Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2015, Blaðsíða 13
Vikublað 11.–13. ágúst 2015 Fólk Viðtal 13
af
20%
AFSLÁTTUR
Gæði og góð þjónusta í 80 ár!
Aðlögunin reyndist mjög erfið
n Allt mjög framandi n Fékk ekki formlegt tilboð frá Bolton n Erfiðast að vera fjarri fjölskyldunni
FÉLAG L U J T NET STIG
Shanghai East Asia FC 21 13 6 2 23 45
Guangzhou Evergrande 21 12 8 1 31 44
Shandong Luneng 21 13 4 4 19 43
Beijing Guoan 21 11 7 3 16 40
Shijiazhuang Ever Bright 21 7 11 3 6 32
Shanghai Greenland Shenhua 21 9 5 7 0 32
Jiangsu Guoxin-Sainty 21 8 5 8 -4 29
Henan Jianye 21 7 7 7 2 28
Changchun Yatai 21 6 7 8 -3 25
Chongqing Lifan 21 6 5 10 -13 23
Guangzhou R&F F.C. 21 5 6 10 -4 21
Guizhou Renhe 21 5 6 10 -8 21
Hangzhou Greentown 21 5 6 10 -11 21
Tianjin Teda 21 5 5 11 -11 20
Liaoning Hongyun 21 4 7 10 -16 19
Shanghai Shenxin 21 2 5 14 -27 11
Staðan í kínversku Súperdeildinni
það góða við að koma hingað er að
koma beint í aksjón. Auðvitað vildi
ég hafa spilað fleiri mínútur en fram
undan eru þrír leikir á stuttum tíma
og ég reikna með því að spila megn-
ið af þeim. Varðandi framhaldið þá
er náttúrlega talsvert óöryggi í því
að vera með svona stuttan samning
en ég held að það sé fyrst og fremst
undir sjálfum mér komið hvernig
framhaldið verði. Það skiptir mestu
máli að ég sé í toppstandi og þá kvíði
ég engu.“ Ertu kominn í toppform?
„Já, ég er í ágætis standi. Í staðinn
fyrir að fara í undirbúningstímabil
þá er liðið á fullu og margir leik-
ir. Það er gott.“ Þú ert númer 24. Af
hverju? „Ég hefði kosið annað núm-
er. Vildi vera númer 22 en er bara
ekki svo mikil stjarna í mér að ég
vildi fara að standa í einhverju slíku.
Markmaðurinn er númer 22 og ég
tók bara það lausa númer sem var
næst því.“
Svakalegir leikir fram
undan hjá Íslandi
Spenntur og í standi til að koma í
landsleiki? „Já. Mjög,“ segir hann
ákveðið. Svakalegur leikur fram
undan? „Já, svakalegir tveir leik-
ir fram undan. Við erum búnir að
segja fyrir síðustu fimm leiki að
þetta séu allt úrslitaleikir og þannig
er það bara. Við erum í þannig riðli.
Við erum í þeirri stöðu að vera
efstir í riðlinum og ætlum bara að
vernda það.“ Það er mikil hreyfing
á íslensku landsliðsmönnunum.
Hefurðu áhyggjur af því eða er það
jákvætt? „Aðalatriðið er að menn
séu heilir og ekki í meiðslavandræð-
um. Mér sýnist að flestir hafi verið
að taka skref upp á við í sínum fé-
lagaskiptum og það er bara jákvætt.“
Þú komst ekki inn á síðasta leik Ís-
lands. Svekktur? „Ég myndi ljúga
ef ég segði ekki að ég hefði verið
svekktur. En leikurinn bara þróað-
ist þannig að þess þurfti ekki. Þá
verður maður bara að kyngja því og
horfa á næsta leik. Ég ætla að vera
í mínu besta standi í næsta leik og
það er best fyrir alla að samkeppn-
in sé mikil. Aðalatriðið er að við
sem hópur áttum okkur á því að
við erum í bestu stöðu sem nokkurt
landslið hefur verið. Við verðum að
koma okkur yfir strikið og komast á
EM í Frakklandi. Það gerum við sem
hópur og ef við náum því markmiði
þá skiptir engu máli hvaða hlutverki
menn gegndu eða hvaða stöðu þeir
spiluðu. Það verður sögulegt.“ n
Maí 2005 Chelsea enskur meistari. Eiður var í lykilhlutverki hjál Chelsea þetta árið.
Shijiazhuang Ever Bright er í fimmta sæti.
Næsti leikur Eiðs og félaga er á morgun. Þá leika
þeir gegn Tianjin Teda sem er í 14. sæti. Flestir
áttu von á að Eiður myndi áfram klæðast Bolton
treyjunni. Af því varð ekki.
Maí 2009 Fagnaði Meistaradeildartitli
með Barcelona. Eftir sigur á Manchester
United í Róm.