Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2015, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2015, Síða 14
Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 14 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur G ríðarlegt innflæði gjaldeyris til landsins á síðustu mánuð- um sætir tíðindum – og gæti verið fyrirboði þeirra nýju við- fangsefna sem stjórnvöld munu þurfa að fást við eftir losun fjármagnshafta. Mikilvægt verður á komandi miss- erum og árum að beita öllum þeim tiltæku úrræðum sem yfirvöld hafa yfir að ráða til að stemma stigu við meiriháttar innflæði kviks erlends áhættufjármagns. Að öðrum kosti er hætt við því að erlendir áhættufjár- festar muni á ný horfa til Íslands til að stunda óhófleg vaxtarmunarviðskipti. Slík erlend „fjárfesting“ kann ekki góðri lukku að stýra til lengdar eins og Íslendingar þekkja af biturri reynslu. Seðlabanki Íslands hefur að undanförnu brugðist við hinu mikla gjaldeyrisinnflæði með því að stór- auka gjaldeyriskaup sín á markaði og þannig byggja upp óskuldsettan forða. Sú stefna er skynsamleg enda ljóst að Seðlabankinn þarf að koma sér upp umtalsverðum gjaldeyrisforða til að treysta umgjörðina um íslensku krón- una. Þannig hefur Seðlabankanunum meðal annars tekist að kaupa erlend- an gjaldeyri fyrir meira en 70 milljarða króna frá því í byrjun júnímánaðar. Á sama tíma fyrir ári námu gjaldeyris- kaup Seðlabankans um 23 milljörðum króna. Óskuldsettur forði Seðlabank- ans er núna orðinn um 120 milljarðar og með sama framhaldi er útlit fyrir að hann verði um 200 milljarðar í árslok. Hin miklu gjaldeyriskaup Seðla- bankans á allra síðustu vikum gefa til kynna að erlendir aðilar – fjármála- stofnanir og fjárfestingarsjóðir – séu farnir að hefja innreið sína til landsins með kaupum á krónueignum í gegn- um nýfjárfestingarleið Seðlabankans. Þrátt fyrir að gjaldeyriskaup Seðla- bankans skýrist að mestu af miklu innflæði vegna ferðaþjónustu og ým- issar erlendrar fjárfestingar sem er í burðarliðnum þá hafa kaupin ver- ið með þeim hætti að spjótin hljóta einnig að beinast að þeim erlendu að- ilum sem vilja hagnast á háum vaxta- mun Íslands við útlönd með því að fjárfesta í ríkisskuldabréfum. Sú þróun ætti ekki að koma á óvart og flest bend- ir til þess að aukinn kraftur muni fær- ast í slík viðskipti á komandi mánuð- um. Á síðustu tveimur árum hefur raunstýrivaxtamunur milli Íslands og evrusvæðisins verið um 3% en í ljósi væntinga um frekari vaxtahækkanir Seðlabankans, á sama tíma og verð- bólga mælist enn hlutfallslega lág, gæti sá vaxtamunur aukist enn frekar. Sporin hræða þegar kemur að slíku fjármagnsinnflæði. Þrátt fyrir að það geti til skamms tíma aðstoðað við að fjármagna viðskiptahalla og valdið verðhækkunum á verðbréfamörkuð- um, með tilheyrandi auðsáhrifum á raunhagkerfið, þá verður niðurstað- an að lokum ávallt sú hin sama. Loftið tekur að leka úr bólunni þegar fjárfest- ar flýja með fé sitt – og við tekur gjald- eyris- og fjármálakreppa. Seðlabankanum ber því skylda til að gera allt sem í hans valdi stend- ur til að sporna við óhóflegum sveifl- um í flæði fjármagns til og frá landinu. Í merkilegu riti Seðlabankans frá ár- inu 2012 – Varrúðarreglur eftir fjár- magnshöft – er meðal annars nefnt í því samhengi að bankinn fái í hendur stýritæki sem gætu til að mynda verið skattur á fjármagnshreyfingar eða sér- stök bindiskylda á erlenda fjármögn- un. „Slík stýritæki hafa bein áhrif á arðsemi skammtíma fjármagnsflutn- inga og geta því dregið úr óstöðugu innflæði á uppgangstímum og einnig dregið úr útflæði í niðursveiflum,“ seg- ir í ritinu. Ekkert hefur hins vegar frést hvernig vinnu Seðlabankans