Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2015, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2015, Blaðsíða 22
Vikublað 11.–13. ágúst 201518 Menning HamraHlíð 17, 105 reykjavík / Hús Blindrafélagsins / sími 552-2002 Vönduð lesgleraugu frá 3.900 kr. Kona fædd (og framleidd) Mynd um rithöfundinn og femínistann Violette Leduc V iolette Leduc er ástfangin af hinum tvíkynhneigða Maurice Sachs. Ást hennar er ekki endurgoldin, en Maurice hvetur hana þó til að skrifa. Þegar hann er tekinn af nasistum flytur hún til Parísar, þar sem hún verð- ur ástfangin af hinni tvíkynhneigðu Simone de Beauvoir. Ást hennar er ekki endurgoldin, en Simone hvetur hana þó til að skrifa. Og margt af því sem Violette skrif- aði um var bannvara á sínum tíma, ástir kvenna á milli, samræði bróð- ur og systur (sem reyndar enn er bannað), fóstureyðingar og kynferði kvenna almennt. Myndin er ágæt- is aldarspegill og helstu persónur franskra bókmennta á 20. öld koma fyrir beint og óbeint, Jean Genet og Sartre og Camus, auk hinna miklu Simone sem er hér í hlutverki ljós- móður verka Violette. Þrátt fyrir að vera hampað af stórskáldum tekst Violette aldrei að yfirstíga óöryggi sitt sem virðist tilkomið af því að vera fædd utan hjónabands og ekki hjálp- ar að bækur hennar seljast illa. Simone er sjálf að skrifa Hitt kynið og á 20 árum breytist margt, „sixtís“ ganga í garð og Violette er hamp- að sem stórstjörnu, það er merkilegt að sjá þá tíma verða til sem við enn búum við. Simone kennir að hjóna- bandið sé þrældómur konunnar, sem er ágætis „prequel“ að íslensku samtímamyndinni Webcam, eða kannski má frekar segja að Violette sé það fyrir andann sem Webcam er fyrir holdið. Woody Allen gerði fyrir nokkrum árum síðan hina ágætu Midnight in Paris, þar sem fræga fólki þriðja áratugarins í París bregður fyrir, en Frakkar sjálfir gera þetta betur. Hér er aðalrétturinn borinn á borð. n Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Kvikmyndir Violette IMDb 7,0 RottenTomatoes 84% Metacritic 72 Handrit og leikstjórn: Martin Provost Aðalhlutverk: Emmanuelle Devos Sýnd í Bíó Paradís Draugagangur í sumarfríi Óliver Máni fer i sumarfrí er sjötta bókin um sprellfjöruga söguhetju. Óli- ver fer í sumarfrí í Saggakot þar sem er draugagang- ur. Óliver eignast nýjan félaga en er sá allur þar sem hann er séður? Mamma gerir mistök Óliver Máni á afmæli er fimmta bókin í bókaflokkn- um um galdra- strákinn. Það er komið að afmælinu hans Ólivers og hann getur varla beðið fyr- ir tilhlökkun. En fyrir mistök býður mamma hans öllum óvinum hans í afmælið. Hér er á ferð bókaflokkur fyrir sjö ára börn og eldri. Stráksskapur í Bíldudal Jón S. Eyjólfsson og Elfar L. Hannesson eru höfundar bók- arinnar Bíldudalsbingó. Þetta er saga af uppvaxtarárum þeirra á Bíldudal á níunda áratugnum. Sögur af prakkaraskap og stráks- skap í fjörugu þorpi. Nýjar bækur Óendurgoldin ást Violetta Leduc var mikill hugsuður og höfundur en gekk illa í ástarlífinu. Tónleikar eru líka sjónræn upplifun n Berglind María Tómasdóttir ræðir samspil nútímatónlistar og sjónrænna listgreina n Cycle Music and Art Festival hefst á fimmtudag F immtudaginn 13. ágúst hefst tónlistar-og listahátíðin Cycles Art Festival sem haldin er í fyrsta skipti víðs vegar um Kópavog. Tónleikar, kvik- myndasýningar, listasýningar og námskeið eru meðal annars á dag- skránni. Hátíðin einbeitir sér sérstak- lega að samspili tónlistar og annarra listmiðla og verða meðal annars haldnar pallborðsumræður á sunnu- dag þar sem rætt verður um tengsl nútímatónlistar við aðra list. Berglind María Tómasdóttir, tón- skáld og flautuleikari, stýrir umræð- um og fékk DV forskot á sæluna og spjallaði við Berglindi um tónlist sem brýst út úr rammanum. Auk