Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2015, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2015, Side 8
Vikublað 11.–13. ágúst 20158 Fréttir Neytendur athugið! Múrbúðin selur al lar vörur s ínar á lágmarksverði fyr ir a l la , a l l taf . Gerið verð- og gæðasamanburð! Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Reykjavík Kletthálsi 7. Opið virka daga kl. 8-18, laug. 10-16 Reykjanesbær Fuglavík 18. Opið virka daga kl. 8-18 RAFMAGNSVERKFÆRI Ljós eik 1.655 kr. m2 Rafhlöðuborvél 12V 2 gíra Liion rafhlaða kr. 11.990 Rafhlöðuborvél 18V 2 gíra LiIon rafhl kr. 13.990 Bor / brotvél með höggi SDS Plus 800W með meitlum og borum kr. 13.990 Juðari kr. 5.390 255mm Gráðukúttsög 1880W kr. 23.900 Borðsög með 254mm blaði 1500W kr. 37.990 Bor / Brotvél 1200W SDS MAX 0-500 mín kr. 23.990 Tækjadagar 20% afsláttur af Maxpro! 4.312 Rafhlöðuborvél 14,4V 2 hraða NI-CD kr. 12.990 19.192 9.592 11.192 11.192 30.392 19.192 10.392 Gildir til og með 15/8 Ekki afsláttur af slípirokkum 20% afsláttur 20% afsláttur 20% afsláttur 20% afsláttur 20% afsláttur 20% afsláttur 20% afsláttur 20% afsláttur T vöfalt fleiri þjónar þurfa að útskrifast úr Hótel- og mat- vælaskólanum í Menntaskól- anum í Kópavogi á næstu árum til að halda í við stór- aukinn fjölda erlendra ferðamanna á landinu. Sá fjöldi þjóna sem útskrifast núna hefur tvöfaldast frá því fyrir nokkrum árum, úr 13 í 25 á ári, en betur má ef duga skal. „Við erum ánægð með þá aukningu sem hefur orðið en hún er engan veginn nóg. Hún er bara dropi í hafið miðað við þann fjölda sem er að sækja veitingastaðina,“ segir Bald- ur Sæmundsson, áfangastjóri í skól- anum, aðspurður. Hann telur að helst þurfi að útskrifa 40 til 50 manns á ári til að mæta eftirspurninni. Sumir vilja ekki fagmenn Margir veitingastaðir vilja hafa fleiri fagmenn að störfum en geta það ekki vegna þess að þeir eru ekki til staðar. Færri staðir hafa samt haft samband við skólann til að óska eftir starfs- nemum en Baldur bjóst við miðað við þensluna í geiranum. Rótgrónir veitingastaðir hafa frekar haft sam- band en þeir sem eru nýrri. „Ég veit ekki alveg hvað vakir fyrir mönnum. Sumir vilja reka staðina án þess að vera með fagmenn. Margir hafa líka aðstöðu til að kenna en eru ekki að nýta sér þann möguleika og taka inn nemendur,“ segir hann. Vilja ekki vinna úti á landi Einnig hefur verið erfitt að manna veitingastaði á landsbyggðinni með fagfólki. „Það er eins og fólk vilji ekki fara út á landsbyggðina. Þetta er kannski 30 kílómetra akstur frá bæn- um [Reykjavík] en fólk segir það vera of langt í burtu. Ég veit að mjög fram- bærilegir staðir úti á landi hafa lent í vandræðum með að fá fagfólk þótt þeir vilji það gjarnan.“ Ráðamenn gerðu lítið Baldur segir þróunina í veitinga- bransanum vera miklu hraðari en reiknað var með. „Fyrir sex árum funduðum við um þetta með ráða- mönnum. Þá grunaði okkur aldrei að þetta yrði með þessum hætti. Við ræddum við ráðherra og fleiri en mér fannst lítið vera gert í málunum. Öll sú aukning sem ég sá fyrir mér að yrði er samt stjarnfræðileg miðað við þær tölur sem við vorum að leika okkur með,“ segir hann. „Það hefur orðið sprenging og það vantar meira utan- umhald varðandi hvernig við viljum taka á móti ferðamönnunum og stýra þessum hlutum.