Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2015, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2015, Síða 20
Vikublað 11.–13. ágúst 201516 Sport Trúlofunarhringar - okkar hönnun og smíði jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind Fylgstu með þeim í vetur n Efnilegir leikmenn í enska n Gætu slegið í gegn í vetur E nska úrvalsdeildin fór af stað um helgina og er fram undan knattspyrnu- veisla sem ekki tekur enda fyrr en í maí á næsta ári. Margir ungir og efnilegir leikmenn eru á mála hjá félögunum í ensku deildinni og munu margir þeirra láta að sér kveða í vetur. DV hefur tekið saman upplýsingar um sjö leikmenn sem vert er að fylgjast með í vetur. Ef fer sem horfir munu þeir ná langt á næstu árum. n einar@dv.is Jordan Ibe Aldur: 19 ára Félag: Liverpool Staða: Vængmaður n Jordan Ibe fékk tækifæri í liði Liver- pool á síðustu leiktíð sem hann nýtti vel. Hann spilaði í stöðu vængbakvarðar í fyrra en jafnvel er búist við því að hann fái tækifæri framar á vellinum í vetur, sérstaklega þar sem Raheem Sterling er nú horf- inn á braut til Manchester City. Sumir ganga meira að segja svo langt að segja að Ibe sé efnilegri en Sterling. Aleksandar Mitrovic Aldur: 20 ára Félag: Newcastle Staða: Framherji n Þessi serbneski framherji var keyptur til Newcastle í sumar frá Anderlecht. Verðmiðinn var 13 milljónir punda sem sýnir hversu mikils metinn hann var hjá belgíska félaginu. Mitrovic er stór og kröftugur framherji sem skoraði 44 mörk í 90 leikjum fyrir Anderlecht, dágott fyrir svo ungan leikmann. Honum er ætlað stórt hlutverk hjá Newcastle í vetur og verður afar fróðlegt að sjá hvort hann taki ensku úrvalsdeildina með trompi. Dele Alli Aldur: 19 ára Félag: Tottenham Staða: Miðjumaður n Þessi nítján ára strákur var keyptur til Tottenham í lok félagaskiptagluggans í janúar síðastliðnum en lánaður strax aftur til uppeldisfélags síns, MK Dons. Alli er í U19 ára landsliði Englendinga og er spáð bjartri framtíð. Hann var í byrjunarliði Tottenham gegn Real Madrid í síðustu viku og þótti hann standa sig frábærlega. Þá kom hann inn á gegn Manchester United um helgina. Jack Grealish Aldur: 19 ára Félag: Aston Villa Staða: Vængmaður/sóknarsinnaður miðjumaður n Jack Grealish er leikmaður sem verður spennandi að fylgjast með í framtíðinni. Hann fékk fjölda tækifæra undir lok síðustu leiktíðar með Aston Villa sem hann nýtti vel. Búast má við því að tækifærunum muni aðeins fjölga á leiktíðinni sem hófst formlega um helgina og Grealish verði í lykilhlutverki í sóknarleik Villa. Þessi ungi Íri er mjög flinkur með boltann og ef fer sem horfir er aðeins tímaspursmál hvenær stærstu félög Englands fara að bítast um þennan efnilega leikmann. Patrick Bamford Aldur: 21 árs Félag: Crystal Palace Staða: Framherji n Bamford er samningsbundinn Chelsea en hefur verið sendur í lán til fjögurra félaga á síðustu fjórum tímabil- um, nú síðast Crystal Palace. Bamford átti frábært tímabil með Middlesbrough í Championship-deildinni í fyrra þar sem hann skoraði 17 mörk í 38 leikjum. Nú fær hann tækifæri til að sýna hvað í honum býr í úrvals- deildinni með Palace. Brendan Galloway Aldur: 19 ára Félag: Everton Staða: Vinstri bakvörður/miðvörður n Brendan Galloway er líkt og Dele Alli alinn upp hjá MK Dons. Hann gekk í raðir Everton síðasta sumar og fékk tækifæri í byrjunarliðinu í síðustu tveimur leikjum liðsins í deildinni í vor. Hann getur bæði spilað sem vinstri bakvörður og miðvörður og er það samdóma álit sparkspekinga að Galloway fái tækifæri í vetur nú þegar Sylvain Distin og Antolin Alcaraz eru horfnir á braut. Galloway lék í stöðu vinstri bakvarðar gegn Watford um helgina. Andreas Pereira Aldur: 19 ára Félag: Manchester United Staða: Miðjumaður n Stuðningsmenn Manchester United búast við miklu af Andreas Pereira í framtíðinni. Þessi öflugi miðjumaður, sem er fæddur í Belgíu en leikur fyrir U20 ára lið Brasilíu, fékk tæki- færi á undirbúningstímabilinu sem hann nýtti vel. Búast má við því að þessi ungi leikmaður fái einhver tækifæri í liði United á tímabilinu og gæti vel farið svo að áhrif hans verði jafn góð og þegar Adnan Januzaj braust fram á sjónarsviðið undir stjórn David Moyes.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.