Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2015, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2015, Blaðsíða 10
10 Fréttir Vikublað 22.–24. september 2015 Í viðræðum vegna risamyndar í Hollywood n Baltasar Kormákur getur valið úr safaríkum tilboðum vegna góðs gengis Everest n Variety B altasar Kormákur seg- ist geta valið úr nokkrum safaríkum tilboðum í kjölfar velgengni nýju- stu myndar sinnar, Ev- erest. „Ég er með nokkur tilboð sem eru mjög spennandi. Ég finn það strax að menn eru spennt- ir að fá mig. Nú er bara spurn- ing hver fær næstu mynd,“ segir Baltasar. Ein þeirra er „100 millj- ón dollara mynd“ eins og leik- stjórinn orðar það og eru samn- ingaviðræður vegna hennar þegar komnar í gang. Ef samningar nást verður það langdýrasta mynd sem Baltasar hefur gert hingað til en Everest kostaði 55 milljónir dala, eða yfir sjö milljarða króna. Óvíst með næsta verkefni Gagnrýnandi hins virta kvik- myndarits The Hollywood Report- er sagði að með Everest væri Baltasar að sýna og sanna að hann væri kominn á næsta stig á ferli sínum. Miðað við viðbrögð- in við myndinni hingað til og hinn aukna áhuga á Baltasar sem leik- stjóra virðist það hafa gengið eft- ir. Baltasar segir óvíst hvert verði hans næsta verkefni en hann er þegar búinn að skuldbinda sig til að leikstýra víkingamynd, sem verður meðal annars tekin upp á Íslandi, og Cascade með Ósk- arsverðlaunaleikkonunni Cate Blanchett í aðalhlutverki. Kvik- myndaverið Universal mun fram- leiða víkingamyndina, rétt eins og Everest, en framleiðandi Cascade er kvikmyndaverið 20th Century Fox. Launin hækka hressilega „Fólkið sem fjármagnar er spennt- ara núna að ýta þessum verkefn- um áfram. Það treystir meira á mig og þá þarf ég ekki að treysta eins mikið á að fá einhverja stjörnu sem gerir þetta. Svo hækka laun- in mín hressilega við þetta fyrir næstu mynd, svona eins og geng- ur í þessum bransa,“ segir hann. Samningar leikstjórans, sem hann hefur þegar undirritað, eru háðir gengi Everest og verða hagstæðari ef henni gengur vel. Á toppnum í 13 löndum Everest hefur svo sannarlega geng- ið vel. Hún kleif upp á toppinn í þrettán löndum um síðustu helgi og námu tekjurnar um 26 milljón- um dala, eða rúmum þremur millj- örðum króna. Myndin náði með- al annars efsta sætinu á Íslandi, í Mexíkó, Ástralíu, Suður-Afríku, Indlandi, Rúmeníu og í Argentínu. Einnig setti hún met í Bandaríkjun- um hvað aðsókn í september varð- ar yfir þær myndir sem eru sýndar í kvikmyndahúsum sem bjóða upp á IMAX-sýningarkerfið. Þar námu tekjurnar rúmum sjö milljónum dala en myndin fer í almennar sýn- ingar „heima“ í Norður-Ameríku um næstu helgi. Everest skilar hagnaði Everest er því þegar búin að slá í gegn. Hún er orðin „success“ eins og Baltasar orðar það réttilega og segir hann þegar komið á hreint að myndin komi út í töluverðum hagn- aði, bara vegna hins góða geng- is utan Bandaríkjanna. Hann er því ekkert of stressaður yfir því hvort myndin komist yfir 20 milljóna dala markið í N-Ameríku um næstu helgi eða ekki. „Allt yfir 20 er frá- bært af því að ég er ekki með neinn Denzel Washington eða svona vin- sælan gæja í myndinni. Menn gera ekki meiri væntingar til mynd- ar sem er ekki með risastóra kvik- myndastjörnu í aðalhlutverki,“ seg- ir Baltasar. Þrjár í röð yfir 20 milljónum? Fari Everest yfir 20 milljóna dala markið verður hún þriðja myndin hans í röð sem nær þeim árangri en Contraband og 2 Guns náðu 24 og 27 milljónum á sinni fyrstu helgi. Það yrði mjög góður árangur, sér- staklega þegar um evrópskan leik- stjóra er að ræða. „Það eru fáir sem taka þrjár í röð sem virka. Það er mjög sjaldgæft,“ segir hann og vís- ar í umfjöllun kvikmyndaritsins Variety um 2 Guns. Þar stóð að afar sjaldgæft væri að evrópskur leik- stjóri næði toppnum tvisvar í röð í Hollywood. Leikstjórinn reiknar þó ekki ekki með því að ná toppsætinu vestan- hafs um næstu helgi. Teiknimyndin Hotel Transylvania 2 mun að öllum líkindum hrifsa það til sín því henni er spáð afar góðu gengi. Einnig spil- ar inn í IMAX-frumsýning Ever- est um síðustu helgi sem gerir það að verkum að heilmargir eru þegar búnir að sjá myndina. Everest er hans mynd Stjörnunum Mark Wahlberg og Denzel Washington var að stóru leyti þakkað fyrir aðsóknina sem Contraband og 2 Guns fengu. Að sögn Baltasars lítur fólk meira á Ev- erest sem hans mynd en hinar tvær. „Þessi mynd snýst miklu meira um leikstjórann heldur en hinar mynd- irnar. Maður fær meira „kredit“ fyr- ir þetta af því að þetta er bæði erfið mynd og það var erfitt að fjármagna hana,“ segir hann en myndir sem snúast um bardaga fólks við nátt- úruöflin hafa hingað til ekki þótt líklegar til vinsælda vestanhafs. Fjármögnunin var aftur á móti auð- veldari utan Bandaríkjanna þar sem slíkar myndir njóta frekar vinsælda. Yfir 100 milljónir dala Contraband og 2 Guns stóðu vel undir sér og rúmlega það. Contra- band kostaði 25 milljónir dala í framleiðslu en þénaði 66,5 millj- ónir í N-Ameríku og samanlagt 96 Freyr Bjarnason freyr@dv.is „Svo hækka launin mín hressilega Hitabangsarnir Aðeins 2 mín í örbylgjuofni og þeir verða mjúkir, hlýjir og dásamlegt að kúra með þeim. Þeir eru fylltir með hirsi og smá ilm af Lavander. Allir þurfa Yoohoo í líf sitt komnir aftur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.