifreið sinni inn í hóp fólks áður en hann réðst að nærstöddum með hnífi með þeim afleiðingum að níu særðust, þar af einn lífshættulega. „Hann steig út úr bifreiðinni og notaði kjöthníf gegn vegfar- endum,“ sagði Craig Stone, lög- reglustjóri háskólalögreglunnar, á blaðamannafundi í kjölfar ódæð- isins. „Það tók lögreglumann innan við mínútu að mæta á svæðið. Hann veittist að árásarmanninum og eyddi ógninni,“ bætti hann við. Í fyrstu var óttast að um skotárás væri að ræða og að árásarmenn kynnu að vera fleiri en einn, en sá grunur reyndist ekki réttur. BANDARÍKIN Maður réðst á fólk á skólalóð Ohio-háskóla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.