Berglind- ar verða þátttakendur í pallborðinu þau Simon Steen Andersen, danskt tónskáld sem hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs í fyrra fyrir innsetn- ingar sínar, Christina Kubisch, þýskt tónskáld og hljóðlistakona, Eva Wil- son, þýskur listsagnfræðingur og sýn- ingarstjóri, og Anthony Burr, banda- rískur klarinettuleikari og prófessor við háskólann í Kaliforníu, San Diego. Sjónræn upplifun á tónleikum Ein af þeim hugmyndafræðilegu breytingum sem eru að eiga sér stað á 21. öldinni er að mörkin milli hinna ýmsu ramma og sérsviða eru að brotna niður. Þverfagleiki í fræðum og listaverk unnin þvert á miðla eru orðin æ meira áberandi. Þessi þró- un sýnir sig til dæmis í áhuganum á að stroka út línurnar milli tón- og sjónlistar. Cycle music and art festi- val er haldið í fyrsta skipti í ár en áður hefur verið haldin Reykjavík Visual Music-hátíðin sem einnig einbeitti sér að samspili tónlistar við sjónræna miðla. Er þetta kannski að verða hluti af meginstraumnum? „Nei, ég held ekki. En það er kannski ákveðin vakn- ing að eiga sér stað,“ segir Berglind. Það er auðvitað ekki nýtt að lista- menn reyni að rífa niður múrana milli hinna hefðbundnu listgreina og hafa myndlistarmenn lengi notað hljóð listasafnsins meðvitað í sína list. „Ég held að núna sé hins vegar meiri þörf á því að fólk tónlistarmegin verði meðvitaðra um að tónleikar eru líka sjónræn upplifun. Í klassík og hefð- bundinni, akademískri, evrópskri nútímatónlist hefur ekki verið mik- il meðvitund um þetta. Þar er oft- ast verið að vinna með sama formið: áhorfendur sitja og horfa á upphækk- að svið, svartklæddir flytjendur í nú- tímatónlist en í klassík eru þeir í kjól- fötum. Þetta er ótrúlega staðlað. Þess vegna er þessi hátíð gott innlegg – og getur vakið fólk til meðvitundar um að það er ekki síður upplifun að sjá tónlistina,“ segir Berglind. Hefðir teknar sem sjálfsögðum hlut Berglind segir staðsetningu tónleika vera eitt skýrasta dæmið um sjón- ræna vídd sem hefur afgerandi áhrif á upplifun áhorfenda af tónlistinni. Á Cycle verða einmitt nokkur óhefð- bundin tónleikarými notuð: gamli Kópavogsbærinn, Kópavogshæli og Hamraborgin – auk hefðbundnari rýma í Salnum og Gerðubergi. „Það er hægt að tala um site specific verk, sem eru samin fyrir ákveðið rými og vinna með rýmið. Sú tónlist verður sjálfkrafa mjög sjónræn. Christina Kubisch, sem er ein þeirra sem tekur þátt í pallborðinu á sunnudag, er til dæmis frægust fyrir sérstakar hljóð- göngur. Í göngunum sem hún kallar „Rafsegulrannsókn í borginni“ setur fólk á sig heyrnartól sem innihalda skynjara og grípa rafsegulbylgjur í umhverfinu og gefa fólki færi á að hlusta á þær,“ segir Berglind. En það þarf þó oft ekki svo rót- tæka eða tilraunakennda list til að brjóta upp formið. „Oft talar fólk – sérstaklega í klassík og nútímatón- list – um að það sé að brjóta upp tón- leikaformið. En þá er fólk oft ekki að gera meira en að kynna tónleikana, bara að tala á milli verka eða eitt- hvað. Það þarf ekki meira til svo að fólki finnist það vera að taka mjög stór skref. Sem er ekki skrýtið þegar maður skoðar hvernig menntun flestir þarna eru með. Conservator- ium-menntun í það heila – nú er ég auðvitað að alhæfa – er ennþá rosa- lega hefðbundin. Það er svo margt sem er tekið sem sjálfsögðum hlut.“ Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is „Ég held að núna sé hins vegar meiri þörf á því að fólk tónlist- armegin verði meðvit- aðra um að tónleikar eru líka sjónræn upplifun. Berglind María Berglind María Tómasdóttir stýrir umræðum um samspil nútímatónlistar og annarra listgreina sem fara fram í Tónlistarsafni Íslands á hádegi á sunnudag. MynD SIGTRyGGuR ARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.