við að kanna kosti og galla slíkra stýritækja miðar. Ísland, rétt eins og mörg önnur ríki sem eru ekki með alþjóðlegan gjald- miðil, mun í fyrirsjáanlegri framtíð ekki búa við fullkomlega frjálsa fjár- magnsflutninga. Reynslan af alþjóð- legu fjármálakreppunni hefur enda kennt okkur að einhvers konar hömlur á fjármagsnhreyfingar geta verið æski- legar til að aftra því að óæskileg þróun á gjaldeyrismörkuðum ýti undir ósjálf- bæra skuldsetningu þjóðarbúsins sem getur að lokum framkallað alvarlega fjármálakreppu. Í aðdraganda banka- hrunsins á Íslandi 2008, samhliða gríðarmiklu innstreymi áhættufjár- magns, urðu gjaldeyrisviðskipti sem hlutfall af inn- og útflutningi þau mestu í heiminum. Með öðrum orð- um urðu Íslendingar heimsmeistar- ar í gjaldeyrisviðskiptum. Við skulum tryggja að það heimsmet verði aldrei endurtekið. n Þ að hefur alltaf verið Rússahatur viðloðandi í vest- urhluta Evrópu og tilhneig- ing í þá átt að sverta rússnesk stjórnmál og menningu yfirhöfuð. Svipaða sögu var að segja um Spán: Afríka byrjaði á Spáni handan við Pýreneafjöllin, eins og Asía byrjaði í Rússlandi. Þjóðirnar voru taldar hálf villtar, dularfullar, heillandi og geggj- aðar miðað við menningarþjóðirn- ar í miðhluta Evrópu, hinum svo- nefnda kjarna. Eftir að Spánn gekk í Nató og Evrópusambandið hefur álitið breyst. Íbúarnir eru ekki leng- ur svartar sálir sem segja bara „á morgun, á morgun“ eins og hinn lati. Svipað heyrði maður reyndar líka hér á valdatímum þjóðkirkju og bænda- menningar: „Sá sem nennir ekki að vinna á heldur engan mat að fá!“ Það átti að svelta alþýðuna til starfa. Rússland hefur ekki „tekið sig á í samtímanum“, gengið í Nató og hjúfrað sig að Bandaríkjunum. Svo viðhorfið hefur lítið breyst, jafnvel versnað með Pútín. Ástæðan er sú að Úkraína fékk ekki að ganga í Nató „vegna ofríkis Rússa“. Síst skánaði þegar Krímskaginn varð á ný hluti af Rússlandi sem hann hafði ver- ið síðan í Krímstríðinu 1853–1856 þegar veldi Tyrkja tapaði honum og ýmsar evrópskar þjóðir vildu eigna sér hann. Þær hófu stríð gegn Rúss- um og töpuðu. Það hefur Bretum sárnað, að hafa ekki hlotið skagann að heimveldiserfðum líkt og mörg landsvæði þegar Tyrkjaveldi var að líða undir lok. Sárin hafa aldrei gróið í breskri þjóðarsál. Bretar eru tapsár- ir en froðukurteisir. Og ekki hefur gróið um heilt í frönsku stolti eftir að Napóleon tapaði í frelsisstríði sínu gegn Rússum og söng sitt síðasta. En það svíður mest hvað varðar ósigra að Þýskaland tapaði gegn Sovétríkj- unum. Þýsk stjórnvöld hafa aldrei náð sér eftir það, þótt þau reyni á yf- irborðinu að hreinsa sig af sálarein- kennum Hitlers sem var ekki einget- inn Frelsari í þýskum stjórnmálum. Mest svíður, jafnvel þeim sem engin völd hafa, að þýska þjóðin, með alla sína heimspekinga, beið ósigur fyr- ir „villimannaþjóðinni“ í heimsstyrj- öldinni síðari. Undir hrúðrinu svíður enn í þýska holsárinu. Versta skömmin var umsátur þýska hersins um Leníngrad sem endaði með ósköpum hvað herveldið varðar. Það mistókst að svelta Sovét- ríkin til bana. Allt gamla evrópska sáravítið fór að gjósa nútíma grefti í tengslum við Krímskaga. Þá átti að hefja nýtt umsátur um Rússland og svelta landið og Pútín til stjórnmála- legrar hlýðni. Hugmyndin er varla ólíkt stefnu nasista með umsátrinu um Leníngrad. Nú skyldi sigur nást með alheimsmarkaðsátaki Evrópu- sambandsins, Nató, Ameríku og Ís- lands: Sveltum andskotans Rússann! Þegar hugmyndin kom fram, að vinna ekki bara stjórnmála- held- ur efnahagssigur, ríkti vægast sagt hoppandi kæti. Markaðslögmálið fékk nú gullið tækifæri til að sanna guðlegt gildi sitt. Trúaðir nýfrjáls- hyggjumenn vissu að það