Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2015, Blaðsíða 10
Vikublað 11.–13. ágúst 201510 Fréttir Erlent
Skútuvogi 11 104 Reykjavík Sími 553 4000 www.prentvorur.is
6.590 kr.
m.vsk.
HVAR KAUPIR ÞÚ TÓNER?
Betra blóðflæði
betri heilsa með SuperBeets rauðrófu kristal
Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum - S: 896 6949
w
w
w
.s
u
p
er
b
ee
ts
.is
-
v
it
ex
.is
Betra blóðflæði
betri heilsa með SuperBeets rauðrófu kristal
Superbeets Nitric Oxide allt að 5 sinnum öflugra
1. dós superbeets jafngildir 30 flöskum af 500 ml rauðrófusafa
Nitric Oxide
Nóbelsverðlaun 1998
Sameind ársins 1992
Uppgötvun á Nitric Oxide
var upphafið á framleiðslu
rislyfja
Eftir fertugt
framleiðir líkaminn
50% minna Nitric Oxide
Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum
Upplýsingar í síma
896 6949 og www.vitex.is
Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum
NÝTT
w
w
w
.z
en
b
ev
.is
-
U
m
b
o
ð
: v
it
ex
e
h
f
Betri og dýpri
svefn
Engin eftirköst eða ávanabinding
Melatónin
Upplýsingar í síma 896 6949 og www.vitex.is
úr graskersfræjum
ZenBev - náttúrulegt Triptófan
Vísindaleg sönnun á virkni
sjá vitex.is
Tvær bragðtegundir
sítrónu og súkkulaði
Melatónín er talið minnka líkur
á blöðruhálskirtilskrabbameini
sjá vitex.is
Breyting nítrats úr fæðu í Nitric Oxide
byrjar í munni, þess vegna er
SuperBeets tekið inn í vökvaformi,
en ekki töfluformi.
Nitric Oxide
Superbeets
allt að
5 sinnum öflugri
1. dós superbeets
jafngildir
30 flöskum af 500 ml
rauðrófusafa
Íslensk vottun á virkni NO3
Sýni rannsóknarstofa - Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Eftir fertugt framleiðir líkaminn 50% minna Nitric Oxide. SUPERBEETS örvar
Nitri c Oxide framleiðslu strax. Bætt blóðflæði og aukin súrefnisupptaka hefur jákvæð
áhrif á alla starfsemi líkamans, þ.m.t. hjarta og æðakerfi.
ATH: Breyting nítrats úr fæðu í Nitric Oxide. (NO) byrjar í munni, þess vegna er
SuperBeets tekið inn í vökvaformi, en ekki töfluformi.
„Við erum manneskjur – ekki dýr“
n Þrjú þúsund manns búa í tjaldbúðum í Calais n Vilja komast til Bretlands í leit að betra lífi
V
ið landamæri Frakklands
og Bretlands er Calais, sem
fyrst og fremst hefur ver-
ið hálfgerð umferðarmið-
stöð fyrir vöruflutninga-
bíla á leið milli landanna, í gegnum
Ermarsundsgöngin. Calais hefur
í rúma tvo áratugi verið viðkomu-
staður flóttamanna, en undanfarn-
ar vikur og mánuði hafa flóttamenn
beðið og búið í Calais í mikilli ör-
væntingu og reynt að komast yfir til
Bretlands.
„Við segjumst búa í París, við
segjumst vera hamingjusöm,“ seg-
ir Adnan, 26 ára flóttamaður frá
Pakistan, sem býr í 3000 manna
tjaldþorpi í Calais. „Ég geng upp
að húsi og sýni þeim það á Skype
og segist búa þar, en ég bý ekki þar.
Ef þau vissu að ég byggi í tjaldi og
fengju að sjá aðstæðurnar myndu
þau krefjast þess að ég færi aftur
heim,“ segir hann. Tjaldbúðunum
hefur verið líkt við frumskóg í er-
lendum fjölmiðlum og hefur hann
alla jafna verið uppnefndur „Calais-
frumskógurinn“ (e. Calais jungle).
Adnan hefur búið þar í rúmt ár.
Flestir sem þar búa eru frá Súdan,
Írak, Sýrlandi, Afganistan, Pakistan
og Eritreu. Hann býr með þrem-
ur öðrum í litlu tjaldi. Þeir hjálpast
að við flest en Adnan segir aðstæð-
ur þeirra niðurlægjandi. „Við erum
manneskjur – ekki dýr,“ segir hann
og segist aðeins vilja fá landvistar-
leyfi og atvinnuleyfi.
Vill bara vinnu
„Ég þarf ekki bætur, ekki pen-
ing – ekkert. Ég þarf að fá vinnu
svo ég geti greitt skatta og ég geri
allt sjálfur. Ef ég fengi landvistar-
leyfi í eitt eða tvö ár skal ég jafnvel
borga tvöfalda skatta. Það er loforð
mitt.“ Adnan lærði stjórnmálafræði
í London og Leeds en flutti svo aft-
ur heim til Pakistan til að vinna
hjá frjálsum félagasamtökum þar
í landi. Ógnin frá talibönum hef-
ur hins vegar orðið til þess að hann
varð að flýja.
Mikil örvænting
Fólkið sem bíður og vonar í Cala-
is hefur á undanförnum vikum gert
hvað sem það getur til að komast yfir
til Bretlands. Sumir hafa falið sig inni
í vörubifreiðum, aðrir reynt að hanga
aftan á bílunum eða jafnvel undir
þeim. Sumir hafa ógnað bílstjórum
eða reynt að ná tökum á bílunum
með ofbeldi. Fólkið hefur aðgang að
einni máltíð á dag, það treystir á góð-
gerðarsamtök og vini sína varðandi
peninga og öll önnur úrræði. Einn
samferðamanna Adnans, Waseem,
hafði brotið á sér handlegginn þegar
hann reyndi að komast yfir Ermar-
sundsgöngin þegar hann féll af vöru-
bifreið. „Þú veist ekki hvort þú kemst
til Bretlands, hvort þú deyrð eða
stórslasast,“ sagði hann. n
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
Einar Þór Sigurðsson
astasigrun@dv.is / einar@dv.is
Hungrið seðjað Flóttamaður undirbýr máltíð til að seðja sárasta hungrið. Um þrjú þúsund
manns hafast við í flóttamannabúðunum í Calais.
Von um betra líf Þessi flóttamaður hefst við í tjaldi í Calais í Frakklandi. Hann er frá
Afríkuríkinu Eritreu og í leit að betra lífi í Evrópu.
Eldiviður Flóttamenn beita ýmsum aðferðum til að gera líf sitt bærilegt. Hér sjást tveir
flóttamenn ferja eldivið milli staða. Þó að nú sé hásumar í Frakklandi getur orðið nokkuð
hryssingslegt á næturnar.
Frönskukennsla Franskur sjálfboðaliði í tjaldbúðunum kennir flóttamönnum frönsku.
Kennslan er án endurgjalds og á að létta undir með þeim flóttamönnum sem vilja sækja um
hæli í Frakklandi.