Morgunblaðið - 29.11.2016, Síða 24

Morgunblaðið - 29.11.2016, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2016 Elsku afi okkar, nú ertu fallinn frá, þín verður sárt saknað. Minning- arnar eru svo margar, elsku afi, eins og Svöluhraunið birtist okk- ur ljóslifandi þar sem við borð- uðum afakex (sem við kölluðum) og dýfðum í kaffi til að vera alveg eins og þú. Þú gantaðist með okk- ur, alltaf svo fullur af gáska og góðlátlegri stríðni. Jólin hátíð- legu sem við áttum alltaf með þér og ömmu eru okkur svo minnis- stæð. Eins og þegar búið var að opna alla jólapakkana og öllum pappír var sturtað á stofugólfið í eina risa hrúgu og fengum við barnabörnin að taka dýfu í papp- írinn og vakti það mikla kátínu og fögnuð okkar allra. Við gátum alltaf leitað til þín afi með allt, umhyggja þín var ómetanleg og litar allar æskuminningar okkar fallegum ljóma. Nú hefur það því miður gerst að vond frétt til manns berst Kær vinur er horfinn okkur frá því lífsklukkan hans hætti að slá Rita vil ég niður hvað hann var okkur kær afi minn góði sem guð nú fær. Gísli Hvanndal Jónsson ✝ Gísli HvanndalJónsson fædd- ist 3. desember 1929. Hann lést 12. nóvember 2016. Útför Gísla Hvanndal fór fram 21. nóvember 2016. Hann gerði svo mikið, hann gerði svo margt og því miður get ég ekki nefnt það allt. Að tala við hann var svo gaman á þeim stundum sem við eyddum saman. Hann var svo góður, hann var svo klár æ,hvað þessi söknuður er sár. En eitt er þó víst og það á við mig ekki síst að ég sakna hans svo mikið, ég sakna hans svo sárt hann var mér góður afi, það er klárt En alltaf í huga mínum verður hann afi minn góði sem ég ann í himnaríki fer hann nú þar verður hann glaður, það er mín trú. Því þar getur hann vakið yfir okkur dag og nótt svo við getum sofið vært og rótt hann mun ávallt okkur vernda, vináttu og hlýju mun hann okkur senda. Elsku afi, Guð mun þig geyma yfir okkur muntu sveima en eitt vil ég þó að þú vitir nú að okkar allra besti afi, það varst þú. (Katrín Ruth) Elsku afi okkar, við kveðjum þig með söknuði, ástarþakkir fyr- ir allt. Elskum þig af öllu hjarta. Þínar afastelpur, Linda Marín, Jóna Dís og Sandra Líf. ✝ Sveinbjörg Hall-dórsdóttir fædd- ist í Reykjavík 9. ágúst 1962. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ 21. nóvember 2016. Foreldrar Svein- bjargar voru Halldór Þórðarson, f. 6. des- ember 1931, d. 26. janúar 1998, og Jó- hanna Eðvaldsdóttir, f. 31. ágúst 1933. Systkini Sveinbjargar eru Erla, f. 17. febrúar 1956, Kristín, f. 27. febrúar 1958, og Edda, f. 21. nóvember 1964. Hálfsystkini Sveinbjargar eru Sverrir Þór, f. 2. maí 1956, d. 11. desember 2015, og María Vala, f. 21. ágúst 1956. Eftirlifandi eiginmaður Svein- bjargar er Dagbjartur Pálsson, f. 3. ágúst 1959. Foreldrar hans eru Páll Dagbjartsson, f. 30. júlí 1932, og Guð- rún Magnúsdóttir, f. 27. ágúst 1936. Svein- björg og Dagbjartur eiga þrjú börn: 1) Jó- hanna Dagbjarts- dóttir, f. 18. sept- ember 1983, gift Valbirni I. Valbjörns- syni, f. 22. júní 1980. Synir þeirra eru Ísak Máni, f. 6. júní 2009, Hilmir Þór, f. 9. febrúar 2014, og Alex Orri, f. 4. júní 2016. 2) Guð- rún, f. 7. desember 1990. 