Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2015, Qupperneq 30
Vikublað 11.–13. ágúst 201526 Fólk
H E I L S U R Ú M
70%
20
til
AFSLÁTTUR
Útsala Rekkjunnar
í fullum gangi!
Lagersala á
rúmteppum og
handklæðum
S í m i: 567 4 8 4 0 • Fu n a h ö fð i 1 • 110 R v k .
b i l o@b i l o. i s • w w w. b i l o. i s
Skoðaðu heimasíðuna okkar
ww
w.
bi
lo
.is
Ef
þú
er
t í b
ílahugleiðingum?
... með okkur!
FRÁ KR. 48.900
Kvæntur Ljótur hálfviti
Ekkert mál að vinna með eiginkonunni
Þ
etta var dásamlegt,“ seg-
ir hinn nýkvænti prestur og
Ljóti hálfviti, Oddur Bjarni
Þorkelsson, sem gekk að
eiga leikkonuna Margréti
Sverrisdóttur um verslunarmanna-
helgina. Ljótu hálfvitarnir héldu
uppi stuðinu í veislunni ásamt ýms-
um fleirum en það var séra Hannes
Örn Blandon sem gaf hjónakornin
saman.
Ekki breyttur maður
Oddur Bjarni og nýbökuð eiginkona
hans hafa unnið mikið saman. „Mar-
grét var umsjónarmaður Stundar-
innar okkar og þar flaut ég með og
svo höfum við lengi unnið að Jóla-
sveinunum í Dimmuborgum og fleiri
verkefnum. Það er eflaust snúið fyrir
einhver hjón að vinna saman en okk-
ur fellur það mjög vel,“ segir Oddur,
sem neitar því að vera breyttur mað-
ur nú þegar hann er kvæntur. „Þetta
var virkilega gaman enda staðið til í
mörg ár og svo loksins núna sprakk
þetta út með gríðarlegri veislu og
miklu stuði. Það er ánægjulegt og dá-
samlegt að vera kvæntur en ég held
að við séum lítið breytt og vorum af-
skaplega svipuð þegar við vöknuð-
um á koddanum daginn eftir.“
Þjónar guði og mönnum
Oddur Bjarni var skipaður prestur
í Dalvíkurprestakalli í fyrra og lík-
ar starfið vel. Aðspurður segist hann
ekki reyna að vera fyndinn prestur.
„Ég held að ég reyni fyrst og síðast
að vera sá prestur sem fólk þarf á að
halda. Ég reyni að lesa í aðstæður og
sjá hvort fólk sé í stuði til að hlæja að-
eins eða ekki og hvort ramminn eigi
að vera þéttur eða lausari í reipinu,
en auðvitað er þetta misjafnt eftir til-
efninu. Þetta snýst um að þjóna bæði
Guði og mönnum. Nú hef ég verið
prestur í slétt ár og þetta hefur verið
alveg dásamlegur tími.“
Öll þjónusta gefandi
Oddur segir erfitt að gera upp á milli
athafna. „Öll þjónustan er gefandi á
einhvern hátt þótt auðvitað sé sumt
gleðilegra í eðli sínu. Það sem hef-
ur komið mér mest á óvart er hvað
þjónustan er vel sótt og hvað er
mikið að gera, sama í hvaða horn er
litið, sem er mjög ánægjulegt. Þetta
er víðfeðm sókn sem nær frá Gríms-
ey, að Öxnadal og inn á Akureyri.
Þetta hefur verið miklu meira en
gaman og okkur hjónum hefur verið
tekið mjög vel.“ n
„Þetta var virki-
lega gaman enda
staðið til í mörg ár og svo
loksins núna sprakk þetta
út með gríðarlegri veislu
og miklu stuði.
Nýgift Hjónakornin vinna mikið
saman og unnu til að mynda að
Stundinni okkar um langt skeið.
MyNd Úr EiNkasafNi
indíana Ása Hreinsdóttir
indiana@dv.is
B
andarísku slúðurmiðlarnir
eru gríðarlega spenntir yfir
öllu sem viðkemur lífi Cait-
lyn Jenner þessa dagana.
Ljósmyndarar elta hana á rönd-
um og hvert einasta atriði í raun-
veruleikaþætti hennar endar í
blöðunum en eins og flestir vita
er Caitlyn nýtt nafn fyrrverandi
íþróttastjörnunnar Bruce Jenner
sem gekkst nýlega undir kynleið-
réttingu.
frelsandi tilfinning
Í þáttunum I am Caitlyn, sem sýnd-
ir eru á sjónvarpsstöðinni E!, er
fylgst með hverju spori Jenner og
ferð hennar um lífið sem konan
Caitlyn. Í þáttunum viðurkenndi
Caitlyn nýlega að upplifa mikinn
ótta gagnvart sundfatnaði en í vik-
unni sást hún svo vinna stóran
persónulegan sigur þegar hún brá
sér í sundföt og skellti sér í laugina.
„En frelsandi tilfinning,“ sagði
Jenner í myndavélina og bætti
við að hún gæti séð spegilmynd
sína í glerhurðinni. „Og ég lít
ótrúlega vel út.“
Hrifin af konum
Í þáttunum er grannt
fylgst með vinskap hennar
við hóp af transkonum sem
hjálpast að í gegnum umskipt-
in. Vinkvennahópurinn spjallar
saman um málefni tengd trans-
fólki og gerir auk þess ýmislegt
skemmtilegt saman inn á milli. Eitt
skiptið þegar þær voru úti að borða
og ræddu um ástina viðurkenndi
Caitlyn að hún hafi alltaf verið og
verði ávallt hrifin af konum
en Jenner var lengi kvæntur
raunveruleikastjörnunni
Kris Jenner, móður Kar-
dashian-systra. Eftir litla
umhugsun bætir hún hins
vegar við að þessa dagana
hafi hún líklegra mikilvægari
hluti til að velta vöngum yfir en
kynferðislegri fullnægingu. n
Skellti sér
í sundföt
Caitlyn tekst á við mikilvægari mál en fullnægingu
stórglæsileg Caitlyn er ótrúlega flott.