Morgunblaðið - 29.11.2016, Side 22

Morgunblaðið - 29.11.2016, Side 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2016 Í grein sem ég skrif- aði nýlega í blaðið vakti ég athygli á því að Evr- ópa yrði að standa saman, sem ein sam- stæð og sterk fylking, til að tryggja velsæld sína og öryggi á kom- andi tímum. Framtíð okkar í Evrópu Um næstu aldamót verða jarð- arbúar um 11 milljarðar, en fólks- fjöldi Evrópu mun standa í stað; verða um 500 milljónir, eins og nú er. Hlutfall Evrópubúa verður þá aðeins um 4,5% af mannkyninu en auður Evrópu verður væntanlega um 20% af þeim auðæfum, sem jarðarbúar munu búa yfir, og velsæld hér eftir því. Má því ljóst vera að fátækar þjóðir munu freista þess, að leita inn á eða taka yfir evrópsk svæði til að tryggja sér aðgang að okkar hag- sæld. Bandaríkin verða hér vart til varn- ar, munu væntanleg hafa nóg með sína hagsmuni. Enda verður ómögu- legt fyrir Bandaríkin að verja eitt eða neitt yfir Atlantsála. Bandaríkin hétu því að verja Suður-Víetnam sem sitt eigið land – skuldbindingin var svipuð gagnvart þeim og gagn- vart NATO, en þeir voru hraktir þaðan með skömm. Af einföldum bændaher. Bandaríkin hafa enga styrjöld unnið, nema seinni heims- styrjöld með hjálp Rússa, Breta, Frakka, Kanada, Ástralíu, o.s.frv. Japan gátu þeir aðeins sigrað með hjálp kjarn- orkusprengju, en slíkt stríð nú myndi gjöreyða heiminum. Evrópa verð- ur því að standa saman, sem einn maður, til að tryggja framtíð sína. Ísland getur hvergi annars staðar átt heima nema með og í Evrópu. ESB aðild rökrétt framhald Eftir hörmungar seinni heimsstyrjaldarinnar skynj- uðu forráðamenn í Evrópu að sam- stöðu, samráðs og samvinnu væri þörf í stað ágreinings og átaka. Í varnar- og öryggisskyni var því NATO stofnað 1949. Norð- urlandaþjóðirnar stofnuðu til Norð- urlandaráðs 1952 til að samræma og tryggja sameiginlega hagsmuni þessara bræðraþjóða í víðum skiln- ingi. EFTA fylgdi í kjölfarið sem frekar útvíkkuð og stærri heild. Af EFTA spratt síðan ESB, með alla Evrópu að markmiði. ESB er samband sjálfstæðra ríkja Í ESB eru nú 28 ríki, hvert með einn ráðherra (kommissar), og öll ríki, smá og stór, hafa neitunarvald í öllum veigamiklum málum. Skemmst er að minnast þess, að Ungverjaland og önnur Austur- Evrópuríki settu sig upp á móti flóttamannaáformum og -skiptingu forráðamanna ESB, og urðu stóru og „máttugu“ ríkin að gefa eftir. Eins má minna á, að þjóðarbrot Val- lóna í Belgíu stöðvaði viðskipta- samning við Kanada, sem búið var að vinna að í sjö ár, og allar 28 þjóð- irnar vildu, þar til þeir höfðu fengið fram þær breytingar, sem þeir töldu nauðsynlegar fyrir sína hagsmuni. Ísland er 80-90% aðildarríki að ESB ESB-ríkjasambandið byggist á fjórum grundvallarsúlum: 1. Frjálsum rétti íbúanna til að ferðast, dvelja, setjast að og starfa í hverju aðildarríkjanna sem er. 2. Frjálsu vörustreymi, án landa- mæraeftirlits og án tolla eða tak- markana, innan og milli allra land- anna. 3. Frjálsu flæði þjónustu milli að- ildarlandanna, m.a. á sviði símaþjón- ustu, orkuþjónustu og trygging- arþjónustu. 