3) Páll, f. 27. júlí 1992. Sveinbjörg og Dag- bjartur bjuggu í Þorlákshöfn á árunum 1985 til 1998 er þau flutt- ust í Logafold 173 í Reykjavík. Síðustu 6 árin dvaldi Sveinbjörg á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Útför Sveinbjargar fer fram frá Seljakirkju í Reykjavík í dag, 29. nóvember 2016, klukkan 15. Það kemur alltaf sá tími að við þurfum öll að kveðja. Sú kveðja ber oft með sér von um að sjást aftur. Við ætlum að trúa því að við gerum það, þegar við kveðjum nú Sveinu, systur okkar, með söknuð í hjarta, en jafnframt með létti. Léttirinn er yfir því að hún þurfi ekki lengur sjálf að sakna eða kveðja. Björt og blíð og hláturmild. Ákveðin á sinn hátt, gjafmild og fordómalaus. Við systur, Sister Sledge, eins og við köllum okkur, eigum góðar minningar úr sumarbústaðaferð- um, útilegum, humarmatarboð- um, dansi, glaðværð og hlátri. Við héldum allar að við myndum eld- ast saman, ætluðum að vera á kaffihúsum, í sumarbústað, labba niður Laugaveginn, kíkja í búðir og hvað eina sem eldri konur hafa svo sem fyrir stafni. En það var sko langt í það. Þangað til ætl- uðum við nefnilega að gera ná- kvæmlega það sama hvort eð er. Það hefur svo sem ekki allt gengið eftir- og ekkert við því að gera nema að halda í minningu um góða samveru, góða nánd og gæsku. – Þegar við kveðjum Sveinu núna er hugur okkar hjá fjölskyldu hennar. Í minningu hennar höldum við áfram þessari góðu samveru. Elsku Sveina – hvíl þú í friði. Erla, Kristín (Stína) og Edda. Við sitjum hér þrjár í tveimur heimsálfum og rifjum upp gamla tíma. Við vorum fjórar en erum nú þrjár, því Sveina hefur kvatt. Frá unglingsaldri höfum við verið vinkonur. Við munum ljóshærðu stelpuna í Hólmgarði. Við munum hand- boltastelpuna í Víkingi sem varð Íslandsmeistari undir stjórn Bog- dans. Við munum rúntana niður Laugaveg á lánsbíl og bensínið skyldi sko klárast áður en bílnum var skilað. Við munum bíóferðir og hlátrasköll. Við munum barna- píukvöldin og líka þau sem mæður okkar vissu ekki af. Við munum helgarnar á Hallærisplaninu. Við munum heimsókn til Strassborg- ar og diskó. Við munum Strang- lers-tónleika þar sem hún var í hópi unglinga sem var fyrir utan og hljómsveitin neitaði að spila fyrr en þessum hópi var hleypt inn, sem var svo gert. Við munum þegar hún kynnti okkur Janis Joplin. Við munum Þjóðhátíð og göngu upp Þrengslin af því að bíll- inn bilaði. Við munum Sigtún og Hollívúdd og sæta stráka. Við munum söguna um verkstjórann á Stokkseyri sem kunni sitt fag og fór ekki í manngreinarálit þegar hún rak tvær bónusdrottningar þegar ormur fannst í pönnu þeirra trekk í trekk sama daginn. Hún hafði ekki hugmynd um að hún var að reka oddvita hrepps- nefndar sveitarinnar heim þann daginn. Við munum verbúðarlíf á Höfn og böllin þar. Við munum til- hugalífið og Hjónagarða. Við munum brúðkaup og hrísgrjónum dreift í svítu á Hótel Sögu. En svo urðum við fullorðnar og eignuðumst börn og buru. Samverustundir urðu færri eins og gengur og gerist. Sumar bjuggu í Bandaríkjunum, aðrar á Höfn, eða Akureyri, Ísafirði og Þorlákshöfn. En við héldum sam- bandi þegar við gátum. Við munum heimsóknir til Þorlákshafnar. Við munum heim- sókn til Ísafjarðar í sól og sumaryl og líkti hún bænum við þorp í Suð- ur-Evrópu, þannig var veðrið og stemningin. Við munum Amer- íkuferð. Fertugsafmælisgjöfin frá okkur til okkar, að heimsækja vin- konu í Kaliforníu, tók okkur fimm ár að uppfylla. Hollywood, stjörnugatan og merkið í baksýn, Palm Springs, þar sem hitinn fór yfir 104 á Fahrenheit, Lake Ar- rowhead, þar sem fórum á slóðir Al Capone og Riverside þar sem Alli stjanaði við okkur. Allt var þetta draumi líkast. Og svo tók þessi óþolandi sjúk- dómur völdin. Þá komum við sam- an til að rifja upp gamla tíma og mikið hlegið. Innilegar samúðarkveðjur sendum við börnum, eiginmanni og