Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2015, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2015, Blaðsíða 25
Vikublað 22.–24. september 2015 Fólk Viðtal 17 „Ísland er dásamleg eyja“ n Hinn 21 árs gamli Justin Bieber er staddur á landinu n Kom með einkaþotu frá Grikklandi í gær Í sland er dásamleg eyja,“ segir Justin Bieber í samtali við DV. Ein stærsta poppstjarnan í heiminum í dag er stödd hér á landi. Blaðamaður DV hitti kanadíska söngvarann í gær og ræddi stuttlega við hann. Samkvæmt heimildum DV lenti söngvarinn á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun á einkaþotu sinni ásamt fylgdarliði og var ferðinni heitið nið- ur í miðbæ Reykjanesbæjar. Þar hitti Bieber á starfsmenn Lemon í Reykjanesbæ, þá Gunnlaug Dan Guðjónsson og Valþór Pétursson. „Þeir voru með myndatökulið með sér og virtust vera að taka upp allt ferðalagið. Hann sagðist ætla að stoppa stutt og vildi engar myndatök- ur,“ sagði Valþór í samtali við DV í dag en Bieber fór meðal annars niður að sjó í Keflavík ásamt félögum sínum og tók þar allavega eina „selfie“ með Faxaflóa og Bergið í Reykjanesbæ í baksýn en ljósmyndin hefur ekki enn birst á samfélagsmiðlum stjörnunnar. 68 milljónir fylgjast með Bieber á Twitter Ljósmyndin yrði eflaust ágætis auglýs- ing fyrir landið en Justin Bieber á einn vinsælasta Twitter-aðgang í heimi, 67,6 milljónir manna fylgja honum þar. Aðeins einn er með fleiri fylgj- endur en Bieber en það er söngkon- an Katy Perry með um 76 milljónir fylgjenda. Justin Bieber er hér á landi ásamt félögum sínum og lífvörðum en svo virðist sem þeir hafi skipulagt ferð sína sjálfir þar sem enginn Íslendingur var með þeim í för fyrir utan bílstjór- ana. Frá Reykjanesbæ lá leiðin aust- ur um hádegisbilið í gær en Bieber og föruneyti hans ferðast um á glænýjum Mercedes Benz-sendiferðabifreiðum sem merktar eru Securitas meðan á ferðalagi þeirra stendur. Blaðamaður DV hitti á Bieber fyr- ir utan bensínstöð á Selfossi en þar stökk söngvarinn inn til að kasta af sér vatni en stelpurnar í afgreiðslunni hlógu mikið að því að söngvarinn hafi skilið setuna eftir uppi og tóku ljós- mynd af almenningssalerninu sem gengið hefur manna á milli á samfé- lagsmiðlunum. Trúðu ekki sínum eigin augum Stúlkurnar virtust ekki vita hver væri þarna á ferðinni þrátt fyrir að Bieber hefði gengið fram hjá þeim á leið sinni á salernið. „Veistu hver er að nota salernið hjá ykkur?“ spurði blaðamaður DV af- greiðslustúlkuna á Olís á Selfossi. „Nei. Hver er þetta?“ svaraði stúlk- an. „Þetta er Justin Bieber,“ sagði blaðamaðurinn. „Ha? Nei, í alvörunni?“ spurði af- greiðslustúlkan en það tók starfsfólk- ið nokkrar mínútur að átta sig á því að þetta væri enginn brandari – sjálf- ur Justin Bieber væri í raun og veru staddur inni á bensínstöðinni. Hinn 21 árs gamli söngvari kom auga á blaðamann og ljósmyndara DV fyrir utan bensínstöðina, þegar hann hafði lokið við það að skvetta úr skinnsokknum, og gaf sig á tal við þá en Bieber var hinn rólegasti. Hann bað félaga sína að bíða á meðan hann ræddi við blaðamann DV sem gat í raun ekki annað en byrjað á því að spyrja hvað hann væri eiginlega að gera á Íslandi. Slappa af og njóta Íslands „Ég kom hingað til lands í dag og planið er að vera hérna í tvo daga,“ sagði Bieber við blaðamann DV. „Ég er í fríi og það eru afskaplega fáir sem vita að ég er staddur hér á landi. Ég er ekki að millilenda held- ur er ég að taka tvo daga í frí á Íslandi áður en ég flýg til Bandaríkjanna,“ sagði söngvarinn en Bieber var að koma frá Grikklandi þegar hann lenti á Keflavíkurflugvelli í morgun. Honum var mikið í mun um að blaðamaður og ljósmyndari