Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2015, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2015, Side 13
Vikublað 22.–24. september 2015 Fréttir 13 H ar ðp ar ke tÞýsk gæði! Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is Fá hundruð milljóna króna vegna umsýslu eigna Fyrir gamla straum n Tveir fyrrverandi starfsmenn ALMC fengu tæplega 400 milljónir í þóknun vegna ráðgjafastarfa 2013 og 2014 n Arðgreiðslur nema yfir 200 milljónum árinu 2013 færðu þeir sig um set um síðastliðinn áramót og tóku til starfa hjá Íslenskum verðbréfum í kjölfar þess að félag í meirihluta- eigu Straums eignaðist nærri 60% hlut í ÍV. Á árinu 2013 námu tekjur Act- ima Partners vegna seldrar þjón- ustu félagsins tæplega 165 millj- ónum króna. Að teknu tilliti til rekstrargjalda, sem voru að stærstum hluta launagreiðslur til eigenda félagsins, þá nam hagn- aður Actima Partners 140 milljón- um króna. Fengu Gísli og Brynj- ar ríflega 86 milljóna króna arð í sinn hlut eftir greiðslu tekjuskatts. Á síðasta ári var afkoma félags- ins hins vegar enn betri. Ekki eru gefnar upplýsingar um tekjur af seldri þjónustu vegna ráðgjafa- starfa fyrir árið 2014 en hagnað- ur Actima Partners nam nærri 200 milljónum króna. Arðgreiðsla til eigenda, eftir að hafa staðið skil á greiðslu tekjuskatts að fjárhæð um 72 milljónir króna, var ríflega 118 milljónir króna. Vogunarsjóðir eigendur Hluthafar eignaumsýslufélagsins ALMC eru að langstærstum hluta ýmsir erlendir fjárfestingarsjóðir, meðal annars bandaríski vogunar- sjóðurinn Davidson Kempner, sem er jafnframt stærsti einstaki kröfuhafi föllnu bankanna. Á síð- ustu árum hafa starfsmenn og ráð- gjafar félagsins unnið að því að hámarka virði eigna og umbreyta þeim yfir í reiðufé og úthlutunar til eigenda ALMC. Samhliða þessu hefur starfsmönnum ALMC fækk- að ört á umliðnum árum og voru þeir aðeins fimm talsins í lok síð- asta árs. Í árslok 2014 námu heildar- eignir félagsins 917 milljónum evra, jafnvirði um 132 milljarðar króna, og þar af um 60% í reiðufé, að stærstum hluta erlendur gjald- eyrir. Bókfært verðmæti eigna sem eru skilgreindar til sölu nam hins vegar um 300 milljónum evra, en þar er einkum um að ræða ýmsar erlendar eignir. Krónueign ALMC nam um 15 milljörðum króna í árslok 2014, eða ríflega 10% af heildareignum félagsins. Í stjórnum félaga ALMC Gísli Valur og Brynjar Þór hafa sem fyrr segir verið stjórnar- menn og stjórnendur í mörgum af þeim félögum sem eru í eigu ALMC. Þannig hefur Brynjar með- al annars átt sæti í stjórn íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins LS Reta- il en tilkynnt var um sölu fyrirtæk- isins til bandaríska fjárfestingar- sjóðsins Anchorage Capital í júlí síðastliðnum. Þá var Brynj- ar sömuleiðis stjórnarmaður og framkvæmdastjóri í CB Holding, íslensku félagi sem yfirtók West Ham árið 2009, en eins og sagt var frá í DV í síðustu viku seldi félagið nýlega þann hlut sem það átti eftir í enska knattspyrnufélaginu. Gísli Valur er meðal annars stjórnarformaður LS Retail Holding, sem hefur haldið utan um eign ALMC í hugbúnaðarfyr- irtækinu, auk þess að vera vara- maður í stjórn M-Holding sem var sett í slitameðferð fyrir skemmstu. Á meðal eigna M-Holding voru dönsku verslanirnar Magasin du Nord og Illum en í kjölfar fjár- málahrunsins voru eignir félags- ins yfirteknar af Straumi-Burðar- áss, síðar ALMC. n Óvíst um milljarða bónusgreiðslur til starfsmanna ALMC Eigandi Actima Partners Gísli Valur Guðjónsson vildi ekkert tjá sig um ráð- gjafastörf Actima Partners fyrir önnur félög. Eigandi Actima Partners Brynjar Þór Hreinsson. Tveimur mánuðum síðar greindi DV hins vegar frá því að alls óvíst væri um fyrirhugaðar bónusgreiðslur til starfsmanna ALMC þar sem félagið þyrfti að óbreyttu að greiða yfir 50 millj- arða króna stöðugleikaskatt til ríkissjóðs. Samkvæmt frum- varpi fjármálaráðherra um stöðugleikaskatt, sem var samþykkt á Alþingi hinn 3. júlí síðastliðinn, var ákveðið að fella ALMC undir stöð- ugleikaskatt- inn vegna áætlunar stjórnvalda um losun hafta sem þýðir að félagið þarf að reiða af hendi 39% skatt af heildareign- um í lok þessa árs. Stjórnendur ALMC gagnrýndu mjög að stöðugleikaskatturinn væri látinn ná til félagsins enda telja þeir að starfsemi þess hafi hingað til haft umtalsverð jákvæð áhrif á greiðslujöfnuð þjóðarbús- ins. Hyggst ALMC höfða mál á hendur ríkinu, gerist þess þörf, til að verja hagsmuni sína. Til- raunir ráðgjafa stjórnvalda til að ná samkomulagi við ALMC um að félagið inni af hendi svokallað stöðugleikaframlag – og þannig komast hjá því að greiða stöð- ugleikaskattinn – hafa engan ár- angur borið fram til þessa. Auk Jakobs áttu jafnframt stjórnarmenn ALMC von á bón- usgreiðslum frá félaginu, sam- kvæmt heimildum DV. Þeir eru Óttar Pálsson, eigandi og hæstaréttarlög- maður hjá Logos, Christopher Perrin, stjórn- arformað- ur ALMC, og Andrew Bern- hardt, en hann var einnig áður fram- kvæmdastjóri ALMC. Aðrir Ís- lendingar sem eru hluti af kaupauka- kerfi ALMC eru með- al annars Birna Hlín Káradótt- ir, yfirlögfræðingur sameinaðs félags MP banka og Straums, og Magnús Ingi Einarsson, fram- kvæmdastjóri fjármála hjá MP Straumi. Þau höfðu á undan- förnum árum einnig unnið fyrir ALMC samhliða störfum sínum fyrir Straum fjárfestingabanka. DV hefur ekki staðfestar upplýs- ingar um hvort Brynjar Þór og Gísli Valur séu jafnframt hluti af kaupaukakerfi ALMC. Gamli Straumur Eftir að bankinn lauk nauðasamn- ingum sumarið 2010 varð til eignaum- sýslufélagið ALMC.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.