Jóhönnu móður Sveinu. Elsku Sveina, minningin um góða vinkonu lifir. Þínar vinkonur Þóra Björg Thoroddsen, Herdís Jóhannsdóttir og Guðrún Sigurðardóttir. Elsku yndislega Sveina mín, loksins fékkstu hina langþráðu hvíld. Við höfum verið samferða í gegnum lífið síðastliðin 30 ár. Leiðir okkar lágu saman í gegn- um mennina okkar sem eru bræð- ur, við urðum strax miklar vin- konur og náðum vel saman. Sveina mín var yndisleg mann- eskja, falleg, skemmtileg með ein- dæmum og alltaf í góðu skapi, enginn gat komið mér til að hlæja eins mikið og hún. Það var alltaf gott að koma til Dadda og Sveinu, bæði til Þor- lákshafnar og seinna í Grafarvog- inn þar sem við nutum góðra veit- inga á fallegu heimili þeirra. Margar ferðir fóru við saman bæði innan- og utanlands með börnum okkar og án þeirra, minn- isstæðust er þó án efa ferðin okk- ar Sveinu á Tinu Turner-tón- leikana árið 2000, ógleymanleg ferð í alla staði „Simply the best“. Elsku Sveina mín, takk fyrir allt, þú gafst mér svo mikið, kenndir mér að meta lífið og njóta, ég mun aldrei gleyma þér. Ég hugga mig við það að nú líð- ur þér vel hjá Guði og ert laus við allar þjáningar. Megi allir Guðs englar vaka yf- ir þér og vernda, sofðu rótt um alla tíð. Elsku Daddi, Jóhanna, Gulla, Palli og Jóhanna eldri, minningin um Sveinu lifir í hjörtum okkar Magga um ókomna tíð. Ykkar Arna Steinsen. Í fyrri viku bárust fréttir af því að frænka okkar Sveina, Svein- björg Halldórsdóttir, hefði lotið í lægra haldi fyrir sjúkdómi sem hvorki hún né læknavísindin gátu brotið á bak aftur. Sveina hafði háð hetjulega baráttu fyrir heil- brigði, velferð og lífi sínu um ára- bil og fjölskylda hennar staðið þétt við bakið á henni, ekki hvað síst móðir hennar og föðursystir okkar, Jóhanna. Við höfum dáðst að þeim báðum í vanmætti okkar af hliðarlínunni og óskað þess besta, en þótt tímaglas Sveinu tæmdist hægt þá kom að því að öll kornin lentu í neðra glasinu og því varð ekki við snúið. Við minnumst Sveinu sem atorkumikillar ungrar konu sem geislaði af. Hávaxin, grönn, bros- mild og björt yfirlitum birtist hún reglulega á Austurlandinu þar sem við ólumst upp og dillandi hlátur fylgdi henni. Hún og systur hennar voru jafnöldrur okkar systra og við fylgdumst með námsvali Sveinu, starfsvali henn- ar í fiskvinnslu, ákafa hennar sem íþróttakonu, makavali og barn- eignum. Við hlógum dátt að sög- um hennar frá árunum þegar hún vann sem verkstjóri í frystihúsum og samglöddumst yfir áföngum og hamingjuríkum tímum. En við höfum líka tárfellt yfir bakslagi í baráttunni við hrörnun líkamans og vitum að það á við um fleiri. Við sendum Dagbjarti og börn- um Sveinu, Jóhönnu og systrum hennar ásamt öðrum aðstandend- um hugheilar samúðarkveðjur. Hólmfríður, Olga og Arna. Sveinbjörg Halldórsdóttir ✝ Valdís fæddist íHrísey 4. ágúst 1929. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík 15. október 2016. Foreldrar hennar voru María Guðrún Árnadóttir f. 9.12. 1896, d. 8.10. 1986, og Stefán Jón Valde- marsson, f. 9.2. 1898, d. 13.2. 1986. Systkini hennar voru Elsa, f. 8.12. 1927, Björgvin, f. 24.11. 1930, d. 16.12. 1979, Brynjar, f. 24.12. 1937, d. 28.6. 2013, Selma, f. 10.12. 1939. Árið 1951 hóf Valdís búskap með eftirlifandi eiginmanni sínum Andrési Jóni Bergmann Ásgeirs- syni, f. 23.12. 1931. Foreldrar Jóns voru Ásgeir Andrésson, f. 13.3. 1889, d. 18.9. 1954, og Ingi- björg Jónsdóttir, 14.9. 1892, d. 25.9. 1956. Valdís og Jón eignuðust 10 börn: Ásgeir Ingi, f. 20.12. 1952, Guðný, f. 11.4. 