Morgunblaðið - 29.11.2016, Page 20

Morgunblaðið - 29.11.2016, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það er gömulsaga og nýað sínum augum lítur hvor á silfur hafsins, sjó- maðurinn og fiski- fræðingurinn. Og ávallt skeikar með sama hætti. Sjómaðurinn sér miklu meiri fisk en fiskifræðingurinn. Um tíma brúuðu stjórnmálamenn bilið á milli sjómannanna og fræðinganna með því að út- hluta meiri kvóta en mælt var með, en nokkuð langt er síðan það breyttist. Í Morgunblaðinu á laugar- dag var fjallað um umræður á Sjávarútvegsráðstefnunni, sem haldin var í liðinni viku, um fiskifræði sjómannsins. Þótt ætla mætti að á milli sjó- manna og fiskifræðinga væri víglína er það alls ekki raunin. Hafrannsóknastofnun hefur verið í bæði formlegu og óformlegu samstarfi við sjó- menn og útgerðarmenn. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofnasviðs Hafrannsóknastofnunar, sagði í viðtali við Morgunblaðið að slík samvinna skilaði tvímæla- laust árangri og kvaðst vonast til að það væri á báða bóga og yrði til að auka skilning á eðli rannsókna stofnunarinnar. Í umfjöllun Morgunblaðsins var einnig talað við Guðlaug Jónsson, skipstjóra á uppsjáv- arskipinu Venusi NS. Hann gagnrýnir Hafrannsókna- stofnun fyrir að bregðast oft seint við, en segir hins vegar að starfsmenn stofnunarinnar eigi alla sína samúð þar sem hún sé í fjársvelti. Hann bend- ir á að haldi fram sem horfi verði Hafró að fara að treysta á gjafafé líkt og Landspítalinn og rifjar í því sam- bandi upp að á sín- um tíma hafi út- gerðin gefið stofnuninni rann- sóknaskip og lagt til skip við loðnuleit. Guðlaugur kemur með aðra ábendingu, sem vert er að taka til athugunar. „Fræðing- arnir mega ekki gleyma því að um borð í veiðiskipunum eru mjög fullkomin tæki til mæl- inga og oft miklu nýrri og full- komnari en um borð í rann- sóknaskipunum,“ sagði Guðlaugur. Það er flókið að meta stærð stofna. Til þess þarf að gera sambærilegar mælingar frá ári til árs. Breytingar á hita- stigi og öðrum þáttum, sem hafa áhrif á hegðun fisksins í hafinu, einfalda ekki málið. Það er því mikilvægt að þann- ig sé búið að Hafrannsókna- stofnun að hún geti gert sem nákvæmastar mælingar og fengið hvað mesta yfirsýn. Sjávarútvegur er einn af undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar. Með kvótakerf- inu var innleidd leið til þess að stunda fiskveiðar með sjálf- bærum hætti. Á meðan aðrar þjóðir glíma við afleiðingar of- veiði og uppurinna fiskimiða og reka niðurgreidda fiski- skipaflota er útgerð rekin með hagnaði á Íslandi. Hvað sem líður deilum um ráðgjöf Haf- rannsóknastofnunar um fisk- veiðar hefur sú ákvörðun að byggja á niðurstöðum hennar skilað þessum góða árangri. Það er engin ástæða til að breyta uppskrift sem virkar. Oft lítur hvor á silfur hafsins sínum aug- um, sjómaðurinn og fiskifræðingurinn} Fiskurinn í sjónum Deilur um nið-urstöður kosninga í til- teknum ríkjum Bandaríkjanna eru að ýmsu leyti sérkennilegar, en hafa þann kost að þær eru prýðileg áminning um að mikilvægustu atkvæðagreiðslur mega aldrei vera rafrænar. Í samtali Morgunblaðsins við Hauk Arnþórsson stjórn- sýslufræðing, sem birt var í gær, kemur fram að enga þýðingu hafi að telja rafræn atkvæði í forsetakosning- unum í Bandaríkjunum á ný. Endurtalning er með öðrum orðum markleysa og þess vegna er engin leið eftir á að ganga úr skugga um hvort talning á kosninganótt hafi verið rétt. Fimmtán ríki í Bandaríkj- unum eru með hreina rafræna kosningu að sögn Hauks og þó að rafrænar kosn- ingar sem fara fram á kjörstað séu öruggari en netkosningar, séu þær samt sem áður ekki nægilega öruggar. „Þetta er einfaldlega verk- efni sem upplýsingatæknin ræður ekki vel við,“ segir Haukur. En er það ekki allt í lagi? Er nokkuð að því að kjósa með því að setja kross á kjörseðil? Er ekki miklu mik- ilvægara að