Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2015, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2015, Blaðsíða 11
Fréttir 11Vikublað 22.–24. september 2015 Í viðræðum vegna risamyndar í Hollywood segir sjaldgæft að evrópskur leikstjóri toppi tvisvar í röð „Ísraelsmálið“ gæti haft áhrif á Óskarstilnefningar Gyðingar eru áhrifamiklir í Hollywood, þar sem Baltasar Kormákur er að reyna að hasla sér völl. Til að mynda er Ron Meyer, yfirmaður Universal, sem framleiðir Everest, gyðingur. Tillaga borgarstjórnar Reykjavíkur um að snið- ganga vörur frá Ísrael hefur valdið miklu fjaðrafoki úti um allan heim og hafa gyðingar fordæmt athæfið. Spurður hvort þetta mál gæti haft áhrif á gengi Everest í Bandaríkjunum segir Baltasar: „Óskarnum er mikið stjórnað af þessu fólki. Það gæti haft einhver áhrif þar. En ég er ekkert að binda vonir við Óskarinn og er alveg rólegur yfir því. En eins og ég sagði við Dag [B. Eggerts- son borgarstjóra] þá finnst mér að það ætti að taka þetta til baka. Þau gerðu mistök og því fyrr sem menn viður- kenna það, því betra,“ bætir hann við. „Það þýðir ekkert að vera að endurlaga eitthvað eða bæta heldur viðurkenna að þau hafi gert mistök því þetta er ekki þeirra hlutverk. Mér finnst Dagur flottur borgarstjóri, ég vil að það komi fram,“ segir hann og tekur fram að hann vilji ekki að Dagur segi af sér vegna málsins. Baltasar segir yfirmenn sína í Hollywood ekki hafa rætt við sig vegna málsins. „Ég hef ekkert heyrt svoleiðis og menn myndu ekkert gera það. Auðvitað hefur allt áhrif á ímynd manns en ég hef ekk- ert með þessa ákvörðun að gera.“ milljónir dala um heim allan. 2 Guns kostaði 61 milljón dala, sem er meira en Everest, en þénaði 75 milljónir í N-Ameríku og tæpar 132 milljónir í heildina. Miðað við við- tökurnar sem Everest hefur fengið utan Bandaríkjanna býst Baltasar við því að hún fari yfir 100 milljónir dala á því markaðssvæði. Hvort hún nái slíkum hæðum í Norður-Ame- ríku er aftur á móti óvíst. Allt stefn- ir því í að Everest verði vinsælasta mynd Baltasars frá upphafi en myndir byggist á sönnum atburðum frá árinu 1996 þegar átta fjallgöngu- menn fórust er þeir reyndu að kom- ast á hæsta fjallstind veraldar, Ever- est. Þarf ekki að vera poppkorn Leikstjórinn er að vonum í skýjun- um yfir þessu góða gengi Everest. „Þetta er bara frábært. Það er hrika- lega gaman að gera alvöru mynd um alvöru hluti sem skilar fólki í bíó. Þetta þarf ekki alltaf að vera poppkorn. Þetta er dramatísk saga og það er ekki verið að gera hana Hollywood-lega, þannig að ég er mjög ánægður með þessi viðbrögð,“ segir hann en hamingjuóskum er búið að rigna yfir hann alla helgina, meðal annars frá Ron Meyer, yfir- manni Universal, og fleira fólki úr Hollywood. Allt sem Baltasar snertir í Hollywood virðist því verða að gulli og miðað við tilboðin sem hann get- ur valið úr þessa dagana eru honum allir vegir færir. n Ásamt Jake Gyllenhaal Baltasar á frumsýningu Everest í Feneyjum ásamt einum af leikurum Ev- erest, stjörnunni Jake Gyllenhaal. Mynd ReuteRs Baltasar Kormákur Leikstjórinn Baltasar Kor- mákur á tökustað Everest. Mynd © univeRsal PictuRes Sykurlausar nýjungar frá Läkerol! Hefur þú smakkað?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.