“ Skortir markaðssetningu Hann telur skort á góðri markaðs- setningu standa vexti iðngreinarinnar fyrir þrifum. „Það er eins og fólk geri sér ekki grein fyrir þeim möguleikum sem þessi störf bjóða upp á, ekki bara á Íslandi heldur úti um allan heim. Við kennum eftir meistarakerfi eins og Danir, Þjóðverjar, Svisslendingar og fleiri gera. Þetta er gott nám sem nýtist úti um allan heim. Það er eins og fólk átti sig ekki á því,“ útskýrir hann en þjónanámið tekur þrjú ár. „Það eru komnir margir flott- ir veitingastaðir og unga fólkið er að taka þátt í alls konar keppnum. Þessi iðngrein hefur vaxið mjög í metnaði. Fólk sem er að klára þetta nám er líka orðið frambærilegt í mörgum öðr- um störfum en þjónustustörfum, til dæmis hjá vínumboðum og sölufyrir- tækjum,“ segir Baldur. n Tvöfalt fleiri þjónar þurfa að útskrifast Fjölgun nemenda í Hótel- og matvælaskólanum síðustu ár er dropi í hafið miðað við þörfina Freyr Bjarnason freyr@dv.is Ferðamenn Búist er við yfir einni milljón ferðamanna til Íslands í ár. Baldur Sæmundsson Útskrifa þarf 40 til 50 þjóna á ári til að halda í við eftirspurnina. „Öll sú aukning sem ég sá fyrir mér að yrði er samt stjarnfræðileg miðað við þær tölur sem við vorum að leika okkur með Drepast á dularfullan hátt Sex kettir hafa hlotið dularfullan dauðdaga í Hveragerði L ögreglan á Suðurlandi rann- sakar nú dauða þriggja katta í Hveragerði en samkvæmt upp- lýsingum frá embættinu leik- ur grunur á að eitrað hafi verið fyr- ir þeim. Um sex kettir hafa drepist á undanförnum dögum en lögregla hefur aðeins fengið tilkynningu um þrjá. Vísir hefur greint frá því að svo virðist sem að eitrað hafi verið fyrir köttunum. Aðalsteinn Magnússon, íbúi í Hveragerði, segir að útlit sé fyrir að einhver hafi dreift fiskflökum sem höfðu legið í frostlegi víðs vegar um bæinn. Eitt slíkt fiskflak fannst hjá húsi beint á móti húsi Aðalsteins en annar katta hans var aflífaður um helgina. Lögreglan staðfestir þetta og segir til rannsóknar hvort það tengist dauða kattanna. Lögreglan á Suðurlandi vinnur að rannsókninni í samstarfi við Matvælastofnun. Þessi óútskýrðu og dularfullu veikindi kattanna í Hveragerði eiga margt líkt með dularfullum kattadauða í Sandgerði sem DV fjall- aði um fyrir hálfum mánuði. Þá ræddi DV við dýravin í Sand- gerði sem var nýbúinn að horfa á eftir heimiliskettinum sem drapst í örmum hans, þá aðeins eins og hálfs árs gamall. „Að horfa upp á dýrið þjást er svo sárt. Hann bara ældi og ældi og að lokum drapst hann í höndunum á mér,“ sagði eigandi kattarins í viðtali við DV. n atli@dv.is Hótelgestum fjölgar mikið Gistinætur á hótelum hér á landi í júní voru 285.100 sem er nítján prósenta aukning miðað við júní 2014. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Gistinæt- ur erlendra gesta voru 90 pró- sent af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum og fjölgaði um 20 prósent frá sama tíma í fyrra. Gistináttum Íslendinga fjölgaði um tæp tíu prósent. Flestar gistinætur á hótelum í júní voru á höfuðborgarsvæð- inu, eða 162.800, sem er 16 pró- senta aukning miðað við júní 2014. Næstflestar voru gistinætur á Suðurlandi, eða um 47.600. Er- lendir gestir með flestar gistinæt- ur í júní voru Þjóðverjar með 56.500, svo Bandaríkjamenn með 54.600 og loks Bretar með 26.900 gistinætur. Á tólf mánaða tímabili júlí 2014 til júní 2015 voru gistinætur á hótelum 2.508.841 sem er fjölgun um 15 prósent miðað við sama tímabil ári fyrr. Nýting herbergja var best á Suðurnesjum, eða tæp 90 pró- sent. Á höfuðborgarsvæðinu var ríflega 86 prósenta nýting á her- bergjum. Nýting hótelherbergja var lægst á Norðurlandi, eða um 75 prósent.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.