1954, Þorgeir, f. 12.7. 1955, Svandís, f. 16.2. 1957, Andrés, f. 28.1. 1959, Logi, f. 13.3. 1960, d. 16.3. 2014, Lísa María, f. 17.7. 1962, Olga, f. 18.1. 1964, Fanný María, f. 5.11. 1967, Jón, f. 17.4. 1971, d. 7.8. 2000. Fyrir átti Jón soninn Hafstein, f. 27.2. 1950, d. 31.8. 2003. Barna- og barna- börn Valdísar og Jóns eru orðin 58 talsins. Valdís ólst upp í Lambhaga í Hrísey. Um tvítugt fór hún til Ak- ureyrar í Húsmæðraskólann. Leið hennar lá síðar til Flateyjar á Skjálfanda þar sem hún kynnt- ist eiginmanni sínum Jóni og hófu þau búskap í Reykjavík sama ár. Ásamt því að sinna stóru heimili tók hún að sér hin ýmsu störf í gegnum árin, handverkskona var hún mikil. Síðustu árin bjuggu þau í Hafnarfirði. Útför Valdísar fór fram frá Hafnarfjarðarkirkju 24. október 2016. Elsku Denna. Í þessum fáu orðum langar okkur að þakka þér samfylgdina. Einnig að þakka þér hversu gott og gaman var að koma í heim- sókn til þín. Það er svo ljúft að minnast þess hve gaman var að spjalla við þig og hlæja með þér. Fá að skoða allt það fallega sem þú varst búin að gera í höndun- um, því þú varst einstaklega list- ræn. Þú varst líka dugnaðarfork- ur eins og Lambhagasystkinin öll frá Hrísey. Við fjölskyldan vottum Jóni þínum, börnunum ykkar og fjöl- skyldum þeirra okkar innilegustu samúð. Með kærri þökk fyrir allt og allt. Systir þín, Elsa Jónsdóttir og fjölskylda. Valdís Guðbjörg Jónsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, MARÍA FRANKLÍN, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, lést 22. nóvember. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju 1. desember klukkan 13.30. . Guðný Franklín, Hreiðar Aðalsteinsson, Valgerður Franklín, Jóhann Sigurjónsson, Auður Franklín, Jónas Franklín, Erla Franklín og ömmubörnin öll. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu vegna fráfalls og útfarar SIGRÍÐAR RÓSU BJÖRGVINSDÓTTUR, áður til heimilis að Grashaga 10, Selfossi. Sérstakar þakkir til Kvenfélags Selfoss og starfsfólks á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. . Kristín Ólafsdóttir, Helgi Garðarsson, Björgvin Ólafsson, Magnús F. Ólafsson, Rut Bjarnadóttir, Þórir Ólafsson, Helga Guðmundsdóttir, Ólafur Jökull Ólafsson, Astrid Bleeker, Guðný Ólafsdóttir, Þengill Ólafsson, Margrét Ýr Flygenring, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGVELDAR L. GRÖNDAL, Hvassaleiti 58, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. . Lúðvík H. Gröndal, Kristbjörg Konráðsdóttir, Sigurbjörg H. Gröndal, Ólafur Haukur Ólafsson, Hallgrímur H. Gröndal, Sólveig Fanný Magnúsdóttir, Þorvaldur H. Gröndal, Lára Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær frænka okkar, SIGRÍÐUR ÞORKELSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi 26. nóvember 2016. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju föstudaginn 2. desember klukkan 15. Fyrir hönd aðstandenda, . Kristín S. Pétursdóttir, Kristjana Björg Sveinsdóttir, Petra Steinunn Sveinsdóttir. Okkar ástkæri bróðir, mágur og frændi, BÖRKUR HELGI SIGURÐSSON viðgerðarmaður, lést á heimili sínu, Hverfisgötu 117, 12. nóvember 2016. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 1. desember klukkan 13. Blóm og kransar afþökkuð, þeim sem vildu minnast hans er bent á minningarsjóð Geðhjálpar. . Ingólfur Torfason, Ellert Helgi Sigurðsson, Díana Ármannsdóttir, Hlynur Helgi Sigurðsson, Sari Maarit Cedergren, Auður Herdís Sigurðardóttir og systkinabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.