4. Frjálsum fjármagnsmarkaði, m.a. á sviði bankaþjónustu o.s.frv. Ísland er allt frá 1992 fullgildur aðili að þessu fjögurra súlna sam- komulagi í gegnum EFTA! Líka að Schengen-samkomulaginu o.fl. Þetta er kjarni ESB-aðildar, en Ís- land hefur ekkert atkvæði og engin áhrif, af því að aðildin er ekki full og formleg. Hægt að semja um skilmálana Fullyrðingar hafa komið fram um það í fjölmiðlum hér, að skilmálar ESB séu óhagganlegir. Vitnað hefur verið í það, að sóknarprestur á Ak- ureyri hafi skrifað ESB og spurst fyrir um málið. Hann á að hafa feng- ið þau svör, að ekki væri hægt að semja um aðildarskilmálana. Fyrir mér er þetta meira grín en alvara og alveg út í hött. Hverjum dettur eig- inlega í hug að ESB upplýsi klerk á Akureyri, þó merkur kunni að vera, um möguleika og svigrúm í aðild- arsamningum milli ríkisstjórna og forráðamanna ESB? Af hverju halda menn, að aðildarsamningar taki mörg ár – samningar við Tyrkland hafa staðið í 11 ár – ef ekki er um neitt að semja!? Þetta er ótrúleg firra. Auðvitað er hægt að semja um aðildina. Undanþágur hafa meira að segja sína eigin nafngift. Þær eru kallaðar „opt outs“. Besta dæmið um undanþágur eru frændur okkar, Danir. Þegar Eur- opa-Magazin birti frétt af því, að Danir hefðu gengið í sambandið skrifuðu þeir: „ESB aðild Dana er eins og svissneskur ostur, allur í göt- um“. Danir fengu nánast öllu því framgengt, sem þeir fóru fram á. Þeir vildu ekki evruna, vildu ekki taka þátt í varnar- eða hernaðar- starfsemi ESB, vildu ekki taka þátt í dómsmálstefnu ESB og þeir fengu því framgengt, að Færeyjar og Grænland væri ekki með í aðildinni o.s.frv. Bretum, Írum og öðrum voru einnig veittar ýmsar undanþágur. Það er einungis í fáeinum atrið- um, sem ESB er ósveigjanlegt; á sviði umhverfisverndar, mannrétt- indamála og dómsmála, t.a.m. hvað lýtur að dauðadómum; ekkert ríki, sem leyfir dauðadóma, getur orðið aðili! Eftir Óla Anton Bieltvedt » Auðvitað er hægt að semja um aðildina. Undanþágur hafa meira að segja sína eigin nafngift. Þær eru kallaðar „opt outs“. Óli Anton Bieltvedt Mál er að rangfærslum og óhróðri um ESB linni Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu- maður og stjórnmálarýnir. Jólasveinninn verslar hjá okkur Fyrirtæki og verslanir www.danco.is Heildsöludreifing Tattoo - gelpennar 5 stk á spjaldi Crazy face noise putty Magic ART sett, 6 teg. Vasaljós m/LED ljósum 4 teg. Joke face 2 teg. Walking butterfly Grín gleraugu Pop eyes Dinasaur Scratch Magic Ball 6 cm Growing Pet Vinir í skóginum Bolti Smile 3 teg. Könguló walking Armbönd í boxi 6 teg. Slímug skriðdýr 4 teg. Fluffy dagbók 21 cm m/augu 2 teg. Ég vil koma á framfæri þökk minni til Rík- isútvarpsins fyrir upprifjun á gömlu, góðu efni. Einnig til Rásar 1 fyrir margvíslegan fróðleik og skemmtun. Þó verð ég líka að nefna óánægju mína með tón- listarþætti sem Jónatan Garðarsson o.fl. hafa und- anfarið stjórnað, sérstaklega fyrir hádegi 10-11. Þó þar séu auðvitað undantekningar á þá eru mjög ríkjandi ensk og amerísk áhrif. Ég veit það eru margir sama sinnis, við söknum þess að heyra ekki nógu oft íslenskar dæg- urperlur sem nóg er af (nýjum og gömlum ) í safninu, þar var Lana Kolbrún Eddudóttir dugleg að grafa. Gaman að heyra stundum frá Norðurlöndunum og Evrópu (ekki bara ensku). Það hlýtur að vera metnaður Ríkisútvarpsins að standa vörð um þjóðtunguna sem virðist vera á hröðu undanhaldi fyrir enskunni sem er að verða allstaðar. Ég velti fyrir mér hvernig muni standa á því að hér á Íslandi blasi við ensk nöfn á hótelum, búðum og fyr- irtækjum. Er þetta minnimátt- arkennd okkar Íslendinga? Sjáum við á ferðum okkar utan- lands íslensk nöfn á hótelum og búðum? Hvað höldum við lengi í ís- lenskuna með enskuna allsstaðar. Valgerður Friðriksdóttir. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Dagskrá Stundum er dagskrá útvarps ágæt – og stundum ekki. Þakkir til RÚV

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.