leysti vandann. Þýsk blöð þöktu fyrirsagn- ir um að nú kæmi Pútín skríðandi til að biðja Brussel og Nató um synda- aflausn. Nató hafði breyst, ásjóna þess snyrt með því að gera spænsk- an fyrrum Natóandstæðing að fram- kvæmdastjóra. Með trúskiptingnum átti að koma sakleysi á herguðinn. Gríman var síðan endurbætt með Dana en fullkomnuð þegar norskur krati leysti Danann af hólmi. Þetta var fagurfræði hernaðarlistar. „And- skotans Rússinn“ tók samt ekki söns- um og allir með stjórnviskubein í nefinu vita að sveltiráðið hefur mis- tekist. Ekki væri minnst lengur á sig- ur ef Bandaríkin stæðu ekki keik, að þessu sinni langt frá evrópskum víg- stöðvum, landið sem var eitt sinn bjargvættur en nú bölvaldur á hausn- um ef kínversk fjármál kipptu undan skuldsettum löppunum. En hver er vandi Evrópu? Ógæfan að telja fyrrum bjargvætt vera enda- laust í sígrænu gildi og þykja sjálf- sagt að leyniþjónusta hans stundi símahleranir og njósni um yfir- menn frjálsra landa sem kalla bara: „Komdu, Kani, njósnaðu um okk- ur að vild!“ Kannski er engin furða að ríkistjórn okkar vilji eiga í við- skiptaþvingunum gegn Rússum með Evrópusambandinu, heldur undarlegt fyrst hún vill ekki ganga að öðru leyti í Bandið. Auðvitað vill hún vinna dáð að svelta Pútín í hel svo rússneska þjóðin geri byltingu og faðmi anda foringja fortíðarinn- ar sem mistókst að sigra hana hungr- aða í umsátrinu um Stalíngrad og Leníngrad. n Vikublað 11.–13. ágúst 2015 Þetta er eins og að vera í rólu í tvö til þrjúþúsund metra hæð Endurtökum ekki heimsmetið Ágústa Ýr Sveinsdóttir um það hvernig er að fljúga á svifvængjum. - DV Skipulagt undanhald Forystukreppan innan Bjartr- ar framtíðar raungerðist á Face- book-síðu formannsins á mánu- dag. Hann er tilbúinn að stíga til hliðar og leggur sjálfur til að helstu embætti innan flokksins róteri á milli fólks. Formaðurinn skrifar: „Í þessu felst að ég sjálfur yrði ekki leng- ur formaður, nema þegar röðin kæmi að mér að axla þá ábyrgð til jafns við aðra.“ Fylgi BF hefur helmingast og miðað við kann- anir myndi flokkurinn þurrkast út. Ólíkt mörgum formönnum í þessari stöðu áttar Guðmund- ur Steingrímsson sig á því að ef „kallinn í brúnni“ fiskar ekki – fer hann í land, nú eða á dekkið. Dularfulla brotthvarfið Brotthvarf Heiðu Kristínar Helga- dóttur af Stöð 2 var óvænt, en til- kynnt var á dögunum að hún væri hætt störfum hjá 365, nánast á sama tíma og hennar helsti samstarfs- maður undanfar- in ár, Jón Gnarr, var ráðinn þar í stjórn- unarstöðu. Engin opinber skýring hef- ur verið gefin á brotthvarfinu, en Heiða skaut föstum skotum á Guðmund Steingrímsson, formann Bjartrar framtíðar, um helgina. Einkum vöktu athygli þau um- mæli hennar, að Guðmundur sé búinn að fá ágætis tækifæri til að sanna sig og að hún og félagar hennar í Besta flokknum hafi lagt Bjartri framtíð til „risastórt fylgi og alls konar hluti“. Er óvenjulegt að talað sé með þeim hætti um fylgi flokka, að það sé nánast eins og vara á markaði. Allt á einum stað: Prentun, merkingar og frágangur. Inni- og útimerkingar. Segl- og límmiðaprentun. Ljósmynda-, striga- og segulprentun. Textaskraut, sandblástur, GSM hulstur og margt fleira... Guðbergur Bergsson rithöfundur Kjallari Rússahatur „Slík erlend „fjár- festing“ kann ekki góðri lukku að stýra til lengdar eins og Íslendingar þekkja af biturri reynslu. Leiðari Hörður Ægisson hordur@dv.is Við höfum áhyggjur af fitness-keppendum Sigurlaug María Jónsdóttir, sálfræðingur í átröskunarteymi LSH. - DV Ég er í áfalli yfir þessu Pan Thorarensen, hátíðarhaldari Extreme Chill, eftir harkalegar aðgerðir lögreglu. - DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.