kosningin sé yfir vafa hafin en að úrslitin liggi fyrir á sömu stundu og síðasti maður yfirgefur kjörklefann? Lýðræðið er meira virði en svo að ástæða sé til að taka nokkra áhættu með fram- kvæmd þess. Bandarísku kosning- arnar varpa ljósi á óþarfa áhættu} Engin endurtalning möguleg F yrir rúmri viku sá ég myndskeið frá samkomu einni í Washington- borg vestur í Bandaríkjunum þar sem heldur ófélegur söfnuður sem kallar sig „Alt-Right“ hittist til að fagna sigri Donalds Trumps í kjöri til embættis forseta þar í landi. Maður er hættur að skipta skapi yfir þeim meðalgreindu mann- öpum sem fylktu sér um málstað Trumps, en meðan ég horfði í vantrú á myndskeiðið sló það mig að það er einmitt það sem má ekki gerast – að við hættum að skipta skapi og okk- ur verði sama um vitleysuna sem fær að gras- sera á meðan. Málflutningur manns að nafni Richard Spencer á umræddri samkomu var svo blygðunarlaust mengaður af verulega bí- ræfnum kynþáttarembingi, beint úr handbók Adolfs Hitlers, að mig setti satt að segja hljóð- an. Þar kölluðust á rembingur og fáfræði, enda vildi um- ræddur Spencer meina að Bandaríkin hefðu verið „hvítt land“ allt fram að síðustu kynslóð, og mál væri til komið að endurheimta þau. Þessi della er vitaskuld með slíkum ólíkindum að maður veit ekki hvar á að byrja að leiðrétta; áhöld eru um hvort viðkomandi sé svona illa gefinn eða illa innréttaður – nema auðvitað hvorttveggja sé? Lík- lega er síðastnefndi kosturinn tilfellið. Spencer þessi talaði ítrekað í tilvísunum í áróður og áherslur Þriðja ríkisins og var að endingu fagnað með því að margir viðstaddra heilsuðu honum að hætti nasista, með því að rétta höndina skáhallt fram. Það væri gaman að rekja ættir þeirra og sjá hversu margir þar í hóp eru afkomendur þeirra vösku manna sem börðust við nasistana í Seinni heimsstyrjöld, meðal annars með land- göngunni á D-degi í júní 1944, og fórnuðu öllu til að hefta útbreiðslu haturs og ofbeldis? Einhvers staðar í hermannagrafreitum liggja fallnir Bandaríkjamenn og bylta sér ónotalega yfir þessari þróun í heimalandinu. Sú sígilda en um leið átakanlega sjálfs- ævisaga Stefans Zweig, Veröld sem var, lýsir því hvernig nasisminn og kynþáttarembing- urinn gróf um sig í Evrópu, mörgum árum áð- ur en til eiginlegra stríðsátaka kom. Enginn tók litla, ófríða og reiðilega mannkertið með knöppu hormottuna frá Austurríki alvarlega til að byrja með, því hann var nú svo galinn að varla stafaði nokkrum manni hætta af honum. Hvað um það þó að hann æpti beiskar haturs- gusur í hljóðnema endrum og sinnum – það stendur ekki nokkrum manni ógn af svona kjánalegum hávaðagosa, eða hvað? Við þekkjum framhaldið, illu heilli. Óveð- ursskýin hrönnuðust hægt og rólega upp yfir álfunni uns litli ljóti vitfirringurinn var búinn að normalísera haturs- ræðu sína nógu mikið til að fólk var hætt að kippa sér upp við fjandskapinn og fyrr en varði braust helstorm- urinn út með þeim afleiðingum sem sagnfræði 20. aldar segir frá. Og nú hefur Trump skipað Steve Bannon, þekktan þjóðernissinna og einn forsprakka öfgafrétt- aveitunnar Breitbart, sem helsta stefnumótanda sinn í embætti. Gætum þess að venjast þessu ekki. Vítin eru til að varast þau, og fordæmin eru til. jonagnar@mbl.is Jón Agnar Ólason Pistill Rasisma megum við ekki venjast STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Íslendingar telja sig almenntvera við góða heilsu, þeir verjahærra hlutfalli af heimilistekj-unum í læknisþjónustu og lyf en margar aðrar þjóðir og hér á landi eru hlutfallslega fleiri hjúkr- unarfræðingar en í flestum öðrum löndum. Íslendingar liggja síður á spítala en íbúar í öðrum OECD- löndum og sjúkrahúsvistin er að með- altali styttri hér. Hlutfall of feitra Ís- lendinga jókst um 10% á 14 árum. Þetta sýnir Health at a Glance, sem er ný skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, um heilbrigðisþjónustu og heilsufar í þeim löndum sem aðild eiga að stofn- uninni. Skýrslan er byggð á tölulegum upplýsingum sem ýmist er safnað af stofnuninni sjálfri eða í viðkomandi löndum og þær eru oftast frá 2014- 2016. Margt forvitnilegt kemur þar fram. Til dæmis að meðalævi Íslend- inga er sú fimmta lengsta af OECD- löndunum, 82,7 ár, en Spánverjar og Svisslendingar verða elstir, 83,3 ára. Meðalævilengd íslenskra kvenna er 84,2 ár og karla 81,1 ár og verða þeir allra karla elstir, ásamt svissneskum bræðrum sínum. Í skýrslunni eru einnig tilgreindar svokallaðar heil- brigðislíkur (healthy life years) sem er sá árafjöldi sem fólk má reikna með að vera við góða heilsu. Á Íslandi eru þessar líkur 67,2 ár fyrir konur og 71 ár fyrir karla. Liggja síður á sjúkrahúsi Í skýrslunni er borið saman hversu hátt hlutfall af útgjöldum heimilanna fer í læknisþjónustu og lyf. Þetta hlutfall er 2,9% hér á landi, sem er fyrir ofan OECD-meðaltalið og er meirihluti þessa kostnaðar vegna lyfja. Borinn er saman fjöldi starfandi lækna á hverja 100.000 íbúa. Hér er þessi fjöldi 3,6 sem er nálægt OECD- meðaltali og fjöldi starfandi hjúkr- unarfræðinga er 15,3 sem er það fjórða hæsta af öllum löndunum og langt fyrir ofan meðaltal. Þegar litið er á fjölda sjúkrahúsinnlagna á hverja 100.000 Íslendinga sést að þær eru er 119 en OECD- meðaltalið er 169. Þá er fjöldi sjúkrarúma á hverja 100.000 íbúa skoðaður. Í löndum OECD er meðaltalið 5,2 rúm, en hér er þetta hlutfall 3,2 rúm. Meðal- legutími á sjúkrahúsum hér á landi er 6,1 dagur sem er nokkuð styttri en meðaltalið sem er átta dagar. 22,2% eru of feitir Meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að þeim íbúum OECD- landanna sem eru skilgreindir sem offitusjúklingar hefur fjölgað hratt undanfarin 14 ár og er Ísland nefnt þar sérstaklega til sögunnar. Borin eru saman nokkur ár og sá sam- anburður leiði í ljós að árið 2002 voru 12,4% Íslendinga í þessum hópi, 2007 var hlutfallið 20,1% og árið 2014 var það 22,2%. Þetta hlutfall er talsvert fyrir ofan OECD-meðaltalið, reyndar er Ísland í þriðja sæti þjóðanna. Þegar spurt var um viðhorf til eigin heilsu kemur í ljós að Íslend- ingar telja sig almennt heilsugóða, en 76% landsmanna 16 ára og eldri segjast vera við góða eða mjög góða heilsu sem er með því hæsta sem mælist í OECD-löndunum. 18% segja heilsufar sitt viðunandi og 6% segja það vera slæmt eða mjög slæmt. Meðal feitustu þjóða en telja sig hrausta Heilsufar Íslendinga Heimild: Health at a Glance - Skýrsla OECD 2016 76% 0,5% 119 6,122%telja sig við góða heilsu 2,9% Hlutfall heimilis- útgjalda sem fer í læknisþjónustu og lyf tilkynntu um klamydíusmit Fjöldi inn- lagna á hverja 100.000 íbúa Meðaldvöl á sjúkrahúsi eru of feitir dagur Í skýrslunni segir að tilkynningar um kynsjúkdóma séu töluvert al- gengari hér á landi en í flestum öðrum OECD-löndum. T.d. var til- kynnt um 529,1 klamydíutilfelli á hverja 100.000 Íslendinga árið 2014 sem er næsthæsta hlutfall innan OECD-landanna. Danir eu sú þjóð þar sem flest klamydíu- tilvik eru tilkynnt. Þá voru til- kynnt hér 7,7 tilfelli af sýfilis á hverja 100.000 íbúa sem einnig er nokkuð fyrir ofan OECD- meðaltalið, en tilkynnt lekanda- tilfelli voru 11,7 á hverja 100.000 íbúa sem er fyrir neðan meðaltal OECD-ríkjanna. Í skýrslunni segir að þessar tölur þurfi þó ekki að þýða að tíðni þessara sjúkdóma sé miklu hærri hér en annars staðar, held- ur sýni þær eingöngu fjölda þeirra sem leita til læknis vegna þeirra. Hlutfall HIV-jákvæðra á Ís- landi er 3,4 á hverja 100.000 íbúa sem er talsvert lægra en OECD-meðaltalið sem er 5,9. Þá er lægsta hlut- fall berkla- smita hér á landi, 2,5 á hverja 100.000 íbúa, en meðaltalið er 12,8. Klamydía er algeng ÝMSIR SJÚKDÓMAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.