Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2015, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2015, Síða 23
Vikublað 11.–13. ágúst 2015 Menning 19 Betra grænmeti Betra kjöt Betri ávextir Fyrst og fremst... þjónusta Minnisstæðar vinkonur F ramúrskarandi vinkona er fyrsta bók Elenu Ferrante sem kemur út í íslenskri þýðingu og vonandi ekki sú síðasta. Hér er á ferð bók sem bæði gagnrýnendur og almennir lesendur hafa hrifst af, en eins og alkunna er fer smekkur þessara hópa ekki alltaf saman. Það er alltaf gaman þegar þeir sameinast í hrifningu. Framúrskarandi vinkona er fyrsta bókin í fjögurra bóka flokki sem er uppvaxtar- og þroskasaga vinkvennanna Elenu og Lilu. Líklegt er að bækurnar séu að einhverju leyti byggðar á lífsreynslu höfund- ar, því varla er það tilviljun að að- alpersóna bókanna og sögumaður heitir Elena, eins og rithöfundurinn. Reyndar er erfitt að fullyrða margt þegar kemur að Elenu Ferrante, því ekki er vitað hver hún er. Hún veitir ekki viðtöl og kemur ekki fram opinber- lega og í bréfi til út- gefanda síns sagði hún að bækurn- ar ættu að tala fyr- ir sig sjálfar. Og svo sannarlega talar Framúrskarandi vinkona til lesand- ans. Bókin er kraft- mikil, viðburðarík, afar vel sögð og áhrifamikil. Aðalpersón- urnar, Elena, dótt- ir dyravarðar, og Lila, dóttir skó- smiðs, alast upp í Napólí á sjötta áratugnum í samfélagi þar sem of- beldi telst sjálfsagður hlutur og kon- ur jafnt sem karlmenn grípa til þess í sjálfsbjargarviðleitni. Eins og sögu- maðurinn Elena segir: „Við ólu- mst upp við þá vitneskju að við ætt- um að gera öðrum lífið erfitt áður en þeir gætu gert okkur það erfitt.“ Menntunin verður flóttaleið Elenu frá grimmd umhverfisins en leið- ir einnig til þess að hún verður ekki lengur hluti af þeim hóp sem hún ólst upp með. Hin sérstæða Lila fer aðra leið sem er í mikilli mótsögn við eðli hennar. Framúrskarandi vinkona er skrif- uð af rithöfundi sem býr yfir mikilli frásagnargáfu. Bók- in er stútfull af lit- ríku persónugalleríi. Persónur eru óagað- ar enda býður um- hverfið ekki upp á ögun, þær stjórnast af tilfinningum sínum og dyntum. Kynjun- um er ætlað ákveðið hlutverk, karlmönn- um ber skylda til að sýna vald sitt og kon- um að lúta því. Stúlkur eiga að verða kærustur og síðan eiginkonur og mæður. Þetta er saga um vináttu tveggja stúlkna sem lifa og hrærast í þessum heimi og bregðast við á ólíkan hátt. Bókin er sú fyrsta af fjórum og að lestri loknum eru vinkonurn- ar á unglingsaldri. Lesandinn get- ur ekki annað en fyllst löngun til að lesa næstu bók. Það er nær óhugs- andi að fá ekki að vita meir um líf vinkvennanna. Bókaforlagið ætti að drífa í því að láta þýða næstu bók áður en lesendur ná sér í hana í er- lendri útgáfu. n „Bókin er kraftmik- il, viðburðarík, afar vel sögð og áhrifamikil. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Bækur Framúrskarandi vinkona Höfundur: Elena Ferrante Þýðandi: Brynja Cortes Andrésdóttir Útgefandi: Bjartur 330 bls. Tónleikar eru líka sjónræn upplifun n Berglind María Tómasdóttir ræðir samspil nútímatónlistar og sjónrænna listgreina n Cycle Music and Art Festival hefst á fimmtudag Svona en ekki hinsegin Það er þá ekki málið að tónlistin geti ekki lengur staðið ein og sér – og þurfi á annarri örvun að halda – heldur er einfaldlega verið að endurskoða hefðirnar og spyrja aft- ur grunnspurninga um hvernig best sé að skapa, framreiða og upplifa tónlist? „Já, en það hvernig klassískir tón- leikar og í kjölfarið nútímatónleikar eru settir upp er ekkert svo gamalt fyrirbrigði. Það er í raun frekar nýtt að tónleikahallir séu eitthvert hof í sjálfu sér – það verður bara viðtek- ið á 19. öldinni. Þetta form þar sem ósnertanlegir tónlistarmenn spila á stalli og hinir nema á alveg oft rétt á sér og ýmis tónlist sem er sér- staklega skrifuð fyrir þær aðstæð- ur. En það er svo ótrúlega mikið af tónlist sem þarf þetta ekki. Stund- um er jafnvel betra að áheyrendur fái að sitja alveg upp hljóðgjafann, og það er heldur ekkert sem segir að það megi alls ekki klappa á milli verka. Þetta eru siðir sem eiga sér ekkert svo langa hefð, kannski bara einhver 150 ár. En klassísk tónlist hefur verið sérstaklega slæm með þetta, að vera íhaldssöm og ríghalda í hefðir. Og ákveðin gerð nútímatón- listar – sérstaklega Evrópumegin – er svo eiginlega helmingi verri. Fólkið sem fer að gera þessa tegund tónlistar kemur úr ákveðnu kerfi og er svo innstillt inn á það að hlutirnir eigi að vera svona en ekki hinsegin,“ segir Berglind. „Maður vonar að sem flestir mæti á þessa hátíð og fái innblástur – ekki síst stofnanirnar. Þær þurfa mark- visst að vinna áfram með sína miðla hvort sem það er ópera, sinfónía eða hefðbundnar hljómsveitir.“ Saknar vina sinna Sjálf hefur Berglind mikið unnið þvert á miðla og má þar til dæm- is nefna að hún sýnir vídeóverk á Cycle. Verkið hennar, sem verð- ur sýnt í gamla Kópavogsbæn- um, nefnist „Ég sakna vina minna“, eða „I miss my friends“, og sýnir þrjár vinkonur Berglindar sem hún kynntist þegar hún var í námi í Kali- forníu. „Þetta eru þrjú vídeó af jafn- mörgum konum þar sem þær sitja bara og horfa í myndavélina,“ seg- ir Berglind og bendir á að Andy Warhol hafi verið fyrstur að gera slíkt í svokölluðum Screen tests. „Þær verða bara þarna þessar kon- ur, ein við eldhúsborðið og önnur við sófann eða eitthvað svoleiðis,“ segir Berglind. „Það hafa margir gert eitthvað svipað en fyrir mig er þetta bara einföld tilraun til að taka fólk með mér. Þá getur maður átt svona stund með því án þess að það sé á staðnum.“ n Hlustað á umhverfið Þýska tónskáldið og hljóðlistakonan Christina Kubisch stend- ur fyrir göngutúr á Cycle þar sem gestir geta hlustað á rafsegulbylgjur í umhverfinu með sérstökum heyrnartólum. Black Box Music Simon Steen Andersen hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs í fyrra fyrir hljóðinnsetninguna Black Box Music. List í óvenjulegum rýmum Myndbands- verk Berglindar Maríu, „I miss my friends“, verður sýnt í gamla Kópavogsbænum. „Það hvernig klass- ískir tónleikar og í kjölfarið nútímatónleik- ar eru settir upp er ekk- ert svo gamalt fyrirbrigði. Það er í raun frekar nýtt að tónleikahallir séu eitt- hvert hof í sjálfu sér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.