DV myndu ekki gefa upp nákvæma stað- setningu á honum eða föruneyti hans meðan á ferðalagi hans stæði. Bieber vissi þó ekki að um það leyti sem blaðamaður DV náði af honum tali þá höfðu nær allir fjölmiðlar landsins fjallað um komu hans. Eins og áður segir er Bieber nýkom- inn frá Grikklandi þar sem hann var við upptökur í stúdíóinu Black Rock Studios en hann var að leggja loka- hönd á nýja breiðskífu sem búast má við í nóvember á þessu ári. Það verður þá fjórða breiðskífa Biebers en fyrsta lagið af væntanlegri breiðskífu hans hefur nú þegar slegið í gegn. Lagið heitir „What Do You Mean“ og situr á toppi vinsældalista úti um allan heim, meðal annars í Danmörku, Finnlandi, Ástralíu, Austurríki, Kanada, Hollandi, Nýja-Sjálandi og Noregi. Fagnar því að upptökum sé lokið Eftir því sem DV kemst næst er nú þessum upptökum lokið og ætlar söngvarinn að fagna því ásamt félög- um sínum hér á landi að platan sé svo gott sem tilbúin. „Við komum ekki hingað til þess að vinna. Við komum til þess að vera í algjöru fríi en mig hefur alltaf langað til að koma hingað. Þetta er dásamleg eyja,“ sagði Bieber sem var á leiðinni að skoða hinn týpíska „Gullna hring“ sem svo margir ferðamenn skoða á Íslandi en það er að sjálfsögðu skoðunarferð um Gullfoss og Geysi. Bieber sagðist ekki trúa öðru en að hann myndi heimsækja Bláa lón- ið áður en hann færi heim. Hann vildi þó ekkert segja hvenær hann yrði í lóninu sem er svo sem skiljan- legt enda nánast hægt að bóka það að lónið myndi fyllast af íslenskum að- dáendum á nokkrum mínútum en þeir skipta hundruðum ef ekki þús- undum hér á landi. „Ég verð að halda áfram ferðalaginu mínu núna,“ sagði Bieber við blaðamann DV áður en söngvarinn bað um lítinn greiða. „Viltu lofa mér því að segja engum hvar á landinu ég er?“ spurði Bieber og að sjálfsögðu varð blaðamaður við því enda hefur hann ekki hugmynd um hvar söngvarinn er niðurkominn í dag. Fyrir þá sem vilja leita goðið sitt uppi geta haft augun opin fyrir tveim- ur svörtum Mercedes Benz-bifreið- um en það er eflaust jafn erfitt og að finna nál í heystakki ... eða hvað? Ein- hverjir reyna nú að hafa uppi á Bieber og félögum hans hér á landi en fjöl- margar stúlkur hringdu í síma blaða- manns DV eftir að ljósmynd af hon- um og söngvaranum birtist á dv.is. Þær vildu allar aðeins vita eitt: HVAR ER JUSTIN BIEBER?! En á meðan Bieber og félagar hans skemmta sér á landinu þá bíð- ur einkaþotan hans á Keflavíkur- flugvelli, full af bensíni og tilbúin að fljúga stjörnunni á vit ævintýranna. n „Við komum til þess að vera í algjöru fríi en mig hefur alltaf langað til að koma hingað. Atli Már Gylfason atli@dv.is Á ferðalagi Justin Bieber og föruneyti hans ferðast um á glænýjum Mercedes Benz-sendibifreiðum. Bieber og Sólrún Líf Ein af þeim sem fékk mynd af sér með söngvaranum var Sólrún Líf Þormarsdóttir. Hún hefur lengi haldið upp á Bieber og ætlaði varla að trúa því þegar hún sá hann í gær. Myndir ÞorMAr ViGnir GunnArSSon Bieber og Atli Már Blaðamaður DV ræddi við kanadísku ofurstjörnuna í gær. Lagaði húfuna fyrir myndatök- una Justin Bieber var hinn rólegasti í gær og gaf sig á spjall við blaðamann DV fyrir utan Olís á Selfossi. V A R M A D Æ L U R 19 dBA *Við ábyrgjumst lægsta eða sama verð og sambærileg varmadæla frá öðrum söluaðilum. Smiðjuvegur 70 - gulgata - 200 Kópavogur Gæði, þjónusta og gott verð. Hámarks orkusparnaður. T I L B O Ð Í S E P T E M B E R September tilboð á loft í loft Verð frá 160.000.-án vsk* * Virðisaukaskattur endurgreiddur vegna kaupa á varmadælu fyrir íbúðarhúsnæði. ** Verð frá 198